MATARGATIÐ

fimmtudagur, október 23, 2008

Erfiða bloggið sem er búið að taka maaarga daga eða vikur.

Margt búið að gerast síðan síðast enda rúmur mánuður frá síðasta bloggi.  Algjört klúður.  Hef bara varla opnað tölvu síðan ég flutti heim.
En sem sé fyrir þá sem fylgjast sjaldan með mér að þá er ég flutt heim frá HOLLANDINU góða eftir þriggja ára og sjö mánaða dvöl þar.  Yndislegt að búa þar og örugglega erfitt að finna jafn frábæran og fallegan bæ eins og Oisterwijk til að búa í.
Hefðum alveg viljað búa þar áfram.  Kannski við förum þangað bara aftur ef allt heldur áfram að fara til helv.. eins og ástandið er í dag. 

Ástæðurnar fyrir heimkomu okkar eru eiginlega tvær.  Malín fannst mjög erfitt að vera svona langt í burtu frá ömmum sínum og afa og öllum frændum og frænkum.
Hin ástæðan er sú að mig var farið að langa að gera eitthvað annað en að vera "bara" heimavinnandi.  Enda búin að vera heima síðan Malín fæddist.  Þessi tími er búinn að vera ómetanlegur.  Ekki allir sem fá tækifæri til að vera með barninu eða börnum sínum allan daginn alla daga, en eftir rúm fjögur ár er bara komið gott og kominn tími til að gera eitthvað annað.

Ákvað að skella mér í skóla.  Snyrtifræði varð fyrir valinu enda er mig búið að langa að læra það frá unga aldri.  Var búin að finna eina 3 skóla þarna úti en fannst bara of mikið vesen að drífa mig.  Í fyrsta lagi er ekki svo auðvelt að redda pössun fyrir grísina. Krakkar byrja ekki í leikskóla fyrr en á 2 ára afmælisdaginn sinn og dvelja þá bara 6 tíma á VIKU.  Börnin byrja svo í skóla á 4 ára afmælisdaginn sinn.  Í skólanum sem Malín var í (sem var í okkar götu) mætti hún um morguninn og ég þurfti svo að sækja hana í hádeginu og fara með hana aftur upp úr eitt, sækja hana svo aftur korter yfir þrjú.  Þannig að ég hafði ekki mikil tök á því að skreppa mikið frá.  Gat í mesta lagi hjólað í ræktina fyrir hádegi og stundum náði ég að fara í búð eftir hádegi ef Emma blundaði ekki of lengi.
I öðru lagi.  Fyrst engin er pössunin þarna úti hefði ég þurft að fá mér au-pair.  Var ekki alveg tilbúin í þann pakkann.  Hefði ég fengið mér aupair hefði ég sennilega þurft að flytja og fá mér annað húsnæði sem hentaði betur og var ég ekki alveg að nenna því enda Bim van der Kleistraat frábær gata.
Í þriðja lagi hefði ég þurft að fara í hollenskutíma til að læra almennilega hollensku.  Ekki nóg að geta bjargað sér og spjallað um daginn og veginn.  Ég kann auðvitað ekkert í svona snyrtitali í hollensku. :)

IMG_3473 
Þessar myndir voru teknar síðustu helgina okkar :)  Tókum okkur smá pásu til að hjóla á leikvöll enda æðislegt veður.

IMG_3461 (Small)

Áfram áfram.

Það tók svoooo langan tíma að pakka niður í kassa.

IMG_3490 (Small) 

