MATARGATIÐ

föstudagur, september 30, 2005

01.10.1944

Þann dag fæddist hann pabbi minn. Hann hefði því orðið 61 árs í dag hefði hann lifað.
Blessuð sé minnig hans.

Það er óhætt að segja að ég sé stundum svolítið lík honum pabba. Hann var frekar mikill öfgamaður og það er ég sko líka. Það er ansi margt annaðhvort í ökla eða eyra hjá manni.
Ég fór í blómabúð í tilefni dagsins. Keypti ekki eina rós eða tíu, heldur sextíu fallegar rósir.
Þetta er t.d eitthvað sem pabba hefði líka dottið í hug.

Ég á aldrei eftir að gleyma því þegar pabbi keypti ljósaperurnar þarna um árið. Það var oft gengið í hús heima á Grenó (sennilega einhverjir Lions karlar í þetta sinn) og allskonar dótarí selt.
Einu sinni var verið að selja ljósaperur og hann Heisi karlinn keypti ekki bara nokkur stk. eins og flestir heldur keypti hann 100 stk. Ég held að það hljóti að vera að mamma eigi ennþá nokkrar eftir.

Einu sinni voru mamma og pabbi á árshátíð eða einhverju svoleiðis með sjóstangveiðifólki. Seldir voru happdrættismiðar þarna og mig minnir að pabbi hafi keypt einhverja 50 miða, enda fékk hann næstum því alla vinningana :)

Gaman að þessu.

miðvikudagur, september 28, 2005

Why why why

Af hverju fær maður alltaf einhver plebbalög á heilann?
Það er ekki eins og ég sé eitthvað að hlusta á þau lög sem festast svona hrikalega í hausnum á mér.
Núna er það til dæmis lag sem er að ég held alveg pottþétt með Bítlavinafélaginu og hljðóðar svo...
Ég fer í ljós 3 í viku
og mæti reglulega í líkamsrækt
ég fer í Hollywood um helgar
með mynd af bílnum í vasanum.

og í morgun þegar ég var að hjóla í ræktina var það..
hann heitir Árni
og segir dojojojojoj
hann er úr járni
og segir dojojojojo
dojojojojo
dojojojojo

Það getur verið ansi þreytandi að vera ég.

Nyji sjonvarpsskapurinn. Thad hittist svo skemmtilega a ad hann Robbie vinur minn var einmitt a skjanum thegar eg smellti af :) Posted by Picasa

 Posted by Picasa

Þættirnir mínir

Jæja jæja.
Nú er vetrardagskráin loksins byrjuð og það er nú aldeilis af nógu að taka.
Ég er nú búin að bíða spennt eftir nýju Lost seríunni, Desperate Houswifes, 24, Nip Tuck og Footbollers wifes en þetta eru allt þættir í miklu uppáhaldi hjá mér.
Svo er auðvitað alltaf fínt að kíkja á Survivor, The Amazing Race og alla Idol þættina (frá íslandi, usa og hollandi).
Mæli einnig með þáttum sem heita House. Ég veit að þeir eru sýndir núna á skjá 1 heima. Þið munið kannski eftir krúttinu honum Billy Kennedy sem bjó í Ramsay street?, en nú er hann sem sagt ekki lengur Billy heldur Dr. Robert Chase :) gaman að því.

Ég er búin að sjá einn Lost þátt og je dúdda mía. Hvað er þetta bara spennandi? Ég veit a.m.k núna hvað er ofaní hleranum :) Bíð spennt eftir næsta þætti.

Hef einnig séð 1 þáttinn í nýju Nip Tuck seríunni og Desperate Houswifes og ekki varð ég fyrir vonbrigðum með þá . Frábærir þættir þar á ferð.

Er líka byrjuð að horfa á 2 nýja þætti sem ég hef ekki séð áður og lofa þeir mjög góðu.
Þetta eru þættir sem heita 4400 (held að þeir séu sýndir heima) og svo er þáttur sem heitir Ghost Wisperer.
Hlakka til að sjá meira af þeim.

