MATARGATIÐ

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

jakk.

Komin með flensuskít.
Hálsbólga, beinverkir og kvef.
Skemmtilegt.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Lélegt slúður.

Mikið rosalega er slúðurliðið heima á Íslandi ekki að standa sig. Það er alltaf verið að birta einhverja bölvaða vitleysu í þessum blöðum heima og þá er ég ekki að tala um að slúðrið standist ekki (sem það gerir nú ansi oft ekki ) heldur er bara hreinlega eins og liðið sé bara að þýða upp fréttir frá einhverjum öðrum miðli í fljótheitum og það er ekkert verið að lesa þær greinar alveg yfir. Nei nei það er bara slumpað á hvað verið er að tala um.

Nýjasta dæmið sem ég rakst á er á visi.is í dag.
Ég gat ekki kóperað linkinn hingað inn :( og því kemur bara greinin :

Bandaríska idolstjarnan Jesse McCartney sem hefur tekið að sér hlutverk Lucy Ewing í kvikmynd sem verður byggð á sjónvarpsþáttunum vinsælu Dallas var spurð að því um daginn í útvarpsþætti afhverju Jennifer Lopez hætti við að leika í myndinni. Nú hún hætti ekki við. Hún er ólétt, svaraði Jesse en sneri sér svo að aðstoðarkonu sinni og spurði hvort hún hafi ekki mátt segja þetta. Lopez hefur ekki ennþá staðfest þennan orðróm en hún hefur lengi verið að reyna eignast barn með manni sínum Marc Anthony söngvara.

Jesse McCarney að fara að leika Lucy. Aha einmitt.
Fyrir þá sem ekki vita að þá er þessi Jesse ekki einu sinni kvenkyns heldur 17 ára stráklingur sem hefur t.d leikið í þáttum sem heita Summerland.
Ég las þessa sömu grein í erlendu tímariti fyrir nokkrum dögum síðan og þá var talað um það að kærasta Jesse hafi tekið að sér þetta hlutverk. Það er kannski aðeins sennilegra.

Ekki það að þetta skipti voða miklu máli. Finnst þetta bara agalega pirrandi.
:)

Litli töffari.

Fyrsta nóttin í nýja herberginu gékk frábærlega vel :)
Ægir las fyrir hana og fór með bæn eins og vanarlega og svo sat hann í pínu stund inni hjá henni eftir að ljósin voru slökkt. Hún fór svo að væla þegar hann fór fram. Hann fór svo inn og spjallaði aðeins við hana stuttu síðar og vildi hún þá að ég kæmi aðeins inn til að knúsa sig. Ég gerði það en sagðist svo ætla að fara fram. Hún fór pínu að væla og þá spurði ég hana hvort ég mætti ekki fara niður og klára að horfa á bíómyndina í sjónvarpinu (ojj smá ömurlega mamman) en hún tók því svona rosalega vel og hætti öllu væli og fór bara að sofa. Það heyrðist svo ekkert í henni og hún rumskaði ekki fyrr en kl hálf níu í morgun þegar ég ætlaði að fara að vekja hana. Frábært verð ég að segja.

Svo var það fyrsta tannlæknaferðin í morgun. Ægir fór í tékk og við Malín sátum inni á meðan og fengum að fylgjast með. Malín settist svo í stólinn hjá pabba sínum en var nú ekkert allt of ánægð. Fór að skæla og vildi ekki opna munninn mikið fyrir þessum skrítna karli með grímuna. Hún fékk nú samt voða flott verðlaun :) Við eigum bara að koma með hana aftur eftir hálft ár í tékk. Vonandi að það gangi bara betur þá.

Einnig fórum við í ungbarnaeftirlitið og gékk það mjög vel. Það var engin sprauta í þetta sinn, bara mæld hæðin og þyngdin og spjallað alveg helling.
Malín er orðin 12,8 kg og 93 cm :) sem er bara rosa flott. Hún er að stækka alveg rosalega mikið núna og getur þessi þreyta sem virðist oft vera að hrjá hana þessa dagana verið út af því.
Konunni sem skoðaði hana fannst hún ekkert smá dugleg og klár stelpa. Sagði að það væru ekki margir krakkar á hennar aldri sem væru með alla liti á tæru og gætu talið upp í tíu :)

