MATARGATIÐ

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Mamma, þarftu að taka mynd af mér í hvert skipti sem ég fer í skólann? Ha?

IMG_3322

Músin á leið í STÓRU krakka skólann (í fyrsta sinn allan daginn :) )
Byrjaði á mánudaginn var.  Er frá klukkan 8:45-12:15 og 13:15-15:30 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Á miðvikudögum frá 8:45-12:15 og frí á föstudögum.

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Smjatterí og fleira.

Á föstudaginn skruppum við í Alexandrium í Rotterdam. Þar eru 3 stórar kringlur, ein bara með húsgögnum, önnur með stórum búðum og enn ein með veitingastöðum og tonn af ýmsum búðum.  Erindið var að kaupa nýjan sófa þar sem sá gamli er orðinn ansi gamall og lúinn og ég er ekki viss um að hann þoli ferðina heim í gámnum auminginn.
Ekki drösluðumst við heim með sófa í þetta sinn. Bara troðfullan risa poka úr H&M.
Það virðist ekki vera hægt að kaupa sér sófa hér samdægurs nema bara í Ikea.  Vorum búin að finna okkur 2 mjög flotta sófa sem kostuðu ekki skrilljón (ætlum að kaupa okkur 3 sæta tungusófa) en nei nei. Biðtíminn á þeim báðum voru 12-13 vikur takk fyrir.  Aðeins of seint fyrir okkur þar sem við verðum löngu kominn heim þá.
Kíkti svona rétt aðeins í H&M á leiðinni út og keypti alveg fullt á Malín.  Eins gott að fata þessar dúllu upp áður en við flytjum. 
Keypti m.a 2 flauelsbuxur, 1 joggingbuxur, rosa flottar gallabuxur, prinsessupils, 2 leggings, 3 sokkabuxur, 2 peysur, sokka og spennur á Malín.  Og Emman fékk prinsessupils, rosa flottar gallabuxur, sokkabuxur og spennur.  Alltaf fær hún miklu minna.  Erfitt að vera litla systir og fá allt af þeirri stóru.

IMG_3313

Eldaði voða gott salat á laugardagskvöldið.  Ekki bara gott heldur holt líka :)
300 gr (sirka) Kjúklingabringur
3 avacado
3 vorlaukur
8 sneiðar parmaskinka (fannst það of mikið) Borðaði ekki nema kannski 2 og skildi hinar eftir. 

1 dolla sýrður rjómi
3 matskeiðar hrein jógúrt
salt og pipar.

 

Parmaskinkan er fyrst steikt á pönnu og látin þerrast á eldhúspappír.
Kjúklingurinn skorinn í bita.
Vorlaukurinn skorinn í ræmur.
Avacadóið græjað. Best að gera það rétt fyrir steikingu þar sem það vill verða brúnt og ljótt á litinn.

Steikið kjúklingabitana, saltið og piprið. 
hendið lauk og avakadó út á pönnuna og hitið aðeins.

Setjið á diska og parmaskinkuna með.
Hellið dressingunni yfir og borðið sem fyrst.
Algjört jommi, mjög einfalt og fljótlegt.

Það er örugglega mjög gott að hafa smá beikon sneið í staðinn fyrir parmask.  Ég á örugglega ekki eftir að tíma því að kaupa parmaskinku í hverri viku heima eins og hér. :)

 

Gerði líka voða gott og sniðugt salat handa okkur á fimmtudaginn var.
Setti blandað salat og rucola í stóra skál.  Var svo með cirka 8 litlar skálar og setti ég í þær, mozzarella, parmesan, hráskinku, linsubaunir, ansjósur, steiktar kjúklingabringur, vorlauk, tómata og kannski eitthvað fleira.  Fengum okkur salat í skál og völdum okkur svo eitthvað gotterí úr litlu skálunum. Svo var bara fengið sér aftur og aftur og aftur þangað til búið var að prófa hinar ýmsu samsetningar :). Voða gaman.

 

IMG_3315

Malín fór í óvissuferð með pabba sínum á sunnudaginn.  Vissi ekkert fyrr en hún var búin að fá popp og eplasafa og á leiðinni inn í sal þegar hún fattaði að hún væri að fara í bíó.  Hún var svo spennt að hún spurði ekki einu sinni á hvaða mynd hún væri að fara :).  Skemmti sér konunglega á meðan pabbinn dottaði öðru hvoru.  :)

Ægir eldaði rosa flottar skeljar handa okkur í gærkvöldi. Ég hef aldrei verið hrifin af þeim, smakkað eina og eina en aldrei viljað borða þetta.  Finnst yfirleitt allt of mikið sjóbragð af þeim og svo eru þær bara svo hrikalega ljótar og ógyrnilegar. Setti nokkrar á disk hjá mér svona til að vera með hinum í fjölskyldunni.  Malín hefur alltaf verið vitlaus í þetta og Emmu fannst þetta ljómandi líka. Jommí.

IMG_3326

Ætlum að elda okkur svona fljótlega aftur og hafa þá aðeins minna soð (vatn og hvítvín) og skella svo smá rjóma og þykkjara út í og hafa sem súpu.

