MATARGATIÐ

þriðjudagur, maí 27, 2008

Euro-rest og fleira.


Jæja jæja. Búið að reka á eftir manni með euro fréttir :).
Ætla samt að byrja á að svara commenti frá Ölmu íþróttaálfi. Þetta með 15,4 prósentin...vóó. Var búin að gleyma þessu. Ég verð alsæl þegar ég kemst niður í 20 :)


Stuttur útdráttur frá því á laugardaginn.
Eins og ég vissi að þá drulluðu bretar og þjóðverjar langt upp á bak.
Ísland ótrúlega flott. Gátu ekki staðið sig betur. Áttu skilið að lenda hærra en svona er þetta bara.
Uppáhöldin mín voru:
Ísrael
Serbía
Portugal
Tyrkland og
Frakkland.

Varð samt ekkert band brjál þó vinur minn frá Rússlandi hafi tekið keppnina í nefið. Ekki kannski besta lagið en samt bara fínt :)
Leiðinlegt hvað það vantaði alla spennu í stigagjöfina.
Hlakka mikið til að fylgjst með þessu að ári og hlusta á Sigmar kynna. Horfði á BBC og tók upp keppnina á hollenska rúv. En mikið rosalega er þessi Terry dúd á BBC leiðinlegur. Kræst. Búinn að lýsa þessu síðan sjötíu og eitthvað. Frekar mikið fúll og lúinn eitthvað. Þegar íslenska lagið var búið sagði hann: já ja fínt hjá þeim, þau fá a.m.k 12 stig frá dönum og svo sagði hann nákvæmlega það sama þegar danmörk mætti á svæðið. Síðan hrósaði hann sínum manni í hástert, fannst hann lang flottastur. Jæks.
En jæja nóg um euro í ár.

Malín er stödd í stóru krakka skólanum núna. Mjög spennandi. Fór í fyrsta sinn í gær. Gékk mjög vel. Ég stoppaði hjá henni í klukkutíma en þá mátti ég bara fara heim og sótti hana svo í hádeginu. Í morgun fór hún svo í leikskólann og eftir hádegið í nýja skólann. Ég var búin að segja henni að ég gæti ekki stoppað lengi í dag þar sem Emma þyrfti að sofa. Hún fór strax og fékk sér sæti og sagði svo bara að ég mætti bara fara, kennarinn væri kominn :). Algjör krútta. Ekki mikið vesen á minni.

Svo er það bara ræktin rætkin :)
Komst ekki á sama tíma og venjulega í gær þar sem Malín fór í skólann. Fór því í gærkvöldi eftir kvöldmat. Það hefur nú ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær. Frekar mikið erfitt að fara með útblásna bumbu. Svo var body pump tíminn eitthvað svo leiðinlegur. Hef ekki verið með þennan kennara áður. Fannst hún ekki alveg rokka. Kunni ekki rútínuna almennilega og það vantaði allt stuð í hana þannig að ég spreðaði ótrúlega fáum kalóríum. Skiptir ótrúlega miklu máli að hafa góðan kennara.
Í þar síðustu viku eyddi ég 2563 kcal (samkv. polar mælinum mínum) og í síðustu viku eyddi ég 2756 kcal. Til að ná þessu þarf ég að sprikla 6-8 klukkutíma takk fyrir.

Spurning um að búa til sér síðu fyrir sportið. Fínt að fylgjst aðeins með því hvað maður er að gera hverju sinni.

laugardagur, maí 24, 2008

9 mín. í Euró :)