Það er nú aldeilis gott að eiga stórt og gott sjónvarp :) Verst ef maður fer að fá hálsríg alla daga. Vorum nefnilega að fá sjónvarpsskápinn okkar í gær og er hann heldur stærri en við bjuggumst við. Við erum greinilega ekkert svakalega góð í því að mæla hluti út í búðum. Það er allt miklu stærra þegar það er komið í litlu stofuna okkar.
Við verðum bara að redda okkur með því að setja fullt af pullum og púðum undir rassinn á okkur :) :)

mánudagur, september 26, 2005

Þvottavélavesen

Við erum búin að vera þvottavélalaus núna í 3 vikur.
Það sem maður er háður þessu tæki.
úfff..ekki hefði ég viljað vera heimavinnandi húsmóðir hérna í old days áður en þetta fína tæki var fundið upp.
Ég er nú með nógu skorpnar hendur nú þegar.

Klukk klukk

Það kom að því. Hún Magga Grenivíkurgella búin að klukka mig. Þið ykkar sem vitið ekkert út á hvað þetta klukk gengur, að þá er þetta einhver bloggleikur sem er í gangi núna.
Þetta virkar þannig að einhver klukkar einhvern, og sá sem er klukkaður þarf að skrifa niður einhverjar 5 tilgangslausar staðreyndir um sig. Síðan á maður að klukka einhverja 5 aðra og svona heldur þetta áfram.
Reglurnar í þessu eru nú eitthvað misjafnar finnst mér. Sumir segja að það megi alls ekki klukka þá sem hafa verið klukkaðir áður, en svo eru það aðrir sem eru í því að fá klukk aftur og aftur. En ég er nú ekki að nenna því.

Ég held svei mér þá að það séu flest allir bloggarar sem ég þekki búnir að fá klukk :(
En ég ætla að prófa að klukka:
Arp hinn sænska
Kisumömmuna og svo
Gísla,
Eirík og
svo Helga.
Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því :)

Vona að þið takið vel í þetta.

Þetta eru þeir 5 hlutir sem ég sakna mest frá Íslandinu góða (fyrir utan fjölsk. og vini)

1. Mér finnst alveg hrikalegt að missa af Leiðarljósi 5x í viku:( uhhu
2. Ég sakna stöðvar 2 alveg voðalega mikið. (þrátt fyrir að hafa yfir 100 stöðvar hér)
3. Mér finnst drullufúllt að komast ekki í saltkjöt og baunir, kjöt og kjötsúpu, slátur, reykta ýsu og fleira ísl. gotterí.
4. Ég væri svooo til í að geta flett séð og heyrt, hér og nú og DV öðru hvoru :) (hóstslúðurhósthóst)
5. Mig langar í álvöru hammara (úr sjoppu á norðurlandi) með kokteilsósu, beikoni, sýrðum gúrkum og frönskum. Það er bara ekki hægt að fá gott ruslfæði hér.

og hana nú, nú er ég búin.

sunnudagur, september 25, 2005

Matarþema

Við skötuhjúin erum svo sniðug.
Okkur datt þetta snjallræði í hug fyrr í mánuðinum.
Við höfum sem sagt ákveðið að hafa svona matarþema í hverjum mánuði. Planið er að elda saman eina máltíð í viku, eða jafnvel fleiri.
Þemað hjá okkur núna í september hefur verið matur frá Maraco. Mjög svo skemmtilegt.

Er einhver með tillögu fyrir oktober?

fimmtudagur, september 22, 2005

Þá byrjar ballið loksins.

Þá er keppnin byrjuð.
Við erum búin að kaupa okkur fitumæli og nú á sko að taka á því.
Þar sem ég er svoddan auli, að þá fékk ég Ægi til að koma í svona fitubollukeppni. Ég er nefnilega þannig að ég á alveg rosalega erfitt með að drattast í ræktina. Besta leiðin fyrir mig er að hafa einkaþjálfara eða fara á svona fitubollunámskeið hjá Gauja litla. Ég þarf bara alltaf að vera að keppast :)
Þannig að nú byrjar ballið.
Keppnin stendur til 14 desember, en þann 15 förum við heim til Íslands í jólafrí :) (Ekki er búið að ákveða verðlaun. Ætli það verði ekki bara þannig að sá sem verður taparinn þarf að kaupa flotta gjöf handa vinnaranum :) )

