MATARGATIÐ

mánudagur, desember 24, 2007

Aðfangadagur jóla.

skata_201107

Jæja þá er jólin að ganga í garð. Gærdagurinn var mjög fínn.  Við mættum í skötuveislu hjá Kristínu frænku hans Ægis og fjölskyldu.  Þar hittist móðurfjólskyldan hans og borðar saman þennan dýrindis mat.  Ótrúlega flott hjá þeim að halda svona stóra veislu fyrir svona margt fólk og þar að auki daginn fyrir jól.  Í boði voru síldréttir, rúgbrauð og saltfiskur auk tindabikkju og skötu.  Algjört nammi.   Ég hafði nú vit á því að fá Ægi til að smakka þetta lostæti strax í upphafi sambands. Honum fannst þetta ekkert spes fyrstu 2 árin, á 3 ári var þetta orðið nokkuð gott og nú í dag 7 jólum síðar finnst honum þeta mjög fínn matur.  Malín og Emma hámuðu þetta báðar í sig með bestu lyst :).  Ein frænkan hafði nú orð á því hversu vel upp aldar þessar dætur okkar væru.  Held að það séu margir á allt annari skoðun.  Sumum finnst sennilega agalegt að láta aumingja börnin smakka á þessu.  Emma hakkaði þetta allt saman í sig. Því sterkara því betra.  Malín setti nú upp pínu svip við fyrsta bitanum.  Hún átti bara ekki alveg von á þessu bragði held ég.  Hún borðaði síðan mjög  marga bita af þessum fína jólafiski eins og ég kallaði hann.

 

Við hjónin röltum í bæinn eftir kvöldmat í gær.  Það var voða næs.  Ný búið að snjóa, smá frost og falleg birta.  Við áttum bæði eftir að kaupa smá auka gjöf sem tókst því miður ekki.  Við gerðum svo aðra tilraun fyrir klukkan tólf á hádegi í dag.  Það eru ansi mörg ár síðan ég hef átt eftir að kaupa eitthvað á aðfangadag.  Óþarfa stress finnst mér.
Nú er klukkan að verða fjögur og við á leiðinni út.  Eigum enn eftir að koma nokkrum pökkum og kortum á réttan stað og svo er það jólamaturinn hjá Einsa bró og Boggu.  Gaman að því.

Gleðileg jól og takk fyrir árið sem er að líða.
Knús á línuna.

fimmtudagur, desember 20, 2007

14 og 15 des.

IMG_0808 (Small)

Á föstudagskvöldið skelltum við hjónakornin okkur  á jólahlaðborð með Óla og Röggu.  Fórum á Karólínu og smakkaðist maturinn alveg frábærlega.  Fyrsta klukkutímann höfðum við út af fyrir okkur sem var voða notalegt.  Eftir hlaðborð drifum við okkur á Græna hattinn og hlustuðum á Helga og hljóðfæraleikarana.  Þeir klikka ekki frekar en fyrri daginn.  Frekar mikið gaman og mikið stuð.  Við Ragga hlógum mikið og grínuðumst, vorum með myndavélina á lofti eins og sést :).  Við komumst samt ekki í hálfkvist við sumar grúbbpíurnar sem voru reyndar allar karlkyns.  Þarna voru nokkrir félagar sem sátu á næsta borði við okkur.  Þeir voru fljótir að rífa sig úr að ofann og koma sér fyrir fremst hjá sviðinu.

 

IMG_0836 (Small)

Fórum seinnipartinn á laugardaginn í bústað hjá Illugastöðum með vinum okkar þeim Heiðu, Zippó og börnum.  Krakkarnir voru flótir að drífa sig í pottinn þó að dimmt væri.  Þar var mikið stuð eins og sést.  Við elduðum okkur  gotterí, horfðum á sönglögin, spiluðum, fórum í pottinn og höfðum það voða næs.  Þetta var fyrsta nóttin mín án Emmu minnar en hún var í pössun hjá mömmu og tengdó.  Það var rosalega gott að geta sofið alla nóttina og hafa tök á því að sofa lengur en til sjö :).  Fljótlega eftir að við vöknuðum fórum við að ganga frá dótinu okkar og koma okkur af stað aftur í bæinn.  Húsbóndinn mátti nú ekki vera seinn þar sem liðið hans var að spila í enska boltanum :).  Malín náði samt að skreppa aðeins í pottinn áður sem var rosa gaman.