Ég var nú alveg ánægð með hana núna áðan. Ætlaði að setja hana út í vagn að sofa núna rétt eftir hádegi (eins og flesta aðra daga). Þá segir hún við mig; mamma komdu aðeins og bað mig um að koma með sér upp. Svo segir hún ég sofa hér og skríður upp í rúmmið sitt. Ég fór svo bara fram og skreið upp í mitt rúm og við mæðgur steinsváfum í einn og hálfan tíma :) frekar mikið gott. Það var ekkert smá notalegt að fá að kúra upp í rúmmi og dorma. Ég er nefnilega ansi mikið búin á því eftir helgina og þá sérstaklega gærdaginn. Brasaði aðeins of mikið hérna heima og svaf lítið sem ekkert í nótt fyrir miklum verkjum :(

sunnudagur, ágúst 27, 2006


Buin ad fa nytt herbergi. Thad hefur gengid alveg glimmrandi vel ad sofa i nyja rumminu i gamla herberginu sidustu 2 naetur. Vonandi bara ad Malin haldi afram ad vera dugleg. Fleiri myndir af herberginu inn a barnalandi.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Aðeins of fljót að fagna.

Ég hefði ekki átt að vera alveg svona ánægð með suma. Það er ekkert að ganga rosa vel að aðlaga Malín að nýja rúmminu. Nú er hún farin að taka upp á því að vera frekar erfið þegar hún á að fara að sofa :(
Vill alveg fara í ból og finnst gaman þegar við lesum, en svo verður hún ekki sátt og vill bara koma niður aftur eða þá að við sitjum hjá henni. Hún vaknar líka oft upp eftir að hún sofnar og er þá skíthrædd. Segir alltaf að það séu kanínur í rúmminu sem hún sé hrædd við. Það er samt svo merkilegt að sum kvöld er hún voða stillt og fer bara að sofa en svo er hún alveg spinnigal önnur kvöld. það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þegar við setjum hana í hitt "nýja" herbergið.

Annars má alveg fagna því hversu dugleg hún er í leikskólanum. Finnst alveg æðislega gaman þar og hlakkar mikið til að komast þangað. Finnst samt held ég hálf skítt að mega ekki fara þangað alla daga. Konurnar tala líka um það hversu dugleg hún sé að leika við hina krakkana :)
Þetta er bara alveg hrikalega stuttur tími. Mér finnst ég vera nýkomin heim og ég þarf að fara að tíja mig af stað aftur til að sækja hana. Náði rétt að skutla Ægi í vinnuna, fara í eina kjörbúð, kom hingað heim og gékk frá því, setti í eina þvottavél og hef svo setið hér fyrir framan tölvuna í nokkrar mín.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Mig langar svoooo til sjúkraþjálfara heima.

Ég er búin að hitta sjúkraþjálfara hér núna í maaaaargar vikur núna út af þessu grindarveseni mínu. Mér finnast þessir tímar ekki alveg vera að rokka :( Væri svo mikið til í að fá meira út úr þeim. Held að ferðin þangað í morgun hafi nú bara gert ill verra þar sem ég þurfti að fara á hjólinu þangað. Það er nefnilega ekki svo auðvelt fyrir mig að hjóla lengur, bumban alltaf glerhörð og samdrættir nánast stanslaust. Nú hef ég heyrt að sjúkraþjálfarar hér séu mjög vinsælir og góðir og ég veit að þeir hafa verið vinsælir heima á Íslandi. En þessi kona er bara ekki að gera nóg fyrir mig. Ég leggst á aðra hliðina á bekk hjá henni og svo byrjar hún að nudda neðst á bakinu og þar er hún allan tímann. Fer aðeins til hliðar á þeirri hlið sem vísar upp en biður mig aldrei um að snúa mér yfir í hina hliðina. Svo segist hún ekkert geta hjálpað mér við þessum blessuðum lífbeinsverkjum, ég verði bara að láta mig hafa þá. Ég veit svo sum að það er ekki mikið hægt að gera við þeim, en hún Soffía sem nuddaði mig heima hjálpaði mér nú bara helling samt. Var mjög dugleg við að nudda innan á lærunum og svo fékk maður nudd alveg upp á axlir þannig að maður mýktist nú alveg helling. Ég var ekki eins stirð á eftir. Heima var ég líka bara á nærfötunum einum saman en hér er maður bara dúðaður þar sem þetta er svo oggopínulítið svæði sem hún juðast á. Í morgun minntist ég svo á það við hana að ég væri farin að fá sinadrætti í kálfana og nei nei, það er ekkert hægt að gera við því heldur. Ég er nú bara farin að halda það að hún nenni bara alls ekki að nudda mig. Bjóst kannski við því að hún myndi nudda þá og toga þá til en nei nei.
Ég þarf því bara að dobbla Ægi í að nudda þá oftar því mér finnst það virka mjög fínt. Það er ekkert smá sem maður verður aumur í þeim eftir svona sinadrátt. Ég er nú bara með þvílíku strengina í þeim í marga daga á eftir og svo má maður varla hreyfa sig því þá er maður alltaf alveg við það að fá svoleiðis aftur. Ekki spennandi.
Annars minntist ég aðeins á þetta við eina þarna í ræktinni áðan og hún sagði mér nú algjöran brandara. Vinkona hennar var víst svona og mamma hennar sagði henni að kaupa sér einhverja sápu sem heitir sun-lichgt soap. Þessa sápu (sem er ekki fljótandi) á maður svo að setja til fóta hjá sér undir lakið og á hún að koma í veg fyrir þetta leiðindar vandamál. Henni fannst þetta virka svona líka rosa vel :) Frekar mikið fyndið.

