MATARGATIÐ

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Ísland, best í heimi?

Dagurinn í dag búinn að vera töluvert öðruvísi en allir dagar síðustu 3 vikurnar. Hér hafa verið endalaus veikindi og flestir búnir með 2 umferðir af flensum en Emman er rétt að klára sína þriðju :(.
Malín er orðina ansi kvefuð greyjið. Ég veit bara ekki hvað ég geri ef hún fer að verða lasin enn og aftur. Ég held svei mér þá að mér veiti ekki af því að leggjast bara inn á heilsuhæli eftir þessa törn. Þvílíkt og annað eins.

En yfir í daginn í dag aftur. Hann er búinn að vera aðeins fjör meiri en síðustu dagar eða vikur. Við mæðgur byruðum á því að hjóla niður í sport klukkan níu. Ég fór reyndar ekki að sportast en drakk bara mitt kaffi og horfði á par spila skvass sem var nú bara skemmtilegt. Ég var svo ánægð þar sem þau voru mun lélegri en við Ægir og uppgjafirnar hjá þeim voru bara glataðar sko...hihi.
Það gékk bara vel með Emmuna í pössuninni. Hún hefur aðeins verið að góla þar undanfarið en nú var allt í gúddí þannig að mín getur farið að sportast aftur :). Sé nú reyndar ekki alveg fram á mikið sporterí á næstunni þar sem við erum að koma til Íslands eftir 10 daga.

Eftir sport var haldið heim. Emma fékk sér blund og að því loknu var hjólað í sportið hennar Malínar. Í dag var mikið stuð og húllumhæ þar enda mættu 3 svarti pétrar (sem eru hjálparsveinar jólasveinsins) og gáfu þeir krökkunum piparkökur og pakka. Þetta var ótrúlega gaman.
Vorum svo ekki fyrr komnar heim og búnar að klæða okkur úr útigallanum þegar ein mamman hringdi til að bjóða Malín í heimsókn. Við fórum því aftur í útigallana og ég brunaði með þær systur í tvöföldu kerrunni okkar heim til Sophiar.
Ég er því búin að hreyfa mig ótrúlega mikið í dag þrátt fyrir ekkert sport :)
Ótrúlega þægileg tilfining að blása aðeins úr nös og einstaklega þurft fyrir minn slappa bossa.

Í sportinu í morgun fékk ég þær fréttir að Ísland væir besta land í heimi. Ég kom alveg að fjöllum, en jú jú..það segir ríkissjónvarpið hér í Hollandi. Það var gerð einhver risastór könnun þar sem Ísland var sett í 1 sæti yfir það hvar best væri að búa. Í öðru sæti var Finnland og Ástralía í því 3. Holland komst ekki nema í sæti númer 9 sem þeim þarna í sportinu fannst nú alveg glatað.
Ég verð nú að segja það að ég finn ekki fyrir mikilli löngun til að flytja aftur heim. Ég á eftir að vera í fýlu alla daga yfir því að geta ekki haft parmesan og parmaskinku í næstum því hvert mál.
Hér er ég líka að kaupa kílóið af kjúklingabringum á tæpar 400 kr, kíló af osti á 3-500 kr, 12 egg í bakka á 80 kr, kínamat tvo-þrjá rétti og núðlur eða hrísgrjón fyrir 2 (sem dugar reyndar fyrir 4) á 1000 kall, og fínar hvítar og rauðar flöskur á kúk og kanil. Hér borga ég líka bara 5000 kall fyrir klippingu og litun og get verslað mér föt á besta verðinu í allri evrópu, eða næstum því svona ef við tökum ekki löndin í rassgati með sem tilheyra víst evrópu líka.
En nóg raus um þetta.

