MATARGATIÐ

mánudagur, október 31, 2005

Heitasti oktober mánuður síðan 1903.

Við erum búin að fá alveg svakalega gott veður núna í oktober. Margir alveg frábærir dagar.
Ægir heyrði það í fréttum í gær að það hefur ekki mælst annar eins hiti síðan í oktober 1903 takk fyrir.
Veðrið um helgina búið að vera frábært. Hitinn í gær fór t.d alveg upp í 25 gráður. Við misstum reyndar alveg af þeirri blíðu, þar sem við stóðum sveitt í eldhúsinu og vorum að elda í eina fimm eða sex klukkutíma.
Buðum svo Ölmu og co. í 3 rétta dýrindismáltíð :) en þau eru hérna hjá okkur núna. Þau flytja svo heim til Íslands á morgun :(

laugardagur, október 29, 2005

Flugudruslur

Ef ég er ekki að verða brjáluð á þessum litlu ljótu flugudruslum sem heita moskító eða eitthvað álíka. Hélt nú kannski að þær væru allar farnar eða jafnvel dauðar á þessum árstíma. En nei nei. Þær eru sko alveg upp á sitt besta núna. Ég slapp næstum alveg við bit nú í sumar, en hins vegar fékk Ægir mjög oft bit og flest allir okkar gestir voru bitnir hægri vinstri.
Núna líður varla sá nótt sem ég fæ ekki bit :(
Þær eru sérstaklega hrifnar af vinsri hendinni minni því þar er ég með 8 bit, en sú hægri hefur sloppið í fleiri daga.

föstudagur, október 28, 2005

Óheppnin eltir mig endalaust.

Af hverju í ósköpunum þarf ég alltaf að vera svona seinheppin?
Ótrúlegt vesen sem maður þarf alltaf að standa í út af öllu mögulegu.
T.d
Við erum ennþá að bíða eftir þessum blessuðu varahlutum í þvottavélina. Nú er búið að senda 2x varahluti til okkar, og í seinna skiptið var meira að segja draslið sett í forgangspóst, en nei nei..það hefur ekki skilað sér ennþá. Við erum bara búin að bíða núna í 6 vikur. Það mætti halda að við ættum heima í afdölum þar sem póstgöngur er af mjög svo takmörkuðum toga. En svo er nú aldeilis ekki skal ég segja ykkur. Hingað kemur póstur stundum 3 x á dag.

Ég er áskrifandi af Uppeldi heima á Íslandi. Ég hef verið í þvílíka baslinu við liðið sem vinnur þar. Fæ blöðin allt of seint, og loksins þegar þau koma að þá er það bara vegna þess að ég hef sent 5 e-mail til þeirra og skammast. Merkilegt að það sé svona erfitt að senda mér eitt stk. blað. Alma er líka áskrifandi og fær hún blöðin sín. Hvað er bara í gangi.

Svo er það Ok slúðurblaðið mitt sem er bara skemmtilegt :) ég fæ það blað reyndar alltaf á réttum tíma í hverri viku, en það er eitt sem ég var að fatta.
Þegar ég gerðist áskrifandi, að þá stóð í samningnum að ég ætti að fá síðustu 6 blöð frítt með. En.... auðvitað komu þau ekki.
Óþolandi vesen.

fimmtudagur, október 27, 2005

Vefsjónvarp.

Nota það mikið. Horfi á hina ýmsu Íslensku þætti.
Er búin að horfa á 3 þætti af Íslenska piparsveininum. Þó að þetta sé hálf hallærislegt, að þá er þetta hin besta skemmtun. Ætla þeir ekkert að drattast til að setja þátt 4 inn á netið? Ég er búin að bíða og bíða og bíða. :(
Svo er það Ástarfleyið, eða hvað það nú heitir. Hefur einhver horft á það á Sirkus?
Ég er búin að reyna að horfa á þennan fyrsta þátt sem er kominn þarna inn á netið, en nei nei..það er bara einhver bilun í gangi, þannig að það er ekkert hljóð :(
Svo horfum við flest alla daga á frettir, kastljós og ísland í dag, en yfirleitt eru það þættirnir frá því deginum áður :( Það er bara ekki hægt lengur að horfa á sjónvarpið í beinni. Alltaf einhverjar truflanir og hökt í gangi :( Það eru sennilega svona rosalega margir sem eru að nýta sér þetta.
Al lokum verð ég nú bara að segja ykkur frá því að Hollenska idolið er byrjað. Bara snilld. Það verður örugglega ekkert leiðinlegra að fylgjast með þvi heldur en því Íslenska. Það er sko nóg af liði hér sem er svo gjörsamlega hæfileikasnautt.
Aldurstakmarkið hér er mun hærra en heima, held að það sé 35 ár, þannig að það er ekki of seint fyrir suma að taka þátt þótt gamlir séu :)

miðvikudagur, október 26, 2005

Dugnaður eða þannig

Það hefur staðið lengi til að bera á borðstofu húsgögnin mín. Hef trassað það ansi lengi því ég hef bara ekki nennt því.
Tók mig til núna áðan og dreif þetta bara af einn tveir og þrír.
Ég get bara ekki dundað mér við svona hluti, enda tók ekki nema 12 mín. að bera á allt draslið og álíka tíma að þurka það af aftur.

