MATARGATIÐ

mánudagur, október 22, 2007

Emma 1 árs í gær :)

IMG_0363_edited-1

þriðjudagur, október 16, 2007

Fórum í bíó í gær.

10m

Vorum sammála um að þetta væri bara besta mynd sem við höfum séð mjög lengi í bíó.
Virkilega góð skemmtun :)

mánudagur, október 15, 2007

Skrautlegt ferðalag

Það er eins og ég hafi lent undir valtara.
Það tekur ótrúlega mikið á að ferðast svona á milli landa, og þó sérstaklega þegar farangurinn er ægilegur, börnin (eða annað þeirra) ekki alveg í essinu sínu og svo er maður í því að bíða og bíða og bíða.

Þegar á flugvöllinn var komið blasti við okkur hundfúlar raðir. Ægir fór í eina röð og ég í aðra. Þar biðum við ótrúlega lengi :(
Þegar ég sá fram á að ég væri við það að komast að, að þá hóaði ég í Ægi. Alltaf er maður nú í því að velja vitluasa röð því strax þegar Ægir var kominn með allt okkar dót kom þessi kerlingardru... sem óð fram yfir allt og alla með sinn Saga class miða.
Eftir að við vorum búin að skila af okkur töskunum beið okkar aðrar raðir en þar völdum við að sjálfsögðu aftur kolvitlausa röð.

Eftir rúma 2 tíma í röðum vorum við loksins mætt í fríhöfnina. Ætluðum að fá okkur eitthvað gott að eta fyrir flug en ekki var tími til þess. Skófluðum því í okkur 2 vondum samlokum áður en við héldum inn í velina.

Lentum á leiðinlegri kerlingu í flugvélinni sem nennti ekkert að hjálpa okkur við að finna auka sæti fyrir okkur, eða þ.e.a.s konuna sem var í næsta sæti við okkur. Hún var nú meira að segja búin að bjóðast til þess sjálf að færa sig þar sem hún sá hvað við vorum með lítið pláss.
Þess í stað ákvað hún að drífa barnastólinn okkar niður í lest áður en allir voru búnir að koma sér fyrir. Við sáum svo nokkrum mín. síðar að það voru fullt af sætum laus nálægt okkur. Frekar fúlt. Við urðum því að skiptast á að halda og sitja með Emmu allt flugið og það var sko ekki beint gaman. Hún var ekki að nenna því að vera kyrr og gat ómögulega sofnað hjá okkur og var því mikið gólað og gargað. Það hefði a.m.k verið pínu pása fyrir mann að getað sett hana í barnastólinn á meðan matartíma stóð.

Ferðin frá Keflavík til Hafnarfjarðar var nú lítið skárri. Sumir voru á gólinu ALLA leiðina.
Fórum svo í flug frá Reykjavík - Akureyrar um kvöldmatarleytið og allir orðnir frekar mikið búnir á því.
Lentum í ömurlegu flugi. Reyndar var það allt í lagi framan af en síðustu 15 mín. voru vægast samt ömurlegar. Vélin hoppaði og skoppaði þvílíkt og ég þakkaði nú bara fyrir að sleppa lifandi þarna út.

Nóg um kvart og kvein í bili.
Farin að fá mér morgunmat. Þann þriðja á þessum morgni :)

föstudagur, október 12, 2007

Svo má ekki gleyma Patience :) Vídeóið tekið upp á Íslandinu og alles... :) kúl.

Ég verð 17 aftur eftir 20 daga....ú je baby :)

Take That voru að byrja að túra aftur...jibbbíí.
Og ég á miða liggaliggalóló.
Tónleikarnir fá frábæra dóma :), þannig að ég verð ekki svikin. Búin að bíða spennt lengi. Ægir var svo sætur að kaupa 2 miða á netinu handa okkur strax í janúrar. :).

Life as manband is hard work for the lads
NOW TT are a fully-fledged thirtysomething manband they have had to take extra measures to ensure they are fit enough for the rigours of touring.

