MATARGATIÐ

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Mætt aftur

Hallúúú
jæja þá er maður mættur aftur á svæðið.
Búin að fara í vikudvöl með fjölskyldunni í sumarhús í Eifel í Þýskalandi. Það var ljómandi fínt. Fengum glimrandi gott veður til að byrja með en svo fór að rigna aðeins.
Gerðum margt og mikið. Fórum út að borða að sjálfsögðu :) , lágum í sundlaugargarðinum sem var ekki svo slæmt og ferðuðumst um. Skruppum t.d til Luxemburgar sem var voða gaman. Fórum með kláfi (skíðalyftu fyrir ykkur sem ekki vitið hvað það er :) upp bratta hlíð og borðuðum þar hádegisverð. Fórum svo og skoðuðum eldgamlan kastala sem er þarna og röltum svo um í fínu veðri.
Skruppum líka í kringlu í Þýskalandi sem heitir Centro (stæsta kringla í Evrópu) og var það ekki leiðinlegt.
Fleira skemmtilegt var brallað, en ég nenni bara ekki að skrifa meira um það.

Komum svo seint heim á föstudagskvöldið var. Við Ægir fórum svo með lest til Amsterdam á laugardaginn gaman gaman. Þetta var sko í fyrsta skiptið sem ég fer í lest takk fyrir :) frekar mikið spennandi. Búin að búa hérna í næstum því hálft ár og hef aldrei farið neitt með lest..hvað er maður sveitalegur eiginlega? Maður röltir bara út um allt á lopapeysunni og gúmmískónum liggur við.
Jæja, en tilefnið var sem sagt afmælið hans Ægis míns :) Hann varð þrítugur á laugardaginn var fyrir þá sem ekki vita.
Við vorum komin til Amsterdam rétt fyrir kl fimm. Röltum frá lestarstöðinni upp á flotta hótelið sem við gistum á sem heitir Krasnapolski. Þetta er ekkert smá flotta hótelið :) Ég sveitastelpan sjálf var í skýjunum að sjálfsögðu yfir þessum flottheitum. Alveg æðislegt að gista á hóteli þar sem það eru menn sem standa fyir utan hótelið í svona búningum og bjóða manni góðan dag. Eins fannst mér þvílíkt flott að sjá mennina með gullgrindurnar ( draslið sem dúdarnir fara með farangurinn upp á herbergin)
Það fyrsta sem ég gerði svo þegar upp á herbergi var komið, var að kíkja á baðherbergið. Og jiii..ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Stór stór spegill með svona auka stækkunarspegli (tilvalinn til að farða sig við) og svo var þetta líka flotta stóra baðkar og tonn af drasli út um allt sem maður gat notað eins og t.d sápur, sjampó, baðskúm, skrúbb, (eins og er venjulega á öllum hótelum, en þetta var svo rosa flott. Allt pakkað svo flott inn og girnilegt þannig að ég varð bara að prufa þetta allt :)
Jæja
en...
svo urðum við nú að skreppa eitthvert út. Löbbuðum um og skoðum mannlífið. Settumst niður á kaffihús og fengum okkur rauðvínslgas og horfðum á allt skrítna fólkið. ji minn hvað maður er eitthvað venjulegur.
Röltum svo aðeins meira og fórum svo upp á hótel. Opnuðum okkur fínt rauðvín og ég tók mig til inn á fína baðinu. (Ægir sat tilbúinn í sínu fínasta dressi sem og flakkaði á milli sjónvarpsstöðva á meðan) Ég var nú reyndar ekkert svo lengi að græja mig til, enda nýbúin að eyða fúlgu í snyrtivörubúð í Þýskalandi sem selur Mac vörur :)