O boy.  En það tókst.  Við vorum til klukkan tvö síðustu nóttina (þrátt fyrir að ég hafi byrjað að pakka 2mánuðum fyrir brottför) og svo var ræs klukkan sex takk fyrir.  Gámurinn mætti á svæðið klukkan níu 18 september.  Ég var búin að kvíða pínu fyrir þessu öllu saman enda búin að eiga bestu ár lífs míns þarna úti.  Fylgdi Malín í skólann sinn (sem er þar næsta hús :)  ) og átti í pínu erfiðleikum með að fara ekki að grenja þegar ég sá hversu glöð hún var a sjá vini sína í skólanum. Verð að viðurkenna það að ég feldi nokkur tár á leiðinni heim.  Daginn áður fór ég og kvaddi vinkonu mína Thatsanee sem ég hitti fyrst í hollensku skólanum.  Hún er algjört æði.  Er frá Tælandi, eldar besta mat í heimi og er algjört krútt.  Á eftir að sakna hennar svooo.  Var búin að ákveða að bíta á jaxlinn og vera ekki með neitt væl þegar ég myndi segja bless en svo endaði það allt öðruvísi.  Æj æj.  Hún skældi svo svakalega mikið og að sjálfögðu fór ég líka að skælja, og svo skjældi hún meira og ég þá ennþá meira.  Litli snúðurinn hennar sem er að verða eins árs skildi hvorki upp né niður.  Horfði bara á okkur til skiptis og gapti. 

Svo kom að stóru kveðjustundinni í götunni okkar..  Marielle vinkona mín og nágrannakona var búin að koma kvöldið áður til að kveðja þar sem hún var að vinna daginn sem við fluttum.  Elisa vinkona mín og nágrannakona passaði Emmu frá klukkan níu til þrjú. Gott að eiga góða granna :).
Fólk bankaði upp á og kvaddi, sendi kort, knúsaði okkur og gáfu okkur e-mail. Yndislegt allt og ekki alveg eins og maður venst á Íslandi. 

IMG_3480 (Small) (2)

Emma og Malín tilbúnar ofaní ferðatösku.

 

IMG_3513

Bim van der Kleistraat númer 10 :)

IMG_3553 

Elisa og Marielle rétt fyrri borttför :(

IMG_3562

Útsýnið frá Oisterwijk kvatt :( grenj

IMG_3563

Bara kúl.  Aðeins öðru vísi en Ísland.

 

 IMG_3718

Nýja heimilið mitt í Klukkuberginu í Hafnarfirði.  Ótrúlega flott útsýni þar  :)

IMG_3779
ótrúlega flott sveitasæla bak við húsið okkar.

Flutningarnir gengu súper vel. Fengum þræl duglegt fólk með okkur þannig að þetta tók ekki svo langan tíma.  Emma og Malín dvöldu hja ömmu og afa í Dalsgerðinu á meðan.  Núna fyrst 3 vikum síðar er að verða fínt hjá okkur.  Ótrúlegt hvað það fylgir manni mikið af drasli og hvernig í ósköpunum á maður að koma þessu öllu fyrir í rétt rúmlega 100 fm. ? Ég er nú samt búin að henda ýmsu.

Aðlögunin í leikskólunum gékk vonum framar.  Malín var fúl fyrsta daginn yfir því að þurfa að fara heim eftir smá stund.  Fór að skæla og sagðist vera búin að venjast.  Hún fékk því bara að byrja strax og er alsæl.  Vill helst mæta fyrst og fara s íðust.  Konurnar eru þvílíkt ánægðar með hana og finnst hún ótrúlega klár..hihi :)
Það hefur líka gengið rosa vel hjá Emmu líka.  Því miður var vesen á leikskólanum hennar til að byrja með þannig að hún komst ekki á sína réttu deild fyrr en í gær. Hún hefur því bara verið frá níu til hálf eitt á daginn eða þangað til hún fer að sofa.  Hún var svo heppin að lenda á konu sem er alveg frábær.  Hún var á deildinni sem Emma byrjaði á og flutti sig svo með henni yfir á nýju deildina í gær.  Emma sér ekki sólina fyrir henni. Nú er alltaf Mæja þetta og Mæja hitt :).   Hún fékk baby born dúkku í afmælisgjöf frá okkur sem heitir að sjálfsögðu í höfuðið á henni Mæju.  Ég var búin að stinga upp á fullt af nöfnum sem mér fannst flott en nei nei. Það kom ekkert annað til greina.  Í gær var hún sem sé í fyrsta sinn á nýju deildinni og fékk að prófa að sofa þar.  Það gékk svona líka rosalega vel.  Mæja sagði að Emma væri bara eins og hugur manns. :)  Færi bara að sofa þegar ætti að fara að sofa og ekkert mál.  Í dag fékk hún svo að vera alveg til hálf fjögur.  Rosa stuð. 