Hann Einir litli bróðir á afmæli í dag. Til lukku með það stubbur. 28 ára gamall sem mér finnst alveg hrikalega fyndið :)
Nú er hann staddur í sumarbústað á Illugastöðum með fjölskyldunni. Skemmtilegt það.
Meira síðar.

32 vikur

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Ohhhh

Brjálað að gera í dag.

Frekar merkilegur dagur í dag. Það er ekki oft sem það er svona mikið að gera. Tíminn flaug bara áfram og áður en ég vissi af var bara kominn kvöldmatur :) Góður dagur verð ég að segja.
Við Malín vöknuðum nú ekki fyrr en klukkan hálf níu. Ég var fljót að drífa okkur á fætur og skella cheeriosi í 2 skálar. Ægir var í ræktinni og ætlaði að koma við hér heima um kl níu til að láta okkur hafa bílinn. Ég hentist til og frá, tók mig til, tók til nesti og bleyjur í tösku handa Malín, smurði samlokur handa Ægi og skelti á mig maskara á meðan ég skóflaði í mig nokkrum cheerios skeiðum. Yfirleitt tekur það pínu tíma fyrir okkur mæðgur að koma okkur af stað en það var sko aldeilis ekki þannig í dag. Ægir kom rétt upp úr kl níu og þá vorum við bara alveg klárar. Keyrðum svo Ægi í vinnuna og brunuðum í ræktina. Ég skildi svo Malín eftir hjá Jolanda á meðan ég erindaðist aðeins. Fór t.d og pantaði tíma bæði fyrir Ægi og Malín hjá tannlækni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur að skoða þá stuttu :)
Fór svo til heimilislæknisins og fékk uppáskrifaðan miða frá þeim um það að ég væri ófrísk og ætti von á mér 17 okt. Eitthvað sem Ægir þarf að senda tryggingastofnuninni heima. Fór svo niður í bæ og verslaði aðeins og svo dreif ég mig bara aftur i ræktina. þetta tók ekki nema rétt rúman klukkutíma :) en ef ég hefði verið með Malín með mér að þá hefðu þeir sennilega orðið tveir eða jafnvel þrír. Það er nefnielega ótrúlega seinlegt að þurfa að fara á marga staði með hana. Hún þarf nefnilega alltaf núorðið að fá að fara sjálf upp í bílstólinn og gera og helst spenna sig sjálf þannig að allt tekur frekar mikinn tíma. Ég sat svo hjá Jolanda örugglega í klukkutíma og drakk kaffi :) Malín var bara ekki alveg að nenna því að fara heim.
Drifum okkur svo loksins heim, rifum í okkur hádegismat og svo var það bara leikskólinn. Mætti með Malín þangað kl eitt. Ég sat bara í nokkrar mín. þarna og sagði svo bara við Malín að nú ætlaði ég að skreppa í búðina og hvort það væri ekki í lagi. Henni var nú bara drullusama, vinkaði bara í mig og gaf mér fingurkoss. Hélt svo bara áfram að leika við strákana í lestarleik :)
Ég fór svo í súpermarkaðinn og heim að laga aðeins til en svo þurfti ég bara að drífa mig að sækja Malín. Þessi tími er nú ansi fljótur að líða og ekki mikið hægt að gera á svona stuttum tíma. Ég var nú reyndar mætt þarna kortari áður en leikskólatíma lauk því ég var svo stressuð yfir þvi að hún væri kannski bara alveg spinnigal, en nei nei. Hún var þvílíkt glöð allan tímann og lék sér mjög mikið með krökkunum. Ég hélt kannski að hún yrði eitthvað lítil í sér þar sem hún náði ekkert að leggja sig í dag en nei nei. Hún var bara ekkert á því að koma heim. Vildi bara fá að vera lengur í leikskólanum :)
Við mæðgur drifum okkur svo heim og fórum að udnirbúa mat. Settum kjuklingabringur í frábæran lög sem samanstendur af:
grófkorna sinnepi
dion sinnepi
bbq sosu og olíu.
Frekar mikið jommi.
Þetta marineraðist í eina tvo tíma og svo þræddum við þetta upp á pinna og grilluðum. Höfðum svo grillaða cherry tómata, salat og kús kús.

