MATARGATIÐ

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

7 hlutir.

Einskonar klukk enn og aftur.
Hún Mæja pæja (Alma) skoraði á mig. Ég var nú eiginlega búin að fá nóg af svona löguðu, en.... nú nenni ég ekki neinu hér heima fyrir og því ákvað ég að fylla þetta út samviskusamlega, eða svona hér um bil :)

7 hluttir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Flytja til Íslands og svo aftur til útlanda.
2. Drattast til að læra eitthvað skemmtilegt.
3. Eignast vonandi 1-2 börn í viðbót fyrir fertugt og jafnvel hund líka.
4. Eignast bústað eða sumarhús í skemmtilegu landi.
5. Fara á Eurovision keppni með Arpinum
6. Fara í skíðaferðalög og gista í fjallakofum með arni og loðinni mottu fyrir framan.
7. Fara á nokkra Duran Duran tónleika.

7 hlutir sem ég get gert:
1. Drukkið rosa mikið rauðvín
2. Borðað heila Ora fiskibolludós
3. Dundað mér við eldamensku í marga marga klukkutíma.
4. Ropað hrikalega mikið og hátt.
5. Spilað á saxafón, klarinett og blokkflautu. En ekkert sérlega vel. A.m.k ekki lengur.
6. Gert obbolega margar joga stellingar.
7. Verið innan við 5 mín. í sturtu en samt náð því að þvo hár, notað næringu, þvegið mér, þurkað , makað á mig body kremi og klætt mig. Þetta þykir mér mikill kostur.

7 hlutir sem ég get alls ekki gert.
1. Munað hluti. Versna með árunum. Er haldin athyglisbresti á háu stígi.
2. Drukkið bjór.
3. Sungið. Get ekki einu sinni raulað :(
4. Hlaupið meira en nokkra metra. Fæ svo hrikalega illt í tennurnar.
5. Keypt mér buxur sem passa á síddina.
6. Sleppt því að borða í meira en 4 tíma.
7. Hugsað upp fleira bull til að setja hér.

Frægir sem heilla.
1. Simon
2. Roger
3. John
4. Andy
5. Nick
6. Madonna
7 Kevyn Aucoin

7 hlutir sem heilla mig við aðrar manneskjur.
1. Fyndni
2. Létt lund
3. Fallegt bros
4. Góð holling.
5. Gott hjarta
6. uuuu
7. uu

7 setningar sem ég nota mikið.
1. Eigum við eitthvað til að horfa á?
2. Getum við horft á 24?
3. Eigum við að horfa á eitthvað meira?
4. Eigum við ekki að fara að elda?
5. NEI MALÍN...þetta má ekki.
6. Ji hvað ég er svöng.
7. Ég er svooo þreytt.

7 hlutir sem ég sé núna.
1. Vorlaukana úti :)
2. Haglél :(
3. Opruh í sjónvarpinu
4. 40 barnabækur út um allt gólf.
5. Aðeins of mikið drasl út um allt, aðaelega dót eftir Malín.
6. Fallegu og mjúku turkis bláu inniskóna mína.
7. Krúttuna mína hana Malín sem er að púsla

7 sem ég ætla að klukka.
uhhh
Bara alla þá sem nenna þessu sem eru með link af minni síðu.

Góðar stundir.

mánudagur, febrúar 27, 2006


Prinsessan a heimilinu maett i prinsessukjol og a leid nidur i bae a Carnival hatid. Thessi hatid er svona blanda af verslunarmannahelginni og oskudeginum. Folk klaedir sig upp i buninga, drekkur mikid, etur og skemmtir ser i marga daga. Sumir taka ser meira ad segja fri ur vinnu thessa daga. Merkilegt. Ad sjalfsogdu var Malin Marta lang lang flottust :) Thad eru fullt af myndum fra thessu inn a sidu Malinar a barnalandinu. Posted by Picasa

