MATARGATIÐ

laugardagur, september 13, 2008

SuEllen 68 ára í dag fleira skemmtilegt.

lindagray12

Til lukku vinkona :).

Lítur vel út.

Um gamla tíma.

51T7z5rCCWL._SS500_

Sá fyrsta þáttinn af Húsinu á sléttunni í vikunni og part af þætti 3 eða 4 í dag.  Algjör æði.  Ji dúdda mía hvað hjónin Charles og
Caroline Ingalls eru falleg og sæt hjón.  Mary Ingalls Kendall dóttir þeirra er ekki síðri.  Algjört bjútí.  Yndislegir þættir  allt svo fallegt fyrir utan tuðruna hana Nellie Oleson sem vill ekki gera neitt fyrir neinn :(.   Sagði við Ægi að ég væri svo til í að eiga allar seríurnar.  Svarið hans:  Ég skal gefa þér þetta þegar þú verður fertug :). Vona að hann flýti bara gjöfini um 7 ár eða svo:).  Flott að fá þetta í 35 ára gjöf.  Væri gaman að horfa á þetta með þeim systrum. 

Bíð spennt :)

fimmtudagur, september 11, 2008

Jæja. 1 vika í flutning.

Spennan eykst. Tíminn flýgur. Við erum bara alveg að koma.  Ótrúlegt hvað það er endalaust hægt að pakka og alltaf er nóg eftir.

Dagurinn í dag var fínn.  Pínu stress í gangi en það er nú bara stundum þannig.  Byrjaði á að fara með Malín í skólann korter í níu, Ægir kom svo og sótti okkur Emmu og við fórum í sportið.  Ég sportaðist samt ekkert í þetta sinn.  Verð bara ennþá duglegri í fyrramálið. :).  Skutlaði Ægi í vinnuna og förinni eftir það var heitið í H&M í Tilburg. (hefði alveg verið meira en til í að hafa þig með Kristjana mín :) )  Hafði ekki mjög mikinn tíma þar sem ég þurfti að sækja Emmu klukkan tólf og Malín korter yfir.  Stessið minnkaði ekki þegar ég var nánast að komast í miðbæinn.  Allt í einu blöstu við mér endalausir verkamenn og fullt af umferðarskiltum sem ég skildi bara alls ekki hvað þýddu. Allt of mikið af örfum og táknum sem ég hef bara ekki séð áður.  Allt í einu var ég bara strand, komst ekki lengra og varð bara að snúa við og finna stæði.  Var ekki alveg að treysta mér í að rúnta um hverfið og finna aðra leið í bílastæðahúsið.  Yrði bara ofurstressuð og myndi sjálfsagt enda  á svo svaðalega röngum stað og kannski ekki komin heim aftur á réttum tíma.  En jæja.  Fór inn í næstu búð og spurði hvað ég væri lengi að labba í aðal götuna.  Daman sagði 10-15 mín. þannig að ég þrammaði af stað, alveg viss um að ég yrði ekki nema 5 þar sem ég get labbað ansi hratt.  Þrátt fyrir stór og hröð skref tók það mig korter að komst í bæinn.  :(.  Ég þurfi því að reikna með öðru korteri til að komast í bílinn aftur og svo tímanum sem það tæki að keyra heim í Oisterwijk, sækja Emmu og vera mætt í skólann hjá Malín korter yfir tólf.  Ég hafði því bara akkúrat klukkutíma í H&M sem er náttúrulega bara 2 tímum of lítið.  Sérstaklega þegar maður ætlar að versla á sjálfan sig, máta og dúllast svona.  Ég komst ekki nema yfir helminginn af dömudeildinni (fyrir utan nærföt) og ég fór ekki einu sinni á efri hæðina sem er svona meira fönkí og hipp .  :)  Oft hægt að finna flott þar.  Ég kom samt út 200 evrum fátækari.  Samt mjög sátt við mín kaup þar sem ég fékk fullt af flottum fötum.  M.a hlýjan ullarjakka (sem mig vantaði mjög mikið), nokkra boli, þunna peysu, þykka rosa flotta gollu, svaka flotta rauða stóra tösku (sem mig langaði svooo mikið í síðan síðast), rauða og hvíta stutterma blússu, bobbatopp í sportið, annan topp yfir þann stutta í, æðislegar buxur í sportið, jakka i sportið, gloss (sem ég get örugglega líka notað í sportinu..hihi) og 2 hvítar blússur á dúllurnar mínar fyrir jólin. Kannski eitthvað sem ég er að gleyma enda ekki búin að taka upp úr pokunum ennþá.   Nú eru jólafötin fyrir þær systur klár takk fyrir.  Tja nema fyrir utan skó á músina. Keypti pylsin og sokkabuxurnar fyrir nokkrum mánuðum :).   Man hvernig þetta var í fyrra heima.  Ekki hægt að fá hvítar sokkabuxur ( a.m.k ekki í sveitinni Akureyri) eða hvítar blússur.  Nei nei í fyrra var nefnilega ekki blússu ár.  Það voru bara rúllukragapeysur í gangi.  Bjánalegt. 