Ekki laust við að sumir séu stressaðir á heimilinu. Jæks.
Búin að fara í bað, fá mér Carmen rúllur og fá förðun frá Músinni. Tilbúin í slaginn :)
Fyrir kvöldið í kvöld held ég mest upp á:
Serbíu (það væri það ef þau tækju þetta aftur)
Portúgal. Þrusu flott kraftmikil kerling með flott lag.
Frakkland. Engu líkt. Ótrúlega kúl lag en spurning hvernig það kemur út á sviðinu. Myndbandið bara frábært.
Ísrael. Æði æði. 20 gaurinn alveg að brillera með fallegum söng og góðu lagi frá Dönu international.
Svo finnst mér Tyrkland rosa flott. Flott hljómsveit með æðislegt lag.
Og svo er eitthvað við Rússland. Diman pínu krútt. Fannst hann nú samt flottari fyrir 2 árum þegar hann var með sítt að aftan.
Armenía líka flott. Ótrúlega mikil gella, en mér fannst hún ekki standa sig nógu vel í undankeppninni. Syngur rosa flott fyrst á úglenskunni (arabískur eða einhveru) Verður á toppnum en finnst hún kannski ekki eiga það skilið. 10 sætið í lagi.
Daninn pínu flottur lika. Fínt lag. Uppáhalds norræna lagið mitt held ég fyrir utan ísland.
Svo eiga töffararnir í Króatíu eftir að rokka feitt held ég. Sérstaklega þessi hundrað og eitthvað ára sjarmör í hvítu fötunum með stafinn. :) Sjarmatröll.

Það sem mér finnst mest glatað er:
Lettland. Skil ekki að þetta bjánalega sjóræningjaalg hafi komist áfram...döhhh. hvað voru bara margir 8 ára og yngri sem kusu?
Bretland. Eitt ömulegasta og hallærislegasta lag ever.
Og svo held ég að Þýskaland eigi eftir að drulla verulega mikið upp á bak með lélegum söng.

Takið vel eftir spænska dúdnum. Ótrúlega bjánalegur gaur. Fannst þetta ekkert smá glatað en eftir að ég fattaði hversu líkur Eini bróður hann er að þá fór mér að finnast það fyndið :)...smá svona local húmor hér :)
Kjánahrollur kvöldsins fer svo til Jovana sem er annar kynnirinn. Þvílíka ógeðisröddin sem aumingja konan hefur. pirr pirr..

Jiiii...klukkan orðin euro.
Góða skemmtun og áfram Ísland.
dúí

miðvikudagur, maí 21, 2008

Annar í euro annaðkvöld. :)

boaz 

Boaz lang flottastur í gær.  Kaus hann hér í NL :)
Ég sem var svo hrædd um að hann myndi klúðra söngnum en ó nei.  Ohh..Æði.

Var nokkuð sátt við þau lög sem komust áfram. Spáði nú ekki alveg rétt en common, hvað veit maður svo sum :).?

Löndin sem ég sagði að kæmust  áfram:

Armenia
Andorra
Azerbaijan
Grikkland
Holland
Írland
Noregur
Russland
San Marino
Slovenia

en,

Andorra komst ekki áfram, ekki holland :(, ekki slovenia og ekki heldur san marino sem er algjört svekkelski. Þrusu lag, en dúdinn bara ekki alveg að standa sig nógu vel.

Hins vegar komust Finnland, Rúmenía, Bosnía (sem Ægi fannst flottast), og Pólland áfram.  Fannst reyndar plast ofur barbígellan með súperhvítu hestatennurnar frá Póllandi eiga það skilið. Söng mjög vel og lagið alls ekki svo galið.  Dúdarnir frá Finnlandi stóðu sig líka mjög vel en ég bara hélt að þessi tími væri liðinn.  En svona er þetta bara, maður veit aldrei.


En þá er það riðill 2.  Áfram Ísland.

úff hvað þetta á eftir að verða erfitt. Mun sterkari riðill eins og ég og allir virðast tala um.  Ekki bara að því að Ísland er í honum, það er bara svoleiðis.  Fullt af flottum og sterkum lögum sem erfitt er að keppa við.

1. Ísland. Æði.  Spennandi :) :)  Eurobandið klikkar ekki.  Mig langar að eiga þau bæði inn í skáð hjá mér.