hvammur31081020271

Emma að borða ís í leikskólanum sínum.

 kato31081010078

Malín alsæl á sínum leikskóla.
kato31081014099

frekar mikið stuð

Ég byrja í snyrtiskólanum 11 nóvember.  Hann byrjar klukkan korter yfir átta og er til fjögur.  Þær systur þurfa því að hafa leikskólavist frá hálf átta til hálf fimm sem mér finnst allt allt of mikið.  Vonandi að ég verði ekki alveg alla daga svona lengi eða að Ægir geti kannski sótt þær stundum aðeins fyrr.  Finnst þetta ekki beint fjölskylduvænt.
Ég fór í búð áðan og mátaði skólabúninginn minn.  Ji minn eini.  Sniðið ekki alveg að gera mikið fyrir mig.  Buxurnar skerast hrikalega upp í þið vitið hvað og blússan, skyrtan, vestið eða hvað þetta nú er sem við þurfum að klæðast að ofan er hrikalega sítt og nær mér niður á hnjám liggur við.  Held ég verði að dobbla hana múttu mína í smá breytingar fyrir mig.  Efri parturinn á eftir að skána mikið ef hann verður styttur. Held að það verði ekkert mál þar sem rennilásinn nær ekki alla leið niður.  Það er bara einn búningur innifalinn í skólagjöldunum þannig að það er eins gott að skíta sig ekki mikið út.  Er ekki að tíma því að kaupa auka búning á 20.000.  Mátaði inniskó hjá sama fyritæki en þeir kosta 15.000 með afslætti.  Ég var ekki alveg til í að spreða svo miklu.  Við eigum að vera í svörtum eða hvítum inniskóm, helst söndulum eða opnum skóm við búninginn.  Ég kannski læt mér bara nægja svörtu grodda sandalana mína eða fríkka upp á gömlu klossana mína fyrst um sinn. 
Keypit mér nefnilega loksins skó í gær eftir mikla leit.  Fór í Smáralind og fann þessa líka fínu vetrarskó í fyrstu skóbúðinni sem ég fór í .  Ég var svo heppin að geta keypt mér skó í barnadeildinni þannig að ég þurfti bara að punga út  7900 kr.  Ekki mikið fyrir loðfóðruð leður stígvel :).

Ætluðum norður í dag og vera fram yfir helgi en það verður víst sennilega ekkert úr því.  Brjálað veður á leiðinni og leiðinleg spá. 

Meira síðar.  N'og í bili.

4 Comments:

  • At 9:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Velkomin aftur - leyst ekkert á þetta var hrædd um þú værir bara hætt að blogga þar sem þú værir flutt til kreppulandsins:)
    Ég táraðist nú bara næstum því þegar ég var að lesa kveðju söguna ohh erfitt að kveðja svona held ég - maður vill hafa útlandið sem maður býr í á Íslandi en samt á það að vera á þeim stað sem það er... já erfitt. En það eru spennandi tímar framundan finally draumurinn að rætast hjá þér! Gaman að því.
    Varstu búin að lesa bloggið mitt og sjá ég verð á Íslandi á afmælinu þínu mín kæra Ó Já.
    Heyrumst;)
    /Anna Rósa

     
  • At 11:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    o boy o boy...nibb...ekki búin að fara í tölvu í marga daga. Fer í það að skoða strax í fyrramolið. Hef ekki tíma núna. Jiii hvað ég væri til í að sjá þig og þína :)

     
  • At 1:15 e.h., Blogger Unknown said…

    Gaman að lesa svona langt og skemmtilegt blogg hjá þér Dagný mín. Ég fékk nú kökk í hálsinn þegar þú lýstir kveðjustundinni í Oisterwijk og þegar ég horfði á allar myndirnar þaðan..snifff.
    En samt svvvoooo gott að fá ykkur heim. Nú verðum við að hittast í næstu viku þegar ég er búin að vinna og fá okkur kaffibolla á Hafnfirsku kaffihúsi í stað þess að fara á hollenskt kaffihús og fá okkur hvítvín.

     
  • At 3:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er til hvenær sem er Alma mín :).

     

Skrifa ummæli

<< Home