Nú ætla ég hinsvegar að henda mér í snögga sturtu þar sem Grísli sefur úti, hita mér svo afgang frá gærkveldinu (kjúklingabringur marineraðar í sítrónu, hvítlauk og steinselju með steiktu spínati, hvítlauk og skarlottlauk ) sem var frekar góður. Set þessa uppskrift inn við tækifæri :)
Svo var pósturinn að koma rétt í þessu og með honum kom OK blaðið mitt, þannig að ég get aldeilis skoðað nýjasta slúðrið á meðann ég smjatta...mmmmm

þriðjudagur, október 25, 2005

Visir.is

Ohh.
Af hverju eru þeir hættir að sýna forsíðuna á DV?

mánudagur, október 24, 2005

BEN & JERRY'S

Hvað er málið með þennan ís?
Allir að tala um hvað þetta sé sjúklega góður ís. Við Ægir erum nú svo sveitaleg, höfðum ekki smakkað svona ís fyrr en um helgina.

Þessi ís sem við prófuðum heitir Cookie Dough. Keypti hann að því að ég mundi svo vel eftir því að Dr. Gunni var einu sinni að tala um að þetta væri besti ís í heimi.
En ojojoj..þetta deig drasl, þvílíka ógeðið.

Er þetta kannski eini ísinn frá þeim sem er vondur?
Hvað finnst ykkur?
Já og hvað kostar þetta aftur heima? er það ekki bara um 800 kall?

sunnudagur, október 23, 2005

Skvass.

Mættum snemma í morgunsárið í Skvass.
Mikið rosalega er það hressandi. Við vorum ekkert svo hræðilega léleg.
A.m.k mun betri en síðast
:) :) :)

laugardagur, október 22, 2005


 Posted by Picasa

Möri litli.

Átakið gengur svona líka glimmrandi vel.
Á þessum 4 vikum sem feitabollukeppnin hefur staðið yfir, hef ég misst 19 cm og fituprósentan hefur minkað um 2,8 %

Ægir er á mjög svipuðu róli, þannig að keppnin er gríðarlega spennandi.

Pæjuferð til Eindhoven

Við Alma fórum tvær saman með lestinni til Eindhoven í gær. Þetta var alveg snilldarferð hjá okkur. Skemmtilegt að fara svona saman og hanga endalaust í búðum og máta föt.
Reyndar komumst við ekki í nema 3 búðir á þessum 6 klukkutímum sem við vorum þarna, en það er nú annað mál :)
Fórum frá Oisterwijk kl fjögur og vorum komnar kl hálf fimm. Frábært hvað það er stutt á milli staða hérna.
Við fórum í eina svaka flotta skóbúð og keypti Alma sér alveg rosalega flott stígvél. Að sjálfsögðu passaði ég ekki í nein frekar en fyrridaginn. Ömurlegt að vera alltaf með þessa stóru og ljótu fótboltakálfa :(
Síðan lá leið okkar í H&M. Sú ferð tók heila 2 tíma takk fyrir. Ég keypti mér 5 boli, 4 nærfatasett, sokkabuxur, ótrúlega flottan svona korsilett topp og snyrtidót. Þegar við vorum búnar að versla þarna var klukkan að ganga átta, en búðirnar voru opnar til klukkan níu.
Fórum svo í Zoru og þar verslaði ég mér stutt brúnt flauelspyls :)
Alma var mun duglegri en eg að versla og vorum við alveg klyfjaðar þegar við röltum út til að finna okkur veitingastað til að borða á.
Enduðum á því að fara á stað sem er bæði skemmtistaður og veitingastaður. Fengum okkur svaka góðan mat og að sjálfsögðu rauðvín með.
Náðum lestinni heim klukkan ellefu alveg alsælar með daginn :)
Takk Alma mín fyrir frábæran dag.
Ég á eftir að sakna þín sárt þegar þú flytur heim :(
Grátgrát

þriðjudagur, október 18, 2005

Grannar 20 ára :)

Ja hérna hér.
Nágrannar búnir að vera til í 20 ár og ég búin að fylgjast með þeim frá byrjun. Það er nú pínu fyndið að hugsa til þess að það eru í rauninni ekki svo margir þættir sem ég hef misst af.
Það er ekki svo langt síðan að ég tók upp alla granna þætti sem sýndir voru á meðan ég var á ferðalögum t.d :) gaman að því.

Það var skemmtilegur þáttur áðan þar sem fram komu margir gamlir grannar. Það er alveg ótrúlega mikið af fólki sem er orðið frægt núna eftir að hafa leikið í grönnum eins og Russell Crow, Kylie Minouqe, Jason Donovan, Natalie Imbruglia, Jesse Spencer, Guy Pearce, Alan Dale, Holly Valance, og fleiri.
Nú er svo verið að sýna svona auka afmælisþátt þar sem sýnt er frá gömlum og góðum atriðum, flottum greiðslum, förðunum og fötum já og öllum brúðkaupunum og dauðsföllunum.
Það er ekki laust við að maður sé með tár í augum.

