MATARGATIÐ

mánudagur, nóvember 03, 2008

Frábær laugardagur.

IMG_3944 Fallegt í Klukkuberginu

 

Var með afar vel heppnað matarboð um helgina.  Linda systir , Beggi, Bjarki og Baldur og einnig Baddi bróðir, Sirry , Karen og Lilja mættu hress á svæðið.
Baddi og co sáu um að gærja forréttinn sem var svaka góður.  Þau ristuðu snittubrauð, smurðu hvítlauk á það og síðan var obbolega gott gúmmulaði mauk ofaná.  Þetta var borið fram ásamt melónu og spænskri skinku.

IMG_3950_edited-1 Baddi frekar mikið ánægður með sinn rétt :)

IMG_3949

Ægir var hálfan daginn í eldhúsinu að græja aðalréttinn.  Maturinn var æði.  Þræl sterkur og fínn.  Fengum steiktar túnfisksteikur á indverskan hátt.  Borið fram með sterkum kartöflum og sætu mangosalati.  Klikkaði alveg að mynda það.  Skandall.

IMG_3978 Beggi og Baddi að fylgjast með matseldinni.

Linda systir bjó svo braðmikinn súkkulaði búðing með ávötum og rjóma. 
Ekki slæmur matseðill.

Krakkarnir skemmtu sér konunglega.  Fengu að vaka lengi og leika sér, borða snakk og fíflast. 

IMG_3999_edited-1 Aðeins verið að kúldrast

IMG_4000 Emma í æfingum

Við fullorðna fólkið fífluðumst líka mikið, hlógum mikið og höfðum ofboðslega gaman. 
Ætlum að halda þessu áfram.  Skiptast á að hittast heima hjá hvert öðru og skiptast á að koma með forrétti, aðalrétti og deserta. 

IMG_3968_edited-1

Klukkið byrjað aftur.

Hafdís klukkaði mig. Gaman að því.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

- Ýmis fiskvinnslustörf.
-Vann í mörg ár á stofnun sem bar það ljóta nafn Kópavogshæli og einnig á 6 manna sambýli í Garðabænum.  Mjög skemmtileg störf sem eru allt of illa metin og lauuað. (eins og svo mörg önnur) 
- Ritari og reddari hjá TölvuMyndum á Akureyri í mörg ár. 
- Heimavinnandi húsmóðir síðustu 4 árin.  Mest skemmtilegasta en líka erfiðasta starf sem ég hef glímt við :).

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:

-Stella í orlofi 
- Englar alheimsins. 
- Með allt á hreinu (sem er ótrúlegt þar sem Stuðmenn eru ekki alveg minn tebolli) 
- uuu?  Margar fínar.  Brúðguminn, Mýrin, vona að Reykjavík-Rotterdam sé góð.

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á

- Grenivík 
- Akureyri 
- Oisterwijk í Hollandi 
- Hafnarfjörður.

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: (þessir sem ég held mest upp á.)

- París 
- Feneyjar og Flórens á Ítalíu 
- Brugge, Gent, Antwerpen í Belgíu 
- Ýmsir staðir á spáni eins og  t.d Costa del sol 
-  Hollandið mitt.

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:  (úff..erfitt) 
- One tree hill 
-  How I met your mother
-  Dag og næturvaktin 
-  House, despo, greys, brothers and sisters, heroes, Lost, moonlight, office, prison break, so you think you can dance, top gear, ugly betty. 
Úfff..sorry get bara ekki valið 4.  Horfi á þetta allt saman.

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega: 
- visir 
- mbl þó aðalega minningargreinar. 
- the sun 
- slúðursíður og facebook.

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns: 
- kjötsúpa (eins og mamma gerir)
- saltkjöt og baunir (líka eins og mamma gerir)
- reykt ýsa 
- bragðmikill austurlenskur matur .

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið: 
    Man ekki eftir að ég hafi lesið neina bók oftar en einu sinni nema            matreiðslubækurnar mínar.  Hef lesið þær spjaldana á milli. 

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna: 
  -Oisterwijk í Hollandi 
  -Að borða á Linnen 
  -Í health city að púla 
  -Í spa-i í dagsdekri.

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka: 
- Alma og Gummi líka :) 
- Anna Rósa 
- Boggi bogg.

fimmtudagur, október 23, 2008

Erfiða bloggið sem er búið að taka maaarga daga eða vikur.