Thea kennarinn hennar Malínar í sportinu er að hætta núna um áramót. Kerlingin er eldspræk, örugglega ekki orðin sextug. Hún ætlar að hætta að vinna ásamt manninum sínum og ætla þau að fara að njóta lífsins saman. Flott hjá þeim :).
Hún sagði mér það fyrir löngu að þau væru búin að plana ferð til Íslands sumarið 2009. (Hollendingarnir alltaf með plön langt fram í tímann) Þau ætla sko ekkert að fara í neitt smá stopp heldur ætla þau að dvelja þar í 3 mánuði takk fyrir. Í dag sagði hún mér það svo að þau væru búin að redda sér landrover jeppa til að ferðast um á. Ég sagði það nú við hana að það væri MJÖG dýrt að ferðast á Íslandi og hún sagðist vita það og sagði bara að það tæki því ekkert að fara bara í 3 vikur. Þau yrðu að skoða landið almennilega fyrst þau væru að fara þangað. Ætli þau séu ekki búin að spara fyrir þessu í einhver ár :)

Bara ef maður væri nú svona skipulagður.

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Þreytandi dagur í gær.

Ég eyddi rétt tæplega 3 timum á spítalanum. Alltaf jafn gaman að hanga og bíða á svona stöðum eða þannig. Fór í 2 próf út af ofnæminu. Fyrst fór ég í klukkutíma langt lungnapróf sem var ekki spes. Það fór þannig fram að ég var látin anda að mér 8x í 2 mín. í senn histamíni í misstórum skömmtum. Fyrst var skammturinn mjög lítill en svo var hann aukinn janft og þétt í þessi 8 skipti. Eftir hvert skipti var ég svo látin anda að mér (í gegn um annað rör) og blása eins fast og ég gat aftur. Útkoman kom síðan strax í ljós í tölvu sem var fyrir framan mig og sá maður þá hvað histamínið gerði mér erfiðara fyrir í önduninni.
Úff..en mikið agalega er erfitt að gera ekkert annað en "bara" anda. Það er ekkert mál að anda svona dags daglega en þegar maður á allt í einu að einbeita sér að því að anda rétt að þá verður maður bara alveg ringlaður. Það er líka ansi erfitt að anda að sér í 2 mínútur með munninum í gegnum risa rör og svo er þessi líka sæta klemma á nefinu á manni á meðann. Ég byrjaði í fyrstu umferð að hugsa allt of mikið um öndunina og reyna að vanda mig ofurmikið þannig að ég ofandaði allan tímann og var bara með svima á eftir. Í umferð 6 var þetta orðið virkilega óþægilegt því þá var histamín skammturinn orðinn mjög sterkur og þá leið mér svona eins og það væri að kvikna í öndunarfærunum. Verst fannst mér að halda áfram að anda (á meðan sekúndurnar tifuðu fyrir framan mig) og passa mig á að hósta ekki. Eftir hverjar 2 mínútur fékk maður svo þetta líka hressilega hóstakast og ekki mátti ég fá vatn að súpa í millitíðinni. Nei nei..það myndi nú skemma allt saman. Það sem bjargaði mér alveg var eitthvað Hollenskt slúðurblað sem var akkúrat með viðtal við Take That í þessu tölublaði :). Ég gat reyndar ekki lesið á meðan á þessu stóð en ég skoðaði bara fallegu myndirar..hihi.
Ég var ofsalega glöð þegar umferð 8 var búin. Jæks. Það var bara óþægilegt.
Öndunin var orðin mun erfiðari fyrir mig og ég hafði ekki nálægt því eins mikinn kraft til að blása í rörið. Eftir þetta fékk ég síðan astmapúst sem átti að laga ástandið á mér á svona 1 - 2 klukkutímum, en það var nú ekki alveg raunin. Ég var nánast alveg frá í allan gærdag. Átti erfitt með andardrátt, hóstaði mikið, var með svima og var bara hálf búin á því.

