MATARGATIÐ

þriðjudagur, janúar 31, 2006


Malin ad stilla ser upp med me me i gonguturnum adan :) Posted by Picasa

Pilates

Fór í fysta sinn í pilates í morgun. Hef verið spennt fyrir því að prófa það lengi lengi og loksins var að því. Þetta var hinn besti tími. Púlsinn rauk nú ekkert upp í þetta sinn en það er nú allt í lagi. Þetta var nú samt hrikalega erfiður tími. Ótrúlega miklar magaæfingar og þrusu fínar lappaæfingar líka. Held að maður hafi nú bara gott að því að fara í þetta einu sinni í viku. Ljómandi gott að vera í svona hægagangi, teygja úr sér og strekkja og ekki veitir manni nú af því að bæta jafnvægið. :)

Júrójúró

Jæja. Þá er búið að sýna fyrstu 2 þættina af júróvision. Finnst þetta með eindæmum skemmtilegt sjónvarpsefni og ekki er spurningaþátturinn síðri. Ég skil samt ekkert í því hvað ég er léleg í að svara rétt. Ég verð bara svo ofboðslega stressuð og æst og fer bara að stama þvílíkt :)
Hlakka til að sjá þáttinn n.k laugardag. Það verður fróðlegt að sjá lagið með Sylvíu Nótt :)
Mér finnst eitt alveg merkilegt. Eigum við Íslendingar svona svakalega fáa lagahöfunda? Þetta eru allt meira og minna sömu höfundarnir sem eiga öll þessi lög. Svo eru nú nokkur lög þarna sem eru þvílíkt að sökka. Skil bara ekkert í því hvernig þau komust þarna inn.
En þau lög sem ég er gjörsamlega að tapa mér yfir (að því að mér finnast þau svo flott :)
eru :
Þér við hlið sem Regína Ósk syngur svo fanta vel.
og Andvaka sem Guðrún Árný flytur.
Þar á eftir kemur svo krúttið hann Friðrik Ómar með lagið Það sem verður. Flott stuðlag sem væri gaman að sjá á sviðinu í Grikklandi.
Þar þar á eftir eru svo lögin Strengjadans með Davíð Olgeirssyni og Hjartaþrá með Sigurjóni Brink. Finnst reyndar þetta síðarnefnda svona hallærislega skemmtilegt :)
Restin af lögunum sökka svona frekar mikið held ég bara.
Mér finnst samt algjört æði æði að horfa á þetta.
Meira dúllidúll síðar.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

brrrrr. (gamall póstur sem gleymdist)

Þvílíka veðrið í dag. Snjókoma og vindur þegar við Malín hjóluðum í ræktina.
Dreif mig loksins í morgun af stað aftur eftir biltuna og sé sko ekki eftir því. Ótrúlega gott að hreyfa sig. Ég var reyndar frekar aum í fætinum allan tímann en það þýðir ekkert annað en bara að bíta á jaxlinn.
Setti meira að segja nýtt met í morgun :), polar mælirinn minn sýndi rétt tæplega 900 kcal :)
Mæli sko eindregið með því að allir kaupi sér svona tæki sem eru að stunda ræktina af einhverju ráði. Þetta gefur manni þvílíka sparkið í rassinn. Ég er svoleiðis helmingi duglegri að æfa eftir að ég fékk þessa græju. Maður sér það nefnilega alveg svart á hvítu ef maður ætlar að vera með einhverja leti. Það er oft þannig að þegar ég hef lokið einum body pump tíma og finnst ég ekki hafa brennt rosa mörgum kalóríum, að þá fer ég bara á cross trainerinn eða á bretti í smá stund :)
snilld.