Strengir

Jújú.
Það er eins og mig grunaði. Er með þessa ljómandi fínu strengi eftir body-pump tímann í gær. Þeir eru nú samt ekki eins vondir og ég bjóst við. Það ver ekkert svo sárt í ræktinni í morgun, en kannski það verði pínu erfitt að fara í pody-pump aftur í fyrramálið:(
Sjáum til.

mánudagur, október 17, 2005

Skemmtileg helgi að baki.

Mánudagur aftur og enn.
Ótrúelgt hvað dagar og vikur fljúga hratt áfram. Ég verð orðin þrítug áður en get snúið mér hálfhring svei mér þá :)

Það var mikið borðað af góðum mat alla helgina.
Á föstudagskvöldið eldaði Ægir handa mér uppáhalds pastað mitt. Ég held að ég verði bara að setja inn uppskrift af því hingað inn fljótlega.
Byrjuðum reyndar á því að fara niður í bæ á hjólunum seinni partinn og fengum okkur smá snarl á einum góðum stað. Fengum okkur hráskinku, olífur og brauð með pesto og hvítlaukssmjöri..svaka gott.

Á laugardaginn fórum við snemma til Den Bosch. Alltaf gaman að fara þangað á markað. Veðrið var líka svo æðislegt alla helgin, þannig að maður hefði getað verið úti allan daginn.
Ég fór í H&M og ætlaði að kaupa mér pyls. En ég fann bara ekkert sem mig langaði í. Endaði samt á því að kaupa mér 2 stuttermaboli, 2 hlýraboli, annar svona pínu spari :) voða sætur, og svo fékk ég mér einn æðislegan jakka:) Ég held að ég hafi aldrei átt svona marga jakka. Ég er búin að kaupa mér 3 jakka núna á stuttum tíma.
Fyrir þetta spreð mitt borgaði ég 50 evrur sem er nú ekki mikið.
Ægir og Malín löbbuðu um á meðan ég verslaði. Ótrúlega gott að fá að vera svona aðeins í friði við að skoða og máta :)
Fengum okkur svo hádegissnarl áður en heim var haldið.
Við fórum svo seinnipartinn til Ölmu, Gumma og krakkana. Þau voru búin að bjóða okkur í mat ásamt 2 öðrum pörum. Þettta var síðasta matarboðið þeirra hérna í Hollandinu :( snuff snuff. Nú er sparistellið sennilega bara komið ofaní kassa hjá þeim. En nú eru þau alla daga í því að pakka niður, enda fara þau heim 1 nóvember.
Þetta var alveg snilldarkvöld. Frábært í alla staði. Fengum 3 rétta lúxusmáltíð. Fyrst var boðið upp á smá tapas í snarl, í forrétt var svo sushi, í aðalrétt svínalund með salati, bökuðum kartöflum og góðri sósu. Í desert fengum við svo rosalega súkkulaðiköku með rifsberjum og rjóma..,mmmmm.
Krakkarnir fengu pizzur á undan matnum okkar og svo fóru þau bara að leika sér öll nema Malín, en hún fór bara út í vagn að sofa. Hún var ekkert smá dugleg þessi elska, steinsvaf alveg þangað til við héldum á henni upp í rúm og var þá klukkan langt gengin í fjögur.
Já það var sko mikið gaman hjá okkur :) :)
Við vorum nú frekar þreytt skötuhjúin í gærdag. Það er bara alveg voðalegt að fara svona seint að sofa. Maður er sko ekki vanur svona næturbrölti..úffff.. Okkur langaði bara helst til að sofa í allan gærdag.
En það er víst ekki hægt þegar svona lítill grís er á heimilinu.

Við drifum okkur út fyrir hádegi í gær og hjóluðum niður í bæ (kemur að óvart :)
Fengum okkur súpu og brauð og ég alsæl í nýja hvíta bolnum mínum með fína H&M miðann upp úr hálsmálinu :)
Í gær var nammidagur og allt í einu fattaði ég það að við áttum ekkert nammi. Ég átti ekki einu sinni eina kókdós...frekar lélegt. En sem betur fer var svona kaupsunnudagur í gær og þá eru flestar búðir opnar niðri í bæ. Fórum inn í búð sem heitir Hema og keyptum okkur 500 gr af lakkrís, nachios og salsa, risa súkkulaði og karamellur.
Hámuðum svo í okkur upp í sófa á meðan Malín svaf blundinn sinn.
Við fórum svo aftur í bæinn seinnipartinn og þá á bílnum. Gáfum öndum brauð og við Malín fengum okkur ís.
Ég eldaði svo alveg æðislegan kvöldmat handa okkur í gærkvöldi.
Eldaði skötusel á kryddjurtarisottói :) algjört nammi. Ég mæli eindregið með því að þið prófið þennan rétt.
Nenni samt ómögulega að setja uppskriftina af honum hingað inn núna, en þið sem eigið bókina Fisréttir Hagkaupa getið flett upp á bls. 145. Ég mæli með því að ef þið eldið þennan, að bæta helling af basilikunni og aðeins af rosmarin líka..umm svaka gott.

