MATARGATIÐ

laugardagur, febrúar 23, 2008

Ömurleg vika að baki.

Ég er búin að vera svooo veik og er reyndar enn. Byrjaði með einhvern slappleika á laugardaginn fyrir viku. Varð alltaf slappari og slappari. Á miðvikudaginn hélt ég varla haus þannig að Ægir kom heim úr vinnu eftir hádegið og hefur bara verið hér. Ég hef lítið sem ekkert getað gert. Ég hef án gríns þurft að leggjast niður eftir að hafa klætt Emmu í sokkabuxur. Þvílíkt og annað eins. Þetta væri nú kannski í lagi ef ég gæti sofið bara en nei nei. Ég er nefnilega þannig að ég get bara ekki sofið með stíflað nef þannig að ég verði að sofa með opinn munn. Ekki séns. Ég er því í því að sprauta dóti í nebbann, sjúga gamla góða vicksið, éta verkjatöflur og hálsptöflur. Síðan er ég alltaf þyrst. Er í því að þamba vatn og þ.a.l þarf ég að pissa ótt og títt. Eftir klósettferðir þarf ég síðan að koma mér fyrir upp í rúmmi þannig að ég sitji helst alveg upprétt. Síðan þarf ég að fá mér aðeins meira að drekka og þar á eftir að fá mér smá varasalva og handáburð því án þess get ég alls ekki sofið.

Seinnipartinn í dag var ég ótrúlega mikið veik. Hélt varla haus og átti mjög erfitt með mig enda með 39,6 gráðu hita sem er ekki alveg ástand fyrir mig yfirliðsbínustínu. Ægir keypti nýjar verkjapillur handa mér sem innihalda parkódín, asprin og koffín sem ég tók í hvelli. Síðan dreif ég mig bara í bað (sá fram á að ég gæti bara ekki orðið veikari) með hvítvínstár með og ola. Viti menn ég hef bara ekki verið jafn spræk síðan á þriðjudag. Hitinn hefur lækkað þvílíkt, ég hef varla hóstað og nefið er ekki stíflað. Vona að þetta haldist út kvöldið þannig að ég geti horft á úrslitin í euro. Sá fram á það fyrr í dag að vera upp rúmmi volandi yfir því að missa af þessu.

Þetta verður örugglega rosa skemmtilegt og mikið spennandi :)
Góða skemmtun.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Sáum þessa í gær.



Mjög fín mynd. Virkilega ánægð með hana. Minnir svolítið á Fjögur brúðkaup og jarðaför og Love actually. Hollenskt tal og texti. Gaman að því :)

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Nýjar á Barnalandi

IMG_1420 (Medium)

Furðulegt veður.

IMG_1413 (Medium)

Það er ótrúlegur hita munur hérna hjá okkur þessa dagana.  Hér er oft um eða undir frostmarki snemma á morgnana en eftir hádegið fer hitinn upp í 15 gráður.  Horfði á fréttir fyrir nokkrum kvöldum og sá þar viðtal við einhvern gróðurdúd hérna.  Hann hefur miklar áhyggjur af veðrinu og segir að kannski verði þetta sumar öðruvísi en þau fyrri þar sem blóm og tré séu í hættu.  Vorið er bara komið of snemma í ár, blóm, runnar og tré farin að blómstra og það sé alls ekki nógu sniðugt þar sem það er ennþá svo kalt þess á milli.  Ég smellti af þessari mynd á leið í leikskólann á þriðjudaginn.  Falleg þessi litlu rauðu blóm en þau eru öll frekar frosin greyin.

En svo hef ég kannski bara misskilið fréttina algjörlega..hihi. Nema ég sé kannski bara orðin svona ótrúlega sleip í túngumálinu :)

IMG_1415 (Medium)

Þessi tré eru alltaf svo falleg þegar þau eru í fullum blóma.  Ég gat ekki betur séð en að sum blómin væru dauð eftir frostið :(  Frekar sorglegt.

Nokkrar frá því á mánudaginn var.

IMG_1403

 

IMG_1404

IMG_1407

IMG_1408

 

IMG_1409 

Fórum í seinniparts göngutúr í blíðu og sól. Rákumst m.a á þetta risavaxna tré sem gaman var að príla upp á.  Nú er hægt að brasa úti til klukkan að verða sjö enda orðið bjart svo lengi :)

IMG_1411

Ungfrú myndavélasjúk

Til hamingju með daginn í gær Robbie :)

robbiebdayslut1

mánudagur, febrúar 11, 2008

Helgin sem leið.

Lögðum af stað frá Oisterwijk til Frakklands klukkan þrjú á föstudaginn.  Veðrið yndislegt. Glampandi sól og 15 gráður.  Vorum lengi á leiðinni, mikil umferð og tók því ferðin mun lengri tíma en áætlað var.  Þrátt fyrir lítið stopp að þá vorum við rúma 5 tíma á leiðinni :(.  Malín sat prúð allan tímann og kvartaði ekki, en litla dýrið var kolvitlaust eins og oftast í bíl.  Mikið rosalega verður gaman þegar hún hættir þessari vitleysu.  Hún gólar bara og öskrar út í eitt.  Finnst ekkert jafn leiðinlegt eins og að hanga í bíl.   Malín tók svona tímabil þegar hún var lítil en það var nú aldrei svona slæmt og stóð ekki svona lengi yfir. 
Fengum þetta fína hús í bæ sem er staðsettur 10 mín. fyrir utan Disney.  Gauti, Annemieke, Ýr, Nói og Máni litli komu svo til okkar um klukkan ellefu.   Emma og Malín voru þá löngu sofnaðar og eftir að restin af krökkunum voru sofnaðir fengum við okkur mjög svo síðbúinn kvöldmat.  :)
Gerðum okkur mjög gott kjúklingasalat úr bókinni í Matinn er þetta helst.
Spjölluðum svo aðeins og fórum svo mjög þreytt í ból.