2. Svíþjóð.  Dýrið sjálft.  Held ég sé að verða heilaþvegin, lagið búið að sooooogast inn og ég farin að dilla mér við það og smella fingrum. Mér fannst það alveg glatað í fyrstu 2 skiptin sem ég sá það.  En Arpurinn minn skildi ekkert og sagði mér að horfa aftur :).  En so sorry arps... lagið orðið fínt, en common. Hvað er bara í gangi með hana?, hún er orðin svo ófríð greyið.  Án efa með óheppnasta andlitið í keppninni. Lítur út eins og cameldýr eða dýrið í Fríða og dýrinu.
En kannski fínt ef hún vinnur. Ég dröslast þá kannski í heimsókn til þín að ári og við getum  farið saman á euro:)..ha ha...? 

3.  Tyrkland.  Flottir.  Mjög flott lag. Væri til í að hlusta á heilan disk með þeim. :)

4.  Ukraína.  Ekki minn tebolli en samt nokkuð fínt. Kemst pottþétt áfram.

5.  Litháen.  Dúdinn klárlega með fallegasa hárið í keppninni ásamt finnska gaurnum. En samt ekki nóg til að komst áfram.  Boring.

6.  Albanía.  Nokkuð gott.

7.  Sviss.  Rosa flott. 

8.  Tékkland. úff...hún syngur agalega.

9.  Hvíta Rússland.  Grípandi stuðlag, pínu halló samt, en hva, er þetta ekki euro :)?

10.  Lettland.  Sjóraningja nörrar.  Fyrir 10 ára og yngri.

11.  Kroatía.  Ansi fínt lag. Gerir samt engar hosur held ég. Vona að gamlingjarnir nái að klára lagið áður en þeir geyspa golunni.  Krúttlegir samt.

12.  Búlgaría.  Mjög flott :)

13.  Danmörk.  Jú jú..gott :)

14.  Georgia.  ekki að gera sig :(

15.  Ungverjaland.   Fallegasta konan í keppninni.  Þvílík fegurð.  Flott myndbandið, lagið ok, en spurning hvað verður á sviðinu.

16.  Malta.  Stuðlag, mikil gella, lagið lala en kemst kannski áfram.

17.  Kýpur.  Ekki minn tebolli.

18.  Makedónia.  Yfir meðal, en samt halló. Spurning.

19.  Portúgal.  Love it. Æði :).  Uppáhaldið mitt í svona fyrirfram.

Áfram.

Ísland
Svíþjóð
Tyrkland
Ukraína
Sviss
Hv.Rússland
Búlgaría
Portugal
Kroatía
spurning með
Danmörku, Malta eða Albaníu?

Verður erfitt. Held það séu ekki miklir möguleikar á því að öll 3 norðurlöndin komist áfram. Vona að það bitni ekki á okkur.
Áfram Ísland. :)

þriðjudagur, maí 20, 2008

Hitt og þetta.

Ég sit fyrir framan tölvuna núna kappklædd. Er í ullarsokkum, buxum, þykkri peysu með stóran trefil en mér er samt ótrúlega kalt. Malín sprangar hér um á tásunum sínum enda alls ekki kalt hjá okkur.
Ég asnaðist til að fá ofnæmiskast í gærkvöldi. Þetta ofnæmi er nú að verða frekar mikið pirrandi. Er alveg hætt að skilja þetta.
Fékk mér eina hrá gulrót fyrir framan sjónvarpið. Hollustan alveg að fara með mann þessa dagana..hihi.
Held að ég sé bara ennþá pínu eftir mig. Ótrúlegt hvað svona köst reyna mikið á mann og hversu lengi einkennin sitja í manni. Þetta varð nú samt ekki það slæmt að kalla varð á lækni. Það dugði í þetta sinn að taka ofnæmistöflu og ofurskamt af nefspreyji. Þetta er bara svo ótrúlega óþægilegt og það versta við þetta er hversu mikla hræðslu tilfiningu ég fæ. Agalegt alveg.
Ég hef aldrei fundið fyrir þessu með gulrætur áður. En gulrætur eru samt eitt af því sem geta virkað ofnæmisvaldandi á mig (svona kross ofnæmi) þar sem ég er m.a með ofnæmi fyrir Birki. Ég borðið gulrætur bæði í gærkvöldi (soðnar) og í fyrrakvöld en fann þá ekkert. Það virðist skipta máli hvort þær séu eldaðar eða ekki.
Merkilegt alveg.

