MATARGATIÐ

þriðjudagur, október 31, 2006


9 daga krutt med flottar tasur :)

Malin bar ut thakkarkort fra okkur i morgun med mynd af Stubbalinu i husin i gotunni. :)

laugardagur, október 28, 2006


saetar systur

uff hvad madur er saetur.

ljuft ad vera nybuin ad fa ad supa.

Stora systir faer pakka fra mommu og pabba.

vaaaa flottur vagn. Nu getur Malin farid i gongutur med dukkurnar sinar thegar eg fer ad thramma um med tha stuttu.

alveg agaett ad kura hja mommu

vigtud i gaer. Komin upp i 3500 gr (var 3700 vid faedingu) Var i fyrsta sinn maeld og er hun 51-52 cm alveg eins og stora systir.

Góðir grannar.

Hollendingar geta nú verið ansi flottir stundum.
Það er alltaf mikið húllumhæ í kringum afmæli og aðra stórviðburði hér og ekki síst þegar fólk eignast börn. Hér skreyta menn garða sína hágt og lágt með alls konar dótaríi, setja upp skilti með nafni barnsins, og setja upp fána og blása upp blöðrur :)
Við létum nú duga að setja upp nokkrar bleikar kanínu blöðrur sem á stendur Hoera een meisje sem þýðir sirka húrra, hér fæddist stelpa, og svo settu Ægir og Malín upp einn borða út í stofuglugga líka :)
Áður en Ægir setti þetta upp var það strax búið að fréttast að okkur hefðist fæðst stelpa og kort og blómvendir byrjuðu að streima heim frá fólkinu í götunni. Þetta finnst mér nú alveg frábært. Við erum búin að fá um 20 kort frá nánast öllum í götunni, og ekki bara frá því fólki sem við könnumst eitthvað við heldur líka frá fólki sem við höfum ekki einu sinni talað við. Ótrúlega sætt af þeim finnst mér.

föstudagur, október 27, 2006

Snarlað um miðja nótt.

Ég sit hér ein niðri klukkan fjögur að nóttu og er að háma í mig cheeriosi. Frekar mikið óþægilegt að geta ekki sofið fyrir hungri. Ég var að enda við að gefa þeirri stuttu. Það sem þetta er nú yndislegt lítið dýr. :) Hún er svo stillt og góð og er bara algjör draumur í dós. Hún sefur bara og fær sér að súpa þess á milli.

Ægir færði mér þær sorgarfréttir í gær að Andy Taylor væri hættur í Duran Duran. Mikið hrikalega sem svona fréttir geta fengið á mann. Ég á seint eftir að ná mér grát grát :(
Annars á hann Simon sæti Le Bon afmæli í dag. Til lukku með það.

Jæja farin aftur upp í ból.
Dú dú

miðvikudagur, október 25, 2006


8:20 komin i monitor upp a spitala

9:48 maetti hun.

bara buin ad vera til i nokkrar sekontur

amma og Malin ad knusa tha stuttu

stora systir sael og glod med litlu systur

stora systir ad fylgjast med

adeins verid ad smakka a pabba

maedgur ad kura

otrulega falleg :)

buin ad supa og tha er madur frekar mikid saddur

thad er best ad sofa upp i.

rosa gott ad slappa af i badi

rosa gott ad vera svona hja pabba

otrulega mikid krutt, og rusina og lika grjon eins og Malin myndi segja

Litill froskur a heimleid

Mæðgur komnar heim :)

Jæja loksins.
Mín orðin aðeins minna belgísk :)