Gary, 36, is now a lean machine after spending the summer on a punishing workout regime.

He also cut out snacks to help him slim down.

Jason is the fitness freak of the band and never touches a drop of alcohol. He only shops in health food stores and is massively into organic nosh.

He also cycles everywhere to keep his lean body in perfect condition.

Jason is 37 and Howard is 39 but that won’t be stopping their energetic dance routines, made famous first time around to tracks like Sure.

Howard has a backflip lined-up and Jason will delight the crowd with all of his trademark breakdancing. Not many blokes pushing 40 can manage that.

Baby of the group Mark, 35, chips in with a caterpillar and Gary, well... watches them.

The lads can still proudly tear off their jumpers and show off washboard stomachs.

When they were rehearsing for the National Movie Awards last month they whipped off their shirts because it was so hot.

They invited the rest of the crew to join them — but the bacon roll brigade decided it would be too embarrassing in comparison.


Hlakka BARA til :)



fimmtudagur, október 11, 2007

2 sætar snúllur nývaknaðar :)

IMG_0299_edited-1

Ísland á laugardaginn :)

IMG_0315

Músin tók þessa mynd af okkur mæðgum í gær.  Alltaf skal ég klæða okkur ALLT of vel.  Í gær voru um 16 eða 18 gráður og sólin skein skært.  Ég dreif mig samt í mína fjalla lopapeysu og var nær dauða en lífi á röltinu.  Það var mikið stuð og margir á röltinu sem við könnumst við og því kunni ég ekki við að fara úr henni og vera á bolnum einum saman.  Hann var nefnilega svo hrikalega skítugur.  Það voru sko ekki ein eða tvær bananaklessur á honum heldur svona 2/3 af banana.  Jæks.

En...
Við erum sem sé að fara til Íslands á laguardaginn og stoppum í 2 vikur.  Ægir verður að vinna en við mæðgur bara eitthvað að spóka okkur.
Bókuðum ferðina í gær og ég búin að pakka takk fyrir.  Ekki lengi að redda þessu enda er þetta eitt af því skemmtilegasta sem ég geri :) hi hi.
Ekki skemmdi það heldur fyrir að vera með fínu nýju ofur skjær bleiku töskurnar sem við keyptum um daginn.  Við verðum ekki lengi að koma auga á þær þegar þær koma trallandi á færibandinu :) 
Spurning um að smella svona eins og einni mynd hér inn af herlegheitunum.

miðvikudagur, október 10, 2007

Nýji nágraninn minn. Honum er margt til lista lagt.

caption0926

 

Frekar mikið hipp og kúl gaur :)

þriðjudagur, október 09, 2007

Hvor búningurinn er meira kúl?

slimgoodbodyhsday

slimgoodbodyhsweek

Það styttist í hrekkjavökuna.  Ég var að spá í að fá mér frábæran búning í tilefni dagsins.  Ég verð sennilega svaka kúl mamma ef ég labba svona í hús og sníki nammi.  Við Malín gætum jafnvel fengið okkur svona báðar.  Hvað værum við þá svalar?   :) :) :)

Nýji síminn minn.

11306356

Verslaði mér nýjan síma í dag. Motofone F3 eða eitthvað álíka.
Mjög lítill og þunnur, hálfgerð lumma :)
Hann er samt frekar hallærislegur greyjið. Skjárinn er alveg furðulegur, og stafirnir eru OFUR stórir þannig að maður þarf stanslaust að vera að skrolla niður til að lesa skilaboð. Það er víst ekki í boði að gera þá minni hi hi:)
Hringingarnar eru líka ofur bjánalegar og ekkert hægt að sækja sér eitthvað skemmtilegt. Uhuuu..ekkert Duran lengur.
Hugga mig samt við það að hann kostaði ekki nema 25 evrur sem eru svona 2000 kall.

