MATARGATIÐ

þriðjudagur, maí 20, 2008

Hitt og þetta.

Ég sit fyrir framan tölvuna núna kappklædd. Er í ullarsokkum, buxum, þykkri peysu með stóran trefil en mér er samt ótrúlega kalt. Malín sprangar hér um á tásunum sínum enda alls ekki kalt hjá okkur.
Ég asnaðist til að fá ofnæmiskast í gærkvöldi. Þetta ofnæmi er nú að verða frekar mikið pirrandi. Er alveg hætt að skilja þetta.
Fékk mér eina hrá gulrót fyrir framan sjónvarpið. Hollustan alveg að fara með mann þessa dagana..hihi.
Held að ég sé bara ennþá pínu eftir mig. Ótrúlegt hvað svona köst reyna mikið á mann og hversu lengi einkennin sitja í manni. Þetta varð nú samt ekki það slæmt að kalla varð á lækni. Það dugði í þetta sinn að taka ofnæmistöflu og ofurskamt af nefspreyji. Þetta er bara svo ótrúlega óþægilegt og það versta við þetta er hversu mikla hræðslu tilfiningu ég fæ. Agalegt alveg.
Ég hef aldrei fundið fyrir þessu með gulrætur áður. En gulrætur eru samt eitt af því sem geta virkað ofnæmisvaldandi á mig (svona kross ofnæmi) þar sem ég er m.a með ofnæmi fyrir Birki. Ég borðið gulrætur bæði í gærkvöldi (soðnar) og í fyrrakvöld en fann þá ekkert. Það virðist skipta máli hvort þær séu eldaðar eða ekki.
Merkilegt alveg.

Annars er frjókorna ofmæið nánast búið held ég. Hef sleppt pillunum og augndropum en hef tekið nefspreyjið. Finn að þetta er aðeins í loftinu ennþá en algjör snilld hvað þetta tók stuttan tíma í ár. 7,9,13 :)

Ég er búin að vera alveg ógeðslega dugleg í ræktinni. Finnst samt árangurinn standa all verulega á sér. Er ekki sátt :( Ég sé samt mun og finn sem er jú kannski aðal málið en fitumælirinn haggast ekki. Skil þetta bara ekki. Ég mæti í ræktina og djöflast 5 og stundum 6 x í viku aldrei styttra en klukkutíma í senn. Var í síðustu viku í 6 og hálfan tíma þar og eyddi 2.700 kalóríum. Síðan er ekki eins og ég borði mikið eða óholt. Snerti ekki kex eða nammi, (nema pínu pons stundum um helgar en samt ekki alltaf) borða ekki feitan mat og borða mig ekki sadda. Hins vegar borða ég nokkuð oft en lítið í einu, drekk mikið af vatni og borða salat með hverri máltíð og líka sem aðalmáltíð, grillaðar kjúklingabringur og lax eru mjög oft á borðum. Ég er farin að elda brúnt pasta (heilhveiti) og borða alltaf mjög holt brauð.
Hvað er bara málið?
Held ég þurfi að ræða þetta eitthvað við þjálfarann minn.

Ég var ekki alveg í gírnum í ræktinni í morgun, enda svolítið eftir mig eftir kastið í gær. Var óvenju þreytt og pirruð í vöðvum og frekar svona dofin öll. Tók því bara 50 mín æfingu í dag. Vona að ég verði sprækari í fyrramálið því þá ætla ég bæði í body pump og spinning.

Músin er að fara í "stóru" krakka skólann í fyrsta sinn á mánudaginn kemur. Voða mikið spennandi. Krakkarnir hér eiga rétt á því að koma 7 x í skólann í svona prufu áður en þau byrja á afmælisdaginn sinn. Ég sagði nú við kennarann hennar að ég teldi það nú vera óþarfi fyrir hana. Hef enga trú á að það eigi eftir að vera erfitt að aðlaga hana þarna. Henni á eftir að verða drullusama þó hún verði skilin eftir þarna alein á fyrsta degi. Algjör nagli.
Styttist aldeilis í afmælið hjá henni :). Nú þurfum við að fara að finna hjól handa henni, en þetta verður í 3 skiptið í röð sem hún fær hjól í afmælisgjöf..hihi :)

Góða skemmtun yfir eurovision í kvöld.
dúí

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home