Svo er það átakið.
Það gengur bara fínt. Ljómandi alveg hreint. Ég verð nú bara að segja það, að það er ekkert mál að vera í svona aðhaldi..eða þannig. Miklu auðveldara heldur en ég bjóst við. Ég hef t.d aldrei svindlað á þessum 3 vikum :) Borða bara hollt alla virka daga, mikið salat, fisk og kjúkling og svo er það bara vatnið, smá hrökkbrauð og ávextir á milli mála.
Það sem mér finnst erfiðast er sennilega það að borða ekkert eftir kvöldmat. Ótrúlegt hvað maður er vanur því að úða í sig einhverju gúmmilaði á meðan það er kveikt á sjónvarpinu.
Svo er það ræktin 5-6 x í viku. En það er nú bara gaman að því. Loksins loksins er Malín hætt að vera með vesen, eða svona næstum því. Hún grætur ennþá þegar ég fer fram, en svo er allt í gúddí.
Hún var í pössun í morgun í næstum einn og hálfan tíma :)
Ég skellti mér nefnilega í body pump tíma með Ölmu og Gumma. Mjög skemmtilegt. Nú bíð ég bara eftir strengjunjum sem ég á pottþétt eftir að fá. Og það verður ekki eins skemmtilegt.
Ááááááii

sunnudagur, október 16, 2005

Ég er

nörri nörri nörri nörri nörri nörri.

Við skruppum hjólandi niður í bæ í hádeginu til að fá okkur snarl í gogginn.
Frábært veður, sól og blíða og þvílíkt heitt og notalegt.
Ég naut þess svo að sitja þarna í nýja hvíta stuttermabolnum mínum sem ég keypti í gær. Við vorum sennilega búin að sitja þarna í svona 15 mín. þegar 2 elskulegar konur banka í mig og fara að tala við mig. Ég skildi þær því miður ekki, en sem betur fer töluðu þær ensku og gátu því bent mér á, að upp úr bolnum mínum stóð þessi líka fíni stóri H&M miði.

Ég bara fattaði ekkert að klippa þetta drasl af áður en ég fór í hann í morgun :(

föstudagur, október 14, 2005

Jabba daba dú

Jæja jæja.
Þá er ég loksins búin að koma því í verk að verða áskrifandi að einhverju tímariti. Það hefur verið á döfunni aldeilis lengi. Ég er að vísu áskrifandi að tímaritinu Uppeldi sem gefið er út heima, en annars hef ég ekki verið áskrifandi að neinu síðan ég fékk Æskuna heim hérna í þá gömlu góðu :)

Blaðið sem ég valdi mér er bara snilld..
Að sjálfsögðu endaði ég á því að verða áskrifandi að OK :) :) bara skemmtilegt blað. Fyrir ykkur sem vitið bara ekkert um hvað ég er að tala að þá er þetta sennilega frægasta slúðurblað í heimi.

Ég fékk fyrsta blaðið mitt núna í dag og að sjálfsögðu voru Jordan og Peter Andre á forsíðunni.
Nú get ég aldeilis hlakkað til í hverri viku. Alltaf gaman að sjá Þau, Bradda og Angelinu, Jude og Siennu og fleiri og fleiri og fleiri :)

Þetta er bara eitthvað sem er nauðsynlegt á hvert heimili :)

fimmtudagur, október 13, 2005


Thessa kruttu ku hittum vid a leid okkar i hjolturnum i gar. Posted by Picasa

Her sest barinn okkar Oisterwijk :) Posted by Picasa

Orðin spræk aftur.

Þessi flensa mín var fljót að hverfa. Sem betur fer :)
Ég man nú bara ekki eftir því að hafa verið svona stutt lasin, og ég held svei mér þá að þetta sé í fyrsta sinn á þessu ári sem ég verð veik. Það er nú bara kraftaverki líkast þar sem ég var aðal pestagemsinn heima á Íslandi. Náði mér í allar flensur, lungnabolgur og hvaðeina. Ég held að þetta loftslag hér sé bara svona miklu betra fyrir mig heldur en kuldinn heima. Það hlýtur að vera eitthvað.

Dagurinn í gær var alveg þræl góður.
Við Malín byrjuðum daginn á því að fara í ræktina og gékk það líka svona glimmrandi vel :) Hún grét voða mikið þegar við komum inn í pössunina og sagði bara mamma mamma mamma eins og alltaf. Ég fór svo fram að æfa og kom aftur eftir 45 mín.
Konurnar voru alveg brosandi allan hringinn þegar ég kom inn aftur. Malín grét í 1 mínútu eftir að ég fór og svo ekki meir. Hún var bara að dunda sér með hinum krökkunum.
Eftir að Malín fékk sér blund skruppum við mæðgur í göngutúr í góða veðrinu og síðan var farið á hjólin þegar Ægir kom heim. Það er svo rosalega gaman að hjóla hérna. Við þurfum ekki að hjóla nema í svona 4 mín. til þessa vera komin út í sveit. Og þetta er sko álvöru sveit með tilheyrandi kúaskítafýlu og alles :)
Fórum svo í blíðunni niður í bæ á hjólunum og settumst niður á stað sem heitri De Lind 63. Fengum okkur svaka gott grænmetis fahitas nammi namm.
Það var svo svakalega gott veður, að ég gat verið á stuttermabol allan tímann. Alveg frábært :)
Vorum komin heim rétt fyrir kl átta, en þá er nú bara orðið næstum alveg dimmt.

