Vor í lofti.
Ástandið á heimilinu er loksins að komast í rétt horf. Þær systur eru báðar hættar að gubba en sú yngri ennþá með skitu. Ég hef samt sterkan grun um að eyrnabólgan hjá Emmu sé að blossa upp eina ferðina enn. :(
Ég skrapp hjólandi niður í bæ seinnipartinn á föstudaginn. Ótrúlega hressandi að skreppa svona ein út í smá stund. Keypti 2 nýjar naríur á bóndann í tilefni bóndadagsins. Keypti svo bæði peysu og kjól á mig :). Fannst það miklu betri hugmynd en að reyna að finna eitthvað á Ægi. Þegar ég kom heim eldaði ég fínt pasta handa okkur og bar fram nýbakað brauð.
Laugardagurinn var frekar rólegur. Malín fór í tónlistarskólann en annars voru þær systur aðalega að jafna sig eftir veikindin. Ég skrapp aftur í bæinn alein en á bílnum í þetta skiptið. Ætlaði aldrei að finna stæði í bænum. Bærinn var troðfullur af fólki. Alltaf svo gaman að koma í miðbæinn og sjá allt fólkið sem situr úti á kaffi og veitingastöðunum. Eldaði síðan æðilsega flottan kjuklingarétt sem er í nýju Hagkaupsbókinni. (ítalskir réttir)
Gærdagurinn var fínn. Keyrðum rúnt í gegn um dýragarðinn og fórum síðan á trampólínstaðinn okkar. Malín hoppaði heil ósköp. Fékk að vera með 3 eldri stelpum og fannst það ekki mjög leiðinlegt. Ég fékk mér uppáhalds súpuna mína sem er fastur liður.
Þessi súpa er bara snilld. Tær kjúklingasúpa með fullt af rifnum kjúlla, chilli, gulrótum og lauk. Með henni er borið fram eitt soðið egg, steiktur laukur og sterk sósa. Verð að fara í það að prófa mig áfram í að búa hana til sjálf.
Ég eldaði jommí kvöldmat enn og aftur :) í þetta skiptið var það mjög einfalt og gott spaghettí (sem er einnig í nýju hagkaupsbókinni. Ótrúlega einfalt og alveg æði æði.
Ég tók eftir því áðan þegar ég labbaði rúnt um hverfið að hér er vorið bara komið. Það er töluvert langt síðan ég tók eftir túlípönum og páskaliljum en nú sá ég að rósin mín er öll að koma til og tréin hér í hverfinu eru sum byrjuð að blómstra með yndislega fallegum bleikum blómum :) Bara fallegt.
Ég skrapp hjólandi niður í bæ seinnipartinn á föstudaginn. Ótrúlega hressandi að skreppa svona ein út í smá stund. Keypti 2 nýjar naríur á bóndann í tilefni bóndadagsins. Keypti svo bæði peysu og kjól á mig :). Fannst það miklu betri hugmynd en að reyna að finna eitthvað á Ægi. Þegar ég kom heim eldaði ég fínt pasta handa okkur og bar fram nýbakað brauð.
Laugardagurinn var frekar rólegur. Malín fór í tónlistarskólann en annars voru þær systur aðalega að jafna sig eftir veikindin. Ég skrapp aftur í bæinn alein en á bílnum í þetta skiptið. Ætlaði aldrei að finna stæði í bænum. Bærinn var troðfullur af fólki. Alltaf svo gaman að koma í miðbæinn og sjá allt fólkið sem situr úti á kaffi og veitingastöðunum. Eldaði síðan æðilsega flottan kjuklingarétt sem er í nýju Hagkaupsbókinni. (ítalskir réttir)
Gærdagurinn var fínn. Keyrðum rúnt í gegn um dýragarðinn og fórum síðan á trampólínstaðinn okkar. Malín hoppaði heil ósköp. Fékk að vera með 3 eldri stelpum og fannst það ekki mjög leiðinlegt. Ég fékk mér uppáhalds súpuna mína sem er fastur liður.
Þessi súpa er bara snilld. Tær kjúklingasúpa með fullt af rifnum kjúlla, chilli, gulrótum og lauk. Með henni er borið fram eitt soðið egg, steiktur laukur og sterk sósa. Verð að fara í það að prófa mig áfram í að búa hana til sjálf.
Ég eldaði jommí kvöldmat enn og aftur :) í þetta skiptið var það mjög einfalt og gott spaghettí (sem er einnig í nýju hagkaupsbókinni. Ótrúlega einfalt og alveg æði æði.
Ég tók eftir því áðan þegar ég labbaði rúnt um hverfið að hér er vorið bara komið. Það er töluvert langt síðan ég tók eftir túlípönum og páskaliljum en nú sá ég að rósin mín er öll að koma til og tréin hér í hverfinu eru sum byrjuð að blómstra með yndislega fallegum bleikum blómum :) Bara fallegt.
4 Comments:
At 6:35 e.h., Unknown said…
Mig langar líka í vor :(
Hvað heita þessir réttir. Hlakka til að prófa. Ætla að elda eitthvað upp úr hagkaupsbókinni fyrir saumó á fimmtudaginn. Endilega láttu mig vita hvað er best :)
At 4:08 e.h., Dagný said…
Ég er 2 x búin að elda spagettí réttinn með basiliku, sítrónu og parmesan á bls 87. Set reyndar bara 1 sítrónu en ekki 3. Ég held reyndar að sítrónurnar heima séu yfirleitt ekki jafn safamiklar og hér. Spurning um að smakka þetta eitthvað til.
Tagliatelle með þriggja lita pesto er lika algjört æði..jommjomm. Uppskriftin er á bls 93. (en pestóið er á bls 174. Mæli með því ofaná snyttubrauð líka)
Spaghettí Amatricana bls 94 er líka voða gott. Minnir á rétt úr Sigga Hall bókinni góðu.
Kjúklingur Diavola bls 128 er frábær. Mæli með honum.
Pizzurnar eru líka voða góðar :)
Endilega láta mig vita svo ef það er eitthvað "sérlega" gott sem eg verð að prófa :)
At 4:14 e.h., Dagný said…
gleymdi einum frábærum rétti. Veit þið eruð svo mikið fyrir lax og silung. Sjá rétt bls 121 ofnbakaður lax. Þetta var bara gott :)
Bætti við þetta blegbaunum sem ég átti. Með þessu hafði ég soðnar kartöflur sem ég svissaði á pönnu í smá olíu, rýrðan rjóma og rucola salat með parmesan.
:)
At 10:03 f.h., Unknown said…
Gerðum einmitt svona pastasósu í gær (bls 87). Var að velja á milli þriggja lita tagliatelle og kjúklingsins með parmaskinkunni (man ekki hvort hann heitir diavola). Við erum greinilega með sama matarsmekkin..hihi
Hlakka til að prófa kjúllann í kvöld. Ætla svo að búa til pecanpie þar sem botninn er úr marengs sem ég geri með engum sykri, bara döðlumauki. Þetta pie er æði.
Ætla sko að prófa laxaréttinn fljótlega :)
Takk fyrir
Skrifa ummæli
<< Home