Þetta er yndislegt líf.
Ji dúdda mía.
Ég á hreinlega ekki orð yfir því hversu gaman það var hjá mér í gærkvöldi.
Ég fór ásamt honum Ægi mínum á Duran Duran tónleika (í annað sinn á árinu) í Belgíu í þetta sinn.
Ó Ó Ó hvað þetta var æðislegt. Þessu mun ég aldrei gleyma.
Þetta var svo allt allt öðruvísi en þegar ég fór síðast með henni Ölmu skvís :)
Í þetta sinn var ég alveg viðbúin, vissi alveg að þeir væru rétt að stíga á stokk og svaka spennt. Í fyrra skiptið var ég ekki alveg að trúa því að ég ætti í álvöru eftir að sjá goðin mín rétt fyrir framan mig :)
Mig langaði svo rosalega að ná vídeói af fyrsta atriðinu þeirra (sem er alveg trubblað) og var ég búin að rétta Ægi vélina þar sem ég treysti mér alls ekki í það job. Ég vissi ekki hvort ég ætti eftir að hrópa, kalla og hoppa eða hreinlega fara að grenja þegar du du...du du...du du, ljósin hvít og blikkandi og og svo ættu þeir að birtast allir saman. (þið ykkar sem hafið farið á Duran vitið hvað ég meina :)
en nei nei nei...
þessir tónleikar byrjuðu bara allt allt öðruvísi og voru bara ekkert líkir þeim fyrri. En það var reyndar bara skemmtilegt. Mér fannst ég ver að græða þvílíkt. Búin að sjá 2 prógröm hjá þeim á sama árinu og svona líka rosa ólík. Það er líka allt öðruvísi að vera standandi rétt fyrir framan sviðið eða sitja uppi í stúku eins og við gerðum núna. Bæði alveg æðisgengið :)
Tónleikarnir í gær voru svooooo góðir. Meira að segja Ægi fannst bara gaman þrátt fyrir að vera alls ekki Duran aðdáandi. Hann vara bara svo rosa sætur að fara með mér Duran sjúklingnum sjálfum :)
Simon var jafn sléttur og sætur sem fyrr. ( Var að sjálfsögðu með kíki þar sem ég gat ekki verið upp við sviðið) Hárið á honum svaka flott, ljósar strípur og pínu sítt, en samt svona vel til haft :)
Hann söng ekki feilnótu frekar en fyrridaginn. Ótrúlega góður söngvari og skemmtilegur á sviði. Tekur sjálfan sig ekki of alvarlega og er BARA flottastur.
Þeir mættu allri á sviðið í svörtum jakkafötum, í hvítum skyrtum og með svört bindi, svona hálfgerð lakkrísbindi :)
Roger klikkar ekki. Alltar eins og hann sé 25 ára :) Algjört krútt.
Andy var pínu þreyttur fannst mér, eða kannski var hann bara að spara sig fyrsta klukkutímann þar sem hann var í gríðarlegu stuði í seinnipartinn, :) :) tók gítarsólóin hægri vinstri :) gaman að því. Hárið á honum ennþá síðara en síðast, sólgleraugun á sínum stað og sígarettan að sjálfsögðu.
John var líka mun rólegri en í Amsterdam hér fyrr á árinu. Var ekki eins mikið að sjarmera alla. Hárið á honum reglulega smart í gær :) mikið sítt að aftan, en svoleiðis á hann auðvitað bara að vera er haggi?
Nick sá ég ekki mikið. Hann var voða mikið á bak við eitthvað drasl :( Ég tók nú reyndar eftir greiðslunni..og var hún alveg nákvæmlega eins og síðast :) mjög ljóst, greitt aðeins til hliðar og mikið blásið.
Svo voru þeir Nick og John að sjálfsögðu með flottan augnskugga, augblýant og pínu oggopons af maskara, já og kannski Simon líka :) Algjört möst.
Ég er svo ótrúlega ánægð með þá. Þeir voru svooo mikið til í að skemmta manni. Simon sagði bara að þeir væru bara alveg til í að skemmta okkur lengi lengi, enda spiluð þeir streit í 2 klukkutíma og 10 mín.
Það sem ég er líka svo rosalega glöð með er að,
þeir spiluðu 2 af mínum uppáhaldslögum sem eru:
Hold back the rain...(sem er svona uppáhalds uppáhalds lag með Duran.)
Eld gamallt og frábært stuðlag sem reyndar fáum öðrum finnst svona svakalega flott :) Ég gjörsamlega fór yfir um þegar þeir byrjuðu að spila það í gær, og Simon mættur í eldrauða fínflauels jakkanum :)
Svo spiluðu þeir líka lagið Nice sem er á nýjustu plötunni þeirra. BARA flott lag.
Þrátt fyrir að vera í sætum dansaði ég hálfa tónleikana þar sem ég og allur salurinn gátum bara ekki hamið okkur. Stuðið var bara svoooo mikið.
Ég get bara ekki beðið eftir því að komast á tónleika með þeim 2006.
Áfram Duran Duran.