Við Malín fórum svo í ræktina í morgun aftur og það gékk líka alveg æðislega vel :)
Þetta er allt að koma.
Hún meira að segja hætti að gráta áður en ég fór fram núna og grét ekkert í þennan klukkutíma á meðan ég var í burtu. Konan sem var að vinna í dag sagði að hún væri farin að leika sér mjög mikið, vildi láta lesa fyrir sig og svo væri hún að spjalla þvílíkt við þær :)
Ég gat því verið í 45 mín. á cross-trainer græjunni, tók svo smá rassa-læra æfingu og pínu maga líka.
Magnað.

miðvikudagur, október 12, 2005

Góð þjónusta

eða þannig.
Öryggi, traust, áræðanleiki, allur pakkinn.
Svona auglýsir Íslandspóstur sig.

Ef ég er ekki orðin nett pirruð núna.
Þvottavélin okkar bilaði fyrir rúmlega mánuði.
Það var sem betur fer hægt að fá varahluti frá Íslandi. En.. ji minn eini..hvað er hægt að vera miklir slúbbertar??
Við erum búin að bíða og bíða eftir þessum varahlutum.
Við höfum verið að vonast eftir þessum varahlutum núna á hverjum einasta degi núna í 2 vikur, enda hafa þeir verið á leiðinni í rúmlega 3 vikur.
Ægir hringir svo og athugar með pakkann okkar, og nei nei..hann kemur ekkert á næstunni, enda hefur hann verið allan þennan tíma á pósthúsinu í Kópavogi. Fór reyndar út úr húsi frá þeim á föstudaginn var. Við fáum hann þá líklega eftir 1-2 vikur.

Getur einhver sagt mér, hvað er eiginlega í gangi ??
Af hverju eru pakkarnir ekki sendir af stað?, hvað græða þeir á því að geyma þá svo vikum skipti á pósthúsinu??

Ég er BARA pirruð. Enda ekki það skemmtilegasta að vera svona þvottavélalaus.

þriðjudagur, október 11, 2005

Ullabjakk

Heilsan ekki upp á sitt besta í dag.
Hálsbólga, beinverkir, kvef og slappleiki. Ekki alveg það skemmtilegasta. Hefði nú frekar viljað fara út að hjóla eða í góðan göngutúr í blíðunni.
Það er búið að vera yndislegt veður hér í nokkra daga núna.
Rúmlega 20 gráður og sól.

Frétti að það væri allt fullt af snjó heima. Væri nú alveg til í að vera komin þangað. A.m.k í smá stund :)

mánudagur, október 10, 2005


Haustid er komid herna hja okkur i Oisterwijk. Posted by Picasa

fallegt tre i haustlitunum Posted by Picasa

thessi mynd er fyrir thig Bogga min :) Posted by Picasa

flott gata Posted by Picasa

 Posted by Picasa

Gaman hjola um i godu veðri Posted by Picasa

fyndid ad hafa kindur inni i midjum bae. Posted by Picasa

Malin ad gefa me me braud Posted by Picasa

ad hjola inni i skogi Posted by Picasa

 Posted by Picasa

Comments

Ég er búin að fá svo ótrúlega mikið af fáránlegum spam commentum á síðuna mína :( Frekar pirrandi.
Ægir breytti því fyrir mig einhverri stillingu, þannig að nú þurfa allir sem koma með comment að slá inn þann kóða sem gefinn er upp í hvert sinn. (Það stendur word verification neðst hægra megin og þar á sem sagt að pikka inn þá stafi sem gefnir eru upp hverju sinni)

Dandala fín helgi að baki.

Þessi helgi var rosa fín. Vorum með matarboð á föstudagskvöldið. Gauti, Annemieke, Nói, Ýr Aimée og Bjarni komu í Mexico súpu og súkkulaðifrauð :) svaka gott.
Fórum svo ásamt Bjarna til Den Bosch á laugardagsmorgun. Það er alltaf risa stór og flottur markaður þar á laugardögum. Versluðum okkur grænmeti, ávexti, lax og fleira.
Þegar Malín var búin að sofa úti eftir hádegið, skruppum við öll saman niður í bæ á hjólunum okkar. Gummi lánaði Bjarna sitt hjól :)
Hjóluðum aðeins um og gáfum svo öndunum brauð og síðan var haldið á ítalskan veitingastað sem heitir Ballaro. Þar fengum við okkur öll forrétti, Bjarni fékk sér svo pasta og við Ægir og Malín Pizzu. Alveg svaka gott.
Hjóluðum svo heim í rosa flottu veðri og horfðum á sjónvarpið fram eftir kvöldi.
Bjarni ákvað svo bara að gista hjá okkur síðustu nóttina sína í Hollandi, í bili a.m.k.
Ægir skutlaði honum svo á lestarstöðina í Den Bosch í gærmorgun. Við Ægir og Malín fórum svo í ræktina þar á eftir.
Veðrið var alveg æðislegt alla helgina.
Við fórum í langan hjóltúr seinni partinn í gær. Hjóluðum út um allan bæ og út í skó og gáfum kindum brauð :)
Það er alveg ótrúlegt hvað það er fallegt hérna í bænum okkar. Ég tók slatta af myndum, kannski ég setji nokkrar hingað inn síðar í dag.

Kapphlaupið mikla

Jæja.
Þá eru 2 vikur búnar af feitabollukeppninni :)
Ég er nú bara mjög sátt við árángurinn.
Fituprósentan farin niður um 1 %
búin að missa 600 gr af hreinni fitu :)
og svo eru 12 cm farnir.