Við röltum svo á alveg geggjað flottan veitingastað sem heitir Vermeer. Þetta er sko grand staður. Hef aldrei farið á svona flottan stað. Mér fannst við kannski ekki alveg passa við allt liðið sem var að rölta um þarna. Ég í sparikjól og pinnahælum og Ægir í jakkafötum, hvítri skyrtu og með bindi. Við vorum held ég töluvert áberandi þarna miðað við túristana og gleðikonurnar. Það voru stanslaust einhverjir gaurar að bjóða Ægi kókaín og fleira. Þeim hefur sennilega þótt við líklegir neytendur,enda eins og uppstrílaðar kvikmyndastjörnur :)
Þegar á Veermeer var komið byrjuðum við á því að setjast niður og fá okkur fordrykk.
Þar fengum við svo nokkra svona litla smakkrétti sem var bara gaman. Og...síðan byrjaði ballið.
Völdum okkur 4 rétta máltíð með víni sem var obbolega skemmtilegt. Kannski ekki besti matur sem ég hef smakkað, en ég er nú bara dálítið sveitaleg eins og þið vitið.
Mér leist nú ekki alveg á blikuna fyrst þegar við fengum oggobínupons lítin skammt af hráum túnfiski. Þá sagði ég nú við hann Ægi minn, jiii við verðum nú ekki södd af þessu :)
en þetta var bara meira smakk fyrir okkur.
Fengum svo 2 fiskrétti, lambakjöt og svo æðislegan desert.
Með þessu var svo vín með hverjum rétti. En sem betur fer kláraði ég ekki úr öllum glösunum þar sem ég hefði þokkalega verið orðin ropandi full :)
Löbbuðum svo sæl og södd upp á hótel aftur. Ég var gjörsamlega að drepast í fótunum, komin með nokkrar skemmtilegar blöðrur og svona. Ætlaði að skipta um föt og fara svo á röltið aftur en nei nei...við enduðum bara á því að kveikja á sjónvarpinu og chilla. Höfðum sett kampavínsflösku ofaní baðvaskan með tonni af ísmolum áður en við fórum að borða og opnuðum við hana á slaginu tólf. Þetta var reyndar svo hryllilega ógeðslegt kampavín, þannig að við rétt gátum tekið sitthvorn sopann til að skála.
Sváfum svona líka vel um nóttina enda var þetta fyrsta barnlausa nóttin okkar saman eftir að Malín fæddist. Þetta var sem sagt í fyrsta skiptið sem ég læt litlu músina mína í pössun yfir nótt síðan hún fæddist. Verð að segja það að þetta var nú frekar mikið stress, en það reddaðist nú. Enda hún mútta mín sem var heima með hana, þannig að þetta gat hreinlega ekki klikkað.
Vöknuðum svo um kl tíu og fórum á röltið. Vorum svo rosalega ánægð með kvöldið þannig að við vorum bæði með sólskinsbros á vör allan næsta dag. Það var líka svo ljómandi gaman að rölta um á sunnudeginum og geta kíkt í búðir hægri vinstri. Það er nefniega ekki í boði hérna í Hollandinu hjá okkur. Allt lokað á sunnudögum takk fyrir.
Keyptum þetta líka fína bollastell handa Malín sem hefur vakið mikla lukku :)
Tókum svo lestina til baka og vorum komin kl fimm.
Vorum ekki fyrr komin heim þegar við vorum rokin niður í bæ og farin út að borða :) enda er ég svoddan matargat :) eða kannski við öll fjölskyldan.

Nóg í bili
dh

mánudagur, júlí 11, 2005

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

Út um allan bæ hérna. Við Malín röltum niður í bæ í 30 gráðum og sól áðan..bara ljúft.
Þar eru útsölur út um allt og yfirleitt er 50 % afsláttur.
Fór í búð sem heitir Hema (þar sem allt er til ) og verslaði aðeins á grísinn.
Keypti 3 fínar peysur á hana, eða svona þunna góða síðerma boli. Svo keypti ég voða sætar bleikar buxur og einn hlýrarbol. Fyrir þetta borgaði ég 14,85 sem gera 1200 kr held ég.
Þeir eru sem sagt ekki farnir að taka íslenskar krónur þarna eins og á Dorps Herberg.. Alma mín :)