Eftir þessi skemmtileg heit beið ég á biðstofunni aftur í um klukkutíma þangað til ég fékk að fara í stunguprófið. Á meðan ég beið fylgdist ég með hinum sem voru rétt búinir í prófi og mér leist nú ekki á blikuna fyrst. Þarna var t.d ein stelpa sem var búin að fá margar stungur á hendurnar á sér og henni leið ekki mjög vel á eftir. Hana langaði ekki lítið til að klóra sér greyjinu og hún bara iðaði öll í sætinu sínu. Hún var ekki nema svona 10 ára þannig að ég vorkenndi henni sárlega.
Næstur á undan mér var svo risastór og mikill maður og hann var með allan varann á sér eftir sínar stungur því hann var með adrenalín pennann sinn tilbúinn í annari hendinni. Frekar skondið. Hann þurfti sem betur ekki að nota hann þar sem ég sá hann yfirgefa svæðið skömmu síðar.
Loksins kom að mér. Mér leist nú ekki alveg á blikuna þegar ég kom inn, því á borðinu biðu 19 sprautur eftir mér sem voru vanlega raðaðar í hring á bakka.
Hjúkrunarkonan bað mig svo um að snúa baki í sig því ég fengi þær allar í bakið og auk þeirra fengi ég þrjár stungur á hægri hendi. Þetta var nú mun minna mál heldur en ég bjóst við :), eiginlega bara ekkert mál. Ég fann ekki einu sinni fyrir öllum stungunum. Síðan fékk ég bara 3 dropa af einhverjum efnum á hendina og þar klóraði hún í mig með hálfgerðu rakvélablaði.
Ég var svo send fram á biðstofu aftur þar sem mig byrjaði að svíða og klæja út um allt en það var ekki svo agalegt. Hjúkrunarkonan skoðaði mig svo eftir 15 mín. og skráði allt niður á blað, gaf mér eitthvað undrakrem á útbrotin og síðan fékk ég mér ofnæmistöflu og nefsprey. Þurfti svo að bíða á biðstofunni í aðrar 15 mín. til viðbótar, bara svona upp á að allt væri í lagi þegar ég færi heim.

Ég fékk sem sé ekkert að hitta lækninn minn :( þannig að ég veit ekkert meir eftir þetta allt saman. Þarf að bíða til 6 des en þá á ég tíma í síðasta prófið en það er eitthvað étipróf. Ég hef grun um að einn lítill gaur sem var þarna á biðstofunni hafi einmitt verið í einu slíku í gær.
Ofnæmislæknirinn hans var nefnilega alltaf að kalla hann inn á litla skrifstofu á milli sjúklinga (og eins á meðan hann var með lið inni hjá sér) og strákurinn hefur ekki verið nema svona 20 sek. inni hjá honum í einu. Ég hef grun um að þeir hafi verið að framkvæma þetta átpróf svokallaða :)
Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta er framkvæmd en hef grun um að manni sé gefið ákveðin efni (sennilega í vökvaformi) og svo bíði maður á biðstofunni eftir því hvort eitthvað gerist, eða ekki :)
Eftir ákveðinn tíma sé manni svo gefið næsta efni.
Annars veit ég ekkert um það. Ef einhver veit þetta að þá vil ég gjarnan fá að vita það :)

Ég var svo agalega þreytt og slöpp eftir daginn í gær að ég ákvað nú að fara snemma í ból eða klukkan hálf tíu. En að sjálfsögðu gat ég með engu móti sofnað fyrr en um hálf tólf. Alveg merkilegt.


Næstu ofnæmisfréttir berast 6 des.
Takk fyrir og góða nótt.
:) :)

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Sætubínur

IMG_0589_edited-1

Emma er 13 mánaða í dag :)  Algjör gaur.

 

13 mánaða í dag

Malín þegar hún var 13 mánaða.  Bolurinn aðeins þrengri á henni.  Enda um 2 kílóum þyngri :)

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Ferð í Ikea og braserí.

Fórum í Ikea í gær eftir vinnu hjá Ægi. Mér finnst nú alltaf jafn gaman að fara þangað en Ægi finnst það alltaf jafn leiðinlegt. Samt nennir hann alltaf að fara þangað með mér :).
Ég bjóst nú við því að það yrði allt svona jóla jóla þarna en nei nei alls ekki. Grenitréin sem voru fyrir utan voru öll skreytt með hvítum seríum en svo var ég ekkert vör við neinar skreytingar inni. Merkilegt.
Við spreðuðum alveg 25.000 kalli þarna inni ( sem er minna en afmælisgjöfin mín úbbosí. Ég er ansi glögg á að rekast á nótur sem eru kannski ekki ætlaðar mér..hihi.)