Mér þykir þetta nú bara þokkalegt miðað við það að komast bara í 30 mín. í einu í ræktina.

Reyndar var ég 45 mín. í dag og gékk það bara þokkalega. Malín grenjaði reyndar heil ósköp þegar ég fór og hélt því áfram næstu 10 eða 15 mín. en svo var allt í lagi. Hún er meira að segja farin að leika við krakkana og dunda sér sjálf.
Kannski ég geti verið í klukkutíma í burtu í næstu viku :) Yes...
það væri æði.
Ég fer alla virka daga niður í rækt og svo ætlum við Ægir að reyna að fara á hverjum sunnudegi saman líka. Við fórum í gær og prófuðum að fara í skvass. Vorum ekkert smá fáránlega léleg, en þetta var alveg ótrúlega gaman. Nú erum við bæði með strengi í rassinum og ég hel aum í hægri hendi.

Það er ekkert smá gott að vera byrjaður að sprikla svona. Mér líður alls ekki lengur þannig að ég hreinlega nenni ekki að drífa mig af stað á morgnanna. Ég hlakka bara þvílíkt til að mæta.
Það er líka bara svo gott að hafa svona fasta rútínu. Þetta er bara eitthvað sem við Malín gerum saman á hverjum morgni.
Ég finn líka hellings mun á Malín. Hún hangir ekki svona rosalega utan í mér allan daginn eins og hún gerði. Hún er farin að dunda sér alveg helling ein hérna heima og það er sko munur :)

föstudagur, október 07, 2005

Taka 2.

Gærkvöldið var alveg frábært. Okkur tókst að fara á flottasta staðinn í bænum (Linnen) og borða :)
Malín fór til Ölmu og fjölskyldu og gékk það bara ágætlega. Það var nú samt grátið töluvert annaðslagið.
Ægir var búinn að fá borð þarna klukkan sex. Við vorum þau fyrstu sem mættum á svæðið og höfðum því marga þjóna bara fyrir okkur :)

Byrjuðum á því að fá okkur hvítvín í fordrykk. Fengum okkur svo 3 rétta máltíð sem átti bara að koma að óvart :) spennandi.
Fyrst fengum við pínu snarl til að smakka. Þetta var svona karrí popp á diski og þar ofaná var eitthvað til að smakka. T.d einhver kaka með osti inní og eitthvað fleira. Svo fengum við að smakka eitthvað svona karamellukex með gæsalifur inn í, og eitthvað broccolimauk með hráum túnfiski.
Svo kom forrétturinn. Það var hörpudiskur og eitthvað fleira fiskmeti sem var borið ótrúlega flott fram.
Aðalrétturinn var svo andabringa og andalæri með flottu meðlæti. Hrikalega gott.
Í desert fékk ég svo perur, ís og kavíar sem smakkaðist ljómandi. Ægir fékk sér hinsvegar nokkrar gerðir af ostum.
Með þessu voru svo borin fram mismunandi vín sem voru öll ljómandi góð.
Mér fannst meira að segja desert vínið ljómandi, en ég er nú ekki þekkt fyrir það að geta drukkið serrý, púrtvín og svona sæt eftirréttavín, en þetta var sem sagt ljómandi gott :)

Smjatt smjatt smjatt.
Get ekki beðið eftir þvi að komast þarna aftur.
Við ætlum að reyna að dobbla mömmu til að passa fyrir okkur þegar hún kemur næst, og ætlum við þá að fara í 5 rétta :)
Ótrúlga gaman að borða á svona fínum stað.

Maett a Linnen Posted by Picasa

otrulega gott braudid tharna. Svo faer madur rosa gott smjor, oliu og groft salt med Posted by Picasa

sjavarretta forrettur Posted by Picasa

nammi namm.. andabringa og leggur me� ymsu gummiladi Posted by Picasa

Eg ad pissa a Linnen :) Posted by Picasa

minn desert Posted by Picasa

ostarnir hans Aegis Posted by Picasa

fimmtudagur, október 06, 2005

Ji dúdda mía

Ég held svei mér þá að ég sé að fara af límingunum.....
B0ld og Grannar eru svooo spennandi þessa dagana. Allt að gerast :)

En ohh hvað er hægt að vera mikill nörri?
Ég er búin að sitja hérna fyrir framan sjónvarpið að bíða eftir Grönnum. Skildi bara ekkert af hverju þeir væru ekki byrjaðir :( sat samt sem fastast og hélt áfram að bíða. Og svo beið ég bara og beið og beið og fylgdist með einhverju leiðindar rugli. Fattað svo allt í einu að ég var að sjálfsögðu með sjónvarpið á vitlausri rás :( :( Sveppurinn ég.

Það er samt kannski ekki nema von að svona sveitadurgur eins og ég ruglist aðeins með allar þessar 200 stöðvar. Það bættust nefnilega nokkrar nýjar við í gær.
Gaman að því.

miðvikudagur, október 05, 2005

Ljómandi góður matur.