Annars er frjókorna ofmæið nánast búið held ég. Hef sleppt pillunum og augndropum en hef tekið nefspreyjið. Finn að þetta er aðeins í loftinu ennþá en algjör snilld hvað þetta tók stuttan tíma í ár. 7,9,13 :)

Ég er búin að vera alveg ógeðslega dugleg í ræktinni. Finnst samt árangurinn standa all verulega á sér. Er ekki sátt :( Ég sé samt mun og finn sem er jú kannski aðal málið en fitumælirinn haggast ekki. Skil þetta bara ekki. Ég mæti í ræktina og djöflast 5 og stundum 6 x í viku aldrei styttra en klukkutíma í senn. Var í síðustu viku í 6 og hálfan tíma þar og eyddi 2.700 kalóríum. Síðan er ekki eins og ég borði mikið eða óholt. Snerti ekki kex eða nammi, (nema pínu pons stundum um helgar en samt ekki alltaf) borða ekki feitan mat og borða mig ekki sadda. Hins vegar borða ég nokkuð oft en lítið í einu, drekk mikið af vatni og borða salat með hverri máltíð og líka sem aðalmáltíð, grillaðar kjúklingabringur og lax eru mjög oft á borðum. Ég er farin að elda brúnt pasta (heilhveiti) og borða alltaf mjög holt brauð.
Hvað er bara málið?
Held ég þurfi að ræða þetta eitthvað við þjálfarann minn.

Ég var ekki alveg í gírnum í ræktinni í morgun, enda svolítið eftir mig eftir kastið í gær. Var óvenju þreytt og pirruð í vöðvum og frekar svona dofin öll. Tók því bara 50 mín æfingu í dag. Vona að ég verði sprækari í fyrramálið því þá ætla ég bæði í body pump og spinning.

Músin er að fara í "stóru" krakka skólann í fyrsta sinn á mánudaginn kemur. Voða mikið spennandi. Krakkarnir hér eiga rétt á því að koma 7 x í skólann í svona prufu áður en þau byrja á afmælisdaginn sinn. Ég sagði nú við kennarann hennar að ég teldi það nú vera óþarfi fyrir hana. Hef enga trú á að það eigi eftir að vera erfitt að aðlaga hana þarna. Henni á eftir að verða drullusama þó hún verði skilin eftir þarna alein á fyrsta degi. Algjör nagli.
Styttist aldeilis í afmælið hjá henni :). Nú þurfum við að fara að finna hjól handa henni, en þetta verður í 3 skiptið í röð sem hún fær hjól í afmælisgjöf..hihi :)

Góða skemmtun yfir eurovision í kvöld.
dúí

Fyrsti í euro í kvöld

Verð að viðurkenna það að ég hef bara aldrei sinnt þess áhugamáli mínu jafn illa og í ár. Ég ætti nú bara að skammast mín sko.

En.
Í kvöld keppa þessi lönd.

1. Svartfjallaland :(
2. Israel ? veit ekki alveg með dúdinn. Held hann eigi eftir að klúðra þessu.
3. Estonía :( ömó
4. Moldavía :(
5. San Marino. Nú byrjar ballið :) Hljómsveitin Miodio. Flottir. Vona að þetta tekist vel hjá þeim.
6. Belgía :( svo voðalega mikið ömurlegt.
7. Azerbaijan ?. Lagið fínt en veit ekki með atriðið.
8. Slovenia. La la..svona meðal
9. Noregur. Freka slakt
10. Poland. Væl
11. Írland. Þokkalega pirrandi þessi kálkúnn. Skammast mín fyrir að finnast lagið flott. Mjög grípandi. Vona samt að þau komist ekki hátt í úrslitakvöldinu.
12. Andorra. Fínt fínt. Ekta gamaldags eurolag. Gæti verið frá svíþjóð :) hihi.
13. Bosnia. Æj. Bjánalegt
14. Aremía. Flott :). Algjör pææja með flotta rödd.
15. Holland. Þessi stelpa heitir Hind og er víst mjög fræg hér. Hef aldrei orðið vör við hana samt. Hef heldur aldrei heyrt lagið hennar í útvarpinu hér. Hollendingar ekki alveg að standa sig. Lagið í meðallagi. Vona að hún komist áfram.
16. Finland. Æj veit ekki. Frekar þreytt á þessu.
17. Romanía :(
18. Russland. Dima töffari mættur aftur. Það muna nú sennilega allir eftir honum fyrir 2 árum síðan þegar hann mætti í gallabuxunum, hvíta hlýrabolnum og með síða hárið að aftan.
Fínt lag :)
19. Grikkland. La la, frekar slakt. Alveg eins og Britney þessi stelpa. Hún kann sko alla hennar takta, örugglega búin að stúdera hana þvílíkt.