Þeir lengi lifi :)
Ég á hreinlega ekki orð yfir því hversu gaman það var hjá mér í gærkvöldi.
Ég fór ásamt honum Ægi mínum á Duran Duran tónleika (í annað sinn á árinu) í Belgíu í þetta sinn.
Ó Ó Ó hvað þetta var æðislegt. Þessu mun ég aldrei gleyma.
Þetta var svo allt allt öðruvísi en þegar ég fór síðast með henni Ölmu skvís :)
Í þetta sinn var ég alveg viðbúin, vissi alveg að þeir væru rétt að stíga á stokk og svaka spennt. Í fyrra skiptið var ég ekki alveg að trúa því að ég ætti í álvöru eftir að sjá goðin mín rétt fyrir framan mig :)
Mig langaði svo rosalega að ná vídeói af fyrsta atriðinu þeirra (sem er alveg trubblað) og var ég búin að rétta Ægi vélina þar sem ég treysti mér alls ekki í það job. Ég vissi ekki hvort ég ætti eftir að hrópa, kalla og hoppa eða hreinlega fara að grenja þegar du du...du du...du du, ljósin hvít og blikkandi og og svo ættu þeir að birtast allir saman. (þið ykkar sem hafið farið á Duran vitið hvað ég meina :)
en nei nei nei...
þessir tónleikar byrjuðu bara allt allt öðruvísi og voru bara ekkert líkir þeim fyrri. En það var reyndar bara skemmtilegt. Mér fannst ég ver að græða þvílíkt. Búin að sjá 2 prógröm hjá þeim á sama árinu og svona líka rosa ólík. Það er líka allt öðruvísi að vera standandi rétt fyrir framan sviðið eða sitja uppi í stúku eins og við gerðum núna. Bæði alveg æðisgengið :)
Tónleikarnir í gær voru svooooo góðir. Meira að segja Ægi fannst bara gaman þrátt fyrir að vera alls ekki Duran aðdáandi. Hann vara bara svo rosa sætur að fara með mér Duran sjúklingnum sjálfum :)
Simon var jafn sléttur og sætur sem fyrr. ( Var að sjálfsögðu með kíki þar sem ég gat ekki verið upp við sviðið) Hárið á honum svaka flott, ljósar strípur og pínu sítt, en samt svona vel til haft :)
Hann söng ekki feilnótu frekar en fyrridaginn. Ótrúlega góður söngvari og skemmtilegur á sviði. Tekur sjálfan sig ekki of alvarlega og er BARA flottastur.
Þeir mættu allri á sviðið í svörtum jakkafötum, í hvítum skyrtum og með svört bindi, svona hálfgerð lakkrísbindi :)
Roger klikkar ekki. Alltar eins og hann sé 25 ára :) Algjört krútt.
Andy var pínu þreyttur fannst mér, eða kannski var hann bara að spara sig fyrsta klukkutímann þar sem hann var í gríðarlegu stuði í seinnipartinn, :) :) tók gítarsólóin hægri vinstri :) gaman að því. Hárið á honum ennþá síðara en síðast, sólgleraugun á sínum stað og sígarettan að sjálfsögðu.
John var líka mun rólegri en í Amsterdam hér fyrr á árinu. Var ekki eins mikið að sjarmera alla. Hárið á honum reglulega smart í gær :) mikið sítt að aftan, en svoleiðis á hann auðvitað bara að vera er haggi?
Nick sá ég ekki mikið. Hann var voða mikið á bak við eitthvað drasl :( Ég tók nú reyndar eftir greiðslunni..og var hún alveg nákvæmlega eins og síðast :) mjög ljóst, greitt aðeins til hliðar og mikið blásið.
Svo voru þeir Nick og John að sjálfsögðu með flottan augnskugga, augblýant og pínu oggopons af maskara, já og kannski Simon líka :) Algjört möst.
Ég er svo ótrúlega ánægð með þá. Þeir voru svooo mikið til í að skemmta manni. Simon sagði bara að þeir væru bara alveg til í að skemmta okkur lengi lengi, enda spiluð þeir streit í 2 klukkutíma og 10 mín.
Það sem ég er líka svo rosalega glöð með er að,
þeir spiluðu 2 af mínum uppáhaldslögum sem eru:
Hold back the rain...(sem er svona uppáhalds uppáhalds lag með Duran.)
Eld gamallt og frábært stuðlag sem reyndar fáum öðrum finnst svona svakalega flott :) Ég gjörsamlega fór yfir um þegar þeir byrjuðu að spila það í gær, og Simon mættur í eldrauða fínflauels jakkanum :)
Svo spiluðu þeir líka lagið Nice sem er á nýjustu plötunni þeirra. BARA flott lag.
Þrátt fyrir að vera í sætum dansaði ég hálfa tónleikana þar sem ég og allur salurinn gátum bara ekki hamið okkur. Stuðið var bara svoooo mikið.
Ég get bara ekki beðið eftir því að komast á tónleika með þeim 2006.
Áfram Duran Duran.
Þeir lengi lifi :)