Hér eru nokkrar hollar og góðar uppskriftir fyrir þá sem hafa áhuga.
Þetta eru réttir sem við höfum verið að smjatta á undanfarið :)

Bakaður fiskur
750 g fiskur (magur fiskur)
1-2 b tómatsafi
1/2 b sneiddir sveppir
1 tsk sítrónusafi
1 lítill laukur, saxaður
slatti af hvítlauk
þurkuð basilika
magur ostur
salt og pipar til bragðauka

1. Setjið allt hráefnið, nema fiskinn og ostinn í pott og hitið að suðu. Lækkið hitann og látið sjóða í 5 mínútur.
2. Þurrkið af fiskinum, setjið í grunnt eldfast mót og hellið sósunni yfir.
Bakið við 200 C í 25 mínútur.
Bætið ostinum ofaná þegar svona 5 mín. eru eftir.


Þessi er æði :)

Gómsætar grillaðar laxasteikur
1/2 b sojasósa
1/2 b appelsínusafi
1/4 b tómatsósa
1/4 b fersk steinselja, söxuð
2 msk sítrónusafi
1/3 msk pipar
2 kramin hvítlauksrif (notaði örugglega 4 eða 5)
6 laxasteikur

1. Blandið saman sojasósu, appelsínusafa, tómatsósu, steinselju, sítrónusafa, pipar og hvítlauk.
2. Setjið laxinn út í kryddlöginn og látið liggja í kryddleginum í a.m.k. 2 klst.
Veiðið fiskinn upp úr leginum og geymið löginn.
3. Grillið fiskinn á útigrilli í 6 mínútur á hvorri hlið eða þar til fiskurinn flagnar undan gaffli. Burstið öðru hvoru með kryddleginum.


Steiktar risarækjur (jommí)

Risarækjur
Sítrónusafi
olífu olía
hvítlaukur
kryddjurtir að eigin vali.

Allt sett í skál.
Þræðið rækjurnar upp á teina og steikið, eða grillið.

Borið fram með góðu salati.

-Lambapottréttur frá Maraco (fyrir 3-4)
1 kg lambakjöt (beinlaust)
1 laukur (skorinn)
6 hvítlauksrif (marin)
1 stór rauður chilli (hreinsaður og skorinn í strimla)
5 cm engiferrót (rifin)
2 tsk. kanill
2 tsk. paprikukrydd
600 ml gærnmetissoð
1 1/2 teskeið hunang
safi úr 1 sítrónu
375 gr okra (grænmeti frá afríku sem fæst niðursoðið heima eða í heilsubúðum er mér sagt :)
Við notuðum kúrbít og var það bara ljómandi gott. Passaði mjög vel í þennan rétt.
75 gr möndlur
salt og pipar eftir smekk.

Kjöt, laukur, hvítlaukur, chilli, engifer, kanill, paprikukrydd, soð, hunang, og sítrónu safi sett í stóran pott og hitað að suðu.
Lokið pottinum og látið malla í1,5 klst. Hrærið í þessu öðru hvoru.

Bætið okra og möndlum saman við og látið malla í 15-20 mín. í viðbót.
Þessi réttur er pínu spes, en algjört æði.

þriðjudagur, október 04, 2005


That er ansi flott ad sja alla loftbelgina sem svifa her um :)
Thetta kvold voru 5 belgir herna fyrir ofan husid okkar, en eg nadi thvi midur bara 3 inn a thessa mynd. Posted by Picasa

Veðrið

Það er búið að vera frekar mikill kuldi síðustu daga. Held að ég þurfi brátt að grafa upp vetrarfötin okkar. Ég hefði sko verið til í að hafa húfu og vetlinga á hjólinu í morgun.
Annars er voða fín spáin fyrir næstu daga.
20-22 stiga hiti og sól :)

mánudagur, október 03, 2005


Litli mommugrisinn minn Posted by Picasa

Litla dýrið mitt.

Hún dóttir mín er alveg ótrúleg. Hún er búin að sofa núna úti í vagni í næstum tíma núna í þvílíka háfaðanum. Nágrannar okkar eru að stækka íbúðina sína þannig að þar eru ótrúlega margir karlar að vinna með allskonar bora og dótarí. Ég hef varla heyrt í sjónvarpinu í dag fyrir látum, en nei nei..mín sefur bara alsæl úti í vagni.
Ótrúlega gott þegar hún nær að sofa svona vel á daginn.
Held að hún sé nú kannski pínu þreytt eftir helgina. Hún er vön að fara að sofa kl 20:00 öll kvöld, en núna um helgina fór hún seinna að sofa öll kvöldin.
Á föstudaginn komu Alma, Gummi, Marteinn og Katrín til okkar í mat. Það var svo gaman hjá krökkunum þannig að hún fór ekki að sofa fyrr en um 21:00.
Á laugardaginn var hún hjá Ölmu og fjölsk. í pössun og vorum við ekki komin heim fyrr en að ganga 21:00 og í gærkvöldi fórum við í mat til Gauta og Annemiek þannig að þá var ekki farið að sofa fyrr en að ganga 22:00.
En hún var samt alveg rosalega dugleg þessi elska :)

Það gengur ekkert að aðlaga hana í ræktinni :(
Ég veit bara ekki hvað er í gangi sko. Hún grenjar bara út í eitt endalaust. Þetta er 4 vikan sem hún er í aðlögun þarna. Núna í morgun, að þá var það í fyrsta skiptið sem hún sagði bara nei nei nei þegar hún sá hvert við vorum komnar :( það hefur hún ekki gert áður. Hefur alltaf verið til í að fara þangað.
Úff..hvað ég væri til í að þetta færi að lagast.
Það er nokkuð ljóst að ég vinn ekki feitabollukeppnina með þessu áframhaldi.

sunnudagur, október 02, 2005

Svekkelsið mikla

Ji dúdda mía.
Hvað getur maður eiginlega orðið mikið svekktur?

