þriðjudagur, ágúst 28, 2007
Akureyrarvaka og fleira skemmtilegt á Íslandi
Skemmtileg helgi að baki. Linda systir mín og strákarnir hennar komu norður á föstudaginn. Eyddum helginni saman meira og minna ásamt Eini bróður, fjölskyldunni hans ásamt mömmu. Mikið borðað og gantast.
Ég, mamma og Malín röltum um bæinn eftir hádegi á laugardaginn. Mikil dagskrá í gangi enda Akureyrarvaka sem er svona svipuð og Menningarnóttin fyrir sunnan. Veðrið var ekki upp á marga fiskana því miður. Vorum alveg að krókna úr kulda. Fúlt þar sem veðrið er búið að vera æðislegt undanfarna daga og er enn. Okkur leist nú eki á fyrst um sinn þar sem það var varla kjaftur í bænum. Fórum inn á Bláu könnuna og fengum okkur heitt kaffi til að reyna að hlýja okkur aðeins. Það dugði nú skammt. Fjörið byrjaði svo þegar við fórum að kíkja á atburðina sem voru í boði upp í gilinu. Kíktum á allar sýningar sem voru í boði voru. Þær voru nú ansi misjafnar eins og við er að búast. Ég var ansi fúl með það að Georg Guðni er nýbúinn að vera með sýningu hérna en því miður var hún hætt. Hann er án efa uppáhalds málarinn minn.
Við borðuðum svo öll saman heima hjá mömmu og eftir matinn heimsóttum við Ægir vinafólk okkar þau Heiðu og Zippó en þau búa beint á móti húsinu okkar í Helgamagrastrætinu. Þau eru svo mikið matarfólk (eins og við :) ) að þau voru ennþá að bralla í matargerð þegar við mættum þannig að við fengum að smakka aðeins hjá þeim líka. Bara gott. Röltum svo niður í bæ og hlustuðum á Leonard Cohen tónleika. Reyndar ekki hinn eini sanni en það var bara voða gaman. Kíktum aðeins inn á Cafe Karólínu en vorum svo mætt í ból um kl tvö.
Á sunnudaginn fórum við í berjamó til hennar Gunnu á Hallandi en Halland er staðsett upp í fjallinu sem er beint á móti Akureyri. Frekar mikið fallegt útsýni þar. Veðrið var geggjað. Um 20 gráður og sól.
Í gærkvöldi drifum við Ægir okkur í bíó en það gerist nú ekki oft. Ætli ég sé ekki búin að fara svona 4 x í bíó á síðustu 3 árum.
Við fórum að sjá Íslensku myndina Astrópíu. Mæli með henni. Mjög skemmtileg, fyndin og leikararnir stóðu sig mjög vel.
Ég, mamma og Malín röltum um bæinn eftir hádegi á laugardaginn. Mikil dagskrá í gangi enda Akureyrarvaka sem er svona svipuð og Menningarnóttin fyrir sunnan. Veðrið var ekki upp á marga fiskana því miður. Vorum alveg að krókna úr kulda. Fúlt þar sem veðrið er búið að vera æðislegt undanfarna daga og er enn. Okkur leist nú eki á fyrst um sinn þar sem það var varla kjaftur í bænum. Fórum inn á Bláu könnuna og fengum okkur heitt kaffi til að reyna að hlýja okkur aðeins. Það dugði nú skammt. Fjörið byrjaði svo þegar við fórum að kíkja á atburðina sem voru í boði upp í gilinu. Kíktum á allar sýningar sem voru í boði voru. Þær voru nú ansi misjafnar eins og við er að búast. Ég var ansi fúl með það að Georg Guðni er nýbúinn að vera með sýningu hérna en því miður var hún hætt. Hann er án efa uppáhalds málarinn minn.
Við borðuðum svo öll saman heima hjá mömmu og eftir matinn heimsóttum við Ægir vinafólk okkar þau Heiðu og Zippó en þau búa beint á móti húsinu okkar í Helgamagrastrætinu. Þau eru svo mikið matarfólk (eins og við :) ) að þau voru ennþá að bralla í matargerð þegar við mættum þannig að við fengum að smakka aðeins hjá þeim líka. Bara gott. Röltum svo niður í bæ og hlustuðum á Leonard Cohen tónleika. Reyndar ekki hinn eini sanni en það var bara voða gaman. Kíktum aðeins inn á Cafe Karólínu en vorum svo mætt í ból um kl tvö.