Ég skrapp líka inn í flottustu skóbúðina í bænum sem selur þvílíkt flotta og dýra skó.
Sá þar eina háhælaða svarta gelluskó frá Dior sem mig laaaaangaði þvílíkt í. Þeir voru á 50 % afslætti en kostuðu samt 18.000...uhu
Var ekki alveg í þeim gírnum að spreða svoleiðis, enda vantar mig ekkert svona skó :)
Ég mátti nú til með að máta þá samt og þvílíkt og slíkt. Ég passaði sko ekki í þá. Ég mátaði nr 37 og komst bara ekki í þá. Mátaði svo 38-38,5 og þar var sama sagan. Ég hreinlega komst ekki ofaní helv...skóinn. Ég hlýt að vera með þvílíkar hobbita fætur, enda hálferður hobbiti eins og kannski flestir í minni ætt :)

Helgin að baki

Veðrið búið að vera gott alla helgina. Hitinn virkilega fínn og sól að mestu.
Raggi vinur Ægis kom til okkar á föstudaginn en hann býr í Danmörku.
Byrjuðum á því að fara með hann niður í bæ til að sýna honum fallega bæinn okkar :)
Fórum svo heim og grilluðum okkur svaka góðan kjúkling.

Á laugardaginn skruppum við m.a inn í Tilburg. Röltum þar um í blíðskaparveðri og settumst niður til að fá okkur létt snarl. Fórum í eina sportbúð og keyptum við okkur alveg helling af bolum og stuttbuxum á útsölu. Ég er mjög ánægð með bolina mína, en þetta eru bara svona plein íþróttabolir sem ég get notað við gallabuxur og eins í ræktinni (að því að ég er nú alla daga þar..ha ha ha)
Þegar heim var komið grilluðum við okkur þetta líka ljómandi góða nautakjöt og nokkrar pylsur með :) bárum svo fram með þessu kartöflur, salat og heita gráðostasósu.
Síðan var setið og spjallað og étið meira.

Í gær fórum við svo á ströndina sem er hérna í bænum okkar. Alveg frábær staður. Höfðum ekki farið þangað fyrr. Ef veðrið verður svona gott næsta fimmtudag, að þá er planað að fara með fjölskylduna mína þangað :) það verður gaman.
Malín naut þess alveg í botn að brasa í sandinum. Fékk sér eina góða lúku af sandi að smakka og ældi svo 2 x :( en hún var nú fann nú samt ekki fyrir því. Hélt bara áfram að brosa út að eyrum. Þarna eru líka nokkrar sundlaugar og rennibrautir líka. Eini gallinn við þennan stað er sá að það er ekkert hægt að fá að éta þarna að viti (byrja ég að tala um mat einu sinni enn :)
ótrúlega hallærislegt að það sé alltaf bara í boði að fá sér franskar. Þetta lið hérna hámar franskar í sig hér og þar og allstaðar án gríns. Við æltum því bara að kaupa okkur kælibox og fara með nesti næst. Þurfum líka að kaupa sólhlíf til að taka með okkur svo að Malín sé ekki stanslaust í sólinni.
Eftir strandferð stoppuðum við aðeins á kaffihúsi sem er þarna rétt við ströndina. Eða það eru svona nokkur kaffihús á sama stað, leiktæki og fleira :)
Fórum svo heim til að sturta okkur aðeins.
Alma, Gummi og krakkarnir komu svo aðeins til okkar. Alltaf gaman að því :)
Við röltum svo niður í bæ í blíðunni gaman gaman. Alltaf gaman að rölta þegar veðrið er svona yndislegt. Ætluðum að elda okkur fahitas heima, en hættum við það og ákváðum frekar að borða bara niðri í bæ. Ég var líka orðin alveg glor sko :)
Fengum okkur að borða á stað sem heitir Tiglio. Ægir fékk sér muslinga og við Raggi fengum okkur andabringu í appelsínusósu sem var voða góð. Kannski aðeins of lítill skammtur fyrir svona matargat eins og mig.

