MATARGATIÐ

fimmtudagur, júní 30, 2005


Hellirigning � Oisterwijk Posted by Hello

Ótrúlegt veður

Ég á nú ekki orð yfir þessu blessaða veðri hér. Það er búið að vera þvílíkt gott veður í dag, í gær og í fyrradag. Svona 23-31 gráður c.a og stundum þvílíka sólin, en svo koma þessar líka þvílíku helli demburnar inn á milli. Lentum svona næstum því í einni áðan. Skruppum á markaðinn hérna niðri í bæ (sem er alltaf á fimmtudögum) og versluðum okkur fullt af flottum ávöxtum. Ótrúlegt úrval hér og verðið frekar gott. Fengum okkur líka snarl að borða og röltum um í blíðunni. Við vorum svo ekki fyrr komin inn í bílinn þegar það byrjaði að rigna. Þegar við vorum svo komin heim að dyrum var þessi þvílíka rigning komin. Það var bara eins og hellt úr fötu og svo fylgdu þrumur og eldingar með.
Svo er maður svooo sveitalegur, því alltaf finnst manni jafn spennandi að sjá eldingu :)

þriðjudagur, júní 28, 2005

HEIMA ER BEST

Mikið rosalega er gott að koma heim til sín eftir langa fjarveru.
Erum búin að vera á Íslandinu góða síðustu 3 vikurnar og rúmlega það. Gerðum margt skemmtilegt og hittum marga, en þó ekki alla þá sem við hefðum viljað. En svona er það nú bara.
Hann Einir bróðir minn og Ingibjörg spússa hans giftu sig þann 18 juni og var þá einnig litli stubburinn þeirra skírður og fékk hann nafnið Birkir Rafn. Flott það :)
Veðrið var ekki alveg nógu skemmtilegt á meðan við vorum þarna, en það batnaði nú heldur betur til muna þegar við stigum út úr flugvélinni núna áðan, 29 gráður og sól takk fyrir. Við ætlum því að drífa okkur á hjólunum niður í bæ og fá okkur eitthvað í gogginn.
Smjatterí smjatt :)
kannski verða keypt eitt eða tvö léttvínsglös líka :) hmmm, er það nokkuð spurning í svona veðri?

mánudagur, júní 13, 2005

Mr. & Mrs. Smith

Fórum í bíó um daginn loksins :) og sáum Mr. & Mrs. Smith.
Varð ekki fyrir vonbrigðum, myndin er BARA skemmtileg.
Mikill hasar og alveg ótrúlega fyndin. Ég bara hló alveg þvílíkt mikið.
Er mikið að hugsa um að skella mér aftur á hana á meðan ég hef pössun :)
Ekki skemmir fyrir að hafa Bradda þarna í aðalhlutverkinu. Hann er nú bara flottur. Angelina er heldur ekkert slor, svona fyrir ykkur karlana.
Mæli alveg hiklaust með þessari

fimmtudagur, júní 09, 2005

Hvernig er hægt að vera svona ómissandi?

Mikið rosalega var gaman að hugsa til þess áður en við lögðum af stað til Íslands að hann Ægir minn ætlaði að vera með okkur mæðgum í 3 vikur. Þetta átti að vera partur af fæðingarorlofinu sem hann hefur nánast ekkert tekið. En..........
Auðvitað er hann mættur í vinnuna eftir aðeins 4 daga frí.
Ótrúlegt hvað sumir eru ómissandi.
Við Malín verðum því bara að dunda okkur eitthvað næstu daga.
Held reyndar að hann ætli bara að vinna fram á miðvikudaginn næsta þar sem hann verður svo upptekinn í ýmsu tengdu 10 ára stúdenta afmælis. En mér er sama..
frekar fúlt

miðvikudagur, júní 08, 2005

Malín Marta 1 árs og einum degi betur :)

Ja hérna hér. Alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram. Litla snúllan mín bara búin að eiga sitt fyrsta afmæli :) gaman að því.
Dagurinn í gær var nú samt frekar rólegur. Vorum með matarboð hjá mömmu í gærkvöldi en ætlum svo að hafa veislu n.k laugardag.