Jæja best að fara og fá sér kók og súkkulaði.
smá grín

mánudagur, janúar 23, 2006

Hunda (ó)heppni

Helgin var fín þrátt fyrir smá meiðsli.
Við Malín flugum af hjólinu mínu á föstudaginn. Keyrðum á hund sem hljóp í veg fyrir okkur. Greyjið voffi. Veit ekkert hvort hann er slasaður þar sem hann hljóp eitthvað út í buskann. Eigandinn var nú ekki mikið stressuð. Sagði að það væri alveg örugglega allt í lagi með hundinn, hún hafði nú meiri áhyggjur af okkur, en okkur leið nú bara ágætlega eftir þetta fall okkar, eða það hélt ég a.m.k þá.
en...
bara þangað til heim var komið. Þá fór ég að finna þennan líka hrikalega verk í hægri fæti. Settist aðeins niður og gat ég svo með engu móti staðið á fætur aftur :( Ægir kom því heim úr vinnunni frekar snemma til að gefa Malín að borða og koma henni út í vagn.
Ég var nú samt ekkert á því að slaka á neitt. Við drifum okkur nú bara niður í bæ. Ægir fór með Malín niður á tjörn á meðan ég verslaði haltrandi í matinn.

Mælingin á laugardaginn kom rosa vel út :)
Missti 1,3% af fitu og 9 sentimetra sem er ansi gott á 7 dögum.

Við skruppum um morguninn inn í Tilburg (og ég ennþá eins og gömul haltrandi geit). Skruppum á útsölu í H&M og versluðum aðeins á Ægi og Malín. Ég var nú svo stillt að ég skoðaði ekki einu sinni föt á mig. Nú á bara að spara og spara. Ægir keypti sér líka nýjar gallabuxur, enda þessar sem hann keypti sér í desember orðnar allt of stórar :)

Horfðum á eurovision um kvöldið. Hrikalega skemmtilegt að hafa svona flotta undankeppni. Ég spáði alveg rétt, þau 4 lög sem ég spáði að færu áfram gerðu það. Hlakka til að sjá þetta næsta laugardag.

Sunnudagurinn var voða rólegur. Ægir og Malín fóru í hjóltúr í frostinu og svo fórum við öll saman í smá göngutúr seinnipartinn og ég haltrandi enn og aftur.

Ég var alveg hörð á því að fara í sportið í morgun, en það var bara ekki alveg að gerast :( löppin er bara ekki alveg nógu góð ennþá. Sá fram á að geta farið í body pump, en var ekki alveg að meika það að halda á Malín upp og niður tröppurnar þarna, já og hjóla niður eftir.
Kemst vonandi í fyrramálið.

mánudagur, janúar 16, 2006

MATUR :)

Matarþemað fyrir janúar og febrúar eru uppskriftir úr Hagkaupsbókunum góðu. Ég get alveg endalasut legið yfir þessum bókum, spáð og spugulerað :)
Við elduðum okkur suðrænan þorskrétt úr fiskibókinni (í aðeins breyttri útgáfu að vísu) á laugardaginn í annað skiptið núna í janúar og í gær voru það gæsabringur sem smökkuðust alveg sérdeilis vel. Ægir svissaði þetta bara á pönnu, saltaði og pipraði og svo var þetta látið inn í ofn. Sósan var algjört æði, sveppir, smjör, kraftur, rauðvín og rjómi :) og síðan höfðum við steikta kartöfluteninga, gulrætur og lauk og að sjálfsögðu salat.
Við vorum einmitt að spögulera á meðan við smjöttuðum á þessu hvað þetta myndi eiginlega kosta heima. Við borðguðum ekki nema um 500 kr fyrir gæsina. Fáránlegt verð. Ætlum að drífa okkur í vikunni og kaupa okkur fleiri svona bringur. Gott að eiga ef einhver nennir að heimsækja okkur :)

Ég er búin að gera matseðil fyrir allan þennan mánuð. Þetta er eitthvað sem ég hef gert í nokkur ár. Ótrúlega þægilegt að hafa þetta svona. fátt leiðinlegra en að hanga inni í búð og vita ekkert hvað eigi að hafa í matinn um kvöldið. Þetta er bæði svo mikill tímasparnaður og svo getur maður líka sparað í innkaupunum þegar maður fer svona að þessu. Mér finnst ekki fara eins mikið af mat til spillis svona. Ef ég veit t.d að það verði afgangur af kjúklingnum sem ég hef í matinn á sunnudegi, að þá er afgangurinn notaður t.d í pasta eða núðlurétt daginn eftir :)