En talandi um afmælisgjafir að þá fékk ég þetta líka spari spari gull hálsmen. Þetta er svona útskorið blóm úr pjúra gulli sem hangir í keðju sem er svona hörð slanga,
eða hálfgerður vír. Ótrúlega magnað. Þetta var innpakkað í flotta öskju og með þessu fylgdi vottorð og alles.
Ég er ekkert smá rík skartlega séð. Linda sagði einmitt við mig í dag að ef ég lenti í verulegum vandræðum að þá gæti ég bara selt allt gullið og demantana mína sem Ægir hefur gefið mér :). Við gætum sennilega lifað dágóða stund á því.

En aftur yfir í Ikea.
Ég þoli ekki hvað það vantar mikið af skápum og plássi hér. Erum með 2 forstofur eða eina forstofu og svona gang með hurð út í garð og hvergi eru skápar :(.
Ætlaði að kaupa einhverja smá skóhyrslu til að hafa á holinu sem er á leiðinni út í garð, en hún mátti ekki vera meira en 51 cm á breidd. Allt sem ég sá var mun breiðara þannig að við enduðum á því að kaupa risastóran skáp, mjóan samt eða akkúrat 50 cm á breidd rúmlega 2 metrar á hæð :). Frekar næs. Inn í hann keyptum við svo nokkrar hallandi hillur fyrir sko og einnig venjulegar hillur til að geyma annað dótarí.
Síðan keyptum við risastóra flotta rauða mottu til að setja líka á holið. Það veitir ekki af því að hafa eitthvað mjúkt hjá þessum hættulega stiga okkar sem er upp á næstu hæð. Malín greyjið datt þarna niður um daginn og er öll blá og marin á rassi og baki. Hún var nú bara heppin að slasa sig ekki meira. Það varð henni til happs að hún lenti ekki með hausinn beint á flísunum heldur á gúmmarastufflunum hennar Emmu sem tóku kannski mesta höggið. Emma er nú svoddan glanni þannig að maður bíður nú alveg eftir því að hún dúndri þarna niður..úfff.

Við keyptum okkur líka LOKSINS ný hnífapör. En það hefur verið á döfunni síðan í janúar. Við fengum nefnilega pening í jólagjöf frá tengdó í fyrra....roðn.
Við vorum búin að þræða búðir hægri vinstri og fundum ekkert sem við vorum sátt við. Ég sá reyndar ein flott hérna um daginn í blaði en þau kostuð BARA um 70.000 kr sem var kannski aðeins of mikið.
En.. við fengum þessi líka fínu og flottu hnífapör fyrir 12 manns í Ikea sem kostuðu ekki svo mikið. Þau passa örugglega rosa flott við fína sóra matarstellið okkar. Hlakka til að prófa þetta saman.

Við keytpum líka 2 hillur í herbergið hennar Malínar. Hana vantar svo svakalega veggpláss fyrir myndir, bækur og fleira.
Við gerðum þann skandal að fá hana til að velja lit sjálfa....úfff. Hún valdi bleikan lit sem er ekki alveg að gera sig. Hann er voða mikið ógleðislegur greyjið. En. Þetta er hennar herbergi :)

Svo var að sjálfsögðu verlsuð kerti, servettur, nokkrir litlir kertastjakar, ein ótrúlega flott stór stál skál sem er svona útskorin í blómum fyrir ávextina :). Við áttum reyndar mjög fína stóra fína tréskál en mig langaði aðeins að breyta til.

Aðal ástæðan fyrir þessari ferð var nú samt gardínuleiðangur fyrir Emmuna. En að sjálfsögðu var ekki hægt að kaupa neinar gardínur að viti þarna frekar en á örðum stöðum í Hollandi. Merkilegt alveg. Það er bara ekki hægt að kaupa barnagardínur hérna. Óþolandi.