Athugið athugið

Aldrei getur maður slakað á. Ég er bara þannig, þarf alltaf að drífa í hlutunum.
Ægir er búinn að fá 2 vikna frí í vinnunni og ætlum við skötuhjú að skella okkur heim á Íslandið eins og planað var áður. En...
Þar sem við höfum svona mikinn tíma þarna heima, að þá ákváðum við, eða ég :) að það væri bara best að drífa brúðkaupið bara af. Jebb...jebb.
Kerlingin ekki fröken svo mikið lengur.
Ég verð nú bara að segja það að svona undirbúningur fyrir brúðkaup er nú meira en að segja það. Je minn eini brasið og stressið í kringum þetta allt saman. Mikið verður gott þegar þetta verður búið. Ég hef alltaf haldið það að þegar maður er búinn að gifta sig að þá verði maður kannski pínulítið leiður yfir því, þar sem þá er þetta bara búið og gert og þá er maður ekkert lengur að spá, spögulera og láta sig dreyma eitthvað um þennan stóra dag. En nú er ég sem sagt á annari skoðun.
Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki hana Lindu systur mína sem ætlar að vera veislustjóri hjá okkur. Hún er sko búin að vera skárri en enginn, eða segir maður það ekki? :) Hún er búin að standa sig þvílíkt vel og á eftir að redda þessu fyrir okkur. Ætli ég hefði ekki bara gugnað á þessu ef hún hefði ekki verið til staðar.
En sem sagt. Stóri dagurinn verður annar í páskum sem er 17 apríl.
Ég vona bara að sem flestir komist til að njóta dagsins með okkur þrátt fyrir stuttan fyrirvara.
Mér þykir verst að stallan mín hún Anna Rósa kemst nú sennilega ekki :( held að hún sé ekki á leiðinni heim frá Svíþjóð um páskana.
En það er nú eitt skemmtilegt með þannan dag. Mamma fór og heimsótti ömmu gömlu um helgina og var sú gamla alsæl með að við ætlum að gifta okkur þann 17. Þetta er nefnilega eða var afmælisdagur langömmu minnar Malínar :) hún hefði orðið 124 ára blessunin.
Skemmtileg tilviljun :)

föstudagur, febrúar 24, 2006

Ól 2006

Ég hef sennilega sjaldan eða aldrei horft svona lítið á ólympíuleikana eins og nú í ár. Það eina sem ég hef fylgst með er listdans á skautum, curlingið eða krulla eins og þetta er held ég kallað heima (snilldar sport), og síðan horfði ég aðeins á einhverja gaura stökkvar á risa palli og fara í margar skrúfur og hringi sem var virkilega gaman. Ég skil reyndar ekkert hvernir farið er að því að dæma í þessu en það er nú annað mál.
Það er ansi margt sem ég skil ekki og eitt af því er af hverju þetta lið á listskautunum er alltaf að detta. Og það er ekki eins og það sé endilega þessar yngstu og reynsluminnstu sem er aðalega í því. Ég næ bara ekki upp í þetta. Er þetta lið ekki búið að æfa þessa rútínu í fleiri mánuði ? og yfirleitt við svipaðar aðstæður? Ég skil frekar þegar liðið á skíðunum er að detta. Brautirnar eru jú misjafanar og það getur bara ekki verið gott að vera númer fjörtíu og eitthvað í röðinni. Ég horfði einmitt á hana nöfnu mína renna sér í risasvigi núna í morgun á meðan ég var í ræktinni. Sá að hún var númer fjörtíu og eitthvað og ákvað því að horfa bara alveg þangað til. Svo kom röðin að henni og ég get svo svarið það ég var þvílíkt spennt og stressuð fyrir hennar hönd. Púlsinn rauk upp úr öllu valdi á þessum stutta tíma sem myndavélin var á henni, en hún hætti keppni eftir pínu litla stund. Ætli hún hafi ekki misst úr hliði eða eitthvað. Þetta gerðist a.m.k svo hratt að ég sá það bara ekki. Frekar mikið ömurlegt að vera komin alla leið á ólympíuleika og geta ekki einu sinni klárað brautina. Þetta svig var reyndar ekki búið að lofa góðu í svolítinn tíma áður en Dagný steig á stokk þar sem það voru örugglega 6 eða 7 sem duttu á undan henni. Brautin var bara orðin svo hrikaleg held ég.
Ég má til með að segja ykkur fra fyndnasta atriði leikana til þessa. Ég er nú bara þannig gerð að ég hlæ mest af óförum annara og sérstaklega finnst mér fyndið þegar fólk dettur eða gerir eitthvað þvílíkt nörralegt . Í gærmorgun var verið að sýna svig á snjóbrettum kvenna sem er kannski ekkert sérlega fyndið sport, nema hvað. Gellan sem var verið að ræsa dettur svona snilldarlega á leiðinni út úr byrjunar hliðinu. Hún komst reyndar aldrei út úr hliðinu heldur datt bara beint á góminn áður en hún komst út úr því. Þetta var hrikalega nörralegt og ég grét úr hlátri yfir þessu. Aumingja stelpan samt.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Ég er miður mín.

