MATARGATIÐ

þriðjudagur, maí 20, 2008

Fyrsti í euro í kvöld

Verð að viðurkenna það að ég hef bara aldrei sinnt þess áhugamáli mínu jafn illa og í ár. Ég ætti nú bara að skammast mín sko.

En.
Í kvöld keppa þessi lönd.

1. Svartfjallaland :(
2. Israel ? veit ekki alveg með dúdinn. Held hann eigi eftir að klúðra þessu.
3. Estonía :( ömó
4. Moldavía :(
5. San Marino. Nú byrjar ballið :) Hljómsveitin Miodio. Flottir. Vona að þetta tekist vel hjá þeim.
6. Belgía :( svo voðalega mikið ömurlegt.
7. Azerbaijan ?. Lagið fínt en veit ekki með atriðið.
8. Slovenia. La la..svona meðal
9. Noregur. Freka slakt
10. Poland. Væl
11. Írland. Þokkalega pirrandi þessi kálkúnn. Skammast mín fyrir að finnast lagið flott. Mjög grípandi. Vona samt að þau komist ekki hátt í úrslitakvöldinu.
12. Andorra. Fínt fínt. Ekta gamaldags eurolag. Gæti verið frá svíþjóð :) hihi.
13. Bosnia. Æj. Bjánalegt
14. Aremía. Flott :). Algjör pææja með flotta rödd.
15. Holland. Þessi stelpa heitir Hind og er víst mjög fræg hér. Hef aldrei orðið vör við hana samt. Hef heldur aldrei heyrt lagið hennar í útvarpinu hér. Hollendingar ekki alveg að standa sig. Lagið í meðallagi. Vona að hún komist áfram.
16. Finland. Æj veit ekki. Frekar þreytt á þessu.
17. Romanía :(
18. Russland. Dima töffari mættur aftur. Það muna nú sennilega allir eftir honum fyrir 2 árum síðan þegar hann mætti í gallabuxunum, hvíta hlýrabolnum og með síða hárið að aftan.
Fínt lag :)
19. Grikkland. La la, frekar slakt. Alveg eins og Britney þessi stelpa. Hún kann sko alla hennar takta, örugglega búin að stúdera hana þvílíkt.

Ég segi að þessi komist áfram. (Held að þetta sé mun lélegri riðill en riðill 2 sem Ísland lenti í.)

Armenia
Andorra
Azerbaijan
Grikkland
Holland
Írland
Noregur
Russland
San Marino
Slovenia

Meira síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home