Við skötuhjúin ætluðum aldeilis að gera okkur dagamun í gær. Alma og Gummi (þau hugrökk) tóku að sér að passa grísla fyrir okkur. Við ætluðum aldieilis að eiga saman rómóstund. Fórum í sparigallanum á hjólunum okkar niður í bæ. Leið okkar lá á flottasta staðinn í bænum :). Staðurinn heitir Linnen (fórum þangað með Ölmu og Gumma um daginn) og ætluðum við aldeilis að hafa það hugglegt og eta á okkur gat.
En nei nei. Þetta klikkaði svona líka rosalega :(
Við fórum niður í bæ kl 18:00 og ætluðum við að vera snemma í því, en nei nei.. eigið þið pantað borð??
Við: uuuuu nei
Þau: já ok..það er fullt hjá okkur (nota bene...staðurinn var tómur, enginn inni að eta)
Þá er þetta víst þannig á þessum fl0ttu stöðum, að ef þú átt pantað borð þarna, að þá áttu bara borð þarna allt kvöldið.
Við fórum svo á annan stað sem er mjög flottur (höfum samt aldrei borðað þar) og þar var sama sagan :(
Okkur langaði bara ekkert til að borða á þessum stöðum sem eru þarna í göngugötunni þar sem við höfum borðað hundrað sinnum.
Enduðum svo á því að borða á stað (í einni hliðargötunni) og ó boy ó boy.. þvílíki horrorinn. Þetta er svoleiðis lang lang lélegasti og hallærislegasti staðurinn sem við höfum prófað eftir að við fluttum. :( :( :(
Okkur leist nú kannski ekkert of vel á hann þegar við komum inn, en létum okkur samt hafa það að setjast niður. (nota bene...við vorum í sparifötum, en þarna voru nokkrir gaurar í hlýrabolum og öðru frekar hallærislegu. Ég reyndar tók ekki eftir þvi strax)
Við pöntuðum okkur svo hálfan lítra af rauðvíni og það er óhætt að segja að það var versta rauðvín sem ég hef smakkað á svona stað.
Svo þegar Ægir ætlaði að fá matseðilinn, að þá var það víst ekki í boði. Nei nei..þetta var þá bara svona staður þar sem maður fer bara sjálfur og fær sér af einhverju hallæris hlaðborði :(
Það var ekki í boði að fá sér einhvern einn rétt. Fyrst varð maður að fá sér kaldan forrétt. Þetta var samt án efa skásti rétturinn. Þarna var hægt að fá a.m.k lax og svo var þarna eitthvað hallæris-stöff.
Svo fengum við okkur súpu. Hægt var að velja 3 súpur og völdum við okkur sveppasúpu sem var alls ekki æt.
Svo var það aðalrétturinn. Þá kom nú þjónadruslan og sagði okkur hvað væri í boði og völdum við okkur nautasteikina. Eftir svona 20 sek. kom hann aftur og sagði að við mættum fara að borðinu (hjá kokkinum) og sækja matinn.
Við horfðum svo á þennan aumingja kokk elda steikina okkar sem var gríðarlega skemmtilegt eða þannig. Fengum svo að velja á milli þess að fá franskar eða svona steiktar kartöflur sem eru svona ekta breskur matur..algjört ógeð.
Salatið sem var í boði voru tómatar, gúrka og icebergsalat. Ég varð svo að biðja um sósu, en hún var nú ekki mjög fýsileg.
Steikin var reyndar ekki seig, en bragðið var algjört ógeð, enda borðaði ég ekkert af henni. Í desert átti að vera ískúlur, en við pössuðm alveg á það og fórum út. Enduðum á því að fara á stað inn í bæ sem er mjög góður( tiglio) og þar fékk ég álvöru desert :)
Samt drullufúllt að vera búinn að fá pössun og vera búinn að skella sér í sparigallan, en ekki komast á þann stað sem maður ætlaði sér :( uhhhhuuu.. drullufúllt.
Nú á sko bara að panta borða næsta fimmtudag á Linnen. Alma og Gummi ætla að fara til Frakklands um næstu helgi, þannig að við ætlum bara að nýta þau strax á fimmtudaginn kemur. :) þ.e.a.s ef það verður til borð handa okkur.
Ægir kom nú með alveg rosalega góða samlíkingu á þessu kvöldi okkar. Þið sem þekkið Akureyri, vitið hvaða veitingastaður Friðrik V er (einn sá, eða sá flottasti í bænum) og svo vita allir hvað Lindin er :) en þetta var sem sagt þannig að ef þið ætluðið að fara að borða á Friðrik V (í sparigallanum) og enduðu svo á Lindinni, eða jafnvel í einhverri Esso sjoppu að fá ykkur hammara og franskar) Frekar hallærislegt.