MATARGATIÐ

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Gáfnaljósið mitt.

IMG_1101

Ég held að Malín verði mun betri í Íslensku en ég  og jafnvel áður en hún byrjar í 6 ára bekk.  Við mæðgur voru á rölti niðri í bæ þegar hún kemur auga á 2 tónlistarmenn sem voru að spila fyrir peninga.  Hún hefur hundrað sinnum séð svona lagað áður en oftast er það bara einn sem er að spila.  Þegar við nálgumst mennina að þá segir mín voða kát, hey mamma. Sko.  Ef það væri einn maður að spila að þá segði maður að maðurINN væri að spila en af því að þeir eru tveir að þá segir maður MENNIRNIR (með þvílíkri áherslu) eru að spila.  Ég spurði hana hvort hún vildi gefa þeim pening og vildi hún það að sjálfsögðu.  Svo kom hún með annan brandara :). Mamma. Sko.  Núna voru mennirnir voða glaðir en ef það hefði bara verið einn maður að þá hefði maðurINN verið GLAÐUR.
Ótrúlegt eintak.

1 Comments:

  • At 7:26 e.h., Blogger Unknown said…

    Já hún er alveg mögnuð, yndislega stúlkan þín :)

     

Skrifa ummæli

<< Home