En nú vantar mig samt ennþá skó.  Mig vantar svooo skó.  Hef ekki fundið "réttu" skóna síðan ég flutti. Svona gönguskó sem ná upp fyrir ökla með breiðum hæl, og með rennilás.  Algjört nauðsyn.  Síðustu ár (eftir að ég henti mínum gömlu svona vegna aldurs) hef ég ýmist verið í mínum puma rauðu þunnu íþróttaskóm sem eiga ekki heima í slabbinu heima eða í pinnahæla gelluskóm sem eru ekki mjög góðir.  Mjög flottir og fínir, en ekki góðir nema bara í 2 tíma eða svo.  Ég er bara svo lítil pæja.  Vel oftar en ekki íþróttaskóna :).

 

IMG_2987

Í dag voru 30 gráður og sól.  Kannski í síðasta sinn (grenj) en vona samt ekki.  Ég var svo á báðum áttum yfir því hvort ég ætti ekki bara að skella mér á sólbekk á meaðn dýrið svæfi eða hvort ég ætti að vera dugleg.  Ég valdi eiginlega milliveginn.   Fann mér jobb úti sem tók klukkutíma þannig að ég naut blíðunnar aðeins.  Tók öll fallegu úti blómin mín úr nýju pottunum, þreif þá og sólin þurkaði þá svo fyrir mig.  Setti þá svo í poka, merkti og lokaði.  Þvoði svo dótið sem þær systur eiga úti í garði og pakkaði því.  Nú eiga þær nánast ekkert dót eftir.  Síðasta vikan verður dótalaus vika en sennilega verður sjónvarpið ennþá í gangi.

Mikill leikdagur hjá Malín.  Fór í skólann fyrir hádegi. Fékk boð um að borða með Emiel vini sínum í hádeginu og var sótt af Marielle eftir skóla og fékk að leika þar ásamt einum 10 börnum og Emman með :).  Brjálað stuð. 

Meira af Malín.  Hún tók þátt í sinni fyrstu leiksýningu í gær  Bara gaman.   Þemað í skólanum núna hefur verið slökkviliðið og hefur hún lært margt og mikið í sambandi við 112 og fleira.  Bara frábært.  Hún er með þetta allt á tæru.  En í sambandi við leiksýninguna. Æj æj.  Hún var búin að segja mér frá því að það yrði eitthvað um að vera í skólanum og ég ætti að kíkja við.  Sem betur fer talaði ég við kennarann og fékk að vita að það væri sýning í gangi korter í tólf í gær.  Ég mætti sveitt og fín beint úr ræktinni með vídeovélina klára sem var því miður alveg að verða batteríslaus.  Foreldrar og allir nemendur skólanns sátu og biðu spenntir.  Atriðið byrjaði.  Voða flott. Eftir fyrsta atriðið var Malín sú eina sem settist ekki.  Hún leit ótt og títt yfir salinn og fór að kjökra.  Einn kennarinn talaði við hana og eftir að við Emma vinkuðum nógu lengi til hennar fór hún að brosa.  Eftir það naut hún sín í botn og fannst æðislega gaman.   Greyjið varð alveg sár þar sem hún hélt að mamma hefði gleymt þessu.  Agalegt.