Hér kemur svo matseðill næstu daga ef ykkur vantar hugmyndir :)

mánud 16. (þessi dagur er oft súpudagur)
karrísúpa (sjá bls 49 í grænmetisbók Hagkaupa)
þri. 17
grillaður lax sem er mareneraður upp úr appelsínusafa, tómatsósu, hvítlauk, sojasosu og engifer, brún hrísgrjón og salat
mið. 18
lasanja og salat
fim. 19
spagettí með tómat, hvítlauk og kryddjurtum, og salat
föst 20 (og þetta er oft salatdagur)
kartöflusalat (sjá bls 102 í grænmetisbók Hagkaupa) með kjúklingabitum
laug 21
skötuselur í mango chutney sósu (sjá bls 72 í fiskbók Hagkaupa)
sun 22
heill kjúklingur fyltur með ýmsu gúmmilaði, grillaður (sjá bls 97 í landsliðsbókinni)
mán. 23
Afrískur pottréttur (sjá grænmetisbók, man ekki bls)
þri 24
quesadellas með grænmeti og kjúkling (sjá bls 57 í landsliðsbók) algjört jommí.
mið 25
hakkbollur með léttrjóma, steiktum sveppum og sætum kartöflum
fim 26
ýsa með skyrsósu, hrísgrjón og salat

nóg í bili :)

fimmtudagur, janúar 12, 2006


fallegur er hann
 Posted by Picasa

Jæja, nú eigum við flottasta bílinn í götunni :)

Vorum að fá nýja bílinn okkar í dag. Þetta er glæný og falleg Toyota Avensis Wagon . Þræl flottur verð ég að segja. Prófaði hann rétt aðeins núna áðan og varð ég alls ekki fyrir vonbrigðum. Hann er voða lipur og þægilegur, flottur að innan, með innbigðum græjum sem hægt er að tengja Ipod-inn við sem er algjör snilld. Svo skemmir nú ekki fyrir að hafa þessa fínu nýjubílalykt í honum. Það verður gaman að fara rúnt út í sveit um helgina :)

miðvikudagur, janúar 11, 2006


fallegt jolakort Posted by Picasa

Body pump

Mætti í morgun kl 9:15 í tíma. Ji hvað það er erfitt að drattast af stað svona snemma dags. Við Malín ekki alveg komnar í gírinn á þessum tíma dags.
En það er nú gaman að segja frá því að það er komið nýtt æfingaprógram í pumpinu :) Alveg kominn tími á það. Ég var orðin ansi leið á gömlu lögunum og æfingunum líka. Og Alma :) Roland bara að verða nokkuð sjóvaður í þessu..ruglast ekkert svo mikið lengur og er bara í þvílíka stuðinu. Hann stagglast reyndar ennþá alveg hrikalega mikið á VÁÁÁÁ OG MOOI :)
En hvað er eiginlega málið með þessa body pump kennara??? þeir eru allir svo hrikalega laglausir og falskir. Merkilegt.

mánudagur, janúar 09, 2006

Frú Dagný verður það víst.

Jú jú já já.
Þá ætlum við loksins að láta verða af því að láta pússa okkur saman :)
Stóri dagurinn verður 8 juli 2006 (08.07.06)
Staður og stund : Grundarkirkja í Eyjarfirði
tími: uuuuu, svona um kl tvö eða þrjú eða kannski fjögur.
prestur : séra Kristján Valur Ingólfsson eða bara hann Danni frændi.
veislan verður svo vonandi haldin í frímúrarahúsinu. Leifur tengdó er frímúrari og ætlar að tékka á salnum fyrir okkur.
veitingar : óákveðið...er með allt of margar hugmyndir.
Skemmtiatriði : óskast takk :)

Er ekki hægt að fá einhverjar pillur við leti?

Ég get svo svarið það.......er bara ekki að nenna neinu í dag.
Er búin að liggja yfir hér & nú og DV á netinu í marga klukkutíma.
Gáfulegt eða þannig.

