MATARGATIÐ

fimmtudagur, mars 22, 2007

Emma 5 manada i gaer :)

Ekki á morgun heldur hinn.

Íslandsferðin alveg að bresta á :) gaman gaman.
Allt að verða klárt. Búið að pakka ofaní tösku (já bara eina takk fyrir. Hlýtur að vera met) eða svona að mestu. Snyrtidótið fer nú ekki ofaní fyrr en annaðkvöld. Ég er líka búin að taka risloftið og miðhæðina í gegn og er byrjuð á jarðhæðinni. Ætla ekki að koma heim á páskadag og hafa allt í skít og drasli. Það var frí í skólanum hjá mér í dag en ég fékk samt Jolöndu hingað til mín (sem passar Emmu ) til að taka stelpurnar með sér út í rúma 2 tíma. Ég gat gert mjög mikið á þeim tíma. Ótrúlegur munur að hafa smá frið þegar maður er að reyna að flýta sér.

Ég fór í fyrsta munnlega prófið mitt á mánudaginn. Það var nú frekar fyndið. Ég er nú ekki sú sleipasta í Hollenskunni :) Lang lélegust í því að tala þarna í skólanum, enda ekki búin að vera jafn lengi og hinir. Kennarinn sagði við mig að ég gæti bara ráðið því hvort ég tæki þetta próf eða ekki. Það myndi ekki liggja á því þar sem ég á eftir að vera svo lengi í skólanum, en spurði svo hvort ég væri ekki bara til í að prófa.
Ég er farin að skilja mjög mikið talað mál, skil t.d nánast allt sem kennararnir eru að tala um, sem og nágranarnir og aðrir sem maður er að spjalla við. Mér finnst erfiðara að skilja fréttir í útvarpi og þætti í sjónvarpi. Yfirleitt veit alveg um hvað fréttirnar eru en ég næ bara ekki að halda einbeitingunni :( frekar pirrandi.

Malín er ótrúlegur snilli. Hún talar Hollensku reiprennandi og er með hreiminn alveg á tæru :)
Leikskólakennararnir eru allir svaka ánægðir með hana. Finnst hún alls ekkert tala minna en hinir krakkarnir. Ég held að hún sé ekkert verri í Hollensku en Íslensku. Það er eitt alveg ferlegt með hana. Við Ægir höfum verið að taka eftir því að hún er farin að tala Íslensku eins og hún sé að tala Hollensku. Hún raðar stundum orðunum þannig upp eins og þetta sé Hollensk setning. Hollendingarnir raða nefnilega orðunum í allt aðra röð en við gerum. En það er nú samt ansi mikið fyndið að hlusta á hana þegar hún talar svona.
Hún talar alltaf Íslensku við okkur Ægi en þegar hún talar við Emmu svissar hún oft yfir í Hollensku og eins talar hún mjög mikla Hollensku þegar hún er að leika sér en það er nú kannski bara skiljanlegt þar sem hún leikur sér alltaf við Hollenska krakka.

Emma varð 5 mánaða í gær. Bolla litla er voða þæg og góð eða svona næstum alltaf :). Það gengur voða vel að hafa hana í pössun, alveg sama hvort það sé hjá Jolanda, Marielle nágranakonu minni eða í sportinu. Henni er alveg sama :)
Þessi elska er nú samt alveg að gera út af við mömmu sína. Ég hef aldrei verið jafn þreytt og pirruð. Mér finnst bara eins og ég geti sofið í heila viku. Úfff hvað það verður gott þegar hún hættir að súpa á nóttunni og fer í sitt eigið herbergi. Ég er bara alveg að gefast upp á þessu. Hún vaknar 2-3 x yfir nóttina til að fá sér að drekka og ég vaki á meðan og bíð eftir að hún sé búin, legg hana svo í sitt rúm og oftar en ekki er ég hundlengi að sofna sjálf aftur.

Það verður ótrúlega gott að komast heim (til Íslands) í smá frí. Ég hef kannski tök á því að fá mér svona eins og eina-tvær kríur ef einhver nennir að passa snúllurnar mínar.


Sjáumst á Íslandi :)

mánudagur, mars 19, 2007

Breska Eurokeppnin.

Ég varð fyrir frekar miklum vonbrigðum með bresku söngvakeppnina sem fram fór á laugardaginn var. Ég var búin að hlakka voða mikið til. Var reyndar með matarboð og þurfti því að taka upp keppnina. Náði samt að horfa á hana þegar gestirnir fóru (með smá hraðspóli) og sá úrslitin í beinni. Þvílíki horrorinn. Þetta var nú bara samansafn af útbrunni liðu og lögin alveg glötuð. Sigurlagið er hrikalega bjánalegt lag þar sem 2 karlar og 2 konur voru klædd flugfreyju búningum og voru þau með töskur og ýmislegt hallærisdót með sér á sviðinu. Ótrúlega púkalegt.
Vona að bretar skíti upp á bak þarna í Helsinki og verði í einu af botnsætunum.