Við mæðgur fórum svo í dag og sóttum Ægi í vinnu rúmlega fimm og fórum í miðbæinn í Tilburg .(ég aftur sama daginn )   Skruppum í nokkrar búðir, þó ekki H&M, fengum okkur að eta og vorum kominn heim klukkan átta enda þær systur ansi þreyttar.

Spurning hvernig við eigum að eyða síðustu dögunum okkar hér.   Verður erfitt að ákveða. :( Ég nenni ekki bara að pakka pakka pakka. 
Nóg í bili.  Alveg komnn háttatími. Klukkan alveg að verða tólf og dýrið sennilega vaknað klukkan sex í fyrramálið.  Ekki alveg normaaal.

miðvikudagur, september 10, 2008

Betra er seint en aldrei.

Við erum búin að hafa vöfflujárnið okkar snúrulaust inni í búri í mörg ár.  Hef nokkrum sinnum gert dauðaleit að þessari snúru með engum árangri.  Um síðustu helgi fórum við í búð og ætlum nú bara að fjárfesta í öðru vöfflujárni en fundum ekkert sem okkur leist á og því voru engar vöfflur bakaðar þá helgina frekar en aðrar.
Í dag var ég svo á kafi í gömlum kössum upp í á lofti.  Var aðaeins að endurraða og neðst í síðasta kassanum blasti við mér blessuð snúran.  Reikna nú ekki með því að við skellum í vöfflur um næstu helgi enda ætla ég að vera búin að pakka helst öllu lauslegu þá :).  Það verður bara take away matur og farið út að borða síðustu vikuna takk fyrir.

föstudagur, september 05, 2008

Flutningur. Akkúrat 2 vikur í dag.

Ji dúddi dúdd.  Mikið rosalega líður tíminn all svaðalega hratt.  Við fáum gáminn okkar fimmtudaginn 17 september, troðum í hann og förum svo út á flugvöll og gistum í eina nótt. Síðan er það Ísland daginn eftir eða föstudaginn 18 septeber.
Reikna með því að við mæðgur fljúgum svo einar norður sama dag en Ægir verði eftir í borginni fram á laugardag. 

Pökkunin gengur vel.  Er búin að pakka ofaní tæplega 60 kassa, merkja voða vel og stafla þeim vídd og breitt um húsið.  Það er orðið frekar erfitt að finna fleira smádót til að setja ofaní kassa.  Margt sem ekki er hægt að missa fyrr en síðustu dagana.

Elisa ætlar að passa stelpurnar í næstu viku á meaðn við Ægir græjum stóru mubblurnar okkar.  Það þarf að ganga vel frá þessu öllu svo það skemmist ekki í gámnum.

En jæja.  Best að fara að græja sig í sportið.
Sjáumst á Íslandi von bráðar.  :)

miðvikudagur, september 03, 2008

Klipping, litun, skutla, sækja, bíó, spreð, pökkun, pössun og fleira.

