Ísland, best í heimi?
Malín er orðina ansi kvefuð greyjið. Ég veit bara ekki hvað ég geri ef hún fer að verða lasin enn og aftur. Ég held svei mér þá að mér veiti ekki af því að leggjast bara inn á heilsuhæli eftir þessa törn. Þvílíkt og annað eins.
En yfir í daginn í dag aftur. Hann er búinn að vera aðeins fjör meiri en síðustu dagar eða vikur. Við mæðgur byruðum á því að hjóla niður í sport klukkan níu. Ég fór reyndar ekki að sportast en drakk bara mitt kaffi og horfði á par spila skvass sem var nú bara skemmtilegt. Ég var svo ánægð þar sem þau voru mun lélegri en við Ægir og uppgjafirnar hjá þeim voru bara glataðar sko...hihi.
Það gékk bara vel með Emmuna í pössuninni. Hún hefur aðeins verið að góla þar undanfarið en nú var allt í gúddí þannig að mín getur farið að sportast aftur :). Sé nú reyndar ekki alveg fram á mikið sporterí á næstunni þar sem við erum að koma til Íslands eftir 10 daga.
Eftir sport var haldið heim. Emma fékk sér blund og að því loknu var hjólað í sportið hennar Malínar. Í dag var mikið stuð og húllumhæ þar enda mættu 3 svarti pétrar (sem eru hjálparsveinar jólasveinsins) og gáfu þeir krökkunum piparkökur og pakka. Þetta var ótrúlega gaman.
Vorum svo ekki fyrr komnar heim og búnar að klæða okkur úr útigallanum þegar ein mamman hringdi til að bjóða Malín í heimsókn. Við fórum því aftur í útigallana og ég brunaði með þær systur í tvöföldu kerrunni okkar heim til Sophiar.
Ég er því búin að hreyfa mig ótrúlega mikið í dag þrátt fyrir ekkert sport :)
Ótrúlega þægileg tilfining að blása aðeins úr nös og einstaklega þurft fyrir minn slappa bossa.
Í sportinu í morgun fékk ég þær fréttir að Ísland væir besta land í heimi. Ég kom alveg að fjöllum, en jú jú..það segir ríkissjónvarpið hér í Hollandi. Það var gerð einhver risastór könnun þar sem Ísland var sett í 1 sæti yfir það hvar best væri að búa. Í öðru sæti var Finnland og Ástralía í því 3. Holland komst ekki nema í sæti númer 9 sem þeim þarna í sportinu fannst nú alveg glatað.
Ég verð nú að segja það að ég finn ekki fyrir mikilli löngun til að flytja aftur heim. Ég á eftir að vera í fýlu alla daga yfir því að geta ekki haft parmesan og parmaskinku í næstum því hvert mál.
Hér er ég líka að kaupa kílóið af kjúklingabringum á tæpar 400 kr, kíló af osti á 3-500 kr, 12 egg í bakka á 80 kr, kínamat tvo-þrjá rétti og núðlur eða hrísgrjón fyrir 2 (sem dugar reyndar fyrir 4) á 1000 kall, og fínar hvítar og rauðar flöskur á kúk og kanil. Hér borga ég líka bara 5000 kall fyrir klippingu og litun og get verslað mér föt á besta verðinu í allri evrópu, eða næstum því svona ef við tökum ekki löndin í rassgati með sem tilheyra víst evrópu líka.
En nóg raus um þetta.
Thea kennarinn hennar Malínar í sportinu er að hætta núna um áramót. Kerlingin er eldspræk, örugglega ekki orðin sextug. Hún ætlar að hætta að vinna ásamt manninum sínum og ætla þau að fara að njóta lífsins saman. Flott hjá þeim :).
Hún sagði mér það fyrir löngu að þau væru búin að plana ferð til Íslands sumarið 2009. (Hollendingarnir alltaf með plön langt fram í tímann) Þau ætla sko ekkert að fara í neitt smá stopp heldur ætla þau að dvelja þar í 3 mánuði takk fyrir. Í dag sagði hún mér það svo að þau væru búin að redda sér landrover jeppa til að ferðast um á. Ég sagði það nú við hana að það væri MJÖG dýrt að ferðast á Íslandi og hún sagðist vita það og sagði bara að það tæki því ekkert að fara bara í 3 vikur. Þau yrðu að skoða landið almennilega fyrst þau væru að fara þangað. Ætli þau séu ekki búin að spara fyrir þessu í einhver ár :)
Bara ef maður væri nú svona skipulagður.