Margt búið að gerast síðan síðast enda rúmur mánuður frá síðasta bloggi.  Algjört klúður.  Hef bara varla opnað tölvu síðan ég flutti heim.
En sem sé fyrir þá sem fylgjast sjaldan með mér að þá er ég flutt heim frá HOLLANDINU góða eftir þriggja ára og sjö mánaða dvöl þar.  Yndislegt að búa þar og örugglega erfitt að finna jafn frábæran og fallegan bæ eins og Oisterwijk til að búa í.
Hefðum alveg viljað búa þar áfram.  Kannski við förum þangað bara aftur ef allt heldur áfram að fara til helv.. eins og ástandið er í dag. 

Ástæðurnar fyrir heimkomu okkar eru eiginlega tvær.  Malín fannst mjög erfitt að vera svona langt í burtu frá ömmum sínum og afa og öllum frændum og frænkum.
Hin ástæðan er sú að mig var farið að langa að gera eitthvað annað en að vera "bara" heimavinnandi.  Enda búin að vera heima síðan Malín fæddist.  Þessi tími er búinn að vera ómetanlegur.  Ekki allir sem fá tækifæri til að vera með barninu eða börnum sínum allan daginn alla daga, en eftir rúm fjögur ár er bara komið gott og kominn tími til að gera eitthvað annað.

Ákvað að skella mér í skóla.  Snyrtifræði varð fyrir valinu enda er mig búið að langa að læra það frá unga aldri.  Var búin að finna eina 3 skóla þarna úti en fannst bara of mikið vesen að drífa mig.  Í fyrsta lagi er ekki svo auðvelt að redda pössun fyrir grísina. Krakkar byrja ekki í leikskóla fyrr en á 2 ára afmælisdaginn sinn og dvelja þá bara 6 tíma á VIKU.  Börnin byrja svo í skóla á 4 ára afmælisdaginn sinn.  Í skólanum sem Malín var í (sem var í okkar götu) mætti hún um morguninn og ég þurfti svo að sækja hana í hádeginu og fara með hana aftur upp úr eitt, sækja hana svo aftur korter yfir þrjú.  Þannig að ég hafði ekki mikil tök á því að skreppa mikið frá.  Gat í mesta lagi hjólað í ræktina fyrir hádegi og stundum náði ég að fara í búð eftir hádegi ef Emma blundaði ekki of lengi.
I öðru lagi.  Fyrst engin er pössunin þarna úti hefði ég þurft að fá mér au-pair.  Var ekki alveg tilbúin í þann pakkann.  Hefði ég fengið mér aupair hefði ég sennilega þurft að flytja og fá mér annað húsnæði sem hentaði betur og var ég ekki alveg að nenna því enda Bim van der Kleistraat frábær gata.
Í þriðja lagi hefði ég þurft að fara í hollenskutíma til að læra almennilega hollensku.  Ekki nóg að geta bjargað sér og spjallað um daginn og veginn.  Ég kann auðvitað ekkert í svona snyrtitali í hollensku. :)

IMG_3473 
Þessar myndir voru teknar síðustu helgina okkar :)  Tókum okkur smá pásu til að hjóla á leikvöll enda æðislegt veður.

IMG_3461 (Small)

Áfram áfram.

Það tók svoooo langan tíma að pakka niður í kassa.

IMG_3490 (Small) 

O boy.  En það tókst.  Við vorum til klukkan tvö síðustu nóttina (þrátt fyrir að ég hafi byrjað að pakka 2mánuðum fyrir brottför) og svo var ræs klukkan sex takk fyrir.  Gámurinn mætti á svæðið klukkan níu 18 september.  Ég var búin að kvíða pínu fyrir þessu öllu saman enda búin að eiga bestu ár lífs míns þarna úti.  Fylgdi Malín í skólann sinn (sem er þar næsta hús :)  ) og átti í pínu erfiðleikum með að fara ekki að grenja þegar ég sá hversu glöð hún var a sjá vini sína í skólanum. Verð að viðurkenna það að ég feldi nokkur tár á leiðinni heim.  Daginn áður fór ég og kvaddi vinkonu mína Thatsanee sem ég hitti fyrst í hollensku skólanum.  Hún er algjört æði.  Er frá Tælandi, eldar besta mat í heimi og er algjört krútt.  Á eftir að sakna hennar svooo.  Var búin að ákveða að bíta á jaxlinn og vera ekki með neitt væl þegar ég myndi segja bless en svo endaði það allt öðruvísi.  Æj æj.  Hún skældi svo svakalega mikið og að sjálfögðu fór ég líka að skælja, og svo skjældi hún meira og ég þá ennþá meira.  Litli snúðurinn hennar sem er að verða eins árs skildi hvorki upp né niður.  Horfði bara á okkur til skiptis og gapti. 

