MATARGATIÐ

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Er á lífi.

Vorum á Íslandi í mánuð. Voða fínt og gaman að mestu. Emma veik allan tímann :(. Fékk eyrnabólgu, sprengdi hljómhimnu, fékk 2 pensílín skammta sem hún var að klára í gær.
Heimsóttum fólk og fengum heimsóknir. Borðuðum og drukkum mikið af rauðu.
Það er samt alltaf gott að komast heim til sín aftur. Sofa í sínu rúmmi og með sinn kodda, drekka kaffið sitt, hjóla, borða parmaskinku og parmesan í öll mál ..hihi..og fleira.
Malín byrjuð á nýrri deild í leikskólanum sínum og fer nú á öðrum dögum. Fer núna fyrir hádegi á þriðjudögum og eftir hádegi á fimmtudögum. Fimmtudagar eru því skemmtilegastir núna, bæði leikskóli og leikfimi :).
Hún er áfram í tónlistarskólanum á laugardögum sem henni finnst mjög skemmtilegt. Okkur foreldrunum finnst oft vera komið nóg af söng eftir daginn. Hún stoppar bara ekki. Og þvílíku textarnir sem renna upp úr henni. Skil ekki hvernig það er hægt að bulla svona mikið :). Ótrúlegt hvað það er erfitt fyrir svona litla grísi að loka munninnum í smá stund.
Í gær fór hún heim til Sophie sem er besta vinkona hennar hér. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar þær hittust. Ég stoppaði inni hjá mömmu hennar og pabba í svona 10 eða 15 mín. og þær knúsuðust allan tímann og töluðu um það hveru mikið þær söknuðu hvor annarar. Algjörar dúllur. Þegar ég sótti Malín var hún komin með naglalakk, skærbleikan varalit og svona 50 spennur í hárið.
Malín tjáði mér það á laugardaginn var (þegar hún fékk að snyrta mig) að ég skildi sko muna það að hún ætlar að vera snyrtikona svona eins og mamma sín :).

Vona að Emma fari að hressast og rífa sig upp úr endalausum veikindum. Það er ekki lítið sem búið er að leggja á þetta litla skott. Vona að eyrun séu orðin góð en maginn er allur í ólagi eftir allt pensilínið. Ég er nú hálf farin að kvíða því að fara með hana í ungbarnaeftirlitið í næstu viku. Hún er bara buin að þyngjast um 1 kíló síðan hún var tæplega 8 mánaða :(. Agalegt.

Við hjónin erum byrjuð í átaki aftur. Gaman að því. Ætla bara að taka þetta með trukki enda þýðir ekkert annað þegar maður stefnir á sigur í keppni.
Fór í ræktina bæði í gær og í fyrradag og ætla aftur í fyrramálið. Spurning um að skella bara inn svona fyrir mynd og tölum. Held það væri gott spark í rassin hihi.
Ótrúlega hressandi að byrja aðeins að sprikla eftir svona langt hlé. Skammast mín fyrir hversu sjaldan ég hef mætt síðan Emma fæddist.

Nóg í bili.
Meira síðar.

1 Comments:

  • At 10:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég vill fá bikinímynd, TAKK FYRIR..hihi

     

Skrifa ummæli

<< Home