14 og 15 des.
Á föstudagskvöldið skelltum við hjónakornin okkur á jólahlaðborð með Óla og Röggu. Fórum á Karólínu og smakkaðist maturinn alveg frábærlega. Fyrsta klukkutímann höfðum við út af fyrir okkur sem var voða notalegt. Eftir hlaðborð drifum við okkur á Græna hattinn og hlustuðum á Helga og hljóðfæraleikarana. Þeir klikka ekki frekar en fyrri daginn. Frekar mikið gaman og mikið stuð. Við Ragga hlógum mikið og grínuðumst, vorum með myndavélina á lofti eins og sést :). Við komumst samt ekki í hálfkvist við sumar grúbbpíurnar sem voru reyndar allar karlkyns. Þarna voru nokkrir félagar sem sátu á næsta borði við okkur. Þeir voru fljótir að rífa sig úr að ofann og koma sér fyrir fremst hjá sviðinu.
Fórum seinnipartinn á laugardaginn í bústað hjá Illugastöðum með vinum okkar þeim Heiðu, Zippó og börnum. Krakkarnir voru flótir að drífa sig í pottinn þó að dimmt væri. Þar var mikið stuð eins og sést. Við elduðum okkur gotterí, horfðum á sönglögin, spiluðum, fórum í pottinn og höfðum það voða næs. Þetta var fyrsta nóttin mín án Emmu minnar en hún var í pössun hjá mömmu og tengdó. Það var rosalega gott að geta sofið alla nóttina og hafa tök á því að sofa lengur en til sjö :). Fljótlega eftir að við vöknuðum fórum við að ganga frá dótinu okkar og koma okkur af stað aftur í bæinn. Húsbóndinn mátti nú ekki vera seinn þar sem liðið hans var að spila í enska boltanum :). Malín náði samt að skreppa aðeins í pottinn áður sem var rosa gaman.
1 Comments:
At 10:09 f.h., Unknown said…
oooohhhh hvað það er yndælt að sjá snjóinn þarna í baksýn. vildi að við hefðum eitthvað eitthvað af honum. Hér er bara rigning, rigning, rigning og svo fullt af roki með...er að gera mann klikk..haha
Gleðileg jól elskurnar og hafið það sem allra best.
Skrifa ummæli
<< Home