Steini Bachelor og gellan eru hætt saman.
Adrei datt mér annað í hug en að samband þeirra myndi ganga.
Steini segir:
við pössuðum bara ekkert saman. Æjjj greyjin.

Fyrir ykkur sem eruð spennt að vita hvað hafi eiginlega bara gerst, að þá bendi ég á viðtal við Steina í nýjasta hefti Hér og nú.

:)

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Brúðarvendir

Getur einhver bent mér á síðu sem hefur fallega brúðarvendi til sýnis ?
Ég er búin að skoða trilljón síður og það er allt jafn ljótt og lummó þar :(

Ég er reyndar búin að ákveða hvernig hann á að líta út svona að mestu...en...
alltaf gaman að skoða, spá og spugulera.

mánudagur, febrúar 20, 2006


FRABAERT :) Vid Simon eigum alveg eins hufur. Snilld. Posted by Picasa

Skemmtileg ad vid skulum hafa sama smekk :) Posted by Picasa

Pirrerípirr

Ohh drasl.
Þetta veður er að gera mig gráhærða. Argggg.
Það er bara ALLTAF rigning alla daga.
Hvenær kemur eiginlega þetta vor mitt?
Mér finnst alveg vera kominn tími á það enda alveg að koma mars.

laugardagur, febrúar 18, 2006

Til hamingju Ísland og Anna Rósa

Jæja.
Það styttist það styttist. Euroið senn að byrja. Hlakka svoooo mikið til. Frétti að það væri búið að breyta nokkrum atriðum, peppa sumt upp og fl. Það verður gaman að sjá muninn. Ekki veitti nú af því að lagfæra sum lögin og gefa þeim smá spark.

Svo má ég endilega til með að óska Arpinum til hamingju með árin 32 :)
Innilega til hamingju dúllan mín. Það er ekki amalegt að eiga afmæli á þessum fína eurodegi. Ég veit að hún stendur í ströngu núna, ætlar að reyna að fylgjast bæði með þeirri Íslensku og forkeppninni í Svíaríki.

Góða skemmtun allir saman.

föstudagur, febrúar 17, 2006

Sjúbídú

Spennan magnast. Ekki laust við að ég sé komin með risa euróhnút í mallakútinn :)

miðvikudagur, febrúar 15, 2006


Thad tharf ekki mikid til ad gledja suma. Keyptum thennan galla a rett rumar 400kr i gaer og Malin alsael :) Sumt er bara faranlega odyrt herna. Posted by Picasa

Ef þið hafið ekkert að gera

að þá getið þið kíkt á þrælskemmtilegt blogg Andreu Róberts, en hún er á ferðalagi um framandi slóðir.
http://spennidbeltin.blogspot.com/

Danir

voru sko ekki að gera neinar gloríur í sinni eurovision keppni. Horfði á hana um helgina og ó mæ.
Hrikalega léleg lög og sigurlægið ekki alveg til að hrópa húrra yfir.
Held að það sé alveg sama hvaða lag við sendum út, það verður pottþétt ofar en það danska.
Svo er það sænska keppnin á laugardaginn. Það verður strembið hjá honum Arpi skarpa að fylgjast með bæði þeirri íslensku og sænsku í svíaríkinu á sama tíma :)
Held að ég geymi bara þá sænsku þangað til á sunnudaginn og svo er það úrslitin í Belgíu um kvöldið. Skemmtileg helgi framundan hjá mér. Spennandi.

