MATARGATIÐ

mánudagur, nóvember 03, 2008

Klukkið byrjað aftur.

Hafdís klukkaði mig. Gaman að því.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

- Ýmis fiskvinnslustörf.
-Vann í mörg ár á stofnun sem bar það ljóta nafn Kópavogshæli og einnig á 6 manna sambýli í Garðabænum.  Mjög skemmtileg störf sem eru allt of illa metin og lauuað. (eins og svo mörg önnur) 
- Ritari og reddari hjá TölvuMyndum á Akureyri í mörg ár. 
- Heimavinnandi húsmóðir síðustu 4 árin.  Mest skemmtilegasta en líka erfiðasta starf sem ég hef glímt við :).

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:

-Stella í orlofi 
- Englar alheimsins. 
- Með allt á hreinu (sem er ótrúlegt þar sem Stuðmenn eru ekki alveg minn tebolli) 
- uuu?  Margar fínar.  Brúðguminn, Mýrin, vona að Reykjavík-Rotterdam sé góð.

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á

- Grenivík 
- Akureyri 
- Oisterwijk í Hollandi 
- Hafnarfjörður.

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: (þessir sem ég held mest upp á.)

- París 
- Feneyjar og Flórens á Ítalíu 
- Brugge, Gent, Antwerpen í Belgíu 
- Ýmsir staðir á spáni eins og  t.d Costa del sol 
-  Hollandið mitt.

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:  (úff..erfitt) 
- One tree hill 
-  How I met your mother
-  Dag og næturvaktin 
-  House, despo, greys, brothers and sisters, heroes, Lost, moonlight, office, prison break, so you think you can dance, top gear, ugly betty. 
Úfff..sorry get bara ekki valið 4.  Horfi á þetta allt saman.

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega: 
- visir 
- mbl þó aðalega minningargreinar. 
- the sun 
- slúðursíður og facebook.

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns: 
- kjötsúpa (eins og mamma gerir)
- saltkjöt og baunir (líka eins og mamma gerir)
- reykt ýsa 
- bragðmikill austurlenskur matur .

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið: 
    Man ekki eftir að ég hafi lesið neina bók oftar en einu sinni nema            matreiðslubækurnar mínar.  Hef lesið þær spjaldana á milli. 

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna: 
  -Oisterwijk í Hollandi 
  -Að borða á Linnen 
  -Í health city að púla 
  -Í spa-i í dagsdekri.

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka: 
- Alma og Gummi líka :) 
- Anna Rósa 
- Boggi bogg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home