IMG_0842 (Small)

föstudagur, desember 07, 2007

jólajóla

Jæja þá er Sinterklaas karlinn búinn að yfirgefa Holland og farinn heim til Spánar aftur. Algjör snilld.
Og þá drífur fólk sig í að skreyta. Mér finnst þetta lið hérna gera hlutina alla í rangri röð. Finnst að menn ættu nú að gera fínt hjá sér áður en karlinn mætir á svæðið.
Hér byrjar fólk líka á því að skreyta hjá sér jólatréið. Allt frekar dúbíus.
Ég er búin að sjá mörg jólatré í dag og í gær. Komst samt ekki í jólagírinn því miður:(.

En nú er aðalspurningin. Verða jólin heima hvít eða rauð?
Ég verð illa svekkt og súr ef það verður ekki snjór um jólin núna. Það er alveg kominn tími á það. Ótrúlega bjánalegt og lítið skemmtilegt að hafa 10 stiga hita og vor í lofti eins og í fyrra, já og í hittifyrra líka svei mér þá ef ég man rétt.

Leggjum af stað til Íslands í fyrramálið. Sjáumst :)

Síðustu ofnæmisfréttir ársins (skulum við vona)

Jæja.
Loksins búin að fá út úr þessum 102 rannsóknum sem ég er búin að fara í undanfarnar vikur eða mánuði.
Fékk nú ekkert gúmmulaði í munninn til að smjatta á eins og ég var búin að búast við. Fékk fleiri stungur á báða handleggi. Alltaf gaman að því. Í gær voru þær 33. Fyrst voru límdar á mig tölur og við hlið þeirra var ég stungin og í stunguna (skrámuna) fékk ég annarsvegar vökva beint úr ávöxtum, grænmeti og fræjum og hins vegar fékk ég einhverja dropa úr glösum sem ég veit ekki hvað var.

Ég er nú orðin ansi vön þessum stungum en það er pínu erfitt að venjast kláðanum, sviðanum og sem fylgir því að þurfa að bíða með þetta dótarí á sér. Það komu strax 2 mjög hörð viðbrögð sem urðu mjög stór og ljót og svo fylgdu 6 minni og 1 pínkulítið þar á eftir. Þegar konan skoðaði mig eftir á var ég alveg viss um að það groddalegasta væri fyrir eplum en nei nei það var fyrir hnetum takk fyrir. Það næst stæðsta voru svo eplin. Ég þarf því að forðast bæði epli og allar hnetur hér eftir...:( grenj. Frekar pirrandi að þola ekki hnetur þar sem þær eru ansi víða og erfitt er að forðast þær algjörlega. Ég þarf að hitta næringarfræðing sem getur kennt mér hvernig er besta að forðast þær í matvælum.
Um eplin sagði hún að ég ætti helst að sleppa því alveg að handleika þau sem er kannski meira en að segja það þegar maður á 2 litla eplagrísi sem háma þetta í sig alla daga.

Síðan komu viðbrögð t.d fram við tómötum, kíví, soja, möndlum og kóríander sem er nú frekar fyndið. Það er samt þannig að það er ekki pottþétt að ég fái kast af því að éta þetta en það getur sem sé komið fyrir. Ég sagði henni t.d að ég veri mjög dugleg að éta tómata og kóríander borðaði ég í hverri viku. Þá sagði hún tja..já en við erum nú ekki að borða hann svona ferskann. Illi.
Ég var ekkert smá hneyksluð og hún sennilega ennþá meira hneyksluð á mér að detta þessi vitleysa í hug :).

Lungnaprófið sem ég fór í um daginn var fínt og þarf ég ekki á astmapústi að halda.
Stungurnar sem ég fékk um daginn voru til að tékka á hvort það væri eitthvað í loftinu (dýrahár, rykmaurar og annað) sem ég þyldi ekki og það slapp til. Eða fyrir utan tréin. Skil reyndar ekki alveg það próf þar sem ég var með fullt af útbrotum eftir það.