Biluð rigning

og því engin rækt í dag :(

mánudagur, febrúar 13, 2006


Rett komnar heim fra miklu ati :) Posted by Picasa

Viddi tok mynd af mer, Ola, AEgi og Malin. Forum saman a cafe Coosje ad eta. Gaman ad hjola heim i svona snjokomu :) Posted by Picasa

Vid gistum a thessu hoteli a laugardagskvoldid. Thad heitir Hotel Het Hoge Duin. Thad er i litlum bae og an grins, ad tha eru nokkrar brekkur thar :) Posted by Picasa

utsyni ut a sjo sed fra hotelinu okkar. Thad er ekki oft sem madur ser sjoinn her. Posted by Picasa

Grisaglott Posted by Picasa

Stud a thorrabloti Posted by Picasa

Jommí

Fórum á þorrablót á laugardagskvöldið. Fengum svoo skuggalega góðan mat. Smakkaði reyndar ekki allt, en ji dúdda mía hvað þetta var var gott. Það voru 2 íslenskir kokkar sem bjuggu til og komu með matinn með sér í ferðatöskum frá Íslandi. Voru stoppaðir í tollinum hérna úti en svo var þeim sem betur fer sleppt eftir útskýringar :)
Það var ekki bara boðið upp á þorramat heldur líka allt mögulegt annað eins og t.d lax, graflax, fullt af æðislegum slíldarréttum, plokkara, gúllasréttur og margt fleira. Þarna var líka besti hákarl og harðfiskur sem ég hef smakkað lengi :)

En mikið rosalega erum við orðin gömul. Vorum komin í ból klukkan hálf ellefu :) Malín var sprækust af okkur. Dansaði nánast allan tímann þannig að ekki gafst tækifæri á að gefa henni þorramat. Við Ægir skiptumst á að hlaupa á eftir henni út um allt dansgólf.
Algjör stuðbolti þessi grís okkar.

Vinur minn hann Robert Peter Maximilian Williams er 32 ara i dag.
Til lukku með það :) Posted by Picasa

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Dagurinn í dag.

Þessi dagur er búinn að vera án efa öðruvísi en þeir flestir. Ekki það að ég hafi verið að gera eitthvað nýtt eða öðruvísi, heldur vegna þess að ég er með bíl að láni :)
Ægir fór til Þýskalands í gær ásamt 2 vinnufélögum og var annar gaurinn svo næs að lána mér bílinn sinn. Við Malín drifum okkur að sjálfsögðu á rúntinn strax í gær.
En í morgun drifum við okkur í ræktina eins og alltaf og ég verð nú að viðurkenna það að það var nú pínu notalegt að setjast upp í bíl og keyra á staðinn. Þar sem ég fer allar mínar ferðir á hjólinu mínu og keyri þ.a.l hrikalega sjaldan að þá var mín nú pínu stressuð að leggja í stæði :( Þessi stæði hérna í Hollandi eru án gríns mun minni en heima og svo er þessi bíll sem ég er á ekki sá minnsti. Risastór 7 manna kaggi og mér leið eins og ég væri á vörubíl eða að keyra rútu. Ég passaði mig nú á því að leggja bara nógu langt í burtu frá stöðinni og var að vona að það yrðu ekki margri bílar fyrir mér þegar ég færi að bakka þessari kerru. En það tókst nú svona líka glimmrandi vel. Sem betur fer er bílinn með svona bíbbara sem lætur mann vita þegar maður er að fara að bakka á. Alveg bráðnauðsynlegt í svona stór kvikindi. Það var frábært að þurfa ekki heldur að hjóla heim þar sem það var þvílíka snjókoman úti. Við mæðgur drifum okkur samt niður í bæ (um að gera að nýta sér þægindin á meðan þau eru í boði) og skruppum í búiðir. Keypti þrenn náttföt á Malín. Ekki veitir af. Það eru öll náttfötin hennar sem eru númer 86 orðin of lítil þannig að ég keypti 92 :) frekar fyndið. Ótrúlega stóru krakkaleg :) Borgaði ekki nema 11 evrur fyrir þau sem er mjög vel sloppið.
Drifum okkur svo á markaðinn og keyptum okkur æðislegar plómur, dökkrauð glansandi sæt jarðaber og hrikalega flotta gúrku sem ilmar þvílíkt vel. Komum að síðustu við í ah sem er kjörbúð og versluðum smátterí. Eftir þetta var ég komin með 4 poka og átti ég í fullu fangi með á ráða við þetta allt saman ásamt því að passa upp á Malín. Ég var nefnilega ekki með kerru og hún ekki alltaf alveg til að vera við hliðina á mér. Ji minn eini hvað ég skil ekki hvernig konur með mörg börn fara að því að skreppa í búðir og versla.
Reikna ekki með því að fara meira á bílnum í dag en það verður ljúft að nota hann aftur í fyrramálið :)
Ægir og þeir karlar ætla að leggja af stað frá Þýskalandi upp úr hádegi á morgun. Vonandi að þeir komist þar sem það er gjörsamlega allt fullt af snjó þar :( og þeir á sumardekkjum. Skemmtilegt að keyra í snjó og slabbi í rúma 5 klukkutíma og hvað þá ef umferðin verður mikil.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Stuð