Annars var helgin bara stórfín.
Rólegheit á föstudaginn. Fórum í verslunarleiðangur, skruppum á pubb og fengum okkur smá tapas. Vorum komin upp í rúm kl tíu frekar kósí.
Brösuðum helling á laugardeginum hérna heima. Elduðum okkur jommí gott úr nýjustu Hagkaupsbókinni, horfðum á Hollenska idolið og spiluðum skrabbl til að verða eitt.
Tókum því svo rólega í gær. Röltum í bænum um hádegi í gær í flottu veðri, gáfum bra bra brauð og kíktum í búðarglugga.
Gauti og Annemieke komu svo í mat í gærkvöldi og stöppuðu heillengi. Fóru heim kl að verða eitt, enda Annemieke orðin ansi lúin enda komin 9 mánuði á leið :)
Ég útbjó fínar snittur í forrétt og Ægir græjaði heimatilbúið raviólí með þurkaðri skinku, mozzarella og basiliku.

Ég vona svooo að lyklaborðið okkar fari nú að koma svo að ég geti farið að vera á msn aftur og verið duglegri í blogginu. Það eru nokkrir stafir ónýtir í því og því ómögulegt að skrifa á það. Þarf því að vera hérna uppi í tölvuherbergi í gömlu tölvuni okkar þegar ég ætla að skrifa eitthvað hingað inn. (aumingja ég)

föstudagur, janúar 06, 2006

Gleðilegt ár

Loksins loksins.
Lang um liðið síðan síðast.
Þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug síðan síðast.

Við fjölskyldan fórum til Íslands yfir jól og áramót og var það glimmrandi alveg hreint. Malín varð reyndar alveg ofboðslega mikið lasin og fórum við með hana einu sinni á bráðamótöku og svo líka upp á barnadeild en það var sem betur fer ekkert alvarlegt að henni. Ég var líka ansi drusluleg nánast allan tímann, með þvílíka kvefið og hálsbólguna :( frekar mikið klúður.
Fengum mikið af góðum mat, gjöfum og skemmtilegum félagsskap. En auðvitað er það alltaf þannig að ekki gefst tími til að heimsækja alla því miður.

Mér fannst hálf hallærislegt að fá engan snjó yfir hátíðirnar. Ég hefði átt að gorta mig aðeiins meira við Hollendingana áður en ég fór heim :(
Var búin að segja þeim að það yrði nú aldeilis gaman að komast aðeins í skafla og snjókomu, geta farið með Malín á þotu í fyrsta sinn og svona...en nei nei. Rauð jól í ár takk fyrir. Þvílíka hallærið. Og það besta er að það kom snjór hérna í Holland og það gerist ekki ofi.

Við fórum út á Grenivík til Einis bróður og fjölskyldu hans um hádegi þann 24 des. Héldum upp á hjólin með þeim ásamt Mömmu og Stínu systur hennar. Þetta var ljómandi fínt. Pakkaflóðið var þvílíkt að ekki tókst að taka upp alla pakkana fyrr en daginn eftir, enda 3 litlir grísir á svæðinu. Við mamma drifum okkur svo í messu kl 22:00 sem var svo notalegt. Við gistum svo bara út á vík og héldum í jólaboð í bænum á jóladag.

Við vorum á gamlárskvöld heima hjá tengdó ásamt Skarphéðni bróður Ægis og hans fjölskyldu. Borðuðum 3 rétta að sjálfsögðu og horðum svo á skaupið. Ég verð nú bara að segja það að mér finnst þetta skaup í ár með þeim betri. Ég hló nánast endalaust, fannst næsum því allt alveg drep fyndið. Björgvin Franz er náttúrulega bara snillingur. Ótrúlega flottur gaur og fyndinn.
Malín horði á skaupið með okkur og fannst það líka voða skemmtilegt. Við ætluðum svo að svæfa hana eftir það en nei nei, ekki séns þar sem það var byrjað að skjóta upp svo svakalega snemma í ár.
Hún fór því ekki að sofa fyrr en að verða eitt greyjið :)
Við Ægir skelltum okkur svo í party til frænku hans Ægis og er það í fyrsta sinn í þessi 6 áramót sem við höfum eitt saman sem við gerum það. Höfum held eg bara alltaf farið frekar snemma að sofa.
Þarna var nánast öll fjölskyldan hans Ægis saman komin, mikið gaman og mikið fjör og vorum við ekki komin heim fyrr en að verða fimm.

