MATARGATIÐ

laugardagur, maí 24, 2008

9 mín. í Euró :)

Ekki laust við að sumir séu stressaðir á heimilinu. Jæks.
Búin að fara í bað, fá mér Carmen rúllur og fá förðun frá Músinni. Tilbúin í slaginn :)
Fyrir kvöldið í kvöld held ég mest upp á:
Serbíu (það væri það ef þau tækju þetta aftur)
Portúgal. Þrusu flott kraftmikil kerling með flott lag.
Frakkland. Engu líkt. Ótrúlega kúl lag en spurning hvernig það kemur út á sviðinu. Myndbandið bara frábært.
Ísrael. Æði æði. 20 gaurinn alveg að brillera með fallegum söng og góðu lagi frá Dönu international.
Svo finnst mér Tyrkland rosa flott. Flott hljómsveit með æðislegt lag.
Og svo er eitthvað við Rússland. Diman pínu krútt. Fannst hann nú samt flottari fyrir 2 árum þegar hann var með sítt að aftan.
Armenía líka flott. Ótrúlega mikil gella, en mér fannst hún ekki standa sig nógu vel í undankeppninni. Syngur rosa flott fyrst á úglenskunni (arabískur eða einhveru) Verður á toppnum en finnst hún kannski ekki eiga það skilið. 10 sætið í lagi.
Daninn pínu flottur lika. Fínt lag. Uppáhalds norræna lagið mitt held ég fyrir utan ísland.
Svo eiga töffararnir í Króatíu eftir að rokka feitt held ég. Sérstaklega þessi hundrað og eitthvað ára sjarmör í hvítu fötunum með stafinn. :) Sjarmatröll.

Það sem mér finnst mest glatað er:
Lettland. Skil ekki að þetta bjánalega sjóræningjaalg hafi komist áfram...döhhh. hvað voru bara margir 8 ára og yngri sem kusu?
Bretland. Eitt ömulegasta og hallærislegasta lag ever.
Og svo held ég að Þýskaland eigi eftir að drulla verulega mikið upp á bak með lélegum söng.

Takið vel eftir spænska dúdnum. Ótrúlega bjánalegur gaur. Fannst þetta ekkert smá glatað en eftir að ég fattaði hversu líkur Eini bróður hann er að þá fór mér að finnast það fyndið :)...smá svona local húmor hér :)
Kjánahrollur kvöldsins fer svo til Jovana sem er annar kynnirinn. Þvílíka ógeðisröddin sem aumingja konan hefur. pirr pirr..

Jiiii...klukkan orðin euro.
Góða skemmtun og áfram Ísland.
dúí

1 Comments:

  • At 12:51 f.h., Blogger Unknown said…

    jæja jæja. Komnir 2 dagar frá euro - hvernig fannst þér???

     

Skrifa ummæli

<< Home