Það kannski endar með því að mamma þarf að sauma þetta fyrir okkur.
Malín er með gardínur inni hjá sér með fullt af dýrum og tölustöfum sem mamma saumaði einmitt fyrir hana á sínum tíma. Ég er nokkuð oft búin að bjóða henni það að hún geti fengið nýjar gardínur ef Emma fær hennar gömlu en það er bara ekki að virka. Henni þykur bara svo ofurvænt um sínar gömlu gardínur :).

Ég er búin að sjá voða fallegar prinsessugardínur og þær myndu sóma sér vel í herberginu hennar Malínar. Finnst þær kannski aðeins og "stóru krakkalegar" fyrir Emmu herbergi.

Gleymist maður alltaf meira og meira með aldrinum?

Ég er mikið búin að spugulera í því síðustu 2 daga.
Verða afmæli alltaf minna og minna merkileg eftir því sem maður eldist?
Mér finnst alltaf jafn gaman að eiga afmæli og finnst það bara mjög merkilegt :) Eins finnst mér voða merkilegt þegar aðrir eiga afmæli og ég gef held ég öllu mínu nánasta skildfólki gjafir í tilefni dagsins. Það var meira að segja á tímabili þannig að mér fannst ég lítið gera annað en að fara niður á pósthús til að senda gjafir heim. Liðið á pósthúsinu var farið að þekkja mig vel, spjalla við mig um hitt og þetta sem var nú bara mjög gaman.

Ég fékk reyndar eina rosalega flotta gjöf frá elskulega manninum mínum og dætrum og eins voru Gauti og Annemieke voða sæt að koma með fullt af fallegum kertum handa mér í tilefni dagsins :). Svo var ég reyndar búin að fá 2 gjafir fyrirfram :) frá mömmu og tengdó. Takk fyrir þær enn og aftur.

Ég fékk eitt skemmtilegt símtal í hádeginu. Það var frá elskulegri systur minni sem fékk nánast hjartaáfall í morgun þegar hún leit á útrunna mjólkurfernu sem á stóð 18 nóvember :) Greyjið búin að vera í algjöru sjokki yfir því að gleyma deginum mínum. Það fyndnasta við þetta er að ég spjallaði lengi við hana á msn á afmælisdaginn þar sem við ræddum m.a afmælisdaga hjá öðru fólki.
En henni var alveg fyrigefið :) Það er bara ALLT of mikið að gera hjá henni.
Hún má þó eiga það að vera eina manneskjan sem hringdi í gemsann minn í tilefni dagsins :) Knús fyrir það Linda mín.
Já og knús til ykkar sem senduð mér afmæliskveðju hérna á síðunni minni :)
Alltaf gaman að fá kvitt :)
Gaman að sjá að einhverjir fylgjast ennþá með okkur hérna í Niðurlandinu.

Afmælismyndir

IMG_0542_edited-1

Gauti, Annemieke og krakkarnir komu og borðuðu hjá okkur á laugardagskvöldið.  Mikið gaman og mikið fjör.  Þau færðu mér 5 rosa flott kerti :)

IMG_0543 (Small) 
Afmælidagurinn runnin upp.  Malín sá um að vaska upp eftir morgun/hádegiskaffið :)

IMG_0546 (Small)

Fórum eftir hádegið niður í bæ til að fylgjast með þegar Sinterklaas mætti á svæðið ásamt öllum sínum fylgdarmönnum.  Fórum síðan eftir það á trampólínstaðinn góða í skóginum og fengum okkur smá gotterí að borða.

IMG_0553_edited-1 (Small)

IMG_0551_edited-1 (Small) 
Við mæðgur fórum út í garð seinnipartinn, sópuðum laufunum saman og lékum okkur.

IMG_0558_edited-1

  IMG_0556_edited-1 (Small)

Krúttlega fjölskyldan mín sá um að elda kvöldmatinn á meðan ég lá í baði og slakaði á. Næs.