Svo kom að stóru kveðjustundinni í götunni okkar..  Marielle vinkona mín og nágrannakona var búin að koma kvöldið áður til að kveðja þar sem hún var að vinna daginn sem við fluttum.  Elisa vinkona mín og nágrannakona passaði Emmu frá klukkan níu til þrjú. Gott að eiga góða granna :).
Fólk bankaði upp á og kvaddi, sendi kort, knúsaði okkur og gáfu okkur e-mail. Yndislegt allt og ekki alveg eins og maður venst á Íslandi. 

IMG_3480 (Small) (2)

Emma og Malín tilbúnar ofaní ferðatösku.

 

IMG_3513

Bim van der Kleistraat númer 10 :)

IMG_3553 

Elisa og Marielle rétt fyrri borttför :(

IMG_3562

Útsýnið frá Oisterwijk kvatt :( grenj

IMG_3563

Bara kúl.  Aðeins öðru vísi en Ísland.

 

 IMG_3718

Nýja heimilið mitt í Klukkuberginu í Hafnarfirði.  Ótrúlega flott útsýni þar  :)

IMG_3779
ótrúlega flott sveitasæla bak við húsið okkar.

Flutningarnir gengu súper vel. Fengum þræl duglegt fólk með okkur þannig að þetta tók ekki svo langan tíma.  Emma og Malín dvöldu hja ömmu og afa í Dalsgerðinu á meðan.  Núna fyrst 3 vikum síðar er að verða fínt hjá okkur.  Ótrúlegt hvað það fylgir manni mikið af drasli og hvernig í ósköpunum á maður að koma þessu öllu fyrir í rétt rúmlega 100 fm. ? Ég er nú samt búin að henda ýmsu.

Aðlögunin í leikskólunum gékk vonum framar.  Malín var fúl fyrsta daginn yfir því að þurfa að fara heim eftir smá stund.  Fór að skæla og sagðist vera búin að venjast.  Hún fékk því bara að byrja strax og er alsæl.  Vill helst mæta fyrst og fara s íðust.  Konurnar eru þvílíkt ánægðar með hana og finnst hún ótrúlega klár..hihi :)
Það hefur líka gengið rosa vel hjá Emmu líka.  Því miður var vesen á leikskólanum hennar til að byrja með þannig að hún komst ekki á sína réttu deild fyrr en í gær. Hún hefur því bara verið frá níu til hálf eitt á daginn eða þangað til hún fer að sofa.  Hún var svo heppin að lenda á konu sem er alveg frábær.  Hún var á deildinni sem Emma byrjaði á og flutti sig svo með henni yfir á nýju deildina í gær.  Emma sér ekki sólina fyrir henni. Nú er alltaf Mæja þetta og Mæja hitt :).   Hún fékk baby born dúkku í afmælisgjöf frá okkur sem heitir að sjálfsögðu í höfuðið á henni Mæju.  Ég var búin að stinga upp á fullt af nöfnum sem mér fannst flott en nei nei. Það kom ekkert annað til greina.  Í gær var hún sem sé í fyrsta sinn á nýju deildinni og fékk að prófa að sofa þar.  Það gékk svona líka rosalega vel.  Mæja sagði að Emma væri bara eins og hugur manns. :)  Færi bara að sofa þegar ætti að fara að sofa og ekkert mál.  Í dag fékk hún svo að vera alveg til hálf fjögur.  Rosa stuð. 

hvammur31081020271

Emma að borða ís í leikskólanum sínum.