Ég fékk síðan símatíma við doxann í apríl n.k en þá ætlar hún að tékka á statusnum. Síðan á ég að koma aftur í ágúst á spítalann. Gaman að því. Það liggur við að ég verði að senda þessu liði þarna jólakort. :)

Þau ráð sem ég fékk var að annað hvort þarf ég að taka ofnæmistöflur , nefsprey og aungsrey part úr ári eða ég get farið í sprautumeðferð sem tekur 3 ár takk fyrir. Þá byrja ég á að fara í sprautu 1 x í viku og svo fækkar skiptunum jafn og þétt og eftir 3 ár á maður að vera með mun minni einkenni. Nennirinn samt. Mun gáfulegra fyrir mig að flytja bara til Grænlands þar sem eru kannski ekki svo mörg tré.

fimmtudagur, desember 06, 2007

Sjónvarpsgláparinn ég.

image 

Lewis Hamilton ansi krúttlegur.  Mér finnst nú pínu fyndið að ég skuli oftar en ekki enda á því að horfa á þáttinn Top Gear á BBC þegar ég er ein heima (þrátt fyrir að vera með nokkuð hundruð stöðvar (án gríns).   Dúdarnir eru bara virkilega skemmtilegir og hressir (eins og Barði :) )  Það er líka alltaf gaman að sjá  fræga liðið mæta á svæðið í viðtal og rallí.   Í þættinu sem ég sá í gærkvöldi komu bæði James Blunt og Lewis Hamilton sem ég hef reyndar aldrei séð án búnings.  Gaurinn voða sætur, krúttlegur, mikið rassgat og algjört grjón.  16 cm stærri en ég og 15 kílóum þyngri (og ekki er ég mjög stór og ekkert sérlega mikil um mig :))   Ég horfði líka á fínan þátt í fyrrakvöld.  Þátt með James (þessum síðhærða í top gear) sem er einnig á bbc.  Þar ferðast hann um í stórum húsbíl með einhverjum sérfræðingi í vínsmökkun.  Gaman að sjá vín dúdinn hvað hann er oft hneykslaður á þeim með lubbann.  Hi hi. 

Eftir bílaþáttinn skipti ég yfir á E! Entertainment stöðina sem er bara snilld.  Þar eru sko allir "aðal" þættirnir sem mér finnast æðislegir en Ægir þolir ekki þannig að oftar en ekki glápi ég allt of mikið og lengi á imbann þegar hann er ekki heima. 


image 
Ég gærkvöldi sá ég 3 þætti í röð frá Hugh Hefner og ofur gáfuðu kærustunum hans þeim Kendra, Bridget og Holly.   Ótrúlegt að fylgjast með þessu. Algjör vitleysa frá A-Ö og tímaeyðsla en þetta eru samt svo fyndnir og hressandi þættir hi hi..


imageEftir þá ætlaði ég mér í ból en þá byrjaði annar snilldar þáttur sem heitir Dr. 90210 sem fjallar um Dr. Ray  
og fleiri  lýtalækna í Hollywood.  Ótrúlegt að fylgjast með liðinu sem kemur á stofurnar til þeirra og sértaklega að sjá heimilislífið hjá þessum frægu læknum.  Bara yndislegt.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Vesenesgrís heimilisinns.

IMG_0726

 

Þetta krúttlega dýr mitt er að gera systur sína og ekki síður mig ansi mikið gráhæra þessa vikuna.  Hún hefur vankað alla vikuna á milli klukkan HÁLF SEX OG SEX  takk fyrir.  Úff hvað það er agalega mikil nótt þá.  Þegar klukkan er níu að þá finnst mér eins og komið sé hádegi :(.
Það þýðir ekkert að ætla sér að láta hana sofa eða liggja lengur í rúmminu.  Hún gólar bara þannig að það er ekki séns að sofa.  Síðan Ægir fór til Íslands að þá hefur Malín sofið upp í hjá mér og auðvitað vaknar hún við þessa ofur skæru rödd.  Ég hef nú reynt að láta hana góla aðeins og kíkt inn til hennar annað slagið, rétt henni snuddu og farið út aftur, en nei nei. Maður kann öll trix.  Maður drullar bara nógu mikið á sig þannig að mamma verður bara að taka mann framúr og fara með mann niður.  Oftar en ekki er ástandið það slæmt að það þarf að skipta um bæði náttföt og samfellur.   Maður er nú ekkert sérstkalega vitlaus þó stutter sé.

sunnudagur, desember 02, 2007

Stubbastubb

IMG_0713 (Small) (Small)

 

Það hefur verið þvílíka vesenið að fá þá stuttu til að borða mjólkurvörur eftir að ég hætti að gefa henni svona mikla bobbamjólk eins og hún var vön að fá.  Ég held að ég sé komin með réttu græjurnar núna :)...  Álvöru sýrðan rjóma með 20 % fitu takk fyrir.  Stubban skóflar þessu í sig eins og henni sé borgað fyrir :)  
Fleiri krúttumyndir á Barnalandi.  Nokkrar nýjar inn í nóvember og svo glænýjar í desember :)

Gærdagurinn.