Já já. Það er ýmislegt í gangi þrátt fyrir lítið blogg.  Nóg að gera hérna í hollandinu. 
Ætla að byrja á hárinu á mér.  Jii hvað ég hlakka mikið til að hitta hana Lindu mína Rós og fá almennilega klippingu og litun. Ég hef bara aldrei verið almennilega ánægð með hárið á mér allt of lengi.   Er búin að fá nágrannakonu mína hingað til mín til að redda mér (sem er nota bene lærð hárgreiðslukona) en hún vinnur við að fara heim til fólks og klippa og lita.  Sér um hárið á næstum öllum hérna í götunni og mörgum mörgum fleiri.  Held þetta þekkist nú ekki mikið heima.  Hún vinnur sem sé ekki á neinni stofu, bara sjálfstætt en tekur samt ekki kúnna heim til sín.  Mér fannst þetta algjör snilld fyrst en svo varð ég frekar þreytt á þessu þar sem öll handklæðin mín eru orðin ansi sjúskuð eftir þetta, og svo var mig bara farið að langa að komast aðeins út úr mínu húsi og fá smá næði, geta lesið blöð og drukkið kaffi.  Þægilegt að þurfa ekki að redda pössun en bara nauðsynlegt samt að komast aðeins frá. 

En jæja áfram áfram.  Fékk tíma á stofu sem er rétt við miðbæinn.  Eiginlega í miðbænum samt.  En það skiptir nú ekki máli.  Mætti á mánudaginn var eldspræk, var spennt að láta snyrta mig aðeins, var alveg farin að þrá breytingu og ekki síður litun í rót.   Ég var orðin svo þreytt á því að hafa svona obbolega mikið þykkt hár og allt í svipaðri sídd.  Alltaf sama sama, tagl og spöng alveg sama hvort ég sé í sportinu eða úti að borða.  Get bara alls ekki haft hárið slegið þar sem ég kafna úr hita.  Bað kelluna um að taka vel innan úr því til að létta það en sagði samt að ég vildi ekki stytta það mikið.  Sagði svo ð ég vildi fá topp en þá horfði mín bara skrítið á mig og sagði.  Öööö..nei nei, það fer þér ekki.  Við skulum bara frekar klippa svona til hliðar daddaraddada og dúdú og það verður æði.  Sá fyrir mér þvílíka hollenska horrorinn og sagi bara nei nei.  Við sleppum þessu bara. 
Ég hef aldrei séð svona hraðar hendur í hári.  O boy.  Fyrst klippti hún mig og ég bara nennti ekki að tefja hana með endalausu brasi.  Vissi það strax að hún myndi aldrei ná að gera það sem mig langaði.  Kellingin heillitaði mig svo á 7 mínútum og náði að klippa 2 kúnna á meðan ég var að bíða með litinn í hausnum.  Þennan mánuðinn var nudd í boði fyrir þá sem fá hárþvott og að sjálfsögðu þáði ég það.  Hefði kannski betur átt að sleppa því þar sem ég var alltaf við það að skella upp úr og eftir þetta "frábæra" nudd var ég komin með dundrandi hausverk.  Gellan kunni greinilega ekki alveg til verka.  Hef bara aldrei lent í öðru eins.  Það var ekkert verið að nudda og strjúka mann blíðlega, heldur var bankað og potað ótt og títt og snúið upp á bæði skinn og hár á mér. Fyrst hélt ég án gríns að hún væri bara að grínast, en nei nei. 
Liturinn kom bara fínt út.  Næstum svartur en samt ekki.  Mjög dökk brúnútísvart litur.  En ég er sama gamla eftir þetta, með mitt tagl og spöng.

 

IMG_3389 smá brot af varningnum frá H&M :)