Við erum búin að fitumæla okkur og vigta og ætlum svo að mæla okkur hátt og lágt með málbandi í kvöld.
Svo á aldeilis að taka á því í mataræðinu líka.
Matseðillinn verður hollur og góður og nammidagarnir verða bara 2 (til að byrja með ) og svo bara 1 í viku. Úfff ég er svo mikill nammigrís. Borða yfirleitt ekki mikið nammi í einu, en samt...oftast er það eitthvað á hverjum degi. Þetta verður erfitt.
Allar sósur að jukk verða ekki á boðstólnum. Við erum mjög dugleg að borða salat á hverjum degi, en nú á að auka það enn meira.
Ég hef svo sem ekkert rætt þetta við hann Ægi minn, en ég er nú samt alveg viss um að hann taki ljómandi vel í þetta eins og allt sem ég ákveð :) hí hí.

Vona bara að það fari að ganga betur með Malín í pössuninni. Fórum saman í morgun, og það gékk sko ekki betur en í gær :(
Hún fór að gráta núna áður en ég fór fram og svo bara grenjaði hún og grenjaði í 30 mín. eða þar til ég sótti hana aftur. Hún er nú alveg agaleg. Um leið og hún sá mig koma inn úr dyrunum, að þá hætti hún strax að gráta. Það var bara eins og það hefði verið skrúfað fyrir hana.

miðvikudagur, september 21, 2005

Sauðurinn ég.

Fór í ræktina. Var búin að ákveða að láta Malín vera aðeins lengur í pössun núna og ætlaði ég aldeilis að njóta þess að hlusta á Duran í iPod.
En o nei. Það klikkaði svona rosalega. Gleymdi honum nefnilega heima. Var ekkert smá svekkt þegar ég gáði í töskuna mína og sá þar bara eyrnatólin..uhu..

Var í 30 mín. á brettinu og hlustaði á eitthvað leiðinlegt í útvarpinu eins og t.d lagið A ga dú eða hvað það nú heitir. Það var vinsælt þegar ég var lítil.
Textinn hljómar eitthvað á þessa leið.
Aga dú dú dú
hrista epli niðrúr tré
aga dú dú dú hrista epli niður úr tré
vinstri snú, hægri snú, hoppa upp og tralla lala man ekki meir..
aga dú dú dú síðan fá sér allir tré := )

En mikið rosalega var gott að svitna aðeins þarna í ræktinni. Það munar aðeins um það hvort maður er 10 mín eða 30.
Ég fann svoleiðis mörina á mér linast upp :)
Fór reyndar ekki nema 3 kílómetra. En það er nú aldeilis dandala betra en ekkert.

En það er nú ekki að spurja að því, Malín grenjaði STANSLAUST þennan tíma.
Konan í pössuninni sagði að þetta hefði mest verið svona reiðisgrátur.
Þegar ég kom inn sátu allir (um 13 krakkar og 2 konur) í hring og voru að syngja voða skemmtileg lög, en það er alltaf gert á hverjum morgni þarna áður en börnin fá sér snarl.
Það heyrðist samt því miður voða lítið í greyjið krökkunum þar sem Malín hafði frekar mikið hátt :(
Ég var svo þarna með henni í svona 3 korter. Þá fannst sko sumum þvílíkt mikið stuð. Hún hoppaði um og dansaði þvílíkt. Svo þegar Bubbi byggir byrjaði í sjónvarpinu var mín fljót að drífa sig beint fyrir framan sjónvarpið og fór að hlægja þessum rosa hrossa hlátri. Krakkarnir litu nú bara á hvort annað og fannst hún greinilega eitthvað furðuleg.
Hún var svo ekkert á því að fara heim. Vildi bara vera lengur þarna, svona þar sem ég var með henni.
Spurning hvernig gengur í fyrramálið.
Ein konan á afmæli þá, og verða þær þá 4 þarna. Spurning hvað músin mín gerir þá.
Sjáum til. Ég ætla a.m.k ekki að gleyma að Simon og félögum heima :)