 kato31081010078

Malín alsæl á sínum leikskóla.
kato31081014099

frekar mikið stuð

Ég byrja í snyrtiskólanum 11 nóvember.  Hann byrjar klukkan korter yfir átta og er til fjögur.  Þær systur þurfa því að hafa leikskólavist frá hálf átta til hálf fimm sem mér finnst allt allt of mikið.  Vonandi að ég verði ekki alveg alla daga svona lengi eða að Ægir geti kannski sótt þær stundum aðeins fyrr.  Finnst þetta ekki beint fjölskylduvænt.
Ég fór í búð áðan og mátaði skólabúninginn minn.  Ji minn eini.  Sniðið ekki alveg að gera mikið fyrir mig.  Buxurnar skerast hrikalega upp í þið vitið hvað og blússan, skyrtan, vestið eða hvað þetta nú er sem við þurfum að klæðast að ofan er hrikalega sítt og nær mér niður á hnjám liggur við.  Held ég verði að dobbla hana múttu mína í smá breytingar fyrir mig.  Efri parturinn á eftir að skána mikið ef hann verður styttur. Held að það verði ekkert mál þar sem rennilásinn nær ekki alla leið niður.  Það er bara einn búningur innifalinn í skólagjöldunum þannig að það er eins gott að skíta sig ekki mikið út.  Er ekki að tíma því að kaupa auka búning á 20.000.  Mátaði inniskó hjá sama fyritæki en þeir kosta 15.000 með afslætti.  Ég var ekki alveg til í að spreða svo miklu.  Við eigum að vera í svörtum eða hvítum inniskóm, helst söndulum eða opnum skóm við búninginn.  Ég kannski læt mér bara nægja svörtu grodda sandalana mína eða fríkka upp á gömlu klossana mína fyrst um sinn. 
Keypit mér nefnilega loksins skó í gær eftir mikla leit.  Fór í Smáralind og fann þessa líka fínu vetrarskó í fyrstu skóbúðinni sem ég fór í .  Ég var svo heppin að geta keypt mér skó í barnadeildinni þannig að ég þurfti bara að punga út  7900 kr.  Ekki mikið fyrir loðfóðruð leður stígvel :).

Ætluðum norður í dag og vera fram yfir helgi en það verður víst sennilega ekkert úr því.  Brjálað veður á leiðinni og leiðinleg spá. 

Meira síðar.  N'og í bili.

þriðjudagur, október 21, 2008

Emman mín 2 ára í dag :)

IMG_3770_edited-1 (Small) 
Litla dýrið bara orðin 2 ára.  Svakalega dugleg stelpa, mjög ákveðin og algjör brandarakarl.
Það komst fátt annað að áðan en bara Mæja ís ís, Mæja ís ís.  En Mæja er fóstran hennar á leikskólanum.  Það var víst búið að ræða veisluhöld og búið ákveða að hún myndi bjóða hinum stelpunum upp á ís í dag.  Voða mikið sport.

Aldrei að vita nema ég fari að skella myndum inn.  Alveg kominn tími á það.  Er búin að vera með sama bloggið í vinnslu í MARGA daga.  Það kemur á endanum :)

laugardagur, september 13, 2008

SuEllen 68 ára í dag fleira skemmtilegt.

lindagray12

Til lukku vinkona :).

Lítur vel út.

Um gamla tíma.

51T7z5rCCWL._SS500_

Sá fyrsta þáttinn af Húsinu á sléttunni í vikunni og part af þætti 3 eða 4 í dag.  Algjör æði.  Ji dúdda mía hvað hjónin Charles og
Caroline Ingalls eru falleg og sæt hjón.  Mary Ingalls Kendall dóttir þeirra er ekki síðri.  Algjört bjútí.  Yndislegir þættir  allt svo fallegt fyrir utan tuðruna hana Nellie Oleson sem vill ekki gera neitt fyrir neinn :(.   Sagði við Ægi að ég væri svo til í að eiga allar seríurnar.  Svarið hans:  Ég skal gefa þér þetta þegar þú verður fertug :). Vona að hann flýti bara gjöfini um 7 ár eða svo:).  Flott að fá þetta í 35 ára gjöf.  Væri gaman að horfa á þetta með þeim systrum. 

Bíð spennt :)

fimmtudagur, september 11, 2008

Jæja. 1 vika í flutning.

Spennan eykst. Tíminn flýgur. Við erum bara alveg að koma.  Ótrúlegt hvað það er endalaust hægt að pakka og alltaf er nóg eftir.