Malín er búin að vera í skólanum alla vikuna.  Gengur rosa vel, ekkert mál. Er bara voða glöð og kát.  Svolítið pirrandi að vera bundin alltaf yfir því að þurfa að sækja hana alltaf í hádeginu. Kemst því aldrei lengra í burtu en bara út í búð eða í sportið.   Hún byrjar klukkan korter í níu og er til korter yfir tólf, fer svo aftur korter yfir eitt og er til hálf fjögur.  Við Emma höfum farið í sportið fyrir hádegi (þá daga sem er opið núna) og erum að koma heim rétt fyrir tólf.  Emma hefur verið að vakna allt of snemma eða um klukkan sex og er því orðin ansi mikið þreytt í hádeginu.  Við höfum svo farið að sækja Malín og fengið okkur hádegismat saman.  Höfum svo þurft að bíða til eitt með að labba af stað í skólann. (sem er við hliðina á raðhúsinu okkar sem betur fer) Emma fær sér svo blund eftir það og er þá orðin allt of þreytt.  Stundum sofnaður hún alveg um leið en stundum er hún með þvílíka vesenið enda orðin alveg búin á því.  Hún sefur svo í einn til tvo tíma sem er bara ljúft.  Hef þá ´tima til að brasa í þvotti, pakka eða brasa í garðinum.  Það er samt stundum þannig að ég þarf að vekja hana til að vera komin í skólann til að sækja Malín.  Aljgört vesen.  Það verður  ansi mikið öðruvísi að fara til Íslands þar sem þær systur verða í leikskóla 8 tíma á dag 5 daga í viku.

Konurnar hérna í hollandi, bæði vinkonur og nágranakonur eru svo gjörsamlega hlessa á þessu sístemi okkar íslendinga.  Sumar ganga svo langt að segja að konur á íslandi ættu ekki að eiga börn fyrst þær geta ekki hugsað um þau sjálfar.  Geta þær ekki bara fengið sér kött sagði ein þeirra.  Mörgum eða flestum þeirra sem ég þekki finnst gjörsamlega út úr Q að skilja börnin eftir hjá öðrum svona lengi og alla daga.  2 vinkokur mínar og 1 sem ég kannast vel við sem búa allar í minni götu eiga 2-3 börn.  Ein þeirra vinnur í kjörbúð 1 dag í viku frá 8-3.  Mamma hennar og pabbi koma þá og passa strákinn sem er 4 ára (en það er frí á föstudögum í skólanum).  Henni finnst þetta sko aldeilis alveg nóg.  Spurði mig bara hvað ég ætlði bara að gera þegar ég færi í skóla alla daga átta tíma á dag.  Ég sagði að þetta væri bara venjulegt hjá fólki á íslandi.  Hún skilur þetta bara ekki.  Hvenær bara hefurðu tíma fyrir þvottinn, versla inn, ryksuga, skipta á rúmmum, brasa í garðinum og þess háttar?.  Góð spurning.  Það verður kannski bara alltaf allt á hvolfi hjá okkur.
Bjánalegt og alveg út í hött að þurfa að sinna þessum hlutum á kvöldin og um helgar.  Ég er bara á því eftir að eiga heima hérna  að á kvöldin er FRÍ og um helgar LÍKA.  Engin þrif og leiðindi.  Um helgar á fjöldksyldan að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Þess vegna vona ég svo innilega að ég geti og hafi tök á að vinna ekki alla daga allan daginn í framtíðinni.   Kannski bjartsýni en maður má vona :).


Fékk barnapíuna okkar til að passa á miðvikudaginn var.  Ótrúlegt vesen að hafa barnapíu sem er allt of upptekin.  Hún er að byrja í næstu viku í ljósmæðraskóla og verður því ekki í Oisterwijk nema um helgar.  Við vorum búin að bóka hana með 2 mánaða fyrirvara fyrir Oisterwijk Swing sem er æðisleg Jazz skemmtun hérna í miðbænum.  Ég er nú ekki mikið fyrir jazz sjálf en það er bara svo miklu meira um að vera.  Fullt af veitingastöðum sem setja upp tjöld, borð og flottar skreytingar.  Fólk í sínu fínasta pússi en auðvitað mæta hinir ótrúlegustu sveitalubbar sem eru í svo skelfilegum múnderingum en það gerir þetta allt ennþá skemmtilegra :).  Okkur var bara farið að hlakka svo til að fara og njóta þess að vera á þessari skemmtun 2 ein í fyrsta sinn.  Höfum alltaf farið heim allt of snemma út af stelpunum og höfum því misst af aðal atriðunum.  En ohhh..arg. 
Hún afbókaði í vikunni.  GRENJ.  Þannig að 4 árið í röð sitjum við heima og missum af.
Fyrir viku síðan var hún búin að spurja hversu lengi við ætluðum að vera og ég sagði tja ekki voðalega lengi. Við yrðum pottþétt kominn heim fyrir miðnætti.  Þá sagði hún mér það að vinur hennar væi að halda upp á afmælið sitt og það yrði voða gaman að geta kíkt aðeins þangað.  Mér fannst það bara allt í fína, en svo núna síðast að þá sagðist hún bara alls ekki geta komið þar sem hún væir að taka þátt í söngleik og yrði á æfingu allt laugardagskvöldið.  Argggg..  Gaman fyrir hana en ekki fyrir okkur.