Á sunnudaginn fórum við í berjamó til hennar Gunnu á Hallandi en Halland er staðsett upp í fjallinu sem er beint á móti Akureyri. Frekar mikið fallegt útsýni þar. Veðrið var geggjað. Um 20 gráður og sól.
Í gærkvöldi drifum við Ægir okkur í bíó en það gerist nú ekki oft. Ætli ég sé ekki búin að fara svona 4 x í bíó á síðustu 3 árum.
Við fórum að sjá Íslensku myndina Astrópíu. Mæli með henni. Mjög skemmtileg, fyndin og leikararnir stóðu sig mjög vel.
föstudagur, ágúst 24, 2007
mánudagur, ágúst 20, 2007
Strengjabína.
Við hjónakornin byrjuðu gærdaginn á skvassi. Ár og dagur síðan við fórum síðast saman. Jiii hvað þetta er skemmtilegt. Ég var nú bara svei mér þá mun betri en ég þorði að vona hi hi :)
En í dag er ég eins og gamalmenni. Rosa strengir út um allt í hinum ýmsu vöðvum sem ég var búin að gleyma að ég væri með. Grindin búin að vera agalega leiðinleg við mig undanfarið. Hún er nú samt þokkaleg í dag :) Ætla samt ekki að hoppa hæð mína strax. Kannski ég verði alveg bakk í kvöld. Vona samt ekki.
En í dag er ég eins og gamalmenni. Rosa strengir út um allt í hinum ýmsu vöðvum sem ég var búin að gleyma að ég væri með. Grindin búin að vera agalega leiðinleg við mig undanfarið. Hún er nú samt þokkaleg í dag :) Ætla samt ekki að hoppa hæð mína strax. Kannski ég verði alveg bakk í kvöld. Vona samt ekki.
fimmtudagur, ágúst 16, 2007
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Ungfrú Mjallhvít
Malín byrjaði aftur í leikskólanum í gær. Þar hitti ég fullt af mömmum sem spjölluðu við mig (og að sjálfsögðu á Hollensku hi hi)
3 þeirra spurðu mig hvort ég hefði verið að koma úr fríi frá Íslandi. Döhhh nei sagði ég frekar heyksluð. Nú ok sögðu þær, hvar varstu þá?
Ég hlýt að vera svona ofur föl.
3 þeirra spurðu mig hvort ég hefði verið að koma úr fríi frá Íslandi. Döhhh nei sagði ég frekar heyksluð. Nú ok sögðu þær, hvar varstu þá?
Ég hlýt að vera svona ofur föl.
mánudagur, ágúst 13, 2007
Góðir dagar.
Þá erum við aftur orðin 4 á þessu heimili.
Alma, Gummi, Marteinn og Katrín (sem áttu einu sinni heima hérna í Oisterwijk) fóru heim til Íslands í gær eftir 12 daga dvöl hérna hjá okkur. Áttum svakalega góða daga saman, elduðum oft og mikið og opnuðum einar tvær eða þrjár freyðivín :)
Rosalega gaman að fá gesti. Mikil tilbreyting fyrir mig að vera ekki bara alltaf ein heima þegar Ægir er í vinnu. Ægir byrjaði að vinna aftur þann fyrsta en tók sér þó tveggja daga frí á meðan þau voru hérna. Fórum öll saman á ströndina og í Eftiling skemmtigarðinn sem er hérna örfáum mín. í burtu. Síðan var oft gengið í bæinn og fengið sér hádegissnarl á einhverjum af mörgum veitingastöðunum sem eru í boði hérna hjá okkur.