Var ofsa fínn. Fórum öll saman á fætur á milli sjö og átta. Malín fór svo í tónlistarskólann klukkan tíu. Við Ægir og Emma röltum svo klukkan ellefu til að sækja hana. Fórum beint upp í búð að versla smátterí. Klukkan hálf tólf mætti svo Sinterklaas á svæðið á hvíta hestinum sínum ásamt 2 aðstoðarmönnum. Emma var ekkert smeyk við þetta lið en Malín aftur á móti var skíthrædd við jóla. Vildi alls ekki setjast hjá honum og láta mynda sig. Hún gaf þá skíringu að hún væri hrædd við hann að því að hann væri með gleraugu. Merkilegt dýr þessi mús okkar.

Eftir hádegismatinn keyrði ég niður í bæ (ALEIN) sem var ótrúlega næs. Ég man bara ekki hvenær ég fór svona ein eitthvað síðast. Ji..hvað þetta er nauðsynlegt. Ég var í rúma 2 tíma að rölta um búðirnar og njóta þess að hugsa bara um MIG :).

Ég var búin að segja Ægi að mig langaði til að finna eitthvað jóladress á mig, svo ætlaði ég að kíkja á Diesel gallabuxur og tékka á skóm svona í þúsundasta skiptið. Ægir hafði nú ekki mikla trú á því að ég fyndi skó en sko mína. Ég kom heim 3 pörum ríkari :) Frekar sátt. Ég keypti reyndar enga svona skó eins og mig vantar en það er nú önnur saga.
Ég keypti mér rosa flott leður stígvél sem note bene passa utan um mína feitu kálfa. Síðan keypti ég aðra með hæl sem eru pínu pæjulegir og á þeim var svona miði þar sem stóð að ég mætti velja mér aðra skó ókeypis með. 3 skórnir eru líka með smá hæl, voða svona fínlegir bara.
Ég keypit mér líka mjög töffaralega unglinga hettupeysu í einni barnadeildinni. :) Stundum mjög heppilegt að vera pínu hobbitalegur.

Ég var reyndar ótrúlega mikið fúl með eitt. Ég fann mjög flottan efri part í Espirit búðinni sem var ekki peysa en samt ekki mussa. Ermarnar voru pínu víðar en með þröngu stroffi framan á, svo var þetta þröngt um axlir og brjóst en kom svo vítt niður og náði rétt fyrir neðan rass. Efnið var ótrúlega kúl og þetta var svona silvurlitað með smá glimmeri :). Ég ákvað að hugsa aðeins málið því ég átti eftir að fara í eina búð sem ég var viss um að ég fyndi the dressið. Þar fann ég reyndar ekkert nema flottar níþröngar svartar gallabuxur sem hefðu smellpassað innan undir silvurdæmið. Ég keypti þær reyndar ekki en skaust aftur í Espirit til að kaupa það silvraða en nei nei..allt uppselt :(. Ég fór næstum því að grenja. Ég var ekkert smá svekkt :(. Þvílík óheppni.

Ég skrapp líka í gallabuxnabúðina og ætlaði að fá mér svona Diesel buxur eins og Bogga mágkona er búin að kaupa sér (herm herm.)
Ég spurði um þær (en þær eru kallaðar hipper). Dúdarnir urðu pínu hissa, eða kannski hneykslaðir ..hi hi og sögðu að það væri nú módel sem þeir hefðu verið með fyrir 2 árum síðan. Ég sagðist alveg muna eftir því enda á ég tvennar þannig buxur og benti þeim á að þetta væri nýjar svoleiðis með smá breytingum. En því miður voru þær ekki til hjá þeim. Hann sagði mér að það væri séns að fá þetta í Eindhoven en þar er stór Diesel búð. Því miður er ekki séns fyrir mig að komast þangað fyrir laugardaginn þannig að þetta verður að bíða.
Eigandinn sagði mér svo að allar buxur sem eru í gangi núna væru svona rosa mikið þröngar niður (ekki sem sagt eins og þessar hipper) en hann hughreysti mig nú með því að láta mig vita að sennilega yrði breyting á þessu næsta vor þar sem hann byggist við því að módelin yrðu aðeins stærri en nú (og þá var hann ekki að meina á hæðina heldur hitt) :). Frekar fyndið. Mér leið nú pínu eins og ég væri ótrúleg bolla í hans huga :).

