MATARGATIÐ

þriðjudagur, júlí 31, 2007

Fjölskylan farin í ferðalag
Malín að bíða spennt eftir því að hitta Mínu sína Mús.
Dásamleg stund :) Vinkonurnar sameinaðar á ný :)

Í stuði með Ömmu Lillu í bátsferð í Disney
frábært í Disney
váá...frábært að hitta Mikka. Emma fékk að vera góð við hann :)
Flott kirkja sem við álpuðumst til að finna þegar við vorum að leita að bústaðnum.
Ægir mættur í bústað og strax farinn að kíkja á fréttir í símanum.
Jibbíí.. ein alsæl með frábæran bústað...eða þannig.
Emma mætt í göngu með pabba í kulda og þoku kl sex fyrsta morguninn.


Malín er svaka flínk að finna áhugavert myndefni :)
Barnastóllinn sem amma Lilla útbjó svo flott.

sæta
Horft yfir hæðina þar sem sumarhúsabyggðin okkar var.
ji hvað ég er flott og dugleg :)
Alltaf að pósa :)
Krútta í stuði í baði. Takið eftir fallegu flísunum. Þær eru sko pottþétt eldri en mamma og pabbi hi hi..

Ótrúlega flott brú. Hrikalega há og löng.

Kirkjan í Dinand
Mættar til Dinand í Belgíu. Æðislegur bær, ferlega flottur og krúttlegur


frábært að vera á veitingastað
Smjattað á skeljað skeljum í Belgíu

Stubban úti að rölta með múttu í kulda og rigningu rétt rúmlega sex.
frekar ánægð með þetta allt saman.
Ungfrú Broslaug
Stuð að klappa voffa á veitingastað.
Malín fékk sér pönnsu með eplum í tilefni afmælisdags pabba síns.
frábært að fá að skríða um í miklu grasi :)
Sætur froskur sem varð á vegi okkar turtildúfna á leiðinni heim af veitingastað.
Og það skín svona líka fínt í góminn :) Hvar eru bara tennurnar í þessu barni?
Malín stödd í símaklefa í bænum Refin í Frakklandi. Reyndi að ná í afa Leif en án árangurs.
Bruður í hádeginu og bruður á kvöldin.
Það var allt morandi í epla og peru trjám bústaðinn okkar. Þorðum samt ekki að smakka.
Emma vildi bara stanslaust vera á ferðinni og þá aðalega á 2 jafnfljótum.
Loksins loksins náði maður sambandi við afa Leif.
Sperta Bína montilíus
Mægður á góðri stundu. Veðrið lék við okkur og svo var líka til hvítt á barnum sem skemmdi nú ekki :)
Músin aðeins að hvíla sig.
Stubban nennti nú ekkert að vara í þeim pakkanum. Var bara í stuði.
Frekar flott með sólgleraugun hans pabba gamla.
Um leið okkar um ána Mas að þá varð báturinn að fara inn í bátalyftu svo kallaða. Frekar flott fyrirbrigði. Þegar við komum þarna inn að þá var þvílíkt hái veggurinn við hliðina á bátunum, en svo voru 2 hólfum lokað og vatni dælt upp þannig að bátarnir náðu sömu háð og landið. Ansi svalt.
Ástfangnasta par í heimi. Þessar turtildúfur litu aldrei upp í þessa klukkutíma sem siglingin tók. Horfðust í augu, knúsuðust og gerðu ýmislegt sem mér verður hálf óglatt að hugsa um. Verð nú samt að segja það að dúdinn minnir mig nú pínu á Úrsusinn.

Við sigldum á þessum dalli um ána Maes. Allt virkilega fallegt og skemmtilegt að sjá.