MATARGATIÐ

mánudagur, nóvember 03, 2008

Frábær laugardagur.

IMG_3944 Fallegt í Klukkuberginu

 

Var með afar vel heppnað matarboð um helgina.  Linda systir , Beggi, Bjarki og Baldur og einnig Baddi bróðir, Sirry , Karen og Lilja mættu hress á svæðið.
Baddi og co sáu um að gærja forréttinn sem var svaka góður.  Þau ristuðu snittubrauð, smurðu hvítlauk á það og síðan var obbolega gott gúmmulaði mauk ofaná.  Þetta var borið fram ásamt melónu og spænskri skinku.

IMG_3950_edited-1 Baddi frekar mikið ánægður með sinn rétt :)

IMG_3949

Ægir var hálfan daginn í eldhúsinu að græja aðalréttinn.  Maturinn var æði.  Þræl sterkur og fínn.  Fengum steiktar túnfisksteikur á indverskan hátt.  Borið fram með sterkum kartöflum og sætu mangosalati.  Klikkaði alveg að mynda það.  Skandall.

IMG_3978 Beggi og Baddi að fylgjast með matseldinni.

Linda systir bjó svo braðmikinn súkkulaði búðing með ávötum og rjóma. 
Ekki slæmur matseðill.

Krakkarnir skemmtu sér konunglega.  Fengu að vaka lengi og leika sér, borða snakk og fíflast. 

IMG_3999_edited-1 Aðeins verið að kúldrast

IMG_4000 Emma í æfingum

Við fullorðna fólkið fífluðumst líka mikið, hlógum mikið og höfðum ofboðslega gaman. 
Ætlum að halda þessu áfram.  Skiptast á að hittast heima hjá hvert öðru og skiptast á að koma með forrétti, aðalrétti og deserta. 

IMG_3968_edited-1

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home