Hann dugar a.m.k þangað til ég finn mér einhvern bleikan og sætan sem mig langar virkilega mikið í. Hef verið á höttunum eftir nýjum síma í þó nokkurn tíma en hef ekki séð þann eina rétta. Ég gat bara ómögulega beðið með þetta lengur. Minn gamli var alveg úti að aka.

mánudagur, október 08, 2007

Dandala fín helgi að baki.

Ég var í fríi í nokkra tíma á föstudaginn sem var bara æði. Ægir var svo næs að koma heim klukkan tvö á föstudaginn svo að ég gæti skroppið í búðarráp og í heimsókn. Ég var tæpa 5 tíma í burtu og held ég svei mér þá að það sé nýtt met síðan Emma fæddist.

Ég byrjaði á því að keyra til Moergestel sem er 10 mín í burtu. Sótti vinkonu mína hana Thatsanee og brunuðum við aftur hingað heim í Oisterwijk í smá búðarráp. Versluðum felleg barnaföt og drifum okkur svo að heimsækja stelpu sem heitir Edna en hún á heima á stóru sveitabýli sem er aðeins lengra en Moergestel. Edna var að eignast sitt annað barn fyrir u.þ.b mánuði.
Rúnturinn frá Oisterwijk til Ednu átti að vera um 20 mín. en endaði á að vera næstum því klukkutími. Við vorum með bæinn sem húsið hennar tilheyrir inn í tölvunni á bílnum en tölvan vissi ekkki hvar gatan var. Ægir reddaði okkur svo þar sem hann var heima með kort af bænum í tölvunni og sagði svo bara hægri hér og svo vinstri og svo framveigis :).
Það var voða gaman að heimsækja hana, skoða litlu snúlluna og tala Holllensku. Það gékk bara vonum framar verð ég að segja. Hún talar nefnilega enga ensku og því ekki hægt að redda sér þannig.
Heimferðin gékk mun betur, ekkert mál :)

Laugardagurinn byrjaði á því að við Malín fórum saman í tónlistarskólann. Yfirleitt er það þannig að hún fer ein, en þar sem við misstum af fyrsta tímanum um daginn að þá bauð kennarinn mér að koma núna og fylgjast með.

Nágranakonan mín ein sem er hárgreiðslukona kom svo til mín í hádeginu og litaði mig og snyrti. Við ákváðum að prófa að blanda saman svörtum og dökk brúnum i þetta sinn til að ath hvort liturinn endist eitthvað lengur í mér. Undanfarið hafði hún sett dökk súkkulaðibrúnan lit en hann hefur skolast mjög auðveldlega úr, eða breyst réttara sagt. Hárið á mér er bara alveg vonlaust. Það verður alltaf svona appelsínu, gul grænt...jakk.
Ef þetta fer á sama veg í þetta sinn að þá er bara eitt til ráða, og það er að gerast blondina á nýjan leik.

Seinnipartinn tók ég eina rispu í tiltekt. Tók risið mitt í gegn en það veitti sko ekki af því. Það hefur ekki verið þrifið síðan síðustu gestir fóru :)
Þvílíiki munurinn. Það er bara allt annað líf að ganga um þvottinn okkar og nóg af plassi til að hengja upp.

Í gær var önnur rispa tekin, en þá fór ég í að græja garðhúsgögnin fyrir veturinn. Bar 3 umferðir á borðið og bekkinn okkar en bara eina á stólana. Þeir eru komnir inn í skúrinn okkar en Ægir tók þvílíkt flott til þar.
Bekkurinn og borðið verða að vera úti í vetur. Spurning um að redda sér einhverri ábreiðu svo þetta fari ekki eins illa.