Fire-Cracker 

Boran granni minn lék á létta strengi í tilefni dagsins.   Var með þessa dýrindis flugeldasýningu fyrir mig :)  Gaman að því.

mánudagur, nóvember 19, 2007

Litla stubba

IMG_0512

 

Hún stækkar ekki hratt litla stubban á heimilinu.  Hún lengist nú alveg en hún er ekki mikið að bæta á sig.  Hún er ekki nema 8490 gr og 75 cm.  Hún er ekki búin að þyngjast um nema 130 grömm sirka á síðustu 3,5 mánuðum :(
Algjört grjón.

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Afmælis stelpan ég.

IMG_0534

 

Þá er 18 nóvember enn og aftur runnin upp og ég árinu eldri.

Mér finnst ég samt alltaf vera bara 27 ár eftir ár :)

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Take That 1 nóv 2007

IMG_0459Ægir minn var svo sætur að nenna með mér :)  Hérna er hann mættur í Ahoy höllina ásamt nokkrum öðrum.

 

En jæja.  Það sem sumir bíða eftir  :)
Take That tónleikarnir 1 nóv sl.
Úff.
Veit bara ekki hvar ég á að byrja né enda.  Þessir tónleikar voru bara hreint út sagt æðislegasta skemmtun sem ég hef séð.  Þeir toppa bara allt.  Linda systir spurði hvort þeir hefðu verið betri en Duran og ég var ekki lengi að hugsa mig um (þrátt fyrir að vera einn heitasti duran aðdáandi í heimi )
þetta var bara svo allt allt öðruvísi.  Fór 2x að sjá Duran, einu sinni hér í Hollandi með henni Ölmu minni og svo fór Ægir einu sinni  með mér til Belgíu til að sjá þá.
En.  Take That, Rule the world tónleikarnir voru bara svo æði æði æði. Þrátt fyrir að þeir voru bara 3 en ekki 4 eins og áætlað var.  Howard karlinn var meiddur með samfallið lunga og gat ekki verið með :(  En þeir stóðu sig alveg frábærlega, sungu  alveg upp á 10 og þetta var bara allt svo ótrúlega flott og spennandi.  Alltaf rosa flott atriðið í gangi, fullt af dönsurum og þeir bara svo ferlega flottir og flinkir. 
Ég gólaði, grenjaði og var með fast bros á mér nánast allan tímann :).
Ég bara gat ekki hamið mig þegar Howard karlinn mætti á sviðið (þrátt fyrir að vera slasaður) í  sjúkrahússloppi til að tilkynna  hvað honum þætti það leitt að geta ekki verið með.  Tárin láku bara alveg óstöðvandi niður kinnarnar á mér. Hann fékk líka alla í salnum til að grenja úr hlátri þegar hann labbaði til baka aftur út af sviðinu, en þá var sloppurinn hans  laus að aftan þannig að það skein í bossann á honum :)  Frekar flottur.  Gary dásamaði einnig þennan fína bossa og sagði að það væru ekki margir 39 ára karlmenn með svona flottan afturenda :)
Seinna á tónleikunum lítur svo Ægir minn á mig og segir hva, ertu aftur að grenja?  :)
úff hvað ég væri mikið til í að upplifa þetta aftur.

Ég keypti æðislega flottan bol á Malín og dagatal með strákunum þannig að það verður hægt að heillast af þeim inni á litla baði hjá mér.  Ætla mér að skella því upp á sama stað og Duran dagatalið frá 2005 hefur hangið (og gerir reyndar enn ).  Vonandi líða ekki aftur 2 ár þangað til ég fer aftur á svona skemmtilega tónleika.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Loksins :)

Jæja jæja.
Ég er mætt aftur. Mikið búið að gerast síðan síðast enda fleiri fleiri dagar og vikur síðan síðast.
Komum heim frá Íslandi sunnudaginn 28 oktober. Mútta mín kom með okkur og fór hún heim í gær. Höfum átt góðar stundir saman mæðgur ásamt snúllunum mínum. Ægir er búinn að vera í Barcelona síðan á laugardaginn og kemur ekki heim fyrr en seint annaðhvöld.
Hann er þar á ráðstefnum alla daga og er að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt sem ég hef ekkert vit á.

