MATARGATIÐ

þriðjudagur, maí 31, 2005

Glæstar vonir

Það sem ég lifi mig inn í þessar sápur.
Dauðsfall í þættinum sem ég var að horfa á núna áðan og ég bara grét og grét eins og ég væri hreinlega á staðnum. Mikið þykir manni nú vænt um þessar persónur sem maður er búinn að fylgjast með í gegnum súrt og sætt síðustu 10 eða 15 árin.
Hvað á ég eiginlega að gera þegar ég fer heim í frí ? Ég get eiginlega ekki verið að taka upp þættina næstu 3 vikurnar, eða hvað? jújú..kannski maður reyni það bara :)

Duran Duran klikka ekki :)

Jæja jæja jæja
Hvar á maður bara að byrja?
Kvöldið í gær var hreint út sagt SNILLLLD.

þið heima sem hafið tækifæri til að fara á Duran tónleika, vinsamlegast klúðrið því nú ekki. Þeir eru svo ótrúlega flottir gaurar :)
Við Alma lögðum af stað frá Oisterwijk kl fimm og vorum við komnar að höllinni rétt fyrir kl sjö...ji bara klukkutími í tónleika. Við vorum báðar alveg sársvangar og rifum við í okkur þessar fínu samlokur áður en við stigum inn í höllina. Þegar inn var komin var skoðað í töskurnar okkar og fékk ég ekki að fara með vatnsflöskuna mína inn :( frekar súrt. Það fyrsta sem við sáum svo þegar inn var komið vorum svipaðar flöskur til sölu (nema bara með áfengi í) frekar furðulegar reglur. Við vorum nú ekkert að kaupa okkur svoleiðis sull, þannig að við drifum okkur beint að næsta sölubás sem seldi ýmsan varning. Keyptum við okkur þessa líka sætu Duran boli og nokkur barmerki líka. Það var nú bara ekki hægt að sleppa því. Það er nú líka alveg tímabært fyrir mig að skipta út gamla góða duran merkinu mínu sem ég hef í einum jakkanum mínum. Held það sé síðan 85 eða eitthvað álíka.

Ég var nú fljót að fara úr svarta bolnum mínum sem ég var í og fara í þann nýja. Ótrúlega flottur bolur ( set mynd af honum inn síðar)
Ég mætti nefnilega með einnota myndavél á svæðið og svo er bara að sjá hversu vel myndirnar takast. Hef nú ekki mikla trú á þessu þar sem maður á að standa í 1-5 metra fjarlægð og vorum við ekki alveg svo nálægt. Kannski svona 6 -10 metra :)
En jæja
Spennan magnaðist eftir því sem klukkan tifaði og við Alma komum okkur fyrir mjög framalega.
Fólk er greinilega ekki að mæta jafn snemma á svona viðburði hér eins og heima. Við vorum nú frekar seinar en það var samt hálf tómur salurinn. Kl korter í átta byrjaði einhver dj að spila. Hann þambaði bjór og reykti ég veit ekki hvað margar sígarettur. Fólki fannst nú nóg komið eftir svona hálftíma, en nei nei..minn var ekkert á því að hætta. Á endanum mættu einhverjir gaurar á sviðið og fóru að taka dótið hans saman. Eftir þetta komu svo nokkrir gaurar á sviðið til að prófa græjurnar og tók það aðeins of langan tíma fyrir minn smekk.