Ég segi að þessi komist áfram. (Held að þetta sé mun lélegri riðill en riðill 2 sem Ísland lenti í.)

Armenia
Andorra
Azerbaijan
Grikkland
Holland
Írland
Noregur
Russland
San Marino
Slovenia

Meira síðar.

föstudagur, maí 16, 2008

Nokkur gullkorn frá músinni.

Í dag 16.05.08
Mamma, veistu það að 21 kemur á undan 22 og það er að því að 1 er alltaf á undan 2. (Annrs kann hún nú svona nánast að telja upp í 100. þarf ekki mikla hjálp)

í sportinu áðan inni í búningklefa.
Malín var eitthvað að skoða skápana sem eru allir númeraðir og segir svo, hey..ég er búin að læra að reikna. Nú segi ég. Aha segir Malín. Sko ég veit alveg hvað einn plús tveir eru, það eru sko þrír :)
Bara svona upp úr þurru.

Um daginn spyr Malín mig hvort ég viti ekki um fingrafóninn sinn. En þá var hún að meina mígrafóninn. hihi.

Strumpatal:
Malín í því að leiðrétta mömmu sína sem virðist hvorki kunna íslensku né hollensku.
Við vorum að ganga frá dóti þegar ég segi réttu mér hana og á þá við strump sem hún heldur á. Malín setur bara hendur á mjaðmir og segir þvílíkt hneyksluð. Mamma..sko. Þetta er strumpur. Hann strumpurinn að því að hann er strákur, en ef þetta væri stelpa að þá segir maður hana :)
Þá höfum við það á hreinu :)

miðvikudagur, maí 14, 2008

Alveg búin.

 

Ég hef bara ekki oft orðið jafn þreytt eins og núna.  Jæks.  Svaf mjög illa í nótt. Ætlaði aldrei að sofna fyrir hita og svo var ég bara ótrúlega mikið andvaka. En að sjálfsögðu dreif ég mig í sprortið í morgun eins og alla virka daga.  Byrjaði á að fara í bodypump sem er uppáhalds tíminn minn. Klikkar ekki.  En eftir hann dreif mín sig  strax í spinning :). Rétt náði að setja vatn á brúsann og fá kennarann til að hjálpa mér við að stilla hjólið. Ég hef nú ekki farið í svona spinning tíma síðan ég var á fullu í ræktinni með honum Gauja litla :).  Orðin ein átta ár síðan eða svo.  Ég varð ekkert smá sveitt og þreytt og það lá við að ég félli af hjólinu á síðustu metrunum.  En mikið rosalega var þetta samt hressandi, svona eftir á :) Beauty is pain.

818 kalóríur fengu að fjúka sem er mjög gott held ég.  Hjarslátturinn fór mest í 179 sem er 95% af mínum hámarkspúlsi.  Í spinning var hann yfirleitt  á bilinu 150-170 (sem segir kannski bara það í hversu lélegu formi ég er ..hihi) en mun minni í body pump.  Smá upplýsingar fyrir mig :)  Gaman að fylgjast með þessu.  Gaman að segja frá því að ég var sú eina í tímanum sem var ekki í svona sértsökum spinning skóm. Var bara í sömu skóm og ég var í fyrri tímanum. Ekkert smá glötuð.  Ég var ekki heldur í spinning galla. Mjög púkaleg. Hollendingar eru bara þannig að þeir byrja á því að græja sig frá toppi til táa og mæta svo í ræktinga.