Einar kom í mat til okkar (en hann var dobblaður hingað í smá púl :)
Ægir fékk hann með sér í það að bera nýja fataskápinn hennar Malínar upp á næastu hæð og eins brösuðu þeir í því að flytja skrifborð, tölvu og fleira drasl upp í ris. Nú á Malín að fara að fá nýtt herbergi og því verið að breyta öllu hér. Verst er hversu þröngt er að verða hjá okkur upp í risi :( það fer varla að verða pláss lengur fyrir gesti hérna hjá okkur.

En jæja
úfferípúff.
Minn er þreyttur.
Áfram Magni

mánudagur, ágúst 21, 2006

Nú er ég alveg hlessa.

Hann Ægir var svo sætur að koma með pínu nammi og eina kippu af Egils Malti handa mér heim frá Íslandinu :) Það jafnast nú fátt á við Maltið okkar verð ég að segja.
En ji minn eini. Hvað er bara að? Mér blöskraði ekkert smáræði þegar ég sá innkaupastrimilinn. Þetta smátterí sem hann keypti kostaði rúmar 3000 kr og þar af voru rúmlega 800 kr BARA FYRIR MALTIÐ. Dósin á 140 kall stk.

Það er reyndar orðið þannig að mér finnst alls ekkert ódýrt að versla hér í Hollandi lengur. Maður er orðinn svo fastur í verðinu hér. Mér finnst t.d ekkert ódýrt lengur að kaupa mjólkurlíterinn á 40 kr eða borga 300 kr fyrir kílóið af osti. En þegar maður fer til Íslands að þá fær maður nú bara algjört flog í hvert skipti sem maður fer og kaupir í matinn. Hvernig farið þið bara að þarna heima? Ég er nú bara strax farin að kvíða því að koma heim aftur. Ekki það að það sé eitthvað planað samt :)

sunnudagur, ágúst 20, 2006


Prinsessan a heimilinu buin ad fa nytt rum. Ekki mikid vesen a minni. Stein svaf i 12 tima i thvi i nott, datt ekkert fram ur, eda reyndi ad laumast ur thvi :) Ekkert sma anaegd med hana. Fleiri myndir inn a barnalandi.

föstudagur, ágúst 18, 2006


Fyrsti leikskoladagurinn runninn upp. Loksins loksins. Morguninn var rosalega skemmtilegur, konurnar rosa indaelar og krakkarnir i miklu studi. Thetta er b ara allt of stuttur timi sem hun faer i hverri viku, ekki nema 2 timar a thridjudogum og 2,5 a fostudogum.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Súrmjólk í hádeginu og Cheerios á kvöldin.

Það er ekki hægt að segja að það sé mjög fjölbreyttur matseðill hjá okkur mæðgum þessa dagana. Höfum borðað skyr og bláber 3 daga í röð. Algjört jommí.
Malín sagði nú í gær þegar við vorum að hakka þetta í okkur, mamma ummmm góður matur :)

Áfram Magni.