IMG_3335

Malín var búin að borða. Kom svo aftur að borðinu og vildi fá meira.  Kláraði restina sem til var. Nammnamm.

IMG_3331

Dýrið í skeljaáti.

laugardagur, ágúst 16, 2008

Vinkona mín fimmtug í dag. :)

10

Til lukku með daginn Madonna mín. Þú ert alltaf jafn mikil gella :) 
Ég er ekki alveg að geta þessa stellingu þrátt fyrir að hanga í ræktinni marga tíma í viku. Æfa meira meira meira.  Ég skaaaal geta þetta, þó ég verði orðin fimmtug þegar það tekst. :).  Æfingin skapar meistarann ekki satt. ?

Annars á hann Lefur tengdó minn líka afmæli.  Póstsamgöngur ekki að rokka þessa dagana. Hann fær því bara pakka í september þegar við komum heim  eins og hún tengdó mín Guðrún líka :).

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Út að borða í gær.

Það var algjört æði.  Barnapían kom til okkar klukkan sex og við vorum kominn af stað á hjólunum okkar korter í sjö.  Fórum á stað sem heitir Villa Couvert og urðum við ekki fyrir vonbrigðum.  Frábært að uppgvötva alltaf nýja og nýja staði hérna.  Það var mjög rólegt að gera en það var nú bara fínt.  Það var nóg til á matseðlinum og margt sem kom til greina. Enduðum bæði á að fá okkur steik. Ég fór í nautið en Ægir í kálfinn.  Bæði rosa gott.  Það er bara alveg yndislegt að geta borðað svona í friði tvö, spjallað og notið matarinns.  Staðurinn mjög flottur, veröndin algjört æði en þar var æðislegt útsýni.  Við vorum á besta stað, upp við fallegt vatn og í kring um okkur var allt morandi í papriku og eplatrjám.
Hjóluðum svo inn í bæ og komum við á einum stað sem við erum fastakúnnar á og fengum okkur smá desert. Ég fékk mér kaldan vanillubúðing í krukku með sultu ofaná sem ég gat reyndar ekki borðað. Algjört jommí.  Ægir fékk ostabakka og brauð sem var voða gott líka. Ég borðaði reyndar bara eina gerðina enda ekki mikil osta manneskja.  Allt í einu byrjuðu þessar þvílíku þrumur, eldingar og rigningin var ógurleg.  Biðum færis og stukkum út um leið og þrumurnar og eldingarnar hættu.  Lentum samt í alveg ótrúlega mikilli dembu. Ji minn eini.  Og ég á stuttermaskyrtu og hælaskóm og hvorugt okkar með regnhlíf enda albjart þegar við lögðum í hann.  Hjóluðum eins og við ættum lífið að leisa heim en urðum heldur betur holdvot.  Síðasta spölinn var ég nánast alveg hætt að sjá þar sem ég var komin með svo svaðalega mikinn maskara í augun.  Það endaði með því að í beygjunni upp að húsi sá ég ekki neitt og hjólaði á runnana en slapp þó við að detta alveg inn í garð.  Nörrabína.  Mér var orðið ansi blaut og dreif mig í að skipta um föt. Það var nánast hægt að vinda hverja spjör af mér :).  Úff hvað það var notalegt að skella sér í náttbuxur og bol.  Við settumst svo og horfðum á ólypíuleikana. Mjög gaman. :)  Frábært kvöld.

IMG_3306

IMG_3303 

IMG_3301

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Íþróttafréttir.

Ömurlegt ástand í þeim efnum.  Að mæta í ræktina 3 x í viku í svona 5 tíma gerir ekkert fyrir mig. Ég stend alveg í stað og ég er svo EKKI sátt við það.   Núna síðan í júlí hefur ekki verið boðið upp á barnapössun á þriðjudögum og fimmtudögum og ég því ekkert hreyft mig þá daga.  Get ekki beðið eftir byrjun september en þá koma kerlingarnar úr sumarfríum. 
Svo er hann David þjálfarinn minn hættur. Grenj.  Skil ekkert í honum að bíða ekki með að hætta bara þangað til ég er farin til Íslands :).  Nú þarf ég að fara að böggast í einhverjum öðrum/annari til að hjálpa mér.

Smá bloggerí

Síðasta vika var nú bara nokkuð góð þrátt fyrir að vera ein heima alla vikuna með stelpurnar.  Hafði bílinn og gat þvælst út um allt.  Vorum duglegar að fara út í skó og á leikvelli.  Fórum í fyrsta sinn á stað sem er við hliðina á trampólínstaðnum okkar.  Fínn staður en tækin svolítið hættuleg fyrir glanna eins og Emmu.  Maður þarf því að hafa augun á henni allan tímann alltaf. Eins er hann ekki alveg nógu vel girtur og því auðvelt að hlaupa út á götu. 
Sophie kom til okkar snemma á föstudaginn og var með okkur til hádegis á laugardaginn.  Fyrsta skiptið sem einhver fær að gista hjá Malín. Ekkert smá mikið spennandi.  Þetta gékk bara vel fyrir utan nokkuð mörg rifrildi. Ég skil ekki alveg hvernig Malín nennir að leika við hana þar sem þetta er mesta frekjubudda sem ég veit um. Ljótt að segja en það verður fínt að losna við aumingja barnið þegar við flytjum.  Ég alltaf að reyna að finna fleiri og fleiri plúsa við það að flytja :).  Frekar leiðinleg. 

