MATARGATIÐ

miðvikudagur, maí 21, 2008

Annar í euro annaðkvöld. :)

boaz 

Boaz lang flottastur í gær.  Kaus hann hér í NL :)
Ég sem var svo hrædd um að hann myndi klúðra söngnum en ó nei.  Ohh..Æði.

Var nokkuð sátt við þau lög sem komust áfram. Spáði nú ekki alveg rétt en common, hvað veit maður svo sum :).?

Löndin sem ég sagði að kæmust  áfram:

Armenia
Andorra
Azerbaijan
Grikkland
Holland
Írland
Noregur
Russland
San Marino
Slovenia

en,

Andorra komst ekki áfram, ekki holland :(, ekki slovenia og ekki heldur san marino sem er algjört svekkelski. Þrusu lag, en dúdinn bara ekki alveg að standa sig nógu vel.

Hins vegar komust Finnland, Rúmenía, Bosnía (sem Ægi fannst flottast), og Pólland áfram.  Fannst reyndar plast ofur barbígellan með súperhvítu hestatennurnar frá Póllandi eiga það skilið. Söng mjög vel og lagið alls ekki svo galið.  Dúdarnir frá Finnlandi stóðu sig líka mjög vel en ég bara hélt að þessi tími væri liðinn.  En svona er þetta bara, maður veit aldrei.


En þá er það riðill 2.  Áfram Ísland.

úff hvað þetta á eftir að verða erfitt. Mun sterkari riðill eins og ég og allir virðast tala um.  Ekki bara að því að Ísland er í honum, það er bara svoleiðis.  Fullt af flottum og sterkum lögum sem erfitt er að keppa við.

1. Ísland. Æði.  Spennandi :) :)  Eurobandið klikkar ekki.  Mig langar að eiga þau bæði inn í skáð hjá mér.

2. Svíþjóð.  Dýrið sjálft.  Held ég sé að verða heilaþvegin, lagið búið að sooooogast inn og ég farin að dilla mér við það og smella fingrum. Mér fannst það alveg glatað í fyrstu 2 skiptin sem ég sá það.  En Arpurinn minn skildi ekkert og sagði mér að horfa aftur :).  En so sorry arps... lagið orðið fínt, en common. Hvað er bara í gangi með hana?, hún er orðin svo ófríð greyið.  Án efa með óheppnasta andlitið í keppninni. Lítur út eins og cameldýr eða dýrið í Fríða og dýrinu.
En kannski fínt ef hún vinnur. Ég dröslast þá kannski í heimsókn til þín að ári og við getum  farið saman á euro:)..ha ha...? 

3.  Tyrkland.  Flottir.  Mjög flott lag. Væri til í að hlusta á heilan disk með þeim. :)

4.  Ukraína.  Ekki minn tebolli en samt nokkuð fínt. Kemst pottþétt áfram.

5.  Litháen.  Dúdinn klárlega með fallegasa hárið í keppninni ásamt finnska gaurnum. En samt ekki nóg til að komst áfram.  Boring.

6.  Albanía.  Nokkuð gott.

7.  Sviss.  Rosa flott. 

8.  Tékkland. úff...hún syngur agalega.

9.  Hvíta Rússland.  Grípandi stuðlag, pínu halló samt, en hva, er þetta ekki euro :)?

10.  Lettland.  Sjóraningja nörrar.  Fyrir 10 ára og yngri.

11.  Kroatía.  Ansi fínt lag. Gerir samt engar hosur held ég. Vona að gamlingjarnir nái að klára lagið áður en þeir geyspa golunni.  Krúttlegir samt.

12.  Búlgaría.  Mjög flott :)

13.  Danmörk.  Jú jú..gott :)

14.  Georgia.  ekki að gera sig :(

15.  Ungverjaland.   Fallegasta konan í keppninni.  Þvílík fegurð.  Flott myndbandið, lagið ok, en spurning hvað verður á sviðinu.

16.  Malta.  Stuðlag, mikil gella, lagið lala en kemst kannski áfram.

17.  Kýpur.  Ekki minn tebolli.

18.  Makedónia.  Yfir meðal, en samt halló. Spurning.

19.  Portúgal.  Love it. Æði :).  Uppáhaldið mitt í svona fyrirfram.

Áfram.

Ísland
Svíþjóð
Tyrkland
Ukraína
Sviss
Hv.Rússland
Búlgaría
Portugal
Kroatía
spurning með
Danmörku, Malta eða Albaníu?

Verður erfitt. Held það séu ekki miklir möguleikar á því að öll 3 norðurlöndin komist áfram. Vona að það bitni ekki á okkur.
Áfram Ísland. :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home