En svo LOKSINS STIGU ÞEIR Á SVIÐIÐ..o boy o boy o boy. Ég vissi nú bara ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta sko. Ótrúlegt að sjá þá þarna á sviðinu í góðum gír.. .. og Simon í bleikri skyrtu sem gerði hann bara að enn meiri töffara. Maðurinn langt kominn á fimmtugsaldurinn en lítur ekki fyrir að vera degi eldri en ég. Hann fór nú reyndar fljótlega úr þeirri bleiku og fór í svarta og svo úr henni og í rauða skyrtu :) Jakkinn hans voða flottur líka, svartur með einhverjum pallíettum aftaná :)
Mér fannst hann líta lang best út af þeim. Ég held að það sé óhætt að segja að Andy hafi litið langverst út af þeim. Ji hvað hann er furðulegur. Við Alma hlógum mikið að honum. Hann lifði sig svo svakalega inn í lögin, var með þvílíku gítarsólóin hægri vinstri og lét eins og hann væri að spila með þvílíku rokkhljómsveitinni. Hefði kannski bara passað betur inn í Alice Cooper (eða hvað hann nú heitir) Andy var samt voða fínn, í teinóttum jakkafötum :) en svo var hann með svört sólgleraugu eins og reyndar alltaf og með svona rappara bling bling um hálsinn. Þvílíka gullfestin með svona dollara merki. Og hárið..o my god. Það er nú bara eins og á Bon Jovi og félögum þegar þeir voru sem verstir.
Mér fannst Nick og Roger vera bara eins og þeir voru. Báðir með eins hárgreiðslur og þeir voru með fyrir 15 árum. Nick var síðan í hálfgerðum leggings buxum og í hvítum jakka. John var með hálfgerða sítt að aftan klippingu. Var síðan í þröngum leðurbuxum og í svona jakkafatajakka með hauskúpu aftaná.
John dansaði um sviðið og brosti þvílíkt. Við Alma vorum pínu svekktar með það að hafa verið hægra megin við miðju en ekki vinstra megin. Málið er að John er á vinstri kantinum og Andy á þeim hægri og þó að það hafi verið ótrúlega fyndið að horfa á rokkarann Andy að þá hefði verið skemmtilegra að sjá meira af John.
Þeir spiluðu í svona einn og hálfan tíma og voru svo klappaðir upp, enda ekki búnir að spila girls on film og wild boys :) Þeir tóku reyndar mun fleiri lög þarna í restina þannig að þeir spiluðu nú alveg í 2 tíma.
Það var mjög svona öðruvísi að vera þarna á tónleikum en heima. Fólkið eitthvað svo voða salí. Stelpan sem stóð við hliðina á Ölmu stóð t.d kyrr ALLA TÓNLEIKANA. Hvernig er það nú bara hægt?
Þetta voru alveg frábærir tónleikar. Ég væri sko alveg til í að fara á tónleikana heima í lok juní líka. Hefði samt viljað vera búin að hlusta á nýja diskin þeirra meira. Þeir spiluðu nokkur lög af þeirri plötu og kannaðist maður ekki við nema 2 þeirra.

Við Alma brunuðum svo heim á leið kl rúmlega ellefu og vorum við ekki komnar fyrr en að ganga þrjú :( Lentum í ömurlegri umferðarteppu (sem er frekar algent hérna) og svo tókum við eina vitlausa beygju á leiðinni og það seinkaði okkur pínu :)

Lengi lifi Duran Duran..húrra húrra húrra.


Jæja best að fara að sinna grísla.
Meira síðar
dh

mánudagur, maí 30, 2005


Flott uppstilling sem ég fékk eftir tónleikana

Fyrsta bloggið

Jæja
þá er maður bara byrjaður að blogga :) svona eins og flestir aðrir.
Ekki það að ég hafi eitthvað rosalega merkilegt að segja, heldur er þetta bara svo þægilegt lausn. Þið heima getið þá fylgst betur með okkur og vonandi komið þið með einhver comment svona edrum og eins. Gaman að heyra frá ykkur.
Það sem ég ætla að byrja á að skrifa um er frábært veður og Duran Duran. Er nokkuð hægt að byrja bloggskrif á betri umræðuefnum??? Held svei mér ekki.

Veðrið hérna í Oisterwijk er búið að vera hreint út sagt frábært síðan á fimmtudag. Eiginlega bara of gott á köflum. Við erum búin að vera þvílíkt mikið úti alla helgina og ég er ekki frá því að ég sé bara komin með einar 10 freknur :)
Hitinn var um og yfir 30 gráður og fór hann hátt í 40 gráður á föstudaginn sem er eiginlega einum of. Maður reyndi svona annaðslagnið að fara inn til að kæla sig en það gekk ekki vel..úff hvað maður svitnaði mikið. Þrátt fyrir kaldar sturtur var manni alltaf allt of heitt. Næturnar hafa ekki verið spes. Við erum búin að sofa með lök núna síðust nætur og er manni samt of heitt. Þetta minnir mann nú bara á sólarlandaferðir.