Hvað er bara í gangi? eru menn bara farnir að slaka á þarna heima? Magni bara á botnum í gær :( sem hann átti svo sannarlega ekki skilið. Samt frekar mikið flott að sjá hann taka Creep svona líka fantavel. Verð bara að segja það að ég fékk gæsahúð bæði upp úr og nið-rúr :)
Hann er að standa sig ekkert smá vel. Ég hef nú aldrei verið hrifin af honum sem söngvara áður og ég er bara alls ekki að fýla hljómsveitina hans Á móti sól en...
Þarna er hann að rokka feitt.
Þoli ekki að geta ekki séð hvað rugludallarnir þeir Tommy, Gilby og Jason segja á eftir hverjum keppanda..grátgrát. (Þeir sýna bara lögin á netinu)
Ég er nú samt að vona svona hans vegna að hann vinni þetta ekki. Finnst ekki mjög spennandi hlutverk að vera söngvari í þessari hljómsveit :)

miðvikudagur, ágúst 16, 2006


Madonna kerlingin a afmaeli i dag. Ordin 48 ara takk fyrir og aldrei spraekari :) Einnig a hann Leifur tengdapabbi afmaeli. Til lukku med daginn baedi tvo. Madonna verdur med tonleika herna i Amsterdam i byrjun september. Midinn kostar um 15.000 kall. Held ad thad se algjort adi ad sja hana med allt sitt show.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006


Vid maedgur forum nidur i bae og keyptum nokkrar flikur a litlu snulluna sem maetir bradum a svaedid. Svakalega mjuk og god fot sem kostudu alveg hlaegilega litid. Keypti meira ad segja 2 alveg eins dress, annad numer 56 og hitt numer 62-68 :).

sumir verda ansi mikid krutt i blomafotum

adeins of litil fot a storu systur :)

2 í kotinu.

Við mæðgur verðum einar heima núna næstu daga. Ægir skrapp til Íslands á nokkra fundi :(
Stoppar sem betur fer ekki mjög lengi.
Í dag er ég komin 31 viku. Þetta styttist óðum sem betur fer. Er alveg að verða mygluð á því að vera svona handónýt og beygluð öll. Grindin reyndar ekki svo slæm þessa dagana en verkir í lífbeini eru alveg að fara með mig og þessir blessuðu samdrættir sem ætla engan endi að taka. Daman spriklar líka aðeins og mikið fyrir minn smekk þannig að lítið er um góðan svefn þessar vikurnar. Fór í skoðun í gær og sagði ljósmóðirin að hún væri með höfuðið niður en hún er nú ekki búin að skorða sig. Svo er hún í því að velta sér til og frá þannig að bakið og rassinn eru annaðhvort hægra eða vinstra megin í bumbunni. Þetta eru engar smá tilfæringar og oft drullusárt á meðan á þessu stendur.

Ég tékkaði á því í gamni hvað það myndi kosta fyrir okkur Malín að fara með Ægi heim í þessa örfáu daga. Aðeins hundrað og þrettán þúsund takk fyrir. Ég var ansi snögg að hætta við þessa hugmynd. Þetta er náttúrulega bara bilun.
Ég er reyndar ekkert viss um að það væri sniðugt fyrir mig að fljúga í þessu ástandi mínu. Ég bíð því bara fram til jóla með það að koma. úfff hrikalega langt í það finnst mér.
Vona nú að það komi einhverjir hingað út til okkar áður.

Malín er eitthvað voða þreytt þessa dagana. Hún sefur alveg ótrúlga mikið. Hún hefur yfirleitt ekki verið vöknuð rétt fyrir kl níu þannig að ég hef bara vakið hana. Samt er hún alls ekki að fara seint að sofa og svo steinsefur hún alla nóttina. Hún leggur sig svo á daginn yfirleitt í tvo tíma en er samt voða þreytt eitthvað. Við vorum að spá hvort hún gæti verið með einhvern vaxtarkipp núna og þyrfti því meiri svefn, en maður veit bara ekki. Ætla að fara niður í ungbarnaeftirlit á eftir og ath hvenær hún fái tíma í skoðun. Er alltaf að bíða eftir miða hingað heim frá þeim. Hún á nefnilega eftir að fara í 2 ára skoðunina.