Jæja Pól-farar

Hvernig var svo í Warsaw ?
Komið endilega með skemmtilegar ferðasögur :)

þriðjudagur, september 20, 2005

Robbie Williams

YES.
Nýji diskurinn hans Intensive Care kemur út í fyrramálið.
Spennandi :)

RÆKTIN

Jæja þá erum við mægður byrjaðar í ræktinni. Ekki hefur mér tekist að brenna miklu í þessum 4 ferðum okkar þar sem Malín er í hálfgerði aðlögun þarna í barnapössuninni.
Hún er bara orðin svo svakalega mikil mömmustelpa. Vill bara vera hjá mér öllum stundum og það er nú ekki alveg nógu gott.
Fyrsta daginn var ég bara með henni, lék við hana og svona. Hún var þvílíkt vör um sig og hékk nánast alveg utan í mér.
Næsta dag fór ég fram í 15 mín. á hlaupabrettið og leit þá inn um rúðuna. Stóð mín þá ekki bara á orginu greyjið :(
Næsta dag fór ég fram í 15 mín. einnig og var þá sama sagan. Lék við hana stund og fór svo aftur fram í smá stund.
Þegar ég kom aftur var mín búin að grenja út í eitt :(
Síðan skruppum við í morgun aftur eftir helgarfrí og o boy..ekki ætlar þetta að skána.
Ég var inni hjá henni í svona 15 mín. Hún var þvílíkt glöð að sjá alla krakkana. Fékk sér banana með þeim og hlustaði á þau syngja. Ég fór svo fram í heilar 10 mín. á hlaupabrettið og ætlaði að kíkja í gegnum rúðuna, en þurfti þess nú aldeilis ekki þar sem ég heyrðu ópin í henni fram á gang :(
Ég fór að spurja konuna í pössuninni hvort það væru fleiri börn sem væru svona og hún sagði bara nei nei. Sum færu stundum að skæla þegar mömmurnar færu en þau hættu strax að gráta þegar þau væru tekin upp og knúsuð. En það væri bara ekki hægt með Malín. Hún kallar bara mamma mamma mamma mamma og orgar allan tímann :(
úfferí úff.
Þannig að þetta er nú ekki að ganga alveg nógu vel.
Ætlum að vera duglegar að fara næstu daga og sjá hvernig gengur. Það er a.m.k ekki hægt að gefast upp alveg strax.

mánudagur, september 19, 2005

Okra

Veit einhver hvaða grænmeti það er?

Marteinn, Katrin og Malin ad horfa a Bobo bangsa Posted by Picasa

og svo var kikt a songvaborg Posted by Picasa

allir ad hjalpast ad Posted by Picasa

rosa gaman ad leika vid krakkana Posted by Picasa

thetta eru pabbi minn og mamma sagdi Katrin :) Posted by Picasa

hjalpast ad vid ad pusla Posted by Picasa

smjattad a jogurtis Posted by Picasa

namminamm Posted by Picasa

a leidinni i hjoltur Posted by Picasa

risar a rolti nidri i bae Posted by Picasa

 Posted by Picasa

 Posted by Picasa

 Posted by Picasa

 Posted by Picasa

 Posted by Picasa

svo var dansad Posted by Picasa

frekar svalt i baenum og thvi gott ad vera vel klaeddur Posted by Picasa

og dansad Posted by Picasa

Róleg helgi

en alveg svakalega góð.
Það var mikið horft á sjónvarpið :)
Gummi og krakkarnir komu til okkar á föstudaginn. Ægir og Gummi fóru á ítalskan veitingastað og sóttu pizzur handa okkur á meðan krakkarnir léku sér saman.
Það er nú pínu fyndið að þetta skuli vera í fyrsta sinn sem við sækjum okkur svona pizzu :)
Það er sem sagt ekki svona mikið pizzu menning hér eins og heima.

Við tókum því rólega á laugardaginn. Skruppum í hjóltúr niður í bæ, gáfum öndunum og versluðum aðeins.
Við ákváðum það fyrr í vikunni að nú ætluðum við að elda eina máltíð saman um hverja helgi. Helst eitthvað nýtt og spennandi sem við höfum ekki prófað áður.
Fyrir valinu þessa helgina var réttur frá Maraco. Við keyptum okkur uppskriftabók með uppskriftum frá Maraco á Akureyri fyrir svona 2 árum og höfum ekki drifið í þessu fyrr en nú.
Þetta er svona lambapottréttur, alveg svaka góður. Skelli kannski inn uppskriftinni við tækifæri.

