MATARGATIÐ

föstudagur, desember 07, 2007

jólajóla

Jæja þá er Sinterklaas karlinn búinn að yfirgefa Holland og farinn heim til Spánar aftur. Algjör snilld.
Og þá drífur fólk sig í að skreyta. Mér finnst þetta lið hérna gera hlutina alla í rangri röð. Finnst að menn ættu nú að gera fínt hjá sér áður en karlinn mætir á svæðið.
Hér byrjar fólk líka á því að skreyta hjá sér jólatréið. Allt frekar dúbíus.
Ég er búin að sjá mörg jólatré í dag og í gær. Komst samt ekki í jólagírinn því miður:(.

En nú er aðalspurningin. Verða jólin heima hvít eða rauð?
Ég verð illa svekkt og súr ef það verður ekki snjór um jólin núna. Það er alveg kominn tími á það. Ótrúlega bjánalegt og lítið skemmtilegt að hafa 10 stiga hita og vor í lofti eins og í fyrra, já og í hittifyrra líka svei mér þá ef ég man rétt.

Leggjum af stað til Íslands í fyrramálið. Sjáumst :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home