Við skötuhjú ætlum ásamt henni Möllu mús okkar að skella okkur á milli bæja um næstu helgi. Íslendingafélagið ætlar að halda þorrablót á hóteli sem heiitir Hotel Het Hoge Duin sem staðsett er í bæ 20 km frá Amsterdam. Við ætlum að keyra þangað um hádegi á laugardaginn og eyða deginum þar í rólegheitum, kíkja á markaði og fl. Þorrablótið byrjar svo kl. 18:00. Við ætlum bara að hafa Malín með okkur á það :) Það verður örugglega rosalega gaman hjá henni þar, enda er hún mikið samkvæmisljón. Reikna með því að hún eigi eftir að taka vel undir í söngnum :) Sjáum svo bara til hvað hún endist lengi. Erum búin að bóka okkur herbergi þarna á hótelinu þannig að það verður ekki mikið vesen fyrir okkur að koma henni í ból. Ætli við förum svo ekki bara snemma á fætur á sunnudeginum og kíkjum niður á ströndina enda er hún beint fyrir neðan hótelið :) Gaman gaman.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

klukk

Jóhanna klukkaði mig um daginn.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Vann hin ýmsu störf fyrir pabba minn þegar ég var krakki. Skar t.d af netum og málaði bátana hans í slippnum á Akureyri, vann á Greifanum og Pizza 67 sem þjónn þegar ég var ung, starfaði svo bæði á Kópavogshæli og Sambýli í Garðabæ. Síðast vann ég hjá TölvuMyndum á Akureyri.

Staðir sem ég hef búið á:
Dalur (hálfgerður sveitabær 3 skrefum frá Grenivík), Melgata 5 Grenivík, Reykjavík, Akureyri og Oisterwijk í Hollandi.

Fjórir TV-þættir sem mér líkar:
Þessi er nú erfið. Á svo marga uppáhalds þætti þannig að ég ætla að nefna fleiri en 4.
24, Lost, Desperate housewives, the O.C, How I met your mother, Friends klikka ekki, Americans next top model, Nágrannar, Bold, Ghost whisperer, idol þættirnir og svo MARGIR FLEIRI. Samt kannski ekkert í þessari röð.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Benidorm, Mallorka, Ítalía, Belgía.

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg):
Mbl, visir, ruv og stöð2, og slúðurblaðið the sun.

Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Slátur, saltkjöt og baunir, kjöt og kjötsúpa, saltfiskur og ekki skemmir nú fyrir að hafa hamsatólg með, skata, hákarl, pastaréttir af ýmsum toga, ömmu steik í ofni, soðnar kjötfarsbollur með miklu bræddu smjöri, plokkfiskur, humar og risarækjur og svo bara flest allt kjöt, ferskur fiskur og nýtt og ferskt grænmeti :)
æjæj, þetta var nú aðeins meira en 4 réttir.. ég bara gat ekki hætt þegar ég byrjarði. Ohhh..nú er ég orðin svöng.

Fjórar bækur sem ég les oft:
Les yfirleitt ekki bækur oftar en einu sinni, jú nema bækurnar hans Arnaldar Indriða. Er samt ennþá á Kleifarvatni, búin að vera að rembast við hana núna í ár og nýjasta bókin bíður á náttborðinu eftir mér..uhhhhu.
Ég hef bara ekki getað lesið neitt að ráði síðan ég átti Malín. Ég er bara svo hrikalega þreytt eitthvað og lúin þegar ég byrja að lesa.
Einu bækurnar sem ég get skoðað endalaust án þess að langa til að sofna eru :)
Fiskibók, brauðbók, landsliðs og grænmetisbók Hagkaupa, já og Nýkaupsbók Sigga Hall. Uppáhalds bækurnar mínar fyrr og síðar.