í gær röltum við svo niður í bæ í góðu veðri. Reyndar var frekar mikið kalt, og það er nokkuð ljóst að veturinn er að nálgast.
Niðri í bæ var risahátíð í gangi. Þetta er (held ég örugglega) árlegur viðburður. Allir bæjarbúar og fólk úr næstu bæjum safnast saman niður í bæ til skoða risa. Mér skilst að þetta sé þannig að það eru einhversskonar bræðralög í gangi. Fólkið hittist svo reglulega og býr sér til risa og fer svo með hann út um allt og sýnir hann. Frekar fyndið.
Malín var frekar lítil eitthvað og fannst lúðrasveitirnar ekki skemmtilegar til að byrja með. Fór bara að hágráta þannig að Ægir varð bara að halda á henni um stund.
Við hittum svo Gumma og krakkana og settumst með þeim á kaffihús. Þegar Malín hitti þau, að þá breyttist nú allt. Þá voru sumir ekki lengur hræddir heldur fóru bara að dansa á fullu og klappa:)
Þau voru svo að fara að sækja Ölmu, en hún er búin að vera síðan á fimmtudaginn í Köben ásamt vinkonum sínum á Íslandi :)
Ég held að mér veitti nú ekki af því að komast í burtu eina helgi frá henni Malín minni. Held að við hefðum báðar mjög gott af því.
Við elduðum okkur svo fahitas (eða rúllur eins og sumir segja :) í gærkvöldi og kláruðum að horfa á ömurlega mynd sem við reyndar byrjuðum á að horfa á í fyrrakvöld.

Minni á nýju bloggsíðuna mína þar sem ég mæli með músík og myndum :)
slóðin er http://muogmy.blogspot.com/
svo er líka bara hægt að smella á m&m hér til hægri.
Það væri gaman að fá smá comment frá ykkur ef þið eruð búin að sjá myndirnar :)

sunnudagur, september 18, 2005

Musik & Myndir

Ég er komin með aðra bloggsíðu þar sem ég ætla að mæla með tónlist og kvikmyndum. Einnig mun ég ekki hika við að drulla yfir þær lélegu myndir sem ég á eftir að glápa á.
Ef þið hafið áhuga, að þá er slóðin hér til hliðar ásamt öðru efni sem vert er að kíkja á :)

föstudagur, september 16, 2005


ullalla...eg og nyja sjonvarpid Posted by Picasa

Hvað erum við bara búin að gera?

Úff úff..

Við fórum í húsgangabúð í gær og keyptum okkur sjónvarpsskáp. Liturinn passar samt ekki við hin húsgögnin en gaurinn í búðinni ætlar að redda okkur. Við fórum með eina skúffu til hans og ætlar hann að blanda lit og græja skápinn í svipuðum lit.

En svo er það nýja fína sjónvarpið okkar.
Ægir fór í gær og sótti það. Var BARA 5 klukkutíma á leiðinni. Það átti að taka hann 3 tíma, en það voru þvílíku viðgerðirnar á leiðinni og þ.a.l umferðarteppur hægri vinstri.

Sjónvarpið fína er því komið á sinn stað, og o boy
ÞAÐ ER ALLT OF STÓRT. (Það verður nú samt kannski pínu gaman að horfa á Forrester fólkið og hina vini mína í Bold á hálfgerðu bíótjaldi :)
Mér finnst það taka alla stofuna án gríns.
Þið fattið hvað ég meina þegar ég set mynd af því hingað inn.
Geri það kannski seinna í dag :)

fimmtudagur, september 15, 2005

spreðerí

Fyrst ekkert varð úr Póllandsferð okkar um helgina, ákváðum við að spreða aðeins.
Sjónvarpið okkar hefur verið með töluverð leiðindi undanfarið. Stundum er myndin bara alveg græn, stundum röndótt. Svo slökknar á því í tíma og ótíma og svo kemur það líka fyrir að það kemur bara engin mynd, bara hljóð. Ekki alveg nógu sniðugt fyrir svona sjónvarpskellu eins og mig.