Spinning var ekki búið fyrr en 7 mín. yfir tólf (sennilega þar sem ég var svona mikil nörrabína að stilla hjólið) og hafði því ekki tíma fyrir sturtu þar sem pössunin er bara til klukkan tólf. Dreif mig því að sækja snúllurnar sem sátu bara og biðu eftir mér, öll börn löngu farin.  Síðan átti ég eftir að hjóla heim með stóra vagninn í eftirdragi og það tekur nú líka ótrúlega á þannig að eins gott að sleppa bara sturtu.
Við mæðgur drifum okkur svo að fá okkur hádegissnarl úti í blíðunni og eftir uppvask hafði ég bara alls ekki orku í sturtu.  Ligg því hér ennþá kófsveitt á sólstól og nýt veðursins um leið og við Malín leikum okkur í mömmó.  Dýrið sefur inni á meðan.
En mikið verður ljúft að skola af sér saltið á eftir.  :)

GYM027

Uppáhalds tíminn minn body pump :)

GYM043

ég er nú orðin ansi öflug í róðri en kannski ekki alveg svona fitt ennþá.  En það kemur. Bíðiði bara :)  Ég þarf bara líka að vera dugleg að nota Wii Fit heima.  Frábær leikur.
Dúí

þriðjudagur, maí 13, 2008

Þetta er lífið :)

IMG_2108 

Fjölskyldan fór á ströndina 2 daga í röð um helgina. Yndislegt alveg. Hiti rétt tæpar 30 gráður og sól út í eitt.  Við erum búin að vera úti allan daginn alla daga frá morgni til kvölds. Byrjum daginn á morgunmati úti í garði, svo er það hádegissnarl og kvöldmatur líka. Það er ekki laust við að ég sé að fá smá bakþanka yfir því að flytja heim :(  Veit að ég á eftir að sakna Hollands svo hrikalega mikið. En auðvitað verður líka gaman að gera eitthvað annað en að vera BARA "heimavinnandi húsmóðir" :)

 

IMG_2124

Ljúft líf.  Chillað í bóngó með Justin í eyrum og uppskriftir á lærum :)

IMG_2154 

Ha ha hí.  Ji minn hvað það er mikið gaman hjá manni.  :) Alltaf svo smartar svona tannamyndir.

 

 

Fullt fullt af sumar og sól myndum inn á Barnalandi.

Njótið.

fimmtudagur, maí 08, 2008

Bloggað úr sólbaði.

Hér er bara legið í sólbaði alla daga. Held að þetta sé dagur númer 8 sem er svona bongoblíða. Malín verður heima hjá vinkonu sinni að leika í allan dag og Emnma er sofandi núna. Þvílíkt notalegt að liggja bara út af í sólinni og slaka á.
Ég er alveg ótrúlega mikið búin á því í skrokknum. Er búin að taka svo svaðalega á því í ræktinni :). Reyni að fara alla virka daga og helst á sunnudögum líka. Fór í body pump á mánudaginn, fór á bretti, cross trainer, skautavél og lyfti heil ósköp á þriðjudaginn og svo aftur í body pump í gær. Tók meiri þyngd en ég hef verið að gera og var því ansi mikið þreytt í öllum skrokknum. Prófaði svo nýjan tíma í dag sem heitir Xco. Mjög skemmtilegur tími með smá sporum en aðaláherslan er á miðjuna þ.e.a.s. maga, síðu og bak. Síðan heldur maður á misstórum hólkum sem innihalda sand. Púlsinn hjá mér fór alveg upp í 170 hihi :). Ótrúlega góð tilfining sem maður fær þegar maður er búinn að vera svona duglegur :).

