Gleðilegt árið. Loksins gef ég mér tíma í smá blogg,
Ég hef bara varla farið í tölvu síðan í byrjun des.
Íslandsferin var fín. Stoppuðum í 3 vikur sem liðu ótrúlega hratt. Hittum marga en þó ekki nærri því alla sem mig langaði að sjá.
Ægir verður mikið í Noregi að vinna þennan mánuðinn og verður Guðrún tengdamamma hérna úti hjá okkur til mánaðarmóta. Það bjargar okkur alveg þar sem ég er byrjuð i Hollenskunámi sem verður pínu strembið. Ég er sú eina sem byrja ný í bekknum en fyrir eru um 20 manns og tala þau öll dálitla Hollensku. Sumir þarna hafa verið eina önn og aðrir tvær og sumir 3. Bekkurinn var að klára eina bók núna í vikunni og eru þau að byrja á bók 2 núna í næstu viku. Ég þarf því að byrja á henni með þeim ásamt því að taka próf í öllum köflunum úr bók 1 líka. Ég dreif mig bara í það strax á degi 2 að taka fyrsta prófið og gékk það bara ágætlega held ég. Ég verð nú bara alveg brjál. ef ég fæ ekki hátt í því þar sem ég sat og las í 6 klukkutíma fyrir það. Ég ætla að reyna eins og ég get að læra um helgina svo ég geti tekið próf úr köflum 2 og 3. Hver kafli er um 50 síður þannig að það er nóg að lesa.
En þetta er bara spennandi. Ég er svo rosalega glöð yfir því að vera loksins byrjuð :)
Við fengum þessar líka fínu fréttir um leið og við komum út eftir frí. Malín kemst inn á leikskólann sem er í sama húsi og skólinn minn :)
Hún verður því í leikskóla hálfan daginn alla virka daga. Þetta hittist svo skemmtilega á. Hún er nefnilega í sínum leikskóla á þriðjudögum og föstudögum og þar sem skólinn minn er á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum að þá verður mikið stuð á minni alla daga :).