Fæðingin:
Gékk eins og í lygasögu. Aldrei datt mér í hug að þetta ætti eftir að ganga svona hratt og vel fyrir sig.
Fór út að borða á föstudagskvöldið. Fékk mjög öra samdrætti þar en samt kannski ekkert miklu meira en undanfarnar vikur. Fór að sofa rétt fyrir miðnætti en gat ekki sofnað. Byrjaði svo að fá hríðir kl eitt um nóttina. Fyrst voru þær mjög óregglulegar og alveg þolanlegar. Ég vakti alla nóttina en vakti svo Ægi klukkan að ganga sex og var þá orðið stutt á milli verkja eða um 5 - 8 mín. Malín vaknaði á sama tíma og kom hún upp í til okkar. Við fórum svo öll saman niður að fá okkur morgunmat um kl sjö voða næs. Malín var frekar flott. Hún virtist sko alveg skilja hvað væri í gangi, fannst ekkert skrítið þegar mamma hennar fór niður á fjórar fætur eða labbaði um gólf og andaði ótt og títt. Hún vissi það bara að litla systir væri alveg að fara að koma :)
Klukkan var átta þegar við drifum okkur upp á spítala en þá voru hríðirnar orðar mun öflugri og ekki nema um 2-3 mín á milli.
Ég fór strax inn á fæðingastofu og var sett í monitor. Hríðirnar voru orðnar mjög sterkar og hrikalga sárar. Læknirinn kom svo stuttu síðar og skoðaði mig og kom þá með þau gleðitíðindi að ég væri komin með 7 í útvíkkun. Við vorum ekkert smá ánægð með þær fréttir. Var búin að búast við því að ég væri bara með einn eða tvo í mesta lagi. Það hefði nú verið ansi mikið fúlt.
Innan við hálftíma síðar þurfti ég svo bara að byrja að rembast og daman kom svo bara í heiminn stuttu síðar. Þetta voru því ekki nema tæpir 2 tímar sem þetta tók eftir að ég mætti á spítalann.
Eina sem hægt er að setja út á þessa fæingu er að ég var klippt og er með nokkur spor sem pirra mig ótrúlega mikið. Þessa dagana labba ég því eins og Ozzy vinur minn Ossborne og get lítið setið en þetta grær vonandi fljótlega.
Þar sem sú stutta var búin að kúka í legvatnið þurfti ungbarnalæknir að vera viðstaddur fæðinguna. Ég fékk samt að fá hana upp á bumbuna mína í smá stund áður en hún var tekin af mér. Ægir fór svo með lækninum þar sem hún var skoðuð í bak og fyrir og svo kom hún stuttu síðar til mín aftur :)

Við mæðgur gistum svo eina nótt á spítalanum en fórum svo á fæðingarheimili daginn eftir og vorum bara að koma heim núna í dag. Það var mjög svo ljúft að vera þar. Þetta var bara eins og fínasta hótel með góðri þjónustu. Ægir gisti hjá mér allar næturnar og Malín var bara í góðum gír hjá ömmu heima. En það er nú ansi mikið gott að vera komin heim aftur. Það verður ljúft að sofa í sínu rúmmi með sína sæng og kodda í nótt.
Næstu daga eiga svo bæði eftir að koma ljósmæður og hjúkrunarkona sem fylgist með okkur mæðgum. Ég á rétt á alveg hrikalega mörgum klukkutímum í svona heimahjúkrun en ætla ekki að nýta mér það allt. Finns meira en nóg að fá þessar konur næstu 2 daga. Það er ekki eins og ég sé ein heima með stelpurnar mínar, heldur eru bæði tengdamamma og Ægir heima. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir þær sem eru heima með börn og eiginmaðurinn farinn að vinna aftur. Þeir fá jú ekki nema 2 daga í fæðingarorlof þessir Hollendingar.

Malín er alveg alsæl með litlu systur. Finnst hún svo hrikalega mikið sæt, mikið grjón og rúsína :) frekar fyndið. Knúsar hana og kyssir alveg þvílíkt.
Sú stutta er ofboðslega góð. Er farin að fá mikla mjólk og sefur yfirleitt allan daginn eða svona hér um bil. Hún mætti kannski sofa aðeins betur á nóttunni en hún á það til vilja drekka ótt og títt og þá lítið í einu og það er bara ekki í boði. Ég er svo stútfull af mjólk þannig að það er betra fyrir mig að gefa henni með aðeins lengra millibili þannig að hún drekki þá kannski aðeins meira í einu og nái kannski einhverjum rjóma með.
Ég fæ að bjalla á þig Alma mín og ræða þetta við þig. Þær eru kannski bara að láta mig gera bölvaða vitleysu?
Jæja nóg í bili.
Set myndir inn á eftir.
:)

laugardagur, október 21, 2006


Montinn pabbi

Kr�tt

Kr�tt

Kr�tt

Kr�tt

Gott a� k�ra hj� m�mmu

Komin til m�mmu

St�lka, 3700 gr

þriðjudagur, október 17, 2006


Bumbulinan eg komin 12 vikur og svo 40 vikur. Buin ad baeta a mig 12 kiloum og bumban buin ad staekka um 21 cm :)

föstudagur, október 13, 2006

Lítið títt.