En..
Hún passaði fyrir okkur á miðvikudaginn var.  Stelpurnar alveg sáttar við hana þó þær vilji nú frekar hafa mömmu hjá sér :)
Ég brunaði á bílnum klukkan fjögur, sótti Ægi í vinnu og við fórum í H&M.  Ætlaði að kaupa MÉR eitthvað ýmislegt fyir íslandsferð.  En...allir fengu mun meira en ég.  Verslaði buxur í ræktina , og 2 svarta stuttermaboli.  Glatað.  Ég sogast bara alltaf að barnadeildinni og get ekki einbeitt mér  að mér.  Finnst bara svo ótrúlega gaman að kaupa á þær systur. Nú á hún Emma mín sirka 40 peysur og fullt af buxum þannig að það þarf ekki að kaupa það á næstunni :). Malín er líka komin með fulla ferðatösku af nýjum fötum sem verður gaman að prófa þegar hún byrjar í leikskólanum.  Ægir var fljótur að velja sér eina 10 boli, hettupeysu og fullt af nærbrókum.  Og margt í alveg fáránlegum litum hihi.  Hélt hann væri kominn með rugluna þegar ég sá bæði skær bláa og neon appelsínugula boli með silvruðu glimmeri á. og einn ekta bol frá 1980  :)  Ekki alveg það sem ég hef vanist. En það er nú aldeilis dandala gott að við séum ekki bæði í að kaupa bara svart og aftur svart.
Eftir að Ægir var búinn að kaupa og kaupa og ég búin að kaupa og kaupa á þær systur að þá heldum við á nýjan stað þar sem við fengum voða góðan mat :)..jommí.  Fórum svo í bíó í glænýtt bíóhús sem er RISA stórt. ótrúlega gaman að fara í bío og fá popp og kók en myndin var ekki alveg að rokka (sáum X-files).  Salurinn var algjört æði, stólarnir þvílíkt stórir og mjúkir og plássið á milli sætaraða gífurlegt. Án þess að ýkja að þá átti ég erfitt með að ná með táslurnar yfir í stólinn fyrir framan mig.  Þrátt fyrir að vera þessi hobbiti að þá er þetta ótrúleg lengd þarna á milli. 

Yfir í helgina 22-24 ágúst.  (Svona þar sem ég blogga svo sjaldan.)

Vinkona mín frá London kom til Oisterwijk og var yfir helgina.  Hittumst á föstudeginum voða gaman.  Byrjuðum á að fá okkur að borða klukkan fimm á einum veitingastaðnum.  Röltum svo í búðir og og fórum svo á nokkur kaffihús og á bar þar sem við fengum okkur fullt af tapas...jommí.
IMG_3363  Fyrsti hittingurinn í meira en ár.  Skemmtum okkur obbolega vel.  Hlógum ótrúlega mikið og skemmtum okkur svo vel 2 saman.  Held svei mér þá að þetta sé í 2 skiptið sem ég kem heim rétt eftir miðnætti (ótrúlegt rall á minni) síðan ég flutti hingað út.  Hitt skiptið var þegar ég Alma, Annemike og Þórunn fórum út að borða en það var fyrir mörgum árum síðan..hihi :).  Hvað átum við þá Alma mín?  :)

