MATARGATIÐ

þriðjudagur, maí 27, 2008

Euro-rest og fleira.


Jæja jæja. Búið að reka á eftir manni með euro fréttir :).
Ætla samt að byrja á að svara commenti frá Ölmu íþróttaálfi. Þetta með 15,4 prósentin...vóó. Var búin að gleyma þessu. Ég verð alsæl þegar ég kemst niður í 20 :)


Stuttur útdráttur frá því á laugardaginn.
Eins og ég vissi að þá drulluðu bretar og þjóðverjar langt upp á bak.
Ísland ótrúlega flott. Gátu ekki staðið sig betur. Áttu skilið að lenda hærra en svona er þetta bara.
Uppáhöldin mín voru:
Ísrael
Serbía
Portugal
Tyrkland og
Frakkland.

Varð samt ekkert band brjál þó vinur minn frá Rússlandi hafi tekið keppnina í nefið. Ekki kannski besta lagið en samt bara fínt :)
Leiðinlegt hvað það vantaði alla spennu í stigagjöfina.
Hlakka mikið til að fylgjst með þessu að ári og hlusta á Sigmar kynna. Horfði á BBC og tók upp keppnina á hollenska rúv. En mikið rosalega er þessi Terry dúd á BBC leiðinlegur. Kræst. Búinn að lýsa þessu síðan sjötíu og eitthvað. Frekar mikið fúll og lúinn eitthvað. Þegar íslenska lagið var búið sagði hann: já ja fínt hjá þeim, þau fá a.m.k 12 stig frá dönum og svo sagði hann nákvæmlega það sama þegar danmörk mætti á svæðið. Síðan hrósaði hann sínum manni í hástert, fannst hann lang flottastur. Jæks.
En jæja nóg um euro í ár.

Malín er stödd í stóru krakka skólanum núna. Mjög spennandi. Fór í fyrsta sinn í gær. Gékk mjög vel. Ég stoppaði hjá henni í klukkutíma en þá mátti ég bara fara heim og sótti hana svo í hádeginu. Í morgun fór hún svo í leikskólann og eftir hádegið í nýja skólann. Ég var búin að segja henni að ég gæti ekki stoppað lengi í dag þar sem Emma þyrfti að sofa. Hún fór strax og fékk sér sæti og sagði svo bara að ég mætti bara fara, kennarinn væri kominn :). Algjör krútta. Ekki mikið vesen á minni.

Svo er það bara ræktin rætkin :)
Komst ekki á sama tíma og venjulega í gær þar sem Malín fór í skólann. Fór því í gærkvöldi eftir kvöldmat. Það hefur nú ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær. Frekar mikið erfitt að fara með útblásna bumbu. Svo var body pump tíminn eitthvað svo leiðinlegur. Hef ekki verið með þennan kennara áður. Fannst hún ekki alveg rokka. Kunni ekki rútínuna almennilega og það vantaði allt stuð í hana þannig að ég spreðaði ótrúlega fáum kalóríum. Skiptir ótrúlega miklu máli að hafa góðan kennara.
Í þar síðustu viku eyddi ég 2563 kcal (samkv. polar mælinum mínum) og í síðustu viku eyddi ég 2756 kcal. Til að ná þessu þarf ég að sprikla 6-8 klukkutíma takk fyrir.

Spurning um að búa til sér síðu fyrir sportið. Fínt að fylgjst aðeins með því hvað maður er að gera hverju sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home