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Ég ætla nú bara að sleppa því að klukka til baka. En ef þið hafið áhuga á klukki, að þá gjörið svo vel. Ég skal með glöðu geði lesa það hjá ykkur :)

Stora stelpan min 20 manada i dag :)
Alltaf til i ad hella upp a sma kaffi handa mer.Posted by Picasa

Fyndið atvik.

Ég má til með að deila með ykkur ótrúlega fyndnu atviki sem við fjölskyldan sáum um helgina. Þetta er samt því miður ekkert fyndið svona á blaði. Þið hefðuð þurft að vera á staðum held ég bara.
En..
það var þannig að við vorum að keyra hér í bænum (bara í næstu götu við okkar götu) þegar við mætum hjónum úti á labbi með risa stóran hund í bandi, eða það fannst okkur svona í fyrstu. En nei nei...þegar við vorum komin gjörsamlega við hliðinu á þessu fyribæri að þá tókum við glögglega eftir því að ekki var um risavaxin hund var að ræða heldur lamadýr. Jebb. Liðið var úti að viðra lamadýrið sitt svona á sunnudagsmorgni.
Sætt.
Eða þannig.
Við hlógum ekkert lítið af þessu. Ég fussaði yfir því að hafa ekki verið með myndavélina á mér og Ægir var mikið að spá í að snúa við til að sjá þetta aftur.
Þetta atvik bjargaði nú alveg deginum.

Ég er alveg með rugluna.

Gleymdi nú bara einu flottasta laginu í keppninni þegar ég var að segja frá því hvaða lög ég væri heitumst fyrir.
Það er lagið
Það sem verður, flytjandi Friðrik Ómar krúttilíus.
Fannst þetta bara fínt lag, pínu stuð og svo er hann bara svo mikið krútt :)

Og enn meira euro.
Þetta er nátturlega bara skemmtilegasti tími ársins eða a.m.k ekki fjarri því. Það verður gaman að fylgjast með næstu keppnum. Belgía er rétt að byrja með sínar keppnir, Svíþjóð byrjar þann 18 og svo er Holland með keppni á næstunni líka. Veit ekki með þá Þýsku og svo má maður ekki missa af þeirri bresku heldur. Hef samt ekkert heyrt um hana ennþá.
Spennandi.

Ég held samt að ég vita hvað við þurfum til að vinna þetta í Grikklandi.
Söng og reynslu Regínu, húmorinn og fyndnina hjá Sylvíu Nótt, krúttleika Friðriks, útlit Birgittu, sambland af kjólum Regínu og Guðrúnar Árnýjar, og bjartsýni Geirs Ólafs.
Er það ekki málið?

mánudagur, febrúar 06, 2006

Eurohelgi að baki.

Skemmtileg helgi sem samanstóð af miklu euroglápi og góðu áti.
Ægir kom heim frá Danmörku um kl 21:00 á föstudagsvöldið. Mikið rosalega er nú næs þegar hann stoppar svona stutt í burtu. Það hafa bara ekki verið neinar langar vinnuferðir hjá honum frá því við fluttum hingað út. En nú er akkúrat 1 ár síðan við fluttum hingað til Hollands :) eða réttara sagt var það í gær þann 5 feb.
Ég var búin að útbúa voða mikið gotterí handa okkur þegar hann kom heim, litlar snittur með mozzarella, tómötum og basiliku og svo snittur með risarækjum, hvítlauki, chilli, rauðlauki og sítrónusafa...jommmí.