Raggi fór svo aftur heim til Danmerkur núna áðan þannig að við Ægir og Malín erum bara 3 í kotinu þangað til á miðvikudaginn, en þá kemur allt Grenivíkurgengið til okkar. Gaman gaman.

smjattad a fronskum og musling Posted by Picasa

uti ad borda i bongoblidu gaerkvoldsins Posted by Picasa

flott strond Posted by Picasa

strondin okkar Posted by Picasa

i godu vedri  Posted by Picasa

stud stud stud Posted by Picasa

dundad ser i sandinum Posted by Picasa

krutta litla Posted by Picasa

notalegt ad bursta  Posted by Picasa

Einn snafs fyrir solbad Posted by Picasa

Raggi med bjorglas eins og mennirnir sem baru ut postinn notudu i gamla daga. . Posted by Picasa

slappad af i solstol Posted by Picasa

föstudagur, júlí 08, 2005


LOST. Frabaerir thaettir :)Posted by Picasa

LOST

BARA æðislegir þættir. Við skötuhjúin erum gjörsamlega að tapa okkur í spenningi yfir þessari þáttaseríu. Þið sem ekki eruð að horfa á þessa þætti eruð að missa af mjög miklu. Held að það sé óhætt að segja að þetta séu uppáhalds þættirnir mínir ásamt 24.

Þeir eru svona eins og 24, það gerist alltaf eitthvað gríðarlega spennandi síðast í þættinum, þannig að maður bara verður að sjá meira. Þættirnir í þessari seríu eru 26 og eigum við bara 4 þætti eftir. Hvað gerir maður bara þegar þeir eru búnir???

Keypti thessar fallegu 18 raudu rosir handa honum AEgi minum i gaer. Algjor snilld ad versla blom herna Posted by Picasa

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Loksins loksin...myndir frá Duran Duran tonleikum :)


otrulega godir a tonleikum Posted by Picasa

Simon og John i godum gir Posted by Picasa

toffari i hvitri skyrtu Posted by Picasa

stud stud stud Posted by Picasa

cool gaejar Posted by Picasa

Simon ad syngja til okkar 0lmu Posted by Picasa

Simon i svaka sveiflu Posted by Picasa

Alsael a Duran Duran tonleikum. A eg ekki flottan bol? Posted by Picasa

Alma paeja lika alsael ad sjalfsogdu Posted by Picasa

þriðjudagur, júlí 05, 2005

IKEA

Skruppum aðeins í Ikea í gær seinnipatinn til að kaupa svona hlið sem maður setur fyrir hurðarop (þannig að grísirnir rúlli ekki niður stigana )
En að sjálfsögðu verslaði ég alveg fullt fullt fleira. En bara það sem mér fannst ómissandi og alveg bráðnauðsynlegt á hvert heimili eins og t.d svona uppþvottabursta sem stendur sjálfur :) margar rosa flottar stálskálar sem allir verða bara að eiga. Ein er rosa stór, góð undir salat. Önnur minni sem er fín undir kartöflur og fleira og svo eru 5 litlar sem eru alveg möst. Hægt að nota þær undir allt mögulegt. Fatta það samt núna í þessum skrifuðu orðum að ég steingleymdi að kaupa lokin sem passa á þær. Ohhh.. fannst þau svo sniðug því þá getur maður sett skálarnar beint inn í ísskáp með gúmmelaðinu í. En... nú hef ég bara strax ástæðu til að skreppa aftur í Ikea :)
Síðan fékk ég mér risa risa stórt og fallegt fat sem er alveg upplagt undir grillsteikurnar og alla hamborgarana sem ég (eða réttara sagt Ægir ætlar) ætla að grilla í sumar. Verst að það er svo agalega stórt og það er ekki alveg nógu mikið pláss hérna hjá mér. Síðan keyptum við 6 glös sem okkur bráðvantaði og 12 stk gaffla, hnífa, skeiðar og litlar skeiðar. Hnífapörin sem við áttum voru nefnilega orðin ótrúlega ógeðsleg og ekki gestum bjóðandi. Við komumst líka að því núna á sunnudaginn að við áttum bara 4 stórar skeiðar :( skil ekki hvað hefur orðið um hinar. Þær hafa án gríns gufað upp þar sem við áttum 14 hnífa og 13 gaffla. Mjög dularfullt.
Ég keypti líka svona stand undir servetturnar....gasalega sniðugt þannig að servetturnar fjúki ekki þegar við borðum úti. Síðan var karfan bara fyllt upp með servettum og kertum sem maður á nú bara aldrei nóg af.
Hey..gleymi nú alveg því flottasta sko. Ég fann svona teketil sem mig hafur alltaf langð í. Hann er glær með svona síu í miðjunni. Maður kaupir sér svona alvöru te sem er ekki í pokum heldur svona í lausu og setur þar ofaní. Síðan getur maður bara horft á teið sitt og dáðst að þessu. Það skiptir engu þó að sumir drekki ekki te :) Finnst það nú frekar vont, en ég var ekki lengi að útskýra það fyrir Ægi að þetta væri eitthvað sem ég bara yrði að eignast :)

