MATARGATIÐ

miðvikudagur, maí 30, 2007

Bara flottastir. Thad verdur bara frabaert ad fara a tonleika med theim 1 nov :)

Mæli með þessu.

föstudagur, maí 25, 2007


Gluggad i bok uti i blidunni

þriðjudagur, maí 22, 2007

Út og suður.

Mikið rosalega er tíminn fljótur að líða. Þetta er er samt held ég bara merki um það að ég sé orðin gömul. Ég man fyrir ekki svo mörgum árum síðan að þá fannst mér tíminn nánast standa í stað. Maður gerði ekki annað en bíða eftir einhverjum viðburðum og var maður í því að telja dagana. Nú er sagan önnur. Tíminn flýgur áfram og enginn tími er fyrir það sem maður ætlar sér, allt er á kafi í rusli og drasli og það liggur við að ég sé farin að fara út húsi dags daglega án þess að vera með maskara og þá er nú eitthvað stórfenglegt að.

Núna erum við rétt komin frá Íslandi. Sorry þið sem ég ætlaði að heimsækja en gerði ekki :(
Dagarnir of fáir og stuttir, en fólkið og hlutirnir of margir.
Það var frábært að koma aðeins heim. Át bara aðeins of mikið...og nú er ég bolla. :(
Nú er það bara harkan sex. Komin í aðhald. Dagurinn í gær tekinn með trompi. Ekkert súkkulaði, nammi eða kex allan daginn. úfff. Það var reyndar meira mál en ég bjóst við. Það sem maður verður háður þessu ógeði. Svo er það líka þannig að þegar maður er vanur því að vera stanslaust að jappla á þessu að þá er þetta ótrúlegur vani. Ég stóð mig svoo oft af því í gær að vera nærri því búin að fá mér eina lúku. En ég stóðst :)
Svo var það salat með kjúklingi í gærkvöldi þannig að ég hlýt að vera búin að missa ein 2 kíló djók:)
Dagurinn í dag hefur líka gengið vel. Ekkert sukk og svo mætti ég í ræktina í morgun, en það hefur bara ekki gerst síðan í mars í fyrra :) eða jú jú..hef oft farið í ræktina síðan, en bara til þess að lesa slúðurblöð, læra og drekka kók eða kaffi.

Svo er það blessað veðrið.
Spáin fyrir næstu daga er æði. Hátt í 30 stig og sól á köflum. Löng helgi framundan og bara gleði gleði gleði.
Litli prakkarinn minn sem vill "bara" bobbamjolk og ekkert annad.
Emma 7 manaða krutta og Malin stora systir sem er alveg að verda 3 ara

miðvikudagur, maí 16, 2007

1x á ári

jæja.
Þá er ég ég búin að fara í mína árvissu bíóferð :)
Síðustu 3 ár hef ég bara náð því að fara einu sinni á ári í bíó.
Núna varð spiderman 3 fyrir valinu. Varð ekki fyrir vonbrigðum. Spennandi, fyndin og skemmtileg :)

laugardagur, maí 12, 2007

2mín. fyrir úrslit

mín spá

1 sæti Serbía. Bara æði. (trukkalessan)
2. Ungverjaland. Flottasta röddin og frábært lag.
3.Hvíta Rússland (fallega tannkremsbrosið :)
4-8
ekkert endilega í þessari röð samt.
Svíþjóð
Finnland
Moldavía
þýskaland og
Rússland.

Verð drullufúl ef Úkraína vinnur.
Og vona svooo að Bretar verði í síðasta sæti.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Júró

JABADABADÚÚÚ..
Það er ekki laust við að ég sé orðin pínu spennt. Maginn ansi snúinn og hjartað í mér farið að slá óreglulega en það er nú bara eitthvað sem gerist á hverju ári rétt fyrir þessa keppni :)

Ég hef samt sennilega sjaldan fylgst svona lítið með eins og núna enda orðin tveggja barna móðir hi hi. Ég horfði á alla norrænu þættina sem sýndir voru og búið. Hef bara ekkert þrætt netið og kíkt á spjallvefi sem tengjast þessu eins og yfirleitt.
Ég tók mér reyndar nokkra tíma í gær (alveg síðasti séns..úff) og hlustaði (mislengi samt) á lögin sem keppa í kvöld. Þegar ég heyrði lögin fyrst að þá var ég alveg á því að þetta yrði frábær keppni. Mikið af frábærum lögum. Og eftir aðra hlustun er ég sama sinnis.

Keppnin í kvöld verður frábær :). Fyrri hlutinn er samt mun betri. Ótrúlega mörg æðisleg lög sem keppa í kvöld og fyrir mína parta á "kyntröllið" okkar Íslendinga ekki mikinn séns á að komast upp úr undnaúrslitum :(. Ég vona það nú samt. Það væri æði að vera með á laugardaginn líka. Hann er samt ekki í mínum topp tíu. (sem eru reyndar 11 lög)

Cýpur
Hvíta Rússland
Sviss
Moldavía
Holland
Danmörk
Serbía
Ungverjal.
Tyrkland
Austurríki
Belgía

Cýpur, Hvítarússland, Serbía og Ungverjaland eru uppáhaldin mín í kvöld. Verð fúl ef þau verða ekki meðal eftstu á laugardaginn.
Æj, svo eru bara svo mörg lög sem eru bara algjört æði. Er alveg að fýla Tyrkland, Sviss og Moldavíu líka.
En svo er auðvitað spurning um hvernig liðið stendur sig á sviðinu í kvöld. Heyrði talað um það að bæði fallegi hvítrússinn og eins danska dragdrottningin gætu ekki sungið.
Ég gæti svo alveg trúað því að hallærislegu Lettarnir komist áfram. En það eru auðvitað alltaf nokkur drullufúl lög sem komast áfram.

Keyptum okkur flott kampavín um daginn. Spurning hvort það verði opnað í kvöld eða á laugardaginn. Það væri kannski ekki óvitlaust að smjatta bara á því í kvöld. Þá er þá alltaf hægt að skokka í ríkið aftur ef svo skemmtilega vill til að rauði rokkarinn komist áfram. :)

Dúdú.