MATARGATIÐ

mánudagur, nóvember 07, 2005

Helgarstúss

Helgin var alveg frábær.
Mikið verslað gaman gaman.
Fórum inn í Tilburg á laugardaginn. Kíktum aðeins á þvottavélar. Ægir vill kaupa vél strax en ég er ekki alveg á því að gefast upp alveg strax. Ætla að dobbla Lindu systur til að koma með varahluti nr 4 hingað til okkar á fimmtudaginn. Vona að þeir passi bara. Þá þarf sko að taka á því upp í þvottahúsi. Er með 4 risa stafla af þvotti...obbobbobb.
Ég keypti mér rosa flotta fínflauelsdragt og skó sem ég ætla sennilega að nota um jólin. Svo fékk ég alveg æðislega flottan jólakjól á Malín sem er svona kínakjóll.
Svo keyptum við okkur 2 seríur af Friends :) þannig að nú eigum við 9 seríur..bara eftir að kaupa 1 í viðbót. Gaman að því.
Nú svo keypti ég mér líka nýja dvd diskinn sem Duran voru að gefa út. :)
Það verður sko Duran Duran kvöld hjá okkur systrum um helgina..snilld.

Keyrðum svo í klukkutíma í gær í bæ sem heitir Roermond. Þar er svona merkjavöru outlet. Þar fær maður t.d íþróttavörur á góðu verði. Reyndar fannst okkur ansi margt vera hálf hallærislegt þarna. Þarna eru líka sennilega ekki nýjustu vörurnar sem seljast vel án afsláttar. En við gerðum nú samt góð kaup. Ægir keypti sér flotta Nike peysu og bol. Ég fékk mér svona þröngar fínar æfingabuxur frá Reebok. Malín fékk tvennar buxur og eina peysu og svo versluðum við nokkrar jólagjafir líka.
Við vorum bara svolítið fúl með að fá ekki Leonard vörurnar sem við ætluðum að kaupa. Það var bara allt ljótt í þeirri búð :)
En þetta var samt bara ljómandi fín ferð. Gaman að koma þarna og það er sennilega alveg frábært að koma þarna í byrjun desember að kvöldi til þegar jólajósin verða komin upp.

Svo var bara borðaður góður matur alla helgina, horft á nokkrar bíómyndir en það hefur nú ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær og farið í ræktina.
Nú verð ég að vera extra dugleg næstu daga þar sem ég fer ekkert í ræktina á föstudaginn og sunnudaginn þar sem Linda verður hjá mér.
Svo veitir nú ekki af heldur þar sem síðasta mæling kom ekki nógu vel út :(
Var búin að missa kíló, en fitu% var mun hærri en síðast. Ég held samt að það hljóti að vera vegna þess að við vorum lasin í eina 2 eða 3 daga í vikunni. það hlýtur bara að rugla mælinn.
Það verður gaman að sjá næstu mælingu.

Jæja
best að fara út að hjóla með grísinn minn sem er 17 mánaða í dag :)

1 Comments:

  • At 9:32 e.h., Blogger Unknown said…

    Fínt að þið skruppuð til Roermond. Satt að það þarf að leita til að finna eitthvað flott í búðunum þarna.
    Bíddu bara fituprósentan mun láta undan að lokum. Bara ekki gefast upp :)

     

Skrifa ummæli

<< Home