MATARGATIÐ

föstudagur, september 21, 2007

Ofnæmi 303.

Jæja þetta fer nú að koma gott af ofnæmisfréttum. Þetta er síðasta færsla í bili a.m.k :)
Við mæðgur Malín og ég keyrðum á Elisabeth Ziekenhuis á þriðjudaginn. Ég er nú orðin aldeilis heimavön þarna. Rata bara hægri vinstri og ekkert mál :). Það er a.m.k mun auðveldara að rata þarna en á Landspítalanum og FSA.

Ég átti tíma klukkan þrjú hjá ofnæmislækni. Við mæðgur biðum í klukkutíma og vorum komnar inn á slaginu fjögur. Þar tók á móti okkur hin vænsta kona. Hún skoðaði mig í bak og fyrir og spurði mig svona um 300 spurninga. Að því loknu var ég send í blóðprufu þar sem tekin voru 7 glös takk fyrir. Ég bað hana um að láta athuga skjaldkirtilinn og blóðleysi svona aukalega, svona þar sem ég var á annað borð að þessu.
Út úr þessum prófum fæ ég vonandi einhver svör, en þó ekki fyrr en 18 oktober takk fyrir. En þá fæ ég símtalsviðtal við þessa konu.

Síðan bað hún mig um að fá tíma í afgreiðslunni í 2 önnur próf. Annað prófið er þannig að það er sprautað einhverju drasli á eða rétt undir húðina eins og t.d ferskum eplasafa og fleiru skemmtilegu. Svo þarf ég að bíða í eina 2 tíma til að athuga hvort eitthvað gerist sem verður örugglega rosalega spennandi. Hún sagði reyndar að það gætu komið mjög hörð viðbrögð þannig að það er eins gott að vera bara kyrr á spítalanum. Próf númer 2 er síðan eitthvað lungnapróf sem verður örugglega þræl magnað :)
Það ömurlegasta við þetta allt er að þetta á ekki að eiga sér stað fyrr en 21 nóvember takk fyrir. Óþolandi. Ég er bara pirruð.
En... svona er þetta bara. Eintóm bið og vesen.
6 des á ég svo að koma aftur og hitta hana til að fá út úr þessu öllu saman.

Það sem hún sagði mér samt í þessu viðtali þarna á þriðjudaginn var að þessi mikli svimi, jafnvægisleysi og doði væri ekki langvarandi eftirköst eftir ofnæmiskast. Það benti til þess að það væri eitthvað fleira að mér (eins og mig grunaði nú alltaf) Hinsvegar væri þessa mikla þreyta eðlileg þó það væru næstum 3 vikur liðnar síðan þetta gerðist. Eins gott að þetta komi ekki oft fyrir mann. Jæks.

Hún vildi síðan að ég fengi mér tíma hjá taugasérfræðingi ef þetta vesen lagast ekki. Og þá er nú komið að hneykslun dagsins... úff.
Mér finnst bara ótrúlega fáránlegt að sérfræðingur geti ekki vísað manni á annan sérfræðing. Nei nei. Ég þarf bara að byrja á byrjuninni aftur. FYRST þarf ég að fá tíma hjá heimilislækninum mínum (sem getur að sjálfsögðu ekkert gert í þessu og veit nú fyrir hvað er að angra mig) og HANN þarf að búa til beiðni handa mér þannig að ég geti fengið að hitta taugasérfræðing á þessu SAMA sjúkrahúsi og ofnæmisdoxinn vinnur á. Er ekki alveg að fatta þetta. Af hverju þarf þetta að vera svona svaðalega flókið?
Svo verður það pottþétt þannig að þar sem þetta er ekki "bráða tilvik" að þá fæ ég tíma eftir 6 mánuði.
Ætli maður verði ekki bara löngu dauður fyrir þann tíma? Ja maður spyr sig.

En ég er a.m.k komin með adrenalín neyðarsprautu þannig að ég get sparutað mig ef ég fæ slæmt kast.
Eitt fyndið. Þegar doxinn sagði að ég yrði ALLTAF að bera þennan blessaða penna (sprautu) með mér hvert sem ég færi og eins töflurnar mínar og nefspreyjið að þá segi ég ...en æjjj ég hef heyrt (hóstalmamariahjukrunarkonahosthost hi hi) að það sé svo hrikalega vond tilfining að fá svona adrenalín í sig. Og þá lítur hún á mig (örugglega rosa hneyksluð ) og segir. Það er a.m.k betra en að deyja. Úppps.

Ég má nú ekki gleyma að minnast á eldri grísinn minn hana Malín í þessari ferð. Hún er alveg einstakt eintak. Hún var búin að spurja mig nokkrum sinnum hvort hún mætti koma með mér á spítalann og svo loksins segi ég bara já já ok. Hélt ég yrði kannski í mesta lagi klukkutíma.
En svo tók þetta mun lengri tíma en það. Fyrsta klukkutímann á meðan við vorum að bíða eftir því að komast inn að þá dundaði hún sér við að skoða bækur og kubba ekkert mál. Svo þegar kom að því að hitta doxann að þá sat hún á gólfinu og skoðaði dót og sagði ekki orð. Svo var komið að blóðprufunni og þá stóð þessi elska hjá mér, strauk mér og kyssti á meðan hún hélt fyrir augun sín. Algjör rúsína :)
Það endaði svo með því að konurnar í afgreiðslunni kom til okkar þegar við vorum að fara og færðu henni bæði fallega mynd til að lita og eins einn bangsa sem heitir herra grasi (svona ofnæmisbangsi sem er með voða mikið gras á hausnum )
þær sögðu bara að þetta væri ótrúlegt barn sem ég ætti. Þær hefðu bara ekki orð á því hversu stillt hún væri eftir alla þessa bið. Læknirinn sagði það sama :) váá hvað dóttir þín er ótrúlega stillt og prúð :)

Góða helgi.

1 Comments:

  • At 1:04 f.h., Blogger Unknown said…

    Jæja elsku kellan mín. Þetta er nú meiri sagan og meiri biðin þarna í Hollandinu - bara klikk. Maður er nú bara rosa ánægður með kerfið hér þegar maður heyrir svona því ég trúi því ekki að maður þurfi að bíða svona lengi hér.
    Gott að þú ert komin með epipen, það róar mig. Já það er víst ekkert sérstakt að fá svona adrenalín sprautu en þegar þú nærð varla andanum þá verður það bara gott að fá sprautuna, því þá nærðu andanum aftur :)
    svo ekki pæla í því. Óþægindin felast helst í hröðum hjartslætti en þér er örugglega sama þegar þú ert í kasti. Vonum bara að það gerist ekki.
    Já þú átt bara ótrúlega stúlku. Knúsaðu hana frá mér.
    Erum að útbúa ratleik fyrir Martein afmælisbarn (á afmæli á morgun) þar sem hann á að leita af afmælisgjöfinni (fær nýtt hjól) :)

    Kveðja frá Garðabænum.

     

Skrifa ummæli

<< Home