Annars erum við bara búin að hafa það huggulegt síðan við komum til Íslands. Gistum fyrstu nóttina okkar hjá Lindu systur í Hafnarfirði og brunuðum svo norður á bílnum okkar (sem ekki selst) á laugardaginn. Stoppuðum í Borgarnesi og fengum okkur pylsu og úfferíbúff sko..þvílíku okurbúllurnar þessar sjoppur okkar. Ég er nú ekki búin að búa lengi erlendis en ég verð nú samt bara að segja það að ég fékk bara nett áfall. Það var allt svo hrikalega dýrt þarna. 2 kjúklingabitar og franskar 890 kr, 1 brauðsneið með svona 6 rækjum, mæjonesi og salatlufsu á 790 kr, 1/4 partur af skonsu með 1 ostasneið 390 kr...og þannig má lengi telja.
Hvernig stendur bara á þessari vitleysu?

Við Ægir fórum svo niður í bæ hérna á Akureyri í hádeginu í fyrradag og fengum okkur:
1 súpu + brauð og eina grænmetisbökusneið + salat og svo vatn. Þetta kostaði 1800 kr takk fyrir. Stuttu síðar fengum við okkur eina mix á öðrum stað og eina malt og ekki var verðið betra þar, kr 500 takk fyrir. Fyrir þennan pening fær maður sko þokkalega fínan mat með víni í Hollandinu :) Maður nennir nú ekki að flytja heim fyrr en bætt hefur verið úr þessu.

Við vorum þvílíkt búin að hlakka til að fara í bíó í kvöld. Hef bara fara 2 x í bíó síðan músin fæddist. Frekar slappt. Mamma ætlaði að passa, en nei nei..það var bara engin mynd sem var þess virði að fara á. Ég var þvílíkt búin að hlakka til. Ætlaði að fara að sjá nýjiu myndina hans Bradda, Mr& Mrs Smith eða hvað hún nú heitir. Held Reyndar að það eigi að byrja að sýna hana annaðkvöld. Vonum það a.m.k.

meira síðar
dh

fimmtudagur, júní 02, 2005

Er hægt að labba á sig lengri leggi?

eða er kannski betra að segja, er möguleiki að lappirnar á manni lengist við mikla göngu?
Það væri gaman að heyra frá einhverjum sem hafa rannsakað þetta.
Og ef svo er, af hverju hefur maður þá ekki drattast til þess að labba meira í gegnum árin. Eins og þið vitið kannski, að þá er ég ekki alveg sú leggja lengsta :)
Ég hef aldrei gengið jafn mikið eins og ég geri nú hérna í Hollandi. Maður labbar bara þvílík mikið. Niður í bæ og út í búð oft í viku og fleira og fleira og fleira. Hér fer maður nefnilega ekki alltaf allt á bílnum eins og heima.
En það sem ég er að spugulera í , er að allar buxurnar mínar sem ég kom með að heiman (sem mamma er búin að vera að brasa við að breyta þar sem allt er of sítt á mig) eru orðnar of stuttar. Ég skil þetta bara ekki. Ég er nú búin að vera í því að spretta þeim aftur upp mjög smart eða þannig. En svo er það annað... ég var að máta síðkjólana mína og o boy o boy o boy. Þessi sem ég ætlaði að fara með heim til íslands er ALLT OF STUTTUR Á MIG... hvað er í gangi?
Maður er nú bara eitt spurningarmerki.

Hallo amma Lilla Posted by Hello

Elsku mamma og amma

Innilega til hamingju með daginn í dag :)
Hlökkum alveg rosalega mikið til að sjá þig á laugardaginn.
knús og kossar frá okkur öllum.

otrulega flottar rosir i gardinum okkar Posted by Hello

og thaer lykta lika rosa vel Posted by Hello

Myndir

Jæja, þá er ég búin að læra það að setja inn myndir.
Þið getið skrollað neðst í bloggið til þess að sjá þær.
Nú getað líka allir þeir sem vilja skrifað comment (ekki bara þeir sem eru með bloggsíðu)
Látið endilega heyra í ykkur.
Gaman að því
dh