þriðjudagur, júlí 31, 2007
Um leið okkar um ána Mas að þá varð báturinn að fara inn í bátalyftu svo kallaða. Frekar flott fyrirbrigði. Þegar við komum þarna inn að þá var þvílíkt hái veggurinn við hliðina á bátunum, en svo voru 2 hólfum lokað og vatni dælt upp þannig að bátarnir náðu sömu háð og landið. Ansi svalt.
Ástfangnasta par í heimi. Þessar turtildúfur litu aldrei upp í þessa klukkutíma sem siglingin tók. Horfðust í augu, knúsuðust og gerðu ýmislegt sem mér verður hálf óglatt að hugsa um. Verð nú samt að segja það að dúdinn minnir mig nú pínu á Úrsusinn.