Dagurinn í dag var fínn.  Pínu stress í gangi en það er nú bara stundum þannig.  Byrjaði á að fara með Malín í skólann korter í níu, Ægir kom svo og sótti okkur Emmu og við fórum í sportið.  Ég sportaðist samt ekkert í þetta sinn.  Verð bara ennþá duglegri í fyrramálið. :).  Skutlaði Ægi í vinnuna og förinni eftir það var heitið í H&M í Tilburg. (hefði alveg verið meira en til í að hafa þig með Kristjana mín :) )  Hafði ekki mjög mikinn tíma þar sem ég þurfti að sækja Emmu klukkan tólf og Malín korter yfir.  Stessið minnkaði ekki þegar ég var nánast að komast í miðbæinn.  Allt í einu blöstu við mér endalausir verkamenn og fullt af umferðarskiltum sem ég skildi bara alls ekki hvað þýddu. Allt of mikið af örfum og táknum sem ég hef bara ekki séð áður.  Allt í einu var ég bara strand, komst ekki lengra og varð bara að snúa við og finna stæði.  Var ekki alveg að treysta mér í að rúnta um hverfið og finna aðra leið í bílastæðahúsið.  Yrði bara ofurstressuð og myndi sjálfsagt enda  á svo svaðalega röngum stað og kannski ekki komin heim aftur á réttum tíma.  En jæja.  Fór inn í næstu búð og spurði hvað ég væri lengi að labba í aðal götuna.  Daman sagði 10-15 mín. þannig að ég þrammaði af stað, alveg viss um að ég yrði ekki nema 5 þar sem ég get labbað ansi hratt.  Þrátt fyrir stór og hröð skref tók það mig korter að komst í bæinn.  :(.  Ég þurfi því að reikna með öðru korteri til að komast í bílinn aftur og svo tímanum sem það tæki að keyra heim í Oisterwijk, sækja Emmu og vera mætt í skólann hjá Malín korter yfir tólf.  Ég hafði því bara akkúrat klukkutíma í H&M sem er náttúrulega bara 2 tímum of lítið.  Sérstaklega þegar maður ætlar að versla á sjálfan sig, máta og dúllast svona.  Ég komst ekki nema yfir helminginn af dömudeildinni (fyrir utan nærföt) og ég fór ekki einu sinni á efri hæðina sem er svona meira fönkí og hipp .  :)  Oft hægt að finna flott þar.  Ég kom samt út 200 evrum fátækari.  Samt mjög sátt við mín kaup þar sem ég fékk fullt af flottum fötum.  M.a hlýjan ullarjakka (sem mig vantaði mjög mikið), nokkra boli, þunna peysu, þykka rosa flotta gollu, svaka flotta rauða stóra tösku (sem mig langaði svooo mikið í síðan síðast), rauða og hvíta stutterma blússu, bobbatopp í sportið, annan topp yfir þann stutta í, æðislegar buxur í sportið, jakka i sportið, gloss (sem ég get örugglega líka notað í sportinu..hihi) og 2 hvítar blússur á dúllurnar mínar fyrir jólin. Kannski eitthvað sem ég er að gleyma enda ekki búin að taka upp úr pokunum ennþá.   Nú eru jólafötin fyrir þær systur klár takk fyrir.  Tja nema fyrir utan skó á músina. Keypti pylsin og sokkabuxurnar fyrir nokkrum mánuðum :).   Man hvernig þetta var í fyrra heima.  Ekki hægt að fá hvítar sokkabuxur ( a.m.k ekki í sveitinni Akureyri) eða hvítar blússur.  Nei nei í fyrra var nefnilega ekki blússu ár.  Það voru bara rúllukragapeysur í gangi.  Bjánalegt. 

En nú vantar mig samt ennþá skó.  Mig vantar svooo skó.  Hef ekki fundið "réttu" skóna síðan ég flutti. Svona gönguskó sem ná upp fyrir ökla með breiðum hæl, og með rennilás.  Algjört nauðsyn.  Síðustu ár (eftir að ég henti mínum gömlu svona vegna aldurs) hef ég ýmist verið í mínum puma rauðu þunnu íþróttaskóm sem eiga ekki heima í slabbinu heima eða í pinnahæla gelluskóm sem eru ekki mjög góðir.  Mjög flottir og fínir, en ekki góðir nema bara í 2 tíma eða svo.  Ég er bara svo lítil pæja.  Vel oftar en ekki íþróttaskóna :).

 

IMG_2987

Í dag voru 30 gráður og sól.  Kannski í síðasta sinn (grenj) en vona samt ekki.  Ég var svo á báðum áttum yfir því hvort ég ætti ekki bara að skella mér á sólbekk á meaðn dýrið svæfi eða hvort ég ætti að vera dugleg.  Ég valdi eiginlega milliveginn.   Fann mér jobb úti sem tók klukkutíma þannig að ég naut blíðunnar aðeins.  Tók öll fallegu úti blómin mín úr nýju pottunum, þreif þá og sólin þurkaði þá svo fyrir mig.  Setti þá svo í poka, merkti og lokaði.  Þvoði svo dótið sem þær systur eiga úti í garði og pakkaði því.  Nú eiga þær nánast ekkert dót eftir.  Síðasta vikan verður dótalaus vika en sennilega verður sjónvarpið ennþá í gangi.

