Myndir frá því í gær.
Þessi er nú reyndar síðan í fyrrakvöld :) Ótrúlega gott mexico kjúklingasalat. Set uppskriftina inn við tækifæri.
Stóru flottu tómatarnir komnir í pott. Þeir eru soðnir í nokkrar mín. svo auðveldara sé að ná utan af þeim skinninu eða hvað þetta nú heitir :)
Súpan klár :)
Snitturnar mínar. Þær efstu eru með léttsteiktu nautakjöti, steiktum sveppum og mildum osti. Síðan koma snittur með stórum rækjum, tómati, basiliku og mozzarella og að síðustu (neðst niðri) eru það snittur með léttsteiktum risahörpudiski, papriku og fersku dilli. Þetta lítur nú ekkert rosalega vel út þarna en þetta var virkilega smart að sjá svona live :).
fínu nýju leðurstígvélin mín :)
Pæjuskórnir (pínu svona Leoncie hi hi )
að lokum eru það svo litlu skórnir sem fylgdu nú bara svona ókeypis með :) (það mætti nú halda að ég væri 180 kg miðað við öklana á þessari mynd)
2 Comments:
At 8:41 e.h., Nafnlaus said…
ó ert þetta þú á neðstu myndinni, ég hélt að þetta væri Stína....hahahaha;)
At 6:06 e.h., Unknown said…
Vitleysan í þér. Svo flottir fætur. Frábært að fá þetta svona beint í æð. Haltu áfram að taka svona myndir :)
Mjög flott val hjá þér.
Skrifa ummæli
<< Home