MATARGATIÐ

mánudagur, desember 24, 2007

Aðfangadagur jóla.

skata_201107

Jæja þá er jólin að ganga í garð. Gærdagurinn var mjög fínn.  Við mættum í skötuveislu hjá Kristínu frænku hans Ægis og fjölskyldu.  Þar hittist móðurfjólskyldan hans og borðar saman þennan dýrindis mat.  Ótrúlega flott hjá þeim að halda svona stóra veislu fyrir svona margt fólk og þar að auki daginn fyrir jól.  Í boði voru síldréttir, rúgbrauð og saltfiskur auk tindabikkju og skötu.  Algjört nammi.   Ég hafði nú vit á því að fá Ægi til að smakka þetta lostæti strax í upphafi sambands. Honum fannst þetta ekkert spes fyrstu 2 árin, á 3 ári var þetta orðið nokkuð gott og nú í dag 7 jólum síðar finnst honum þeta mjög fínn matur.  Malín og Emma hámuðu þetta báðar í sig með bestu lyst :).  Ein frænkan hafði nú orð á því hversu vel upp aldar þessar dætur okkar væru.  Held að það séu margir á allt annari skoðun.  Sumum finnst sennilega agalegt að láta aumingja börnin smakka á þessu.  Emma hakkaði þetta allt saman í sig. Því sterkara því betra.  Malín setti nú upp pínu svip við fyrsta bitanum.  Hún átti bara ekki alveg von á þessu bragði held ég.  Hún borðaði síðan mjög  marga bita af þessum fína jólafiski eins og ég kallaði hann.

 

Við hjónin röltum í bæinn eftir kvöldmat í gær.  Það var voða næs.  Ný búið að snjóa, smá frost og falleg birta.  Við áttum bæði eftir að kaupa smá auka gjöf sem tókst því miður ekki.  Við gerðum svo aðra tilraun fyrir klukkan tólf á hádegi í dag.  Það eru ansi mörg ár síðan ég hef átt eftir að kaupa eitthvað á aðfangadag.  Óþarfa stress finnst mér.
Nú er klukkan að verða fjögur og við á leiðinni út.  Eigum enn eftir að koma nokkrum pökkum og kortum á réttan stað og svo er það jólamaturinn hjá Einsa bró og Boggu.  Gaman að því.

Gleðileg jól og takk fyrir árið sem er að líða.
Knús á línuna.

2 Comments:

  • At 8:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sæl heillin mín. Gleðilegt árið og takk fyrir þau gömlu. Eru ekki jólin að verða búin hjá þér eða liggurðu enn og slappar af eftir hátíðarnar? Maður er farin að sakna frétta af þér og þínum:)
    Bið að heilsa í norðurlandið ef þú ert ennþá stödd þar.

     
  • At 10:10 f.h., Blogger Unknown said…

    Hvernig er það Dagný mín? Nokkuð hætt að blogga???
    Smá bögg frá snjónum á Íslandi :)

     

Skrifa ummæli

<< Home