Mikill leikdagur hjá Malín.  Fór í skólann fyrir hádegi. Fékk boð um að borða með Emiel vini sínum í hádeginu og var sótt af Marielle eftir skóla og fékk að leika þar ásamt einum 10 börnum og Emman með :).  Brjálað stuð. 

Meira af Malín.  Hún tók þátt í sinni fyrstu leiksýningu í gær  Bara gaman.   Þemað í skólanum núna hefur verið slökkviliðið og hefur hún lært margt og mikið í sambandi við 112 og fleira.  Bara frábært.  Hún er með þetta allt á tæru.  En í sambandi við leiksýninguna. Æj æj.  Hún var búin að segja mér frá því að það yrði eitthvað um að vera í skólanum og ég ætti að kíkja við.  Sem betur fer talaði ég við kennarann og fékk að vita að það væri sýning í gangi korter í tólf í gær.  Ég mætti sveitt og fín beint úr ræktinni með vídeovélina klára sem var því miður alveg að verða batteríslaus.  Foreldrar og allir nemendur skólanns sátu og biðu spenntir.  Atriðið byrjaði.  Voða flott. Eftir fyrsta atriðið var Malín sú eina sem settist ekki.  Hún leit ótt og títt yfir salinn og fór að kjökra.  Einn kennarinn talaði við hana og eftir að við Emma vinkuðum nógu lengi til hennar fór hún að brosa.  Eftir það naut hún sín í botn og fannst æðislega gaman.   Greyjið varð alveg sár þar sem hún hélt að mamma hefði gleymt þessu.  Agalegt.


Við mæðgur fórum svo í dag og sóttum Ægi í vinnu rúmlega fimm og fórum í miðbæinn í Tilburg .(ég aftur sama daginn )   Skruppum í nokkrar búðir, þó ekki H&M, fengum okkur að eta og vorum kominn heim klukkan átta enda þær systur ansi þreyttar.

Spurning hvernig við eigum að eyða síðustu dögunum okkar hér.   Verður erfitt að ákveða. :( Ég nenni ekki bara að pakka pakka pakka. 
Nóg í bili.  Alveg komnn háttatími. Klukkan alveg að verða tólf og dýrið sennilega vaknað klukkan sex í fyrramálið.  Ekki alveg normaaal.

miðvikudagur, september 10, 2008

Betra er seint en aldrei.

Við erum búin að hafa vöfflujárnið okkar snúrulaust inni í búri í mörg ár.  Hef nokkrum sinnum gert dauðaleit að þessari snúru með engum árangri.  Um síðustu helgi fórum við í búð og ætlum nú bara að fjárfesta í öðru vöfflujárni en fundum ekkert sem okkur leist á og því voru engar vöfflur bakaðar þá helgina frekar en aðrar.
Í dag var ég svo á kafi í gömlum kössum upp í á lofti.  Var aðaeins að endurraða og neðst í síðasta kassanum blasti við mér blessuð snúran.  Reikna nú ekki með því að við skellum í vöfflur um næstu helgi enda ætla ég að vera búin að pakka helst öllu lauslegu þá :).  Það verður bara take away matur og farið út að borða síðustu vikuna takk fyrir.

föstudagur, september 05, 2008

Flutningur. Akkúrat 2 vikur í dag.

Ji dúddi dúdd.  Mikið rosalega líður tíminn all svaðalega hratt.  Við fáum gáminn okkar fimmtudaginn 17 september, troðum í hann og förum svo út á flugvöll og gistum í eina nótt. Síðan er það Ísland daginn eftir eða föstudaginn 18 septeber.
Reikna með því að við mæðgur fljúgum svo einar norður sama dag en Ægir verði eftir í borginni fram á laugardag. 

Pökkunin gengur vel.  Er búin að pakka ofaní tæplega 60 kassa, merkja voða vel og stafla þeim vídd og breitt um húsið.  Það er orðið frekar erfitt að finna fleira smádót til að setja ofaní kassa.  Margt sem ekki er hægt að missa fyrr en síðustu dagana.

Elisa ætlar að passa stelpurnar í næstu viku á meaðn við Ægir græjum stóru mubblurnar okkar.  Það þarf að ganga vel frá þessu öllu svo það skemmist ekki í gámnum.

En jæja.  Best að fara að græja sig í sportið.
Sjáumst á Íslandi von bráðar.  :)