Lögðum af stað frá Oisterwijk til Frakklands klukkan þrjú á föstudaginn. Veðrið yndislegt. Glampandi sól og 15 gráður. Vorum lengi á leiðinni, mikil umferð og tók því ferðin mun lengri tíma en áætlað var. Þrátt fyrir lítið stopp að þá vorum við rúma 5 tíma á leiðinni :(. Malín sat prúð allan tímann og kvartaði ekki, en litla dýrið var kolvitlaust eins og oftast í bíl. Mikið rosalega verður gaman þegar hún hættir þessari vitleysu. Hún gólar bara og öskrar út í eitt. Finnst ekkert jafn leiðinlegt eins og að hanga í bíl. Malín tók svona tímabil þegar hún var lítil en það var nú aldrei svona slæmt og stóð ekki svona lengi yfir.
Fengum þetta fína hús í bæ sem er staðsettur 10 mín. fyrir utan Disney. Gauti, Annemieke, Ýr, Nói og Máni litli komu svo til okkar um klukkan ellefu. Emma og Malín voru þá löngu sofnaðar og eftir að restin af krökkunum voru sofnaðir fengum við okkur mjög svo síðbúinn kvöldmat. :)
Gerðum okkur mjög gott kjúklingasalat úr bókinni í Matinn er þetta helst.
Spjölluðum svo aðeins og fórum svo mjög þreytt í ból.
Emma vaknaði fyrst allra á laugardaginn (sem kemur nú ekki að óvart). Eftir morgunmat smurðum við okkur fullt af nesti og lögðum af stað í garðinn. Veðrið var mjög gott þrátt fyrir kulda þannig að margir voru komnir strax við opnun. Biðum því ansi lengi eftir því að geta kaypt miða.
Fórum í mörg skemmtileg tæki, sáum leiksýningu, skrúðgöngu og hittum fullt af skemmtilegum fígúrum. Því miður voru bæði Nói og ýr lasin þannig að þau skemmtu sér ekki alveg nógu vel og fóru snemma heim úr garðinum.
Ægir skrapp í eina kringlu sem er þarna rétt hjá eftir að hann skutlaði okkur heim í hús. Þar keypti hann Wii tölvu sem mig er búið að langa í svooo lengi. Hann var búinn að gera dauðaleit af henni hér í hollandi en alltaf var hún uppseld. Eftir að Annimieke var búin að bjóða upp á frábært nautakjöt og krakkarnir farnir í ból að þá var tekið á því í Wii :). Frekar mikið gaman. Þau hin eiga svona tölvu og höfðu því forskot á okkur í öllum leikjum. Við kepptum í hinum ýmsu leikjum með mismiklum árangri :). (fyrir ykkur sem ekki vitið að þá eru stýripinnarnir við þessar tölvu þannig að þeir virka eins og þú sért í álvörunni að spila t.d keilu, tennis og eins og þú sért að boxa. Það er ekki lítið fyndið að sjá fólk leika sér í þessu)Það er nú gaman að segja frá því að ég rústaði Ægi í boxinu. En mikið rosalega tekur þetta á. Úff. Ég er með ótrúlega mikla strengi.
Við skiluðum svo húsinu klukkan ellefu í gær. Keyrðum beina leið til Gent í Belgíu. Þar er alltaf jafn fallegt alveg sama á hvaða árstíma það er. Ég held að þetta hafi verið 4 skiptið okkar þarna :). Veðrið var alveg yndislegt. Mikil og sterk sól og logn.
Músin búin að rífa sig úr öllu.
Malín að mynda pabba sinn.
Emma aðeins að smakka á gulrótarsúpunni hennar mömmu.
Eftir nokkra klukkustunda dvöl í Gent var brunað heim á leið.
Allir vel þreyttir. Merkilegt hvað maður er alltaf búinn á því eftir ferðalög. Það verður vonandi breyting þar á fljótlega. Emma hlýtur að fara að fatta það hversu leiðinleg hún er þegar hún gólar út í eitt :)
Ég horfði á Eurovision í gærkvöldi. Frekar ósátt með að Haffi Haff hafi ekki komist áfram með lagið hennar Svölu :(. Frekar mikið svekkelsi.
Við hjónin tókum svo nokkra leiki í Wii fyrir svefninn og strengirnir orðnir þó nokkuð verri ef eitthvað er.
Ægir er að fara til London í fyrramálið og verður í 2 daga. Spurning um hvort kerlingin verði ekki bara í tennis og fleiru skemmtilegu á meðann.
:)