Það er ekki merkilegt veðrið hjá okkur þessa dagana :( hálf haustlegt um að litast. Það rignir mikið og þegar það rignir hér að þá er nú ekki mikið hægt að fara út úr húsi. Maður verður nú bara holdvotur á augabragði. Sem betur fer skildi Ægir eftir bílinn þannig að við Malín getum rúntað um, farið niður í bæ, í búð og í ræktina. Fórum einmitt í morgun í ræktina og hittum Jolanda sem er uppáhaldið hennar Malínar í barnapössuninni. Höfum ekki hitt hana núna í meira en mánuð þar sem hún var í sumarfríi.
Svo er það bara leikskóli á föstudaginn. Það verður sko stuð á minni. Hún talar mikið um hvað það verði gaman að leika við alla krakkana :)
Þetta verður spennandi.

Nóg í bili.
Ætla að reyna að fá mér smá kríu svona á meðan Malín sefur.
dú dú

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Rock Star

Lagalisti kvöldsins:

Dilana- Won't get fooled again (the who)
Jill- Mother mother (Tracy Bonham)
Ryan- Paint it black (Rolling Stones)
Storm- We are the champions (Queen)
Zayra- All the young dudes (David Bowie)
Josh- Interstate love song (Stone Temple Pilots)
Magni- The Dolphin's cry( Live)
Patrice- Instant karma(John Lennon)
Lukas- Creep (Radiohead)
Toby- Burning down the house (Talking Heads)

Hlakka til að sjá þetta. Magni á pottþétt eftir að ríða feitum hesti með þetta lag.
:)

30 vikur i dag og BARA sirka 70 dagar eftir. �FFFFF.

Gardurinn okkar i godum gir. AEgir minn buinn ad klippa alla runna, hreinsa bed og stett :) Thad eru samt ansi mikid af ljotum plontum tharna sem vid vaerum longu buin ad rifa upp og henda ef vid aettum gardinn sjalf.

mánudagur, ágúst 07, 2006


Nybuin i stripum en samt med thokkalegu skilin :(

klipping og strípur á laugardaginn.

Ætlaði aldeilis að láta gera mig fína á laugardaginn. Var búin að fá ógeð á appelsínugula hárinu mínu. Fékk mér strípur sem eru frekar ljósar en samt ekkert ofurhvítar neitt. Bara svona ljósbrúnar. Lét svo klippa slatta innan úr hárinu hér og þar til að gera það aðeins svona léttara.
En o boy. Hvað er bara að þessu liði hérna. Það er bara ekki hægt að vera pæja hérna. Hárinu á manni er alltaf klúðrað án gríns. Mikið væri ég til í að hitta hana Lindu Rós mína því hún væri sko ekki í vandræðum með að gera eitthvavð flott við mig.
Strípurnar eru reyndar ekkert ljótar á litinn en þær eru ekki vel gerðar frekar en fyrri daginn. Ég er t.d með fáránlega mikil skil þannig að það er eins og ég hafi ekki farið í litun í svona mánuð eða fimm vikur. Ekki alveg það sem mann langar til að sjá strax eftir litun. Ég ssagði stelpunni sem setti í mig strípurnar að ég væri ekki sátt við þetta og hvort það væri ekki hægt að setja strípurnar nær rótinni en hún sagði nei því miður. Ekki þegar við setjum þær í svona álpappír, bara ef við greiðum þær í. ????? er ekki alveg að fatta það. Hún sagði að hún gæti sett nokkrar strípur í mig með greiðu ef ég hefði tíma en úffff ég var ekki að nenna því að sitja þarna lengur enda búin að vera næstum í 3 tíma. Ætla því að hitta hana aftur á morgun og sjá hvort hún geti redddað þessu eitthvað. Sjáum til.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Brrrrrr.

Þvílíkur skítakuldi hérna hjá okkur þessa dagana og minn bara búinn að taka fram ullarsokkana aftur.

Annars er bara ekkert títt. Ég hef bara ekkert til að blogga um. Hrikalega leiðinlegt eitthvað hjá mér þessa dagana.

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Ji hvað mér leiðist.

Mig langar svo hrikalega mikið til að taka allt í gegn hérna hjá mér.
Væri svo mikið til í að taka eldhússkápana í gegn, bera á borðstofusettið, bóna gólfið, þrífa gluggana að innan sem utan, laga til upp á lofti og þrífa þar vel og vandlega og taka til í beðunum úti en....
því miður. Það er ekki í boði.
Er búin að lofa bæði Ægi og ljósunni að vera stillt, taka því rólega og hvíla mig vel. Helst þarf ég að leggja mig alla daga en við sjáum nú til með það.
Ég er ekki alveg að nenna því að hanga og gera varla neitt næstu 11 vikurnar.