Annars sá ég líka Hollenska lagið í fyrsta sinn og það er dúndur gott. Ekta eurosmellur sem maður dillar sér við, við fyrstu hlustum :) grípandi lag þarna á ferðinni.
Ég trúi nú bara ekki öðru en að við (Hollendingar :) hi hi...ágætt að geta átt fleira en eitt lag í keppninni) verðum ofarlega og kannski við bara vinnun þetta. Það væri náttúrulega bara snilld. Þá væri ég með fyrstu mönnum til að kaupa miða á keppnina 2008.
5 dagar i Island :) Fleiri myndir a barnalandi.

sunnudagur, mars 18, 2007

Euró spúró

úúúúú......
Eurovision alveg að bresta á.
Loksins loksin fékk ég að heyra MITT LAG sem er ...ekki eiki hauks...heldur Hollenska framlagið


flottasta lagið í dag :)

fimmtudagur, mars 15, 2007


Saetu snullurnar minar :) Fleiri myndir inn a barnalandi.

miðvikudagur, mars 14, 2007

A roltinu i bleiku gotunni eins og eg kalla hana. Tharna eru rosa morg tre med fallegum bleikum blomum :) Vedrid hja okkur er alveg yndislegt thessa dagana. Alltaf mikils sol og um og yfir 15 gradur. Thad lidur ekki ad longu thar til vid byrjum ad borda uti i gardi. Gaman gaman.

þriðjudagur, mars 13, 2007

stubban for i skodun og sprautu i dag. Hjukrunarkonan rosa anaegd med hana og fannst hun ekkert sma spraek og dugleg :) Hun heldur afram ad thyngjast hratt og mikid. Er ordin 7290 gr. Er buin ad thyngjast um 600 gr a einum manudi. Annars er hun Emma litla bara pen midad vid systur sina a sama aldri. Malin var 1300 gr. thyngri a sama aldri og 5 cm staerri.

STÓR FRÉTT

Við erum að koma til Islands :) Gaman gaman. Komum laugardaginn 24 mars og forum heim aftur a paskadag.

sunnudagur, mars 11, 2007

Góð helgi.

Við sóttum Ægi á lestarstöðina í Den Bosch á föstudagskvöldið. Obbolega gott að fá hann aftur heim eftir Noregsdvöl.
Áttum frábæran laugardag. Kíktum fyrir hádegi niður í bæ, versluðum inn fyrir helgina og settumst svo niður á kaffihús í vorblíðunni :)
Ægir fór svo í langan göngutúr seinnipartinn með stelpurnar á meðan ég fór í bað og reyndi að slaka aðeins á. Hrikalega gott að leggjast í bubble bað með ískalt hvítvínsglas í annari og i-Pod í hinni. Verst hvað ég er hrikalega mikið tens og stressuð alltaf. Þarf svo mikið að drífa mig alltaf. Var ekki búin að fá mér nema 2 eða 3 sopa og hlusta á 3 lög þegar ég var komin upp úr og farin að drífa mig í því að þurka mér og bera á mig krem í flýti. En svona er ég nú bara. Frekar mikill rugludallur.
Ég eldaði svo voða fínan mat. Kjúklingabringur með Serano skinku og mascapone osti og svo var horft á Sænsku eurovision úrslitakeppnina sem var BARA skemmtileg þrátt fyrir að uppáhalds lögin mín hafi ekki unnið. Við sáum svo myndina Music and lyrics með Hugh Grant og var hún mjög fín. Mér finnst samt Hugh greyjið orðinn pínu gamall eitthvað. Held að karlinn ætti að drattast í því að festa ráð sitt og eignast barn/börn. Það besta við þessa mynd er lagið sem hljómsveitin hans POP gerði vinsælt...jiii...bara flott lag :) Ég er alveg með það á heilanum.

Dagurinn í dag var líka glimmrandi góður.
Veðrið var alveg frábært. Hitinn fór upp í 17 gráður og svo skein sólin mjög skært :) (Nota bene... það er ennþá laust pláss í gistingu fyrir ykkur sem hafið áhuga á að koma hi hi :)
Keyrðum í bæ sem heitir Oirschot og röltum þar um og settumst niður á voða flottan veitingastað.

Nóg í bili.
dú dú
Forum i bae sem heitir Oirschot i dag sem er i um 20 min. i burtu. Mjog fallegur midbaer og serlega gott vedur :) :)
Malla Mus ad taka mynd af muttu sinni. Nokkud fin mynd hja henni :)
Ny voknud og saet
Hallo hallo

laugardagur, mars 10, 2007

Maedgur ad dansa saman vid saensku eurovision keppnis-login :) Frekar mikid stud (og ekki bara a mer ) Fleiri nyjar myndir a barnalandi.

miðvikudagur, mars 07, 2007

Ef þetta er ekki mynd fyrir mig að þá veit ég ekki hvað :)

http://youtube.com/watch?v=S0A7dtdc-nU
þokkalega kúl lagið :)

laugardagur, mars 03, 2007

ALSAELA

JI DUDDA MIA. HAE HO JIBBI JEI.... 17 JUNI HVAD...? DRAUMURINN RAETIST 1 NOV 2007. MIN ER AD FARA A TONLEIKA MED ENGUM ODRUM EN TAKE THAT :). Eg er bara ekki ad trua thessu ennthe...uffpuff. Helt ad toppnum vaeri nad med Duran Duran, En.... Takeararnir eru BARA flottir lika. Eg gaeti alveg hoppad haed mina nuna... hae faddiri faddi ralla la :) Ef thad er einhver tharna uti sem er jafn aestur og eg :), tha a eg 2 mida. Eg veit ad AEgir vaeri alveg til i ad lata sinn mida fyrir ekki svo mikid..hi hi :) I hverju aetti eg nu ad fara ha? djok :)