MATARGATIÐ

föstudagur, desember 07, 2007

Síðustu ofnæmisfréttir ársins (skulum við vona)

Jæja.
Loksins búin að fá út úr þessum 102 rannsóknum sem ég er búin að fara í undanfarnar vikur eða mánuði.
Fékk nú ekkert gúmmulaði í munninn til að smjatta á eins og ég var búin að búast við. Fékk fleiri stungur á báða handleggi. Alltaf gaman að því. Í gær voru þær 33. Fyrst voru límdar á mig tölur og við hlið þeirra var ég stungin og í stunguna (skrámuna) fékk ég annarsvegar vökva beint úr ávöxtum, grænmeti og fræjum og hins vegar fékk ég einhverja dropa úr glösum sem ég veit ekki hvað var.

Ég er nú orðin ansi vön þessum stungum en það er pínu erfitt að venjast kláðanum, sviðanum og sem fylgir því að þurfa að bíða með þetta dótarí á sér. Það komu strax 2 mjög hörð viðbrögð sem urðu mjög stór og ljót og svo fylgdu 6 minni og 1 pínkulítið þar á eftir. Þegar konan skoðaði mig eftir á var ég alveg viss um að það groddalegasta væri fyrir eplum en nei nei það var fyrir hnetum takk fyrir. Það næst stæðsta voru svo eplin. Ég þarf því að forðast bæði epli og allar hnetur hér eftir...:( grenj. Frekar pirrandi að þola ekki hnetur þar sem þær eru ansi víða og erfitt er að forðast þær algjörlega. Ég þarf að hitta næringarfræðing sem getur kennt mér hvernig er besta að forðast þær í matvælum.
Um eplin sagði hún að ég ætti helst að sleppa því alveg að handleika þau sem er kannski meira en að segja það þegar maður á 2 litla eplagrísi sem háma þetta í sig alla daga.

Síðan komu viðbrögð t.d fram við tómötum, kíví, soja, möndlum og kóríander sem er nú frekar fyndið. Það er samt þannig að það er ekki pottþétt að ég fái kast af því að éta þetta en það getur sem sé komið fyrir. Ég sagði henni t.d að ég veri mjög dugleg að éta tómata og kóríander borðaði ég í hverri viku. Þá sagði hún tja..já en við erum nú ekki að borða hann svona ferskann. Illi.
Ég var ekkert smá hneyksluð og hún sennilega ennþá meira hneyksluð á mér að detta þessi vitleysa í hug :).

Lungnaprófið sem ég fór í um daginn var fínt og þarf ég ekki á astmapústi að halda.
Stungurnar sem ég fékk um daginn voru til að tékka á hvort það væri eitthvað í loftinu (dýrahár, rykmaurar og annað) sem ég þyldi ekki og það slapp til. Eða fyrir utan tréin. Skil reyndar ekki alveg það próf þar sem ég var með fullt af útbrotum eftir það.

Ég fékk síðan símatíma við doxann í apríl n.k en þá ætlar hún að tékka á statusnum. Síðan á ég að koma aftur í ágúst á spítalann. Gaman að því. Það liggur við að ég verði að senda þessu liði þarna jólakort. :)

Þau ráð sem ég fékk var að annað hvort þarf ég að taka ofnæmistöflur , nefsprey og aungsrey part úr ári eða ég get farið í sprautumeðferð sem tekur 3 ár takk fyrir. Þá byrja ég á að fara í sprautu 1 x í viku og svo fækkar skiptunum jafn og þétt og eftir 3 ár á maður að vera með mun minni einkenni. Nennirinn samt. Mun gáfulegra fyrir mig að flytja bara til Grænlands þar sem eru kannski ekki svo mörg tré.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home