MATARGATIÐ

fimmtudagur, mars 13, 2008

Langt ferðalag.

Ferðalagið okkar frá Oisterwijk til Hafnarfjarðar tók 12,5 klukkutíma. Einum of langt með svona grísaling sem nennir ekki að sitja á sama stað eitt augnablik. Emma sem sé gólaði og gargaði nánast stanslaust.
Við byrjuðum á því að missa af fyrstu vélinni (frá Amsterdam til Oslo)þar sem við vorum bókuð svo asnalega. Náðum annari vél og voru í þvílíka stressinu með að ná svo vélinni frá Oslo til Keflavíkur. Þetta var svona eins og í bíói. Ægir með Malín í fanginu og ég með Emmu. Síðan var bara hlaupið á milli staða.
En við komumst á endanum og það er nú aðal málið.

Erum búin að hafa það gott bæði í Hafnarfirði og Akureyri. Ótrúlegt en satt en hér hefur verið snjór alla daga. Malín og Emma eru alveg í essinu sínu úti að leika. Ótrúlegt sport þar sem þær hafa varla séð snjó nema bara í mýflugumynd. Malín hefur verið svo óheppin að snjórinn á það til að hverfa á augabragði í hvert skipti sem við mætum á svæðið alveg sama hvort það sé vetur sumar vor eða haust.

Páskarnir að bresta á. Við fjölskyldan erum komin með 5 páskaegg. Okkur veitir nú ekki af þeim :)

þriðjudagur, mars 04, 2008

Ræs kl hálf sex.

Nú er það bara Ísland í fyrramálið. Alltaf gaman að fara á fætur um hánótt.

Annars fórum við með litla dýrið á spítalann í dag. Hittum þar barnalækni sem skoðaði hana, hlustaði, kíkti í eyrun og fleira. Henni fannst kúrvan hennar ekki í lagi. Hún hefur varla stækkað né þyngst í fleiri mánuði. Þannig að litla greyið fór í blóðprufu og þurfti að skila þvagsýni sem tók nú alveg hálfan daginn. Það á t.d að athuga hvort hún sé með eitthvað fæðuofnæmi t.d fyrir mjólk eða brauði. Við fengum svo aftur tíma hjá bæði háls, nef og eyrnalækni og barnalækni þegar við komum frá Íslandi. Fáum þá vonandi einhverjar fréttir úr þessum rannsóknum öllum.
Vonandi að það sé hægt að gera eitthvað fyrir hana. Ekki hægt að vera alltaf svona mikill lasiríus.

Sjáumst á Íslandi.
Við erum alveg til í að hitta skemmtilegt fólk og fá gott að éta :) :)

laugardagur, mars 01, 2008

Búbbilína

Í gær fór ég í fína nærfatabúð hér niðri í bæ. Að kaupa nærföt er það leiðinlegasta sem ég geri held ég bara. Finnst það ótrúlega mikið leiðinlegt. Mér finnst það svona álíka leiðinlegt eins og að kaupa skó. Skrítin ég.
Ég held að það sé reyndar bara vegna þess að ég finn aldrei neitt sem passar á mig. Hvorki nærföt né skó. Það er alveg saman í hversu margar búðir ég fer, alltaf verð ég sár og svekkt og kem tómhent heim. Nánast alltaf a.m.k.

Í gær tókst mér reyndar að spreða 15.000 kalli í nærfatabúðinni. Það er alveg ótrúlegur árangur. Ég var samt næstum því ekki að tíma því en lét nú samt til leiðast þar sem þetta passaði svona líka næstum því alveg á mig. Ég er farin að halda að ég sé eitthvað afbrigðileg í vextinum. Mitt númer er bara varla framleitt. Nema jú í Frakklandi hef ég heyrt. Verst að þeir hjá Disney world selji ekki bobbahaldara. Ég væri þá í góðum gír, enda förum við þangað á hverju ári :)
Hér og heima á Íslandi er hægt að kaupa 70 A,B,C og svo framveigis. En það er bara allt of stórt á mig. Þ.e.a.s utan um mig. Ég þarf stærð 65 sem er bara ekki fáanleg. Svo eru það bobbarnir. Úffpúff. Mér finnst ég bara svo alls ekki með stór brjóst. Það er bara svo langt frá því. Ég var með huge bobbalinga eftir að ég átti Emmu og á meðan hún var á brjósti. Ég hélt að ég væri nú bara við það að smella í gamla farið aftur enda eru 3 mánuðir síðan hún hætti á brjósti en nei nei. Það virðist ekki vera. Boggahaldararnir sem ég keypti hja mömmu síðast voru sko 70E og þeir eru allir orðnir frekar svona stórir. í gær í fínu nærfatabúðinni bað ég því um D og hugsaði svo með mér að ég gæti nú kannski bara alveg farið í C aftur en ó boy. Það var ekki alveg í boði, og ekki heldur D-ið. Keypti einn 70 DD og annan 70E sem er reyndar alveg það sama. Ég bara skil bara hvorki upp né niður í þessu.

En mikið rosalega er þægilegt að vera í brjóstahaldara sem passar. Úfff. Bara notalegt :). Ótrúlega pirrandi að vera í því stanslaust að laga brjóstin og troða þeim ofan í skálarnar aftur. Ég er samt ekki að sjá að þessir rosa flottu og fínu haldarar mínar sem ég keypti í gær eigi eftir að endast mér lengi. Verða sennilega of víðir mjög fljótt. En þá er bara að skella sér í ferð til Frakklands :)

Kósíkvöld

Við Malín ætlum að hafa kósíkvöld á eftir. Horfa á teiknimynd saman, borða nammi og popp og kíkja svo á Bresku eurovision keppnina á BBC.
Um síðustu helgi var mikið húllumhæ hjá okkur þrátt fyrir veikindi. Malín fékk að horfa á alla Íslensku keppnina og fór ekki að sofa fyrr en klukkan að verða ellefu. Henni fannst þetta þvilíka sportið og skemmti sér konunglega.

Á miðvikudaginn erum við svo að koma heim. Ægir þarf að vinna heima í 2 vikur og svo koma páskar. Við því á landinu í 3 vikur. Því miður er ekkert beint flug á miðvikudeginum þannig að við þurfum að millilenda í Noregi. Það verður fróðlegt að sjá hvernig litla dýrið verður í þetta skiptið. Ferðalög eru ekki alveg hennar tebolli. Vona að það fari að breytast.

Sjáumst á Íslandi
:)