mánudagur, júlí 04, 2005

Besta súpa í heimi ?

Fékk að smakka þessa frábæru súpu hjá henni Lindu systur minni um daginn. Þetta er alveg frábær súpa frá Mexico sem þið verðið bara að prófa. Ég er algjör súpukerling en ég hef ekki smakkað margar sem toppa þessa.
Alma, Gummi og krakkarnir borðuðu svona súpu hjá okkur í gær og líkaði þeim stórvel. Þau áttu líka hugmyndina að því að ég setti uppskriftina hér inn :) sniðugt það.

Þetta er gríðarlega auðvelt en svakalega mikið jummí
4 kjúklingabringur
2 dósir niðursoðnir tómatar í dós (saxaðir)
1 flaska tómatsafi
1/2 lítri kjúklingasoð
1-2 laukar
chillipipar
Nachios poki (því sterkari því betra)
sýrður rjómi
guaqumola (best heimatilbúið)
rifinn ostur

Aðferð
Steikið bringurnar og setjið til hliðar.
Steikið lauk og chilli í potti og bætið út í tómatdósum og tómatsafa.
Bætið út í kjúklingasoðinu og látið malla í svona 30 mín.
Smakkið til og kryddið aukalega eftir smekk.
Skerið niður kjúklinginn og bætið út í rétt áður en þið berið súpuna fram.

Hafið tilbúið
sýrðan rjóma í skál
guaqumola í skál
rifinn ost í skál og
mulið nachios í skál :)

Síðan fær hver og einn sér á disk og gerir svona.
Setur súpuna í skál.
Þar ofaná fer osturinn, síðan nachios og þar ofaná koma svo sósurnar 2 (sýrði rjóminn og græna sullið :)

úff.. alveg hrikalega gott sko
Er bara búin að fá mér svona 2 x í dag og á ennþá afgang :)
Njótið vel og látið mig endilega vita hvernig smakkast.

Mummi og Hafdís. Held að þetta sé pottþétt eitthvað fyrir ykkur.

Linda mín kæra. Þú kemur nú kannski með comment á þetta hjá mér..vona að ég sé að fara rétt með þessa uppskrift. Súpan hjá mér í gær var reyndar aðeins öðruvísi, þar sem ég átti hvorki lauk né tómatsafa. Notaði púrrlauk og tilbúna tómatsúpu í staðinn. Nachiosið sem ég notaði var með mexico kryddi eins og þær sem þú notaðir en þær voru samt ekki eins sterkar. Held að þvi sterkari þvi betra verði þetta.

sunnudagur, júlí 03, 2005

Nokkrar myndir frá Íslandsferð


An efa fallegasta barn i heimi :) :) :) Posted by Picasa

ovenju glaesileg fjolskylda :) Posted by Picasa