Laugardagurinn var æði æði. Tókum daginn snemma. Vorum mætt niður um kl átta öll saman. Fengum okkur morgunmat og drifum okkur svo á hjólunum okkar niður í bæ. Gáfum bra bra sem voru þvílíkt hungurmorða greyjin. Ætli við séum ekki bara þau einu sem erum að gefa þessum greyjum brauð eftir að upp kom þetta fuglaflensuvesen.. Þær voru a.m.k mikið glaðar að sjá okkur og ekki var Malín fúl með þessa ferð.
Versluðum okkur í matinn og komum við á kaffihúsi og í bakaríi á leiðinni heim.
Malín steinsvaf svo úti í vagninum sínum í 3 tíma eftir hádegið og höfðum við Ægir það alveg obboelga gott á meðan. Horfðum t.d á fullt af skemmtilegum þáttum. Ég má til með að nefna einn þátt sem við erum mikið að glápa á þessa dagana. Hann heitir how I met your mother. Veit ekki hvort það sé verið að sýna hann heima.
Borðuðum svo tvírétta um kvöldið (að sjálfsögðu :) ferskur apas með parmaskinku og fl. í forrétt og grillað naut í aðalrétt. Horfðum svo að sjálfsögðu á euroið. Verð nú að hrósa sjónvarpinu fyrir það að hafa keppnina svona stóra og flotta í ár, en á sama stað verð ég bara að fá að drulla yfir það fólk sem á lög í þessari keppni. Hvað er bara í gangi? Flest þessara laga eru svo skelfilega léleg já og textarnir, ekki eru þeir betri. Mér finnst nú að það ættu að koma betri lög í þessa keppni þar sem það bárust rúmlega 200 lög. Ég er farin að hallast að því að það sé bara ekkert hlustað á þau lög. Það er sennilega bara teknir svona einhverjir inn sem gætu mögulega samið eitthvað af viti. En svo eru þetta aðalega sama liðið sem eiga öll þessi lög.
Einu lögin sem eru ekki drullu léleg að mínu mati eru:
Þér við hlið með Regínu Ósk (þrusu sönkona, flott lag og ég er viss um að það henti bara ljómandi vel þarna út)
Andvaka með Guðrúnu Árnýju (hef aldrei verið aðdáandi hennar, en þarna kemur hún nokkuð sterk inn. Hrikalega mikið gæsahúðarlag á köflum og ekki skemmir kjóllinn)
Strengjadans með Davíð. Þ. Olgeirs. (ekki sigurlag samt)
Til hamingju Ísland með Silvíu Nótt(fínt lag, ótrúlega fyndið og mikið skemmtilegt að gerast á sviðinu, já og svo var hrikalega gaman að sjá Sigguna þarna í bakrödd. Sýna meira af henni næst. Þetta er eina lagið sem ég fékk strax á heilann þegar ég heyrði það fyrst. Er ekki einmitt málið að lögin verði ekki búin að gleymast fyrir atkvæðisgreisluna?) og svo
Mynd af þér með Birgittu. (það þarf að gera miklar gloríur við þetta lag svo það nái að gera sig þarna úti. Allt of rólegt og kraftlaust. Held að það geti samt orðið þrusugott)

Ætla að dæma um það þann 18 feb. hver mér finnst að ætti að fara fyrir okkar hönd. Það veður gaman að sjá þessi lög aftur. Vonandi verður bara búið að gera þau betri og flottari.
En já eitt enn.
Hvað er eiginlega í gangi með hárgreiðslurnar þarna? Þvílíki horrorinn...jakk. ótrúlegt, er þetta í tísku þarna heima?? Þá vel ég frekar Hollensku tískuna takk fyrir. Eina stelpan sem var ekki með ljótt hár var Birgitta. Allar hinar með einhvarja trúða júða hallæris dúllur.

Sunnudagurinn var fínn.
Skruppum til Eindhoven. Gerðum samt ekki mikið. Fórum á kaffihús og fengum okkur kakó og kaffi :) vroum að krókna úr kulda.
Malín svaf aftur í 3 klukkutíma úti þannig að það var glápt á sjónvarpið og smjattað á ís og nammi :) Elduðum okkur svo rosa góðan lambakjötspottrétt eftir uppskrift frá Jamie Oliver. Rosa gott.
Ég horfði nú líka á Norsku úrslitakeppnina í gær. Var búin að horfa nokkur lög líka á laugardaginn. Sigurlagið er þrusufínt.

Jæja
held að það sé komið miklu meira en nóg í bili.

laugardagur, febrúar 04, 2006

Ótrúleg mistök

Hvernig er það?
Þarf maður ekki að vera þokkalegur í stafssetningu til þess að starfa sem blaðamaður?
Á forsíðu DV í dag stendur:
Einvígið mikla á milli Silvíu Nóttar og Birgittu.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006


Hrikalegur kuldi hj� okkur � dag. Posted by Picasa

 Posted by Picasa