Þegar ég kom heim skrapp Ægir með stelpurnar út að hjóla og ég græjaði aðeins heimilið. Hann fór svo með þær upp í bað á meðan ég byrjaði á að dunda mér með kvöldmatinn.

Við hjónin erum búin að hafa okkar kósíkvöld núna 3 helgar í röð a.m.k. Ótrúlega næs. Þá borðum við saman eitthvað ótrúlega mikið jommí eftir að stelpurnar eru farnar að sofa og oftar en ekki horfum við á eitthvað skemmtilegt saman á eftir. Það er bara alveg nauðsynlegt að fá að borða einstaka sinnum í friði.
Í gærkvöldi eldaði ég flotta tómatsúpu með kryddjurtum og mozzarellaosti(sem var forrétturinn okkar Ægis en aðalmáltíð stelpnanna) og út í okkar súpu setti ég líka slatta af alfa alfa spírum og basiliku, en stelpurnar fengu kjúklingabita í sína.
Á meðan Ægir las fyrir stelpurnar og kom þeim í ból að þá fór mín að útbúa matinn sem var nú ekkert slor. Ægir vissi ekkert hvað ég ætlaði að sletta fram úr erminni í þetta sinnið :).
Gaman að hafa eitthvað svona óvænt.
Ég var búin að kaupa 2 risa hörpudiska, risarækjur og eina pínulitla nautakjötsneið ásamt öðru gúmmilaði.
Síðan skar ég niður snittubrauð, setti á það olíu og hvítlauk og grillaði það.
Gúmmimlaðið fór svo ofaná snitturnar. Voða gott.
Þetta passaði svona líka akkúrat handa okkur. Það var bara ein snitta eftir í afgang.
Eftir þetta fékk ég mér svo kaffi og hvítt súkkulaði sem klikkar nú ekki.

Núna áðan skutluðum við mæðgur Ægi á lestarstöðina í Den Bosch. Hann er að fara til Íslands í dag og verður þar í 2 daga en svo fer hann til Noregs. Hann kemur aftur á fimmtudagskvöldið en verður svo að vinna allan föstudaginn fram á kvöld út í rassgati þannig að við sjáum hann varla fyrr en við leggjum af stað út á flugvöll n.k laugardag. Frekar fúlt

Myndir frá því í gær.

IMG_0671 (Small)

Þessi er nú reyndar síðan í fyrrakvöld :)  Ótrúlega gott mexico kjúklingasalat.  Set uppskriftina inn við tækifæri.

 

IMG_0675 (Small)

Stóru flottu tómatarnir komnir í pott. Þeir eru soðnir í nokkrar mín. svo auðveldara sé að ná utan af þeim skinninu eða hvað þetta nú heitir :)

 

 

IMG_0679 (Small)

Súpan klár :)

IMG_0684 (Small)

Snitturnar mínar.  Þær efstu eru með léttsteiktu nautakjöti, steiktum sveppum og mildum osti.  Síðan koma snittur með stórum rækjum, tómati, basiliku og mozzarella og að síðustu  (neðst niðri) eru það snittur með léttsteiktum risahörpudiski, papriku og fersku dilli.  Þetta lítur nú ekkert rosalega vel út þarna en þetta var virkilega smart að sjá svona live :).

 

IMG_0694 (Small)

fínu nýju leðurstígvélin mín :)

IMG_0692 (Small)

Pæjuskórnir (pínu svona Leoncie hi hi )

IMG_0693 (Small)

að lokum eru það svo litlu skórnir sem fylgdu nú bara svona ókeypis með :)  (það mætti nú halda að ég væri 180 kg miðað við öklana á þessari mynd)