MATARGATIÐ

föstudagur, janúar 25, 2008

Það ætlar ekki af okkur að ganga.

Eg er ótrúlega þreytt og pirruð. Mikið rosalega leiðast mér flesur og pestir :(. Ég held án gríns að hér hafi ekki verið flensulaus vika síðan í oktober. Emma greyið á metið. Hefur verið lasin állan timann með örfáum hressum dögum inn á milli.
Það er ekki nóg með að þetta litla grey sé búinn að vera með eyrnabólgu í fleiri vikur heldur hefur hún verið með niðurgang endalaust og gubbupesti í 5 daga. Hún heldur bara engu niðri, enda orðin óhugnalega horuð og ekki mátti hún við því að missa þetta litla sem var utan á henni.

Til að bæta gráu ofan á svart að þá urðum við vör við undarleg hljóð fyrir nokkrum kvöldum síðan. Þetta byrjaði eins og það væri fugl fastur fyrir utan herbergisgluggann okkar. Svona vængjahljóð. Síðan fóru að heyrast undarleg hljóð, hálfgerð öskur og síðan heyrðum við einhverja trítla fram og til baka fyrir ofan okkur. Okkur fór þá að gruna að þarna væru rottur á ferð. Ekki leist okkur nú á það. Fyrst héldum við að hún /þær væru á loftinu okkar en síðan datt Ægi í hug að þetta kæmi úr stokk sem er utan á húsinu. Ég svaf nánast ekkert fyrir stressi. Heyrði svo í þessu aftur klukkan fimm um nóttina. Í gærkvöldi var ég að vaska upp þegar ég heyri í þessu beint fyrir ofan eldhúsgluggann hja mér en eldhúsið hjá mér er á fyrstu hæð en herbergið á annari hæð og þetta er ekki einu sinni sömu megin í húsinu. Ægir fór út og hitti fólkið sem býr sama raðhúsi og það höfðu allir orðið varir við þetta. Jakk. Þá halda þau því fram að þarna séu mýs að verki. Þá er svona mikið af holu rými út um allt hús sem þær geta bara vafrað um á. Jæks..þvílík ógeð.

1 Comments:

  • At 1:00 e.h., Blogger Unknown said…

    En krúttlegt að vera komin með gæludýr...hehe
    Vonandi náið þið að hrekja þær í burtu, kannski með aðstoð meindýraeyðis :)

     

Skrifa ummæli

<< Home