Ægir lagðist yfir netsíður og fann þetta líka fína Panasonic plasmasjónvarp sem er 42 tommur.
http://www.panasonic.nl/Products_Info.asp?M=2936

Það sem er ótrúlegast við þetta allt er það, að það kostar 133.000 sem manni finnst alveg nógur peningur fyrir sjónvarp, en
Ægir tékkaði á því hvað svona tæki kostar heima og haldið þið ekki að við séum að græða svona líka rosalega :)
Tækið kostar nefnilega 349.000 kr heima takk fyrir. Það er reyndar búið að lækka það í 299.000 núna sem munar nú öllu er það ekki?
Bara klikkun.
http://www.expert.is/?webID=1&p=4&sp=25&item=2268

Svo þurfum við líka að ath með sjónvarpsskáp. Malín er nefnilega orðin ansi glúrin við að opna þann gamla og fikta þvílíkt í öllum tökkum. Okkur langar helst í svona lítinn skáp sem lokar inni magnara, dvd og vídeó. Svo vil ég bara hafa fína nýja sjónvarpið upp á vegg :)
Gaman gaman.

Bands Reunited

Ég verð nú bara að fá að hrósa VH1 sjónvarpsstöðinni enn og aftur fyrir snilldar þætti.
Nú eru þættir sem heita bands reunited í gangi alla daga og hef ég horft svona á það með öðru þegar tími gefst til.
Það er einn gaur með þennan þátt og er markmið hans í hverjum þætti að fá einhverja gamla og góða hljómsveit (sem hefur gefið upp laupana) til að taka eitt gigg til viðbótar.

Í fyrradag var það hljómsveitin Berlin sem var upp á sitt besta fyrir 20 árum. Þau áttu t.d eitt hrikalega frægt og flott lag sem ég man alls ekki hvað heitir eins og er. En þetta lag var sem sagt aðal lagið í Top Gun myndinni

En í dag var verið að fá Kajagoogoo til að koma saman aftur. O boy o boy hvað það var fyndið að sjá þá. Þeir stóðu sig svona líka fanta vel og Limahl karlinn ennþá pínu krúttlegur :)
Fyndið að það séu 20 ár síðan þeir voru upp á sitt besta.
Hvað er ég eiginlega orðin gömul...hmmmm?

Eitt enn
Duran Duran miðarnir okkar eru komnir í hús.
Jibbibbibbíííí :) :)

miðvikudagur, september 14, 2005

Hvar er dúdinn

Kærasti Olaviu Newton-John til 9 ára er saknað.
Maðurinn sem ber nafnið Patrick McDermott skrapp í ferð með einhverjum bát fyrir nokkrum dögum. Ætlaði að slappa þar af og njóta lífsins í 2 daga eða svo á meðan kella væri ekki heima.
En.
Svo bara kemur karlinn ekki aftur í leitirnar :(

Enginn veit neitt.
Og greyjið Olavia auðvitað alveg miður sín.
Talið er að hann hafi sviðsett dauða sinn, og hann bara flúinn eitthvert út í bláinn.

Yrði maður ekki þokkalega brjál..ef svona væri farið með mann?
Hvernig er bara hægt að vera svona vondur? (þ.e.a.s. ef þetta er satt?)

Vitið þið kannski hvar kauði er?

Ég mæli með.

Við buðum Ölmu, Gumma og krökkunum í mat til okkar í kvöld.
Grilluðum fiskispjót (skötusel, þorsk, lax og risarækjur)
sjá uppskrift í fiskréttir Hagkaupa :) bls 129
Algjört nammi.

En mikið rosalega er dýrt að kaupa fisk hérna í Hollandi. Það er mun ódýrara að kaupa dýra nautasteik hér en fisk.
Kílóið af þorskinum er á 2500 kr. kg, laxinn á rétt tæplega 2000, og skötuselurinn á 3000 kr. kg.