Við Alma fórum í eina bæjarferð til Tilburgar til að versla. Tókum lestina og lentum á svona gamaldags lest sem var með 6 manna klefum. Þetta var bara svona Harry Potter fýlíngur :). Vorum komnar á slaginu 4 inn í H&M og fyrr en varði var klukkan orðin 6 og afgreiðslufólkið farið að bíða eftir því að við drifum okkur út. Það náðist sem sagt ekki að fara í fleiri búðir og við náðum ekki einu sinni að kíkja upp á aðra hæð. Vorum bara fastar á þeirri fyrstu, enda svoooo mikið af flottum fötum.
Malín naut þess í botn að hafa krakkana til að leika sér við. Það var sko leikið sér frá morgni til kvölds...þvílíkt stuð. Hún er ekki vön að leika svona mikið og var því oft gjörsamlega búin á því. Einn daginn kom Ægir að henni upp í herbergi þar sem hún lá steinsofandi á miðju gólfi :) Þar svaf hún í klukkutíma eða þangað til Ægir vakti hana. Frekar fyndið.
Við vorum svo heppinn að fá þau til að passa fyrir okkur eitt kvöldið og að sjálfsögðu valdi ég það að fara á Linnen að borða. Fengum okkur (eins og alltaf) 5 rétta óvænta máltíð. Það var allt alveg obbolega gott. Bara gaman.
Nú fer allt að komast í réttar skorður. Malín byrjar í leikskólanum sínum eftir hádegi á morgun. Nú fer hún bara í "gamla" leikskólann þar sem það er búið að loka Hollensku skólanum mínum. Það verður hálf fúlt fyrir hana að vera bara 2 x í viku tæpa 3 tíma í senn. Ég þarf bara að vera dugleg að mæta í sportið með þær systur svo þær hitti fleiri krakka.
Emma gól sefur eins og er. Ég ætti því að drattast inn úr góða veðrinu og reyna að taka aðeins til og þrífa.
Meira síðar.
Alma, Gummi, Marteinn og Katrín (sem áttu einu sinni heima hérna í Oisterwijk) fóru heim til Íslands í gær eftir 12 daga dvöl hérna hjá okkur. Áttum svakalega góða daga saman, elduðum oft og mikið og opnuðum einar tvær eða þrjár freyðivín :)
Rosalega gaman að fá gesti. Mikil tilbreyting fyrir mig að vera ekki bara alltaf ein heima þegar Ægir er í vinnu. Ægir byrjaði að vinna aftur þann fyrsta en tók sér þó tveggja daga frí á meðan þau voru hérna. Fórum öll saman á ströndina og í Eftiling skemmtigarðinn sem er hérna örfáum mín. í burtu. Síðan var oft gengið í bæinn og fengið sér hádegissnarl á einhverjum af mörgum veitingastöðunum sem eru í boði hérna hjá okkur.
Við Alma fórum í eina bæjarferð til Tilburgar til að versla. Tókum lestina og lentum á svona gamaldags lest sem var með 6 manna klefum. Þetta var bara svona Harry Potter fýlíngur :). Vorum komnar á slaginu 4 inn í H&M og fyrr en varði var klukkan orðin 6 og afgreiðslufólkið farið að bíða eftir því að við drifum okkur út. Það náðist sem sagt ekki að fara í fleiri búðir og við náðum ekki einu sinni að kíkja upp á aðra hæð. Vorum bara fastar á þeirri fyrstu, enda svoooo mikið af flottum fötum.
Malín naut þess í botn að hafa krakkana til að leika sér við. Það var sko leikið sér frá morgni til kvölds...þvílíkt stuð. Hún er ekki vön að leika svona mikið og var því oft gjörsamlega búin á því. Einn daginn kom Ægir að henni upp í herbergi þar sem hún lá steinsofandi á miðju gólfi :) Þar svaf hún í klukkutíma eða þangað til Ægir vakti hana. Frekar fyndið.
Við vorum svo heppinn að fá þau til að passa fyrir okkur eitt kvöldið og að sjálfsögðu valdi ég það að fara á Linnen að borða. Fengum okkur (eins og alltaf) 5 rétta óvænta máltíð. Það var allt alveg obbolega gott. Bara gaman.