Eftir tímann þurkaði ég mesta svitann af mér, skipti um föt og hljóp yfir í næsta hús til að hitta tannlækninn minn hann Edgar. Hann var að gera við litla skemmt hjá mér blessaður. Alveg merkilegt að fara til tannlæknis hér. Ég er nú búin að fara þó nokkuð oft og ég þarf aldrei að bíða eftir að komast inn. Fer alltaf inn á réttum tíma sem er bara snilld. Annað sem er ennþá merkilegra. Hér er ekkert verið að deyfa mann. Honum finnst ekki taka því að vera að deyfa þar sem það tekur oft einar tíu mínútur fyrir deyfinguna að virka og þar sem viðgerðin tekur ekki nema 15 mín. að þá er nú bara betra að sleppa henni.
En mikið ofsalega hrikalega ógeðslega sem þetta er sárt. Verst að geta ekki bitið fast á jaxlinn eins og í dag. Jæks. Þessi stuðtilfining er bara ein sú allra versta finnst mér. Maður fær svona sting gjörsamlega lenst upp í heila og aftur niður í iljar. En þetta var sem betur fer fljótt búið og ég með heilar tennur eins og er. Hitti hann svo aftur í september áður en ég kem heim.
Stæðsti plúsinn við það að fara hér til tannlæknis er samt án efa hversu ódýrt það er fyrir okkur. Það kostar örfáar evrur að koma í tékk og í tannhreynsun. Held ég hafi verið rukkuð um 11 eða 13 evrur um daginn sem er aðeins meira en þúsund karlinn. Ég man líka síðast þegar ég fór til að láta gera við tönn að þá var ég rukkuð um 30 evrur og þá voru líka teknar myndir. Er að hugsa um að láta mynda mig í bak og fyrir í september og taka þær myndir með til Íslands :) spara spara.
Kannski ég ætti bara að láta rífa þetta allt úr og fá mér falskar. Það er kannski bara ágætt að drífa það af.
Ég gleymi því nú bara ekki þegar hún Þórunn amma mín heitin spurði mig að því þegar ég var 12 eða 13 ára hvort þetta væru allt mínar tennur :)hihi..henni fannst svo sjálfsagt að ég væri komin með gerfitennur.

Ætla að sólbaðast aðeins meira áður en dýrið vaknar.
dúí.

miðvikudagur, maí 07, 2008

Bongoblíða alla daga hjá okkur :)

IMG_1826 (Medium)

IMG_1928 (Medium)

IMG_1971 (Medium)

Veðrið hjá okkur er búið að vera ótrúelga gott núna í heila viku. Mér sýnist á spánni að það verði svoleiðis áfram :)  Ekki er þörf á að vera mikið klæddur, stelpurnar eru í því að stripplast á sundfötum og jafnvel ekki í neinu daginn inn og daginn út.  Höfum varla verið inn í húsi nema yfir blánóttina.  Við Mægður höfum verið að borða morgunmatinn okkar úti í garði.  Það er orðið vel heitt strax klukkan átta. Svo höfum við verið að fara í ræktina og eftir rækt borðum við hádegismatinn líka úti.  Emma leggur sig svo og getum við Malín þá dúllast okkur saman.  Hún nýtur þess í botn að geta leirað, litað, púslað og spilað í blíðunni.  Smáfólkið fær líka að koma út í garð á hverjum degi og oftar en ekki eru þau böðuð.  Við höfum sett vatn í sundlaug nokkra daga í röð. Ekki ónýtt að kæla sig aðeins niður í hitanum.  Í dag eru 26 gráður í forsælu og sól. Gaman gaman.  Það er ekki laust við að sumir séu komnir með þó nokkurn lit og eina og eina freknu.  Bara hressandi.

Setti fullt af nýjum myndum inn á Barnaland.
dúí.

þriðjudagur, maí 06, 2008

Uppáhöldin mín núna.

rcmcover5

Nýjasti Duran Duran diskurinn. Nýt þess að hlusta á hann í flottu græjunum sem Malín á, :) á meðan ég ligg í baði :) (sem gerist of sjaldan)

image 1

Frábær. Flott söngkona og frábær diskur. Búin að hlusta á hann aftur og aftur og aftur.

image

Góður.  Mark Ronson.Mjög hressandi :). Búin að hlusta líka á þennan aftur og aftur :)