Ég er hér enn.
Ekkert að gerast :(
Fór í skoðun á sjúkrahúsinu áðan. Skil ekki alveg af hverju ég þarf að mæta á þar í hverri viku. Hélt að ég ætti að hitta fæðingalækni í hverri viku frá viku 36 en nú er ég búin að hitta einhverja aðstoðakonu 2x í röð og ég á líka að hitta hana í næstu viku.
Held reyndar að þessi aðstoðarkona sé líka læknir. Það er í rauninni ekki neinn munur á þessum skoðunum. Skil ekki alveg málið. Svo er bara svoooo ömurlegt að hanga þarna og bíða svo tímunum saman. Var þarna í 2 tíma í dag...frekar mikið leiðinlegt.
Ég er búin að vera með hrikalegan verk efst vinstra megin í bumbunni núna í nokkra daga. Það er hreinlega eins og ég sé stungin með hnífi þar ef ég hnipra mig saman eða sný mér mikið og núna í morgun byrjaði ég að finna frekar mikið til í augunum. Þetta eru svona stringir sem koma og fara bak við augun. Ég var því send í blóðprufu til að útiloka meðgöngueitrun. Kellan sagði samt að það væru mjög litlar líkur á að ég hefði það sem betur fer. Það væri frekar ef verkurinn sem ég er með væri hægra megin. Þetta kemur allt í ljós seinni partinn.
Meira síðar.

þriðjudagur, október 10, 2006

Dúll

Tengdamamma kom til okkar á sunnudaginn var. Síðan þá hef ég verið í þvílíkri afslöppun og varla þurft að gera nokkurn skapaðan hlut.
Það liggur meira að segja við að það sé smurt ofaní mann :)
Hún bannaði mér meira að segja að sækja Malín í leikskólann í dag á hjólinu. Það er kannski eins gott að hún kom ekki fyrr. Ég væri orðin ennþá meiri feitalíus..obbosí.

föstudagur, október 06, 2006


Uppahalds diskurinn minn thessa dagana. Maeli med honum. Thetta er saensk hljomsveit sem heitir Peter, Bjorn and John. Veit ekki hvort thad er eitthvad verid ad spila tha heima. Vinsaelasta lagid theirra heitir Young Folks og er alveg brill og svo er myndbandid lika mjog smart :) Arpur hinn saenski kannast nu sennilega vid tha, er haggi? :)
Tok eftir thvi a heimasidunni theirra ad their eru med tonleika i Amsterdam i kvold. Hefdi svooo verid til i ad fara ef eg vaeri ekki svona thung a mer og mikill stirdbussi.

miðvikudagur, október 04, 2006

Rólegur dagur.

Nú á að taka því rólega og slaka vel á í dag :)
Síðustu dagar hafa verið hrein hörmung. Samdrættirnir að aðrir verkir að drepa mann og daman spriklar og sparkar aðeins of mikið fyrir minn smekk. Mér er nú bara farið að hætta að standa á sama þegar ég er farin að heyra þvílíka brakið og brestina frá rifbeinunum :( ekki mjög þægilegt.
Malín er í pössun hjá Annemieke í allan dag :)
Ég fór í búð í morgun og verslaði heilan haug inn en svo hef ég ekki gert neitt nema hanga í tölvu.
Á svo tíma í strípur núna klukkan eitt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það endar. Ætli það verði í fyrsta sinn sem ég verð ánægð? Það væri það nú. Kominn tími til finnst mér a.m.k.

ohhhh

Ég er ekki í lagi. Ég fæ alltaf alveg fáránlegar matarlanganir þessa dagana. Langar þá alltaf í eitthvað sem er bara ekki í boði. Nú langar mig alveg sjúklega mikið í steikan kjötbúðing með kartöflumús, svissuðum lauk, rauðrófum og brúnni sósu. Það er bara ekkert annað sem mig langar í...grát grát.

Jaeja 38 vikur. Vona ad thetta verdi sidasta bumbumyndin.