Grillad fiskispjot..namminamm Posted by Picasa

Alma, Gummi, Katr�n og Marteinn Posted by Picasa

þriðjudagur, september 13, 2005

Hvar er eiginlega allt fréttaliðið núna?

Frétti það í gær (hjá mjög svo virtu bresku blaði) að hún Britney Spears vinkona mín væri komin á spítala 3 vikum fyrir tímann.
Talið var að hún væri búin að eignast þar strák en ekki var hægt að staðfesta þær fréttir.
Núna 24 tímum síðar eða svo hafa engar fréttir komið.

Hvað er eiginlega í gangi?
Kannski að allir séu svona yfir sig spenntir yfir brúðkaupi Jordans og Peters sem var í fyrradag :)

Rio

með Duran Duran er á VH1 sjónvarpsrásinni eins og er :) þvílíka snilldarstöðin þar á ferð.
Simon ferlega sólbrúnn og flottur (eins og alltaf) á skútunni.

78 dagar

til jóla og ég er að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar.
:)

sunnudagur, september 11, 2005

1 manns herbergi plús risloft með hjónarúmmi í boði.

Jæja
Þá eru tengdó ekki lengur hérna hjá okkur. Þau fóru heim fyrr í dag þannig að nú erum við bara 3 í kotinu.
Ég er nú bara svona að spá í hverjir ætli að koma til okkar næst?

Spennandi :)

Restaurant Linnen

Nú er ég búin að eignast uppáhalds uppáhalds veitingastað hér í bæ.

Við áttum alveg frábæra kvöldstund í gær með Ölmu og Gumma. Hjóluðum til þeirra kl 20:00 og síðan niður í bæ. Við vorum nú aðeins að flissa yfir því þar sem það var byrjað að rigna svolítið og svo heyrðist í þvílíku þrumunum og við á leið út að borða á hjólum og öll með regnhlífar :)
Sáum okkur í anda vera að gera þetta heima á Íslandi í svona veðri.

Kíktum fyrst inn á stað sem heitir Maik. Okkur hefur alltaf langað að borða þar, en þar voru öll borð í notkun. Héldum þá á Linnen og þar áttu þeir laust borð handa okkur :)
Við Ægir borðuðum einu sinni hádegisverð þarna fyrir nokkrum mánuðum en Alma og Gummi höfðu aldrei borðað þarna.

Vð ákváðum að vera bara grand á því þar sem þetta var barnlaust kvöld hjá okkur báðum (alveg yndislegt að fá að borða svona einu sinni í friði og fá bara að njóta matarinns)
Fengum okkur 3 rétta máltíð sem átti að koma að óvart...spennandi.

Fengum m.a grillaðan túnfisk, lamb frá Írlandi og fleira gotterí.

Ótrúlega gaman að borða svona marga skemmtilega rétti sem eru fallega bornir fram og fá góða þjónustu. Þjónarnir voru t.d alltaf með hvíta hanska þegar þeir komu með ný glös eða hnífapör :)
Svo finnst mér algjört æði þegar baðherbergin er extra flott :) frábært að fá að þurka sér í lítið handklæði eftir þvott í staðin fyrir að nota harðar bréfþurkur eða bara blástursgræju. Lúxus.

Með hverjum rétti fenguð við vín sem passaði við og eftir matinn fengum við kaffi og FULLT af fallegu konfekti.
Kokkurinn kom svo fram eftir matinn til að tékka á því hvort allt hefði ekki verið í lagi, og svo tók eigandinn (að ég held) í hendina á okkur öllum þegar við fórum :) frekar flott.

Heimferðin var frekar fyndin. Það var alveg ausandi rigning, þrumur og eldingar og við öll á hjólunum.
Komum aðeins við hjá Ölmu og Gumma og þar beið okkar þessi líka sæti froskur í forstofunni.

Ég mæli með því að þið kíkið á bloggið hennar Ölmu við tækifæri. Ég er viss um að hún setji inn fínar myndir af matnum sem við fengum inn á matarbloggið sitt :)
Ég nebblega gleymdi myndavélinni heima :(

laugardagur, september 10, 2005


Malin i lestinni til Amsterdam Posted by Picasa

tengdo i lestinni  Posted by Picasa