Ég ætlaði að skutla mömmu á Schiphol í gær en stærri músin mín náði sér í gubbupesti í fyrrinótt. Það var því ekkert vit í því að keyra svona lengi og ákváðum við því í sameiningu að við myndum bara skutla henni til Den Bosch sem er bara í 20 mín. fjarlægð. Þar tók hún svo lest út á flugvöll. Ekkert smá dugleg :)
Þá munaði ekki miklu að ég hafi keyrt út af á leiðinni þar sem Malín byrjaði að gubba þvílíkt mikið aftur í :(. Greyjið. Mér brá svo rosalega, fór að glápa aftur í og var nærri lent á handriði. Sem betur fer slapp það samt.
Mamma var nú ekki alveg til í að sleppa af okkur beislinu, bauðst til að vera lengur og fresta fluginu og alles en það var nú kannski óþarfi, enda vorum við nánsast komnar á lestarstöðina. Músin gubbaði svo aðeins á leiðinni heim og svo strax og við komum inn um dyrnar heima. Hún var frekar mikið slöpp í allan gærdag og gubbaði einu sinni í nótt. Hún var líka ansi mikið slöpp í dag, svaf mjög illa og var því ekki í miklum gír fyrir leikskólann.

Hún er samt alveg ótrúlega dugleg þessi elska. Við ákváðum að fara út í garð að viðra okkur í gær og var ég búin að klæða þær systur í útiföt þegar Malín fer eitthvað að kvarta. Segir að hún sé allt í einu svo rosalega þreytt og að hún vilji bara hvíla sig. Ég spyr hana svo hvort hún þurfi að gubba en hún neitar því. Ég sé samt að hún er öll að fölna upp og rek hana áfram inn í stofu þar sem fatan var staðsett. Hún var aðeins of sein og byrjaði að gubba á mitt gólf, rann svo til og datt í öllu gumsinu en náði svo að teygja sig í fötuna og klára að gubba restina þar. Þar beið hún svo heillengi á meðan ég var að reyna að fá Emmu til að bíða úti í garði (þar sem henni finnst fátt meira spennandi en gubb til að sulla í) og þurka allt upp.
Mér finnst hún svo ótrúlega dugleg. Það er ekki mikið verið að kvarta eða skæla. Nei nei..bara ohhh..mamma það fór aðeins á gólfið :) frekar fyndin.

Ég byrjaði svo að finna fyrir slappleika og leiðindum í gærkvöldi. Fékk hálsbólgu, beinverki og fleira skemmtilegt. Er búin að vera drulluslöpp í dag og hef varla haldið haus. Frekar ömurlegt að vera svona. Hef reyndar ekki verið með nema 38 stiga hita en það er alveg slatti þegar líkamshitinn svona dags daglega er ekki nema 36 hjá mér. Mældi mig í gamni um daginn og þá var ég með 35,9. Frekar furðulegt. Held reyndar að við séum öll svona furðuleg í mömmu ætt.
En ég verð vonandi betri í fyrramálið :)

Við mamma og stelpurnar vorum að sjálfsögðu duglega að fara niður í bæ að rölta, fá okkur salat í hádeginu, versla og versla meira og fleira skemmtilegt.
Fórum t.d 2x á jólamarkað sem er hérna rétt hjá. Keyptum okkur rosa sætar blómaseríur og aðeins meira dúllerí. Nú fer maður í það að skreyta hvað úr hverju. Enda ekki nema mánuður þangað til við mætum í jólaæðið heima á Íslandinu.

Jæja nóg í bili. Þetta er búið að taka mig klukkutíma. Úff hvað ég er mikill sorpsjónvarpsglápari. Festist í heimskustu þáttum ever. Alltaf þegar Ægir er ekki heima og ég ætla snemma í ból, að þá festist ég í sorp þáttum eins og Doctor 90210 sem er svona frægðarfólka lýtalæknaþáttur og fleiri raunveruleikakrappþáttum. Núna festist ég alveg í þætti um ævi Davids Hasselhoffs. Úff. Bara tímasóun.