Við komum til Hollansd aftur 3 janúar. Fórum suður þann 2 des og gistum við á gistiheimili í Keflavík sem heitir BB guesthause.
Ég mæli sko eindregið með þessu gistiheimili. Nóttin fyrir okkur öll kostaði ekki nema 6000 kr og inn í því var morgunmatur. Konan sem á þetta sagði að okkur væri nú alveg velkomið að fá okkur snarl þarna um kvöldið líka og var Malín ekki lengi að ná sér í smá snarl :)
Svo var ekki verra að við vorum alein í húsinu þessa nótt. Höfðum það bara huggulegt, horfðum á sjónvarpið og notuðum tölvuna sem var þarna. Malín var svaka dugleg, sofnaði bara strax í þessu nýja herbergi alveg sjálf. Henni leist strax mjög vel á sig þarna. Hljóp um allt voða kát og hress.
Við Ægir sváfum reyndar lítið sem ekkert þarna :( því miður. Æj maður er alltaf eitthvað svo stressaður og vitlaus fyrir svona morgunflug.
Ég var mjög fegin að hafa ekki þurft að keyra frá Hafnarfirði snemma um morguninn því það var kolvitlaust veður. Það endaði að sjálfsögðu á því að fluginu var frestað um klukkutíma.
Malín greyjið stóð sig að sjálfsögðu eins og hetja. Var rifin upp kl sex alveg dauð sybbin en var þvílíkt góð í flugstöðinni og í flugvélinni út. Fékk sér klukkutíma blund í vélinni og svo aftur smá blund í bílnumm frá flugvellinum.

Holland.
Það var nú ósköp gott að koma heim. Það er svo skrítið, að það er alveg saman hvar maður býr, það er bara alltaf best að vera heima hjá sér. Og það finnst Malín greinilega líka. Um leið og hún kom inn úr bílnum að þá hljóp hún beint í dótið sitt og byrjaði að púsla öll púslin sín áður en hún fór úr útifötunum. Svo var hún ekkert smá glöð með að sjá gömlu góðu Hollensku teiknimyndirnar í sjónvarpinu aftrur. Hún hefur eiginlega ekki hætt að dansa og syngja síðan við komum heim.
Við byrjuðum nú bara á því að drífa okkur í hjóltúr strax og við komum heim. Það var ósköp hressandi. En þvílíki kuldinn sem er hérna. Það er ekki beint mikið frost, bara svona um frostmark, en samt fer kuldinn einhvernveginn í gegnum öll föt.
Ég er búin að hjóla núna 2 morgna í röð í ræktina og ji dúdda mía. Ég er gjörsamlega að frjósa. Samt í morgun að þá var ég þvílíkt dúðuð. Fór í 2 buxur, bol, íþróttatreyju, flíspeysu og svo lopapeysu, setti á mig húfu, vetlinga og trefil, en samt var mér ógeðslega kalt.
Það verður gott þegar það fer að vora aftur, en það alls ekki svo langt í það hérna hjá okkur :)

Ég ætla að vera obbolega dugleg að borða holt og fara í ræktina 6 x í viku næstu mánuði. Það er fyrsta mæling á morgun eftir jól.
Ég veit reyndar að ég stóð í stað á vigtinni eftir jólin og Ægir léttist :) þvílíkt duglegur. En það er spurning hvað fitumælirinn segir.
Annars vann Ægir keppnina fyrir jól. Man ekki hvort ég var búin að segja frá því. Ég var samt með mjög fínan árangur.
fituprósentan fór úr 26,3 og í 21,6
og svo missti ég 25 cm.

Svo verður bara sett nýtt takmark fyrir páska.
Gaman að þessu.
Jæja ég nenni ekki meiru í bili, enda sennilega lang flestir ef ekki allir löngu hættir að lesa.
Ég er farin á pöbbinn :)
eða a.m.k inn í eldhús til að gefa Malín í gogginn.
Dúí