Við skruppum líka til Boxtel í gær, en það er borg sem er í 20 mín. fjarlægð. Þar voru búðir opnar í gær (en yfirleitt er allt lokað á sunnudögum) og drifum við okkur í Bart Smit sem er dótabúð. Þar versluðum við m.a afmælisgjafir handa Emmu og slatta af jólagjöfum. Ji minn eini hvað það er notalegt að vera búin að redda nokkrum svoleiðis :)

Eftir Boxtel drifum við okkur á svo kallaða trampólínstað, en það er nánast orðinn fastur liður um hverja helgi. Það er eini veitingastaðurinn sem Emma er sátt á. Þar getur hún líka labbað um allt og dundað sér í sandi og drullu á meðan við étum og njótum sólarinnar eins og við gerðum í gær. Veðrið var rosalega gott alla helgina. Um 17-20 stig og sól að mestu.
Malín finnst líka fátt skemmtilegra en að vera á þessum stað. Þarna hittir hún yfirleitt rosa marga krakka og getur kíkt á fullt af dýrum líka. Gaman að því.

Myndir frá helginni sem leið.

 

IMG_0254

Ég fór með Thatsanee vinkonu  minni að heimsækja eina stelpu sem var með okkur í Hollenskunni.  Hún eignaðist þessa litlu snúllu í síðasta mánuði.  Thatsanee á að eiga eftir mánuð :) gaman að því.

 

IMG_0258

Algjör dúlla.

 

IMG_0269 

Malín fór í tónlistarskólann á laugardaginn.  Ótrúlega gaman.

 

IMG_0274

Mætt á leikvöll.  Það sem mér finnst stór kostur  hér er að hér eru litlir leikvellir út um allt.  Í okkar hverfi eru 7 litlir leikvellir sem við erum frá svona 2 - 10 mín að labba á.  Eitthvað annað en heima á Akureyri.  Þeir sjást nú bara ekki lengur þar.

 

IMG_0276

Malín komin með myndavélina.  Frekar dugleg að mynda.  Myndirnar samt ekki allar í fókus en það nú bara smart hi hi :)

 

IMG_0279

Emmilíus labbiríus

 

IMG_0283

Þetta er nú ansi flott mynd hjá henni :)  Nota bene...kerlingin nýbúin í litun og komin með nánast svart hár.

föstudagur, október 05, 2007

Músin tilbúin í leikfimi :)

IMG_0240_edited-1

fimmtudagur, október 04, 2007

IMG_0208 (Small)

Þessi krúttibína er orðin alveg óstöðvandi í labbinu.  Er farin að labba mun meira en skríða :)

IMG_0236 (Small)

Alltaf jafn gaman að renna.  A.m.k á meðan maður rúmast ágætlega fyrir :)

miðvikudagur, október 03, 2007

Nokkrar haustmyndir.

IMG_0205 (Small)IMG_0204 (Small)IMG_0207 (Small)   IMG_0201 (Small)  IMG_0202 (Small)

Það er aldeilis komið haust hérna hjá okkur.  Tréin og gróðurinn mjög fallegur.  Þrátt fyrir að það sé frekar kuldalegt um að litast eins og í dag (mikil þoka) að þá höfum við um 18 gráður.

Stubburnar og ég erum oftar en ekki allt of mikið dúðaðar.  Emma greyjið alltaf látin vera með húfu, enda er mikið flissað þegar fólk mætir okkur.

Nýjar myndir á Barnalandi


Litla snúða fékk aðeins að bregða sér í flottustu úlpuna.

þriðjudagur, október 02, 2007


Dúdinn í dýragarðinum sem á ljótustu buxur í heimi, eða svona með þeim ljótari. Gubb.

Fyrsti oktober í gær.

Mánudagur.
Pabbi hefði átt afmæli.
Gerðum aðra tilraun til að fara í borgarferð sem tókst mun betur en síðast.
Versluðum nokkrar jólagjafir, 3 nýjar ofurbleikar ferðatöskur og fleira.
Stubban var bara frekar sátt.
Kvöldmaturinn var framleiddur klukkan að ganga tíu. Úpps.
Eldaði þvílíkt flottan spari fiskrétt sem átti að vera í matinn á sunnudaginn. Það klúðraðist nú algjörlega þar sem fiskurinn sem við keyptum og ætluðuðm að nota fyrst var algjör horror.

Ætla nú að fara að drattast í það á næstunni að setja inn myndir af gúmmilaði matnum okkar ásamt nokkrum uppskriftum annað veifið.