Daginn eftir, laugardaginn 23 ágúst vorum við boðinn í grill til Marielle og Willems en þau búa í sama raðhúsi og við.  Elisa og Albert sem búa líka í götunni ákváðu ásamt þeim fyrnefndu að bjóða okkur í kveðjugrill.  Voða fínt, gaman að hitta þau og fá að borða.  Þau eru öll alveg frábær, góðir vinir sem vilja allt fyrir mann gera.  Á eftir að sakna þeirra :(.
Hollendinar eru svo sniðugir.  Veðrið var frábært.  Gátum borðað úti, þau þurftu ekkert að gera nema setja sósur og meðlæti á borð, skera snittubrauðið og grilla.  Ekkert stúss og bras :)  Ekki mikið vesen enda allt keypt tilbúið.

IMG_3373

IMG_3377

24 ágúst átti sæti litli bróðir minn afmæli, en hann varð ÞRÍTUGUR.  :) 
myndir frá Linnen Þessi sæta mynd var tekin af okkur fjölskyldunni þegar ég varð þrítug.  Sem var bara fyrir nokkrum dögum :)  Þau voru svo sæt að koma öll að heimsækja mig.  Linda systir átti svo afmæli þann 28 og varð bara pínu pons eldri.

 

Laugardagurinn var góður.  Fórum á ströndina snemma dags og spókuðum okkur í bongoblíðu. Seinna um daginn fengum við svo skemmtilega gesti í heimsókn.
Teddi vinnufélagi Ægis sem heitir reyndar Gertjan (en þar sem ég gat aldrei borið fram nafnið hans hér í gamladaga að þá er hann bara kallaður Teddi) kom ásamt Ernu konu sinni og Nic syni þeirra í mat.  Byrjuðum á að bjóða þeim upp á skeljasúpu sem var algjört æði.  Jommi jommi.  Ótrúlega gott.  Ég er fyrst núna til í að éta þetta.  Hef alltaf fundist þessar skeljar svo óspennadi, enda ótrúlega ljótar.
Búin að versla í næsta skammt  og bíður það í fína ísskápnum:).
Í aðalrétt vorum við með tæ-kjúkling  sem eru bringur sem eru marineraðar í hunangi, lime, hvítlauk, engiferi, chili og fleiru.  Síðan bornar fram með auka chili, vorlauk, koriander og mintu fyrir þá sem vilja. 
Var einnig með lax sem ég makaði kapers og fetaosti á.  Rosa gott.  Vorum svo með ferskt salat, mangosalat, hrísgrjón og franskar(bara hollenskt) og kláraðist allt saman upp til agna.  Gestunum fannst þetta greinilega hrikalega gott allt þar sem ég var  búin að reikna með miklum afgangi fyrir næsta dag hihi. :)  En ég var að sjálfsögðu bara ánægð með hvað þetta heppnaðist rosalega vel.

 IMG_3408

Fórum í frábæran hjóltúr á sunnudagsmorguninn.  Hjóluðum í fleiri fleiri og ennþá fleiri kílómetra. Enduðum á trampolínos þar sem við fengum okkur hádegisverð. 
Seinniparturinn var ljúfur.  Lagðist á sólbekk á meðan Emma svaf.   Ótrúlega notalegt.  Það verður ekki mikið um það heima held ég :)

IMG_3410 Ægir og Emma langt á undan.

IMG_3412 Ótrúlega fallegt umhverfið hérna hjá okkur.  Ekki í fyrsta sinn sem ég skirfa það.

IMG_3413 Gæti setið endalaust á þessum stað og bara horft :)  Æðislegt.

 



Meira von bráðar.