Það er ekkert smá fínt að hjóla hérna í Hollandi eins og ég hef oft og mörgum sinnum verið að tala um. Við erum svo svaka fljót að hjóla t.d hingað niður í bæ..bara örfáar mín. Hjóluðum t.d á föstudaginn þangað og enduðum á því að borða þar ( sem er ekkert rosalega sjaldgæft) Ætluðum að fá okkur eitthvað snarl, en enduðum svo á að borða á þvílíkt góðum stað sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Fengum okkur ekkert slor, sjávarrétti í forrétt og kálfakjöt í aðalrétt namminamm. Drukkum svo að sjálfsögðu rauðvín með þessu. MATARGÖT :)

Á laugardaginn fórum við svo á ströndina sem er hérna rétt hjá okkur. Þvílíkt gaman og Malín Marta í banastuði. Hún var alveg ótrúlega góð allan tímann og var alveg sátt við að sitja bara í vagninum sínum. Hún var bara með bók með sér og las og las. Hún fékk aðeins að fara ofaní vatnið, en það var nú heldur kalt fyrir svona lítinn grís. Það verður kannski hægt að busla meira þarna í julí og ágúst.
Við borðuðum svo úti í garði á laugardaginn og röltum svo niður í bæ í góða veðrinu. Það var bara ekki hægt að hanga inni þetta kvöld. Tókum bara Malín með okkur í vagninum og hún fór svo bara að sofa kl 21:00. Við sátum niðri í bæ til svona tíu og röltum svo í rólegheitum heim. Vorum svo ekki að nenna því að fara inn þegar heim var komið þannig að við sátum bara úti í garði í hátt í 30 gráðum. Ægir hélt svo bara á Malín upp í rúm og hélt hún bara áfram að sofa þessi elska. Ekkert smá mikill munur síðan hún fór að sofa fastar.

Gærdagurinn var líka ljómandi góður. Hitinn ekki eins mikill en samt alveg brilljant veður. Hjóluðum út um allt hérna og stoppuðum við á mjög skemmtilegum stað sem er hérna inni í skóginum hjá okkur og fengum við okkur snarl. Þarna eru leiktæki, mínigolf og nokkur kaffihús..mjög kósí. Þarna rétt hjá er svo ströndin okkar, en þangað höfum við ekki ennþá komið.

Jæja
svo er það Duran Duran.
ji hvað ég er spennt. Ég er eiginlega alveg að farast úr speningi.
Er nefnilega að fara á tónleika með þeim í kvöld..jibbbbiiii
Ótrúlegt að maður skuli vera að fara að sjá þessi goð með berum augum. Úff hvað ég er búin að hlakka mikið til. Tónleikarnir eru í Amsterdam og ætlum við Alma saman. Alma er gift Guðmundi sem vinnur með Ægi og búa þau ásamt börnum sínum þeim Marteini og Katrínu hérna í sama bæ og við :) bara snilld að hafa þau hér.
Við Alma vorum búnar að ætla okkur að fara með lest þangað, en svo sýnist okkur að við verðum tæpar að ná síðustu lest heim :( þannig að að verður bara keyrt þangað á eftir. Vona bara að við lendum ekki ú umferðarteppu og missum af simon og félögum. Það væri ljótt.
jæja þetta er nú orðin meiri langavitleysan. Ætli þið nennið nokkuð að lesa þetta? Jújú, a.m.k Linda systir:) Hugsa til þín í kvöld þegar ég heyri fyrstu tóna duran :)

Ekki nema 4 dagar í íslandsför..jidúdda mía og ég ekki byrjuð að pakka. Hvað er eiginlega i gangi með mig? Ekki mjög líkt mér. En svona fyrir ykkur sem þekkið mig best, að þá er ég búin að skrifa minnismiða með því sem ég ætla að taka með og eru það BARA 4 BLS)
knúseríknús
dh

p.s set myndir inn fljótlega. Kann ekki alveg á þetta :(

Spokudum okkur a strondinni i vedurblidunni :)

sveittar maedgur ad koma inn ur solinni Posted by Hello