Nú fer allt að komast í réttar skorður. Malín byrjar í leikskólanum sínum eftir hádegi á morgun. Nú fer hún bara í "gamla" leikskólann þar sem það er búið að loka Hollensku skólanum mínum. Það verður hálf fúlt fyrir hana að vera bara 2 x í viku tæpa 3 tíma í senn. Ég þarf bara að vera dugleg að mæta í sportið með þær systur svo þær hitti fleiri krakka.
Emma gól sefur eins og er. Ég ætti því að drattast inn úr góða veðrinu og reyna að taka aðeins til og þrífa.
Meira síðar.
mánudagur, ágúst 06, 2007
Nokkrir ferðalagspunktar. (Betra er seint en aldrei)
Miðvikudaginn 18 julí lögðum við fjölskyldan ásamt múttu minni til Frakklands.
Gistum fyrstu nóttina á hóteli í litlum bæ örfáum mín. frá Disney.
Frekar gáfulegt alls saman þar. Það var t.d bannað að njóta matar og drykkjar upp á herbergjunum. Það var samt ekki í boði að fá neitt að borða í matsalnum nema maður léti vita með a.m.k 2 tíma fyrivara.
Emma gól sá um að allir væru ræs á slaginu sex. Við áttum því ekki í neinum vandræðum með að vera fyrst í morgunverðarhlaðborðið sem byrjaði hálf átta. Það var að sjálfsögðu stórglæsilegt. Snittubrauð og crossant í boði en engin álegg, sæt jógúrt og sæt morgunkorn...jommí eða þannig.
Mættum á slaginu níu í Disney. Rjómablíða og allir glaðir þrátt fyrir syfju. Fórum í báta og lestir, hringekjur og hittum skemmtilegar fígúrur. Toppurinn hjá Malín var sennilega að hitta vini sína Mikka og Mínu.
Gistum aftur á hótelinu og keyrðum svo af stað í sumarhúsið sem staðsett rétt við landamæri Frakklands en tilheyrir Ardenna héraðinu í Belgíu.
Sumarhúsið var með því verra og lummulegra sem maður hefur séð. Um leið og við opnuðum dyrnar kom þessi líka sterka fuggulykt á móti okkur. Við byrjuðum því á því að opna alla glugga og hurðir til að lofta út. Jújú..lyktin dofnaði en hún kom jafn óðum aftur. T.d í hvert sinn sem opnaður var skápur eða skúffur. Áhöld til eldhúsnota voru 3 eða eitthvað álíka en það var nú fyrir mestu að þarna voru léttvínsglös sem voru mikið notuð.
Eldavél og pottar voru nánast ónothæft, heitt vatn af skornum skammti, arinn sem virkaði ekki alveg sem skildi og svona var þetta allt saman. Svalirnar voru þær minnstu í mínum minnum, Eitt borð var úti á svölum sem náði nánast til allra hliða þannig að við 3 (ég, mamma og Ægir ) gátum rétt svo náð að troða okkur þarna út en það var auðvitað ekkert hægt að borða við borðið þar sem stólarnir komumst engan veginn upp. Ég hlussu brussan sá svo um að brjóta einn af stólunum fínu fyrsta kvöldið. Hlammaði mér sennilega svona hressilega á hann að hann fór bara alveg í spað greyjið. Það var frekar mikið fyndið og hlógum við mikið og lengi af nörraskapnum í mér.
Allir brunaskynjarar hússins (sem voru allir í lagi nota bene) fóru í einnig í gang fyrsta kvöldið á meðan Ægir var að steikja hallærislegasta nautakjöt ever. Það var að sjálfsögðu ekki grill á svæðinu og því varð að notast við fuggufýlupönnu. Píbbið í skynjurunum ætluðu aldrei að þagna þrátt fyrir að við værum búin að opna allt út og mamma og Ægir voru með viskastykkin á fullu við að reyna að fá reykinn í burt frá þeim. Háfaðinn var svo mikill að mamma endaði með því að fara út á svalir, brosa og veifa til nágrananna svo enginn færi að hringja á brunaliðið.
Ægir reyndi að kveikja í rómantíska arninum eitt kvöldið sem tókst nú ekki betur er svo að allt fylltist af reyk inni þannig að við máttum til með að svetta fullt af vatni á eldinn og drepa hann niður hið snarasta. Mamma, Malín og Emma vöknuðu svo allar næsta morgunn með svartar nasaholur hi hi.
