Alveg búin.
Ég hef bara ekki oft orðið jafn þreytt eins og núna. Jæks. Svaf mjög illa í nótt. Ætlaði aldrei að sofna fyrir hita og svo var ég bara ótrúlega mikið andvaka. En að sjálfsögðu dreif ég mig í sprortið í morgun eins og alla virka daga. Byrjaði á að fara í bodypump sem er uppáhalds tíminn minn. Klikkar ekki. En eftir hann dreif mín sig strax í spinning :). Rétt náði að setja vatn á brúsann og fá kennarann til að hjálpa mér við að stilla hjólið. Ég hef nú ekki farið í svona spinning tíma síðan ég var á fullu í ræktinni með honum Gauja litla :). Orðin ein átta ár síðan eða svo. Ég varð ekkert smá sveitt og þreytt og það lá við að ég félli af hjólinu á síðustu metrunum. En mikið rosalega var þetta samt hressandi, svona eftir á :) Beauty is pain.
818 kalóríur fengu að fjúka sem er mjög gott held ég. Hjarslátturinn fór mest í 179 sem er 95% af mínum hámarkspúlsi. Í spinning var hann yfirleitt á bilinu 150-170 (sem segir kannski bara það í hversu lélegu formi ég er ..hihi) en mun minni í body pump. Smá upplýsingar fyrir mig :) Gaman að fylgjast með þessu. Gaman að segja frá því að ég var sú eina í tímanum sem var ekki í svona sértsökum spinning skóm. Var bara í sömu skóm og ég var í fyrri tímanum. Ekkert smá glötuð. Ég var ekki heldur í spinning galla. Mjög púkaleg. Hollendingar eru bara þannig að þeir byrja á því að græja sig frá toppi til táa og mæta svo í ræktinga.
Spinning var ekki búið fyrr en 7 mín. yfir tólf (sennilega þar sem ég var svona mikil nörrabína að stilla hjólið) og hafði því ekki tíma fyrir sturtu þar sem pössunin er bara til klukkan tólf. Dreif mig því að sækja snúllurnar sem sátu bara og biðu eftir mér, öll börn löngu farin. Síðan átti ég eftir að hjóla heim með stóra vagninn í eftirdragi og það tekur nú líka ótrúlega á þannig að eins gott að sleppa bara sturtu.
Við mæðgur drifum okkur svo að fá okkur hádegissnarl úti í blíðunni og eftir uppvask hafði ég bara alls ekki orku í sturtu. Ligg því hér ennþá kófsveitt á sólstól og nýt veðursins um leið og við Malín leikum okkur í mömmó. Dýrið sefur inni á meðan.
En mikið verður ljúft að skola af sér saltið á eftir. :)
Uppáhalds tíminn minn body pump :)
ég er nú orðin ansi öflug í róðri en kannski ekki alveg svona fitt ennþá. En það kemur. Bíðiði bara :) Ég þarf bara líka að vera dugleg að nota Wii Fit heima. Frábær leikur.
Dúí
1 Comments:
At 2:58 e.h., Unknown said…
Gaman að heyra hvað þú ert dugleg í ræktinni, þú verður orðin enn meiri megabomba þegar þú kemur heim í haust. Ég fór niður í 15,4% fitu þegar ég fór heim - toppaðu það :) hihi
Ekki hægt að segja það sama í dag..aðeins hærri prósentan nú :(
Skrifa ummæli
<< Home