Emma vaknaði fyrst allra á laugardaginn (sem kemur nú ekki að óvart).  Eftir morgunmat smurðum við okkur fullt af nesti og lögðum af stað í garðinn.  Veðrið var mjög gott þrátt fyrir kulda þannig að margir voru komnir strax við opnun.  Biðum því ansi lengi eftir því að geta kaypt miða.
Fórum í mörg skemmtileg tæki, sáum leiksýningu, skrúðgöngu og hittum fullt af skemmtilegum fígúrum.  Því miður voru bæði Nói og ýr lasin þannig að þau skemmtu sér ekki alveg nógu vel og fóru snemma heim úr garðinum.

IMG_1369

IMGA0007
Ægir skrapp í eina kringlu sem er þarna rétt hjá eftir að hann skutlaði okkur heim í hús.  Þar keypti hann Wii tölvu sem mig er búið að langa í svooo lengi.  Hann var búinn að gera dauðaleit af henni hér í hollandi en alltaf var hún uppseld.   Eftir að Annimieke var búin að bjóða upp á frábært nautakjöt og krakkarnir farnir í ból að þá var tekið á því í Wii :).  Frekar mikið gaman.  Þau hin eiga svona tölvu og höfðu því forskot á okkur í öllum leikjum.  Við kepptum í hinum ýmsu leikjum með mismiklum árangri :).   (fyrir ykkur sem ekki vitið að þá eru stýripinnarnir við þessar tölvu þannig að þeir virka eins og þú sért í álvörunni að spila t.d keilu, tennis og eins og þú sért að boxa. Það er ekki lítið fyndið að sjá fólk leika sér í þessu)Það er nú gaman að segja frá því að ég rústaði Ægi í boxinu.  En mikið rosalega tekur þetta á.  Úff. Ég er með ótrúlega mikla strengi.

 

IMG_1382
Við skiluðum svo húsinu klukkan ellefu í gær.  Keyrðum beina leið til Gent í Belgíu. Þar er alltaf jafn fallegt alveg sama á hvaða árstíma það er. Ég held að þetta hafi verið 4 skiptið okkar þarna :).   Veðrið var alveg yndislegt. Mikil og sterk sól og logn.

 

IMG_1384

 

IMG_1394

Músin búin að rífa sig úr öllu. 

IMG_1391 
Malín að mynda pabba sinn.

IMG_1397

Emma aðeins að smakka á gulrótarsúpunni hennar mömmu.

 

Eftir nokkra klukkustunda dvöl í Gent var brunað heim á leið. 

Allir vel þreyttir.  Merkilegt hvað maður er alltaf búinn á því eftir ferðalög. Það verður vonandi breyting þar á fljótlega.  Emma hlýtur að fara að fatta það hversu leiðinleg hún er þegar hún gólar út í eitt :)
Ég horfði á Eurovision í gærkvöldi.  Frekar ósátt með að Haffi Haff hafi ekki komist áfram með lagið hennar Svölu :(.  Frekar mikið svekkelsi.
Við hjónin tókum svo nokkra leiki í Wii fyrir svefninn og strengirnir orðnir þó nokkuð verri ef eitthvað er. 

Ægir er að fara til London í fyrramálið og verður í 2 daga.  Spurning um hvort kerlingin verði ekki bara í tennis og fleiru skemmtilegu á meðann.
:)

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Flottur :)

caption0205

Pete vinur okkar og nágranni mættur í Carnivalbúning. 
Bara flottur..hihi :) :)

Appel rules.

Ólíkar systur

ætli ég megi fá þennan?

Malín krútta 8 mánaða að stúdera bjór í Hollandi.  Emma krútt er rétt farin að nota þessar buxur núna.  Malín næstum helmingi yngri.

IMG_1129    ´

Hér er litla dúlla í sömu buxum :)  rúmlega 15 mánaða :)  Frekar fyndið.

3 ár í Hollandi :)

Tíminn líður hratt
á gerfihnattaöld :)

Myndir frá því við fluttum 5 febrúar 2005.

og Malín fékk smá bita

Mamma að gefa Malín mús smá bita fyrsta daginn.

 

dansa dansa dansa

ég að taka smá danspor með snúllunni.  (nota bene, gallabuxurnar eru ennþá í fullri notkun. Góð ending :))

IMGP3687

Appelsínið fékk að fljóta með.

 

IMGP3688 

og Lindu konfektið líka. Það er samt orðið alveg glatað eftir að við smjöttuðum á Hollenska gúmmilaðinu.  Við mútta redduðum þessu einn, tveir og þrír.  Allt komið á sinn stað á einum degi svona nánast. Við góðar :)