Sturtan á svæðinu er alveg efni í heila ritgerð þannig séð. Sturtuhausinn var sá aumingjalegasti sem ég hef séð og bunan sem kom úr honum var svo stingandi að maður átti bágt með að láta hana sprauta á sig. Ég þakkaði nú bara pent fyrir að vera ekki brunninn eftir sólina því þá hefði ég ekki komist í sturtu í þessari ferð. Baðkarið var líka alltaf allt út atað í sandi þar sem sturtuhausinn var allur stíflaður og ekkert sturtuhengi var í boði þannig að allt varð rennblautt inni á baðherbergi eftir hverja sturtu. Frekar furðulegt. Svo var sko ekki í boði að fara í bað um leið og það var eldað því þá slökknaði á eldavélinni. Við komumst nú að því oftar ein einu sinni og oftar en tvisvar. Ótrúlega bjánalegt sístem.
Bústaðirnir voru staðsettir í alveg hrikalegum brekkum og vorum við nánast efst uppi. Móttakan og búðin voru svo sirka í miðjunni á fjallinu og svo aftur sundlaugin og veitingastaðurinn voru alveg neðst niðri. Það var því hálfgert batterí að komast á milli staða og frekar mikið púl. Fyrsta morguninn fórum við mamma og Malín í göngutúr niður að sundlaug og við urðum án gríns að skiptast á með að keyra Malín heim upp allar brekkurnar í kerrunni. Þetta var þvílíka líkamsræktin fyrir okkur og fengum við báðar strengi og fínarí.
Fyrirkomulagið í sundlauginni var nú BARA hlægilegt. Það mátti sko enginn fara út í laug án þess að vera með sundhettu en það var allt í lagi að skella sér ofaní án þess að sturta sig áður. Frekar mikið bjánalegt.
Þrátt fyrir þetta og margt annað sem var að þessum bústað að þá skemmtum við okkur alveg rosalega vel. Við fengum æðislegt veður og gátum notið þess og útsýnisinns, farið í siglingu og keyrt um sveitir og bæi. Frábært alveg hreint :)
Ég segi samt eins og mamma. Djö..... af hverju var maður ekki með dagbók og skrifaði allt niður jafn óðum. Það hefði sko verið hægt að búa til nörrabók ársins.
Gistum fyrstu nóttina á hóteli í litlum bæ örfáum mín. frá Disney.
Frekar gáfulegt alls saman þar. Það var t.d bannað að njóta matar og drykkjar upp á herbergjunum. Það var samt ekki í boði að fá neitt að borða í matsalnum nema maður léti vita með a.m.k 2 tíma fyrivara.
Emma gól sá um að allir væru ræs á slaginu sex. Við áttum því ekki í neinum vandræðum með að vera fyrst í morgunverðarhlaðborðið sem byrjaði hálf átta. Það var að sjálfsögðu stórglæsilegt. Snittubrauð og crossant í boði en engin álegg, sæt jógúrt og sæt morgunkorn...jommí eða þannig.
Mættum á slaginu níu í Disney. Rjómablíða og allir glaðir þrátt fyrir syfju. Fórum í báta og lestir, hringekjur og hittum skemmtilegar fígúrur. Toppurinn hjá Malín var sennilega að hitta vini sína Mikka og Mínu.
Gistum aftur á hótelinu og keyrðum svo af stað í sumarhúsið sem staðsett rétt við landamæri Frakklands en tilheyrir Ardenna héraðinu í Belgíu.
Sumarhúsið var með því verra og lummulegra sem maður hefur séð. Um leið og við opnuðum dyrnar kom þessi líka sterka fuggulykt á móti okkur. Við byrjuðum því á því að opna alla glugga og hurðir til að lofta út. Jújú..lyktin dofnaði en hún kom jafn óðum aftur. T.d í hvert sinn sem opnaður var skápur eða skúffur. Áhöld til eldhúsnota voru 3 eða eitthvað álíka en það var nú fyrir mestu að þarna voru léttvínsglös sem voru mikið notuð.
