MATARGATIÐ

föstudagur, maí 16, 2008

Nokkur gullkorn frá músinni.

Í dag 16.05.08
Mamma, veistu það að 21 kemur á undan 22 og það er að því að 1 er alltaf á undan 2. (Annrs kann hún nú svona nánast að telja upp í 100. þarf ekki mikla hjálp)

í sportinu áðan inni í búningklefa.
Malín var eitthvað að skoða skápana sem eru allir númeraðir og segir svo, hey..ég er búin að læra að reikna. Nú segi ég. Aha segir Malín. Sko ég veit alveg hvað einn plús tveir eru, það eru sko þrír :)
Bara svona upp úr þurru.

Um daginn spyr Malín mig hvort ég viti ekki um fingrafóninn sinn. En þá var hún að meina mígrafóninn. hihi.

Strumpatal:
Malín í því að leiðrétta mömmu sína sem virðist hvorki kunna íslensku né hollensku.
Við vorum að ganga frá dóti þegar ég segi réttu mér hana og á þá við strump sem hún heldur á. Malín setur bara hendur á mjaðmir og segir þvílíkt hneyksluð. Mamma..sko. Þetta er strumpur. Hann strumpurinn að því að hann er strákur, en ef þetta væri stelpa að þá segir maður hana :)
Þá höfum við það á hreinu :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home