MATARGATIÐ

mánudagur, nóvember 03, 2008

Frábær laugardagur.

IMG_3944 Fallegt í Klukkuberginu

 

Var með afar vel heppnað matarboð um helgina.  Linda systir , Beggi, Bjarki og Baldur og einnig Baddi bróðir, Sirry , Karen og Lilja mættu hress á svæðið.
Baddi og co sáu um að gærja forréttinn sem var svaka góður.  Þau ristuðu snittubrauð, smurðu hvítlauk á það og síðan var obbolega gott gúmmulaði mauk ofaná.  Þetta var borið fram ásamt melónu og spænskri skinku.

IMG_3950_edited-1 Baddi frekar mikið ánægður með sinn rétt :)

IMG_3949

Ægir var hálfan daginn í eldhúsinu að græja aðalréttinn.  Maturinn var æði.  Þræl sterkur og fínn.  Fengum steiktar túnfisksteikur á indverskan hátt.  Borið fram með sterkum kartöflum og sætu mangosalati.  Klikkaði alveg að mynda það.  Skandall.

IMG_3978 Beggi og Baddi að fylgjast með matseldinni.

Linda systir bjó svo braðmikinn súkkulaði búðing með ávötum og rjóma. 
Ekki slæmur matseðill.

Krakkarnir skemmtu sér konunglega.  Fengu að vaka lengi og leika sér, borða snakk og fíflast. 

IMG_3999_edited-1 Aðeins verið að kúldrast

IMG_4000 Emma í æfingum

Við fullorðna fólkið fífluðumst líka mikið, hlógum mikið og höfðum ofboðslega gaman. 
Ætlum að halda þessu áfram.  Skiptast á að hittast heima hjá hvert öðru og skiptast á að koma með forrétti, aðalrétti og deserta. 

IMG_3968_edited-1

Klukkið byrjað aftur.

Hafdís klukkaði mig. Gaman að því.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

- Ýmis fiskvinnslustörf.
-Vann í mörg ár á stofnun sem bar það ljóta nafn Kópavogshæli og einnig á 6 manna sambýli í Garðabænum.  Mjög skemmtileg störf sem eru allt of illa metin og lauuað. (eins og svo mörg önnur) 
- Ritari og reddari hjá TölvuMyndum á Akureyri í mörg ár. 
- Heimavinnandi húsmóðir síðustu 4 árin.  Mest skemmtilegasta en líka erfiðasta starf sem ég hef glímt við :).

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:

-Stella í orlofi 
- Englar alheimsins. 
- Með allt á hreinu (sem er ótrúlegt þar sem Stuðmenn eru ekki alveg minn tebolli) 
- uuu?  Margar fínar.  Brúðguminn, Mýrin, vona að Reykjavík-Rotterdam sé góð.

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á

- Grenivík 
- Akureyri 
- Oisterwijk í Hollandi 
- Hafnarfjörður.

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: (þessir sem ég held mest upp á.)

- París 
- Feneyjar og Flórens á Ítalíu 
- Brugge, Gent, Antwerpen í Belgíu 
- Ýmsir staðir á spáni eins og  t.d Costa del sol 
-  Hollandið mitt.

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:  (úff..erfitt) 
- One tree hill 
-  How I met your mother
-  Dag og næturvaktin 
-  House, despo, greys, brothers and sisters, heroes, Lost, moonlight, office, prison break, so you think you can dance, top gear, ugly betty. 
Úfff..sorry get bara ekki valið 4.  Horfi á þetta allt saman.

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega: 
- visir 
- mbl þó aðalega minningargreinar. 
- the sun 
- slúðursíður og facebook.

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns: 
- kjötsúpa (eins og mamma gerir)
- saltkjöt og baunir (líka eins og mamma gerir)
- reykt ýsa 
- bragðmikill austurlenskur matur .

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið: 
    Man ekki eftir að ég hafi lesið neina bók oftar en einu sinni nema            matreiðslubækurnar mínar.  Hef lesið þær spjaldana á milli. 

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna: 
  -Oisterwijk í Hollandi 
  -Að borða á Linnen 
  -Í health city að púla 
  -Í spa-i í dagsdekri.

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka: 
- Alma og Gummi líka :) 
- Anna Rósa 
- Boggi bogg.