Eldavél og pottar voru nánast ónothæft, heitt vatn af skornum skammti, arinn sem virkaði ekki alveg sem skildi og svona var þetta allt saman. Svalirnar voru þær minnstu í mínum minnum, Eitt borð var úti á svölum sem náði nánast til allra hliða þannig að við 3 (ég, mamma og Ægir ) gátum rétt svo náð að troða okkur þarna út en það var auðvitað ekkert hægt að borða við borðið þar sem stólarnir komumst engan veginn upp. Ég hlussu brussan sá svo um að brjóta einn af stólunum fínu fyrsta kvöldið. Hlammaði mér sennilega svona hressilega á hann að hann fór bara alveg í spað greyjið. Það var frekar mikið fyndið og hlógum við mikið og lengi af nörraskapnum í mér.
Allir brunaskynjarar hússins (sem voru allir í lagi nota bene) fóru í einnig í gang fyrsta kvöldið á meðan Ægir var að steikja hallærislegasta nautakjöt ever. Það var að sjálfsögðu ekki grill á svæðinu og því varð að notast við fuggufýlupönnu. Píbbið í skynjurunum ætluðu aldrei að þagna þrátt fyrir að við værum búin að opna allt út og mamma og Ægir voru með viskastykkin á fullu við að reyna að fá reykinn í burt frá þeim. Háfaðinn var svo mikill að mamma endaði með því að fara út á svalir, brosa og veifa til nágrananna svo enginn færi að hringja á brunaliðið.
Ægir reyndi að kveikja í rómantíska arninum eitt kvöldið sem tókst nú ekki betur er svo að allt fylltist af reyk inni þannig að við máttum til með að svetta fullt af vatni á eldinn og drepa hann niður hið snarasta. Mamma, Malín og Emma vöknuðu svo allar næsta morgunn með svartar nasaholur hi hi.
Sturtan á svæðinu er alveg efni í heila ritgerð þannig séð. Sturtuhausinn var sá aumingjalegasti sem ég hef séð og bunan sem kom úr honum var svo stingandi að maður átti bágt með að láta hana sprauta á sig. Ég þakkaði nú bara pent fyrir að vera ekki brunninn eftir sólina því þá hefði ég ekki komist í sturtu í þessari ferð. Baðkarið var líka alltaf allt út atað í sandi þar sem sturtuhausinn var allur stíflaður og ekkert sturtuhengi var í boði þannig að allt varð rennblautt inni á baðherbergi eftir hverja sturtu. Frekar furðulegt. Svo var sko ekki í boði að fara í bað um leið og það var eldað því þá slökknaði á eldavélinni. Við komumst nú að því oftar ein einu sinni og oftar en tvisvar. Ótrúlega bjánalegt sístem.
Bústaðirnir voru staðsettir í alveg hrikalegum brekkum og vorum við nánast efst uppi. Móttakan og búðin voru svo sirka í miðjunni á fjallinu og svo aftur sundlaugin og veitingastaðurinn voru alveg neðst niðri. Það var því hálfgert batterí að komast á milli staða og frekar mikið púl. Fyrsta morguninn fórum við mamma og Malín í göngutúr niður að sundlaug og við urðum án gríns að skiptast á með að keyra Malín heim upp allar brekkurnar í kerrunni. Þetta var þvílíka líkamsræktin fyrir okkur og fengum við báðar strengi og fínarí.
Fyrirkomulagið í sundlauginni var nú BARA hlægilegt. Það mátti sko enginn fara út í laug án þess að vera með sundhettu en það var allt í lagi að skella sér ofaní án þess að sturta sig áður. Frekar mikið bjánalegt.
Þrátt fyrir þetta og margt annað sem var að þessum bústað að þá skemmtum við okkur alveg rosalega vel. Við fengum æðislegt veður og gátum notið þess og útsýnisinns, farið í siglingu og keyrt um sveitir og bæi. Frábært alveg hreint :)
Ég segi samt eins og mamma. Djö..... af hverju var maður ekki með dagbók og skrifaði allt niður jafn óðum. Það hefði sko verið hægt að búa til nörrabók ársins.