Þær voru ekki sofnaðar fyrr en að verða tíu og svo var byrjað að leika klukkan fimm mín. í sex takk fyrir.  Ég dreif mig svo með þær á trampólínstaðinn um morguninn og þær léku sér þar og fengu hádegismat.  Sophie varð ekkert smá hissa þegar ég sagði henni að við færum á þennan stað svona einu sinni í viku.  Hún búin að búa í bænum alla sína æfi og hafði aldrei komið þarna fyrr og ekki einu sinni á þennan hluta bæjarinns.  Hún spurði bara hvort við væru ennþá í Oisterwijk. Frekar fyndið.  Hún skemmti sér alveg konunglega. Sagði m.a áður en þær fóru að sofa að þetta hefði sko verið besta kvöld í heimi hjá sér.  Við Malín vorum svo búnar á því eftir að við skiluðum henni heim í hádeginu að við fórum beint og lögðum okkur með Emmu.  Keyrðum svo til Den Bosch og sóttum Ægi á lestarstöðina.  Voða gott að fá hann heim. Hann fór beint í það að græja netið hjá okkur sem var búið að vera ansi leiðinlegt og svo var fallegi ísskápurinn tengdur. Þvílíka snilldin.  Það var ekki leiðinlegt að raða í hann :). Verður ennþá skemmtilegra þegar við verðum búin að tengja vatnið í hann.

Á sunnudaginn skruppum við fjölskyldan á 2 veitingastaði þar sem hægt er að leika sér. Fyrst fórum við á glænýjan stað sem við höfum ekki séð áður. Hann er staðsettur inn í skógi rétt hjá tjaldstæði.  Allur afgirtur og mjög skemmtilgur. Við Ægir settumst við borð og gátum fylgst með þeim systrum leika sér. Þvílíkt gaman.  Það var reyndar pínu erfitt fyrir Emmu að komast upp í sum tækin en þá var bara kallað á mömmu eða pabba.  Komum svo aðeins við á öðrum stað á leiðinni heim.

Í gær kom svo Ægir heim með þurkarann okkar. Við vorum svo heppinn að einn nágraninn okkar leit hér inn til okkar seinnipartinn í gær og bauðst til að hjálpa Ægi með hann upp á 3 hæð.  Nú er hann kominn í samband og ég að prófa að þurka handklæði og þvottapoka.  Munurinn.  Þetta verður algjört æði. Þoli ekki að vera alltaf með þvott á 2 snúrum og lök og sængurver hangandi niðraf handriðum hjá okkur.  Svo er það bara uppvottavélin og þá erum við orðin aldeilis græjuð.  Redduðum því í gær þannig að hún verður sennilega komin í hús í næstu viku. Því miður verður hún í umbúðum þar til við flytjum.  Eins gott að hún sé ekki gölluð.

Ætlaði að setja inn á barnalandið áðan en er ekki lengur með aðgang.  Þarf að græja greiðslu til þeirra og þá get ég loksins farið að hlaða inn svona eins og 300 myndum.  Það verður stuð. Eða þannig.

Barnapían okkar kemur klukkan sex. Við hjónin ætlum að fara 2 ein út að borða.  Yndislegt.  Erum að hugsa um að hjóla á nýjan stað sem við höfum aldrei farið  áður.  Vona að það rigni ekki mikið á okkur.  Meira af því síðar.

IMG_3246

Ís-grís

IMG_3269

Kominn háttatími

IMG_3280

Emma að þykjast sofa á trampólíninu

IMG_3283

Nýjasti staðurinn sem hefur þann kost að vera með girðingu allan hringinn og því ekki mikið stress að dýrið hlaupi út á götu eða hverfi bak við hús.

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Heimsóttum vinkonu í dag :)

IMG_3227 (Medium)

Thatsanee gaf okkur ís út í sólinni.  Á hádegi í dag voru 30 gráður og sól.  Hún er hinsvegar ekki mjög mikil hitamanneskja þrátt fyrir að vera frá Tælandi :)  Sátum því inni í dag.
IMG_3228 (Medium)
Hvað er bara hægt að vera mikið krútt. ?

IMG_3232 (Medium)

Emmu fannst Thiraphon sem verður eins árs í nóvember æði.

IMG_3231 (Medium)

Við vinkonurnar frekar sveittar ..hihi.

IMG_3233 (Medium)

Svo sæt :)

IMG_3235 (Medium)

Gaman að halda á svona súmórúsínu.

Bara flottur :)

IMG_2991 
Ískápurinn sem við erum búin að nota hér í þrjú og hálft ár. Hefur dugað en við höfum þurft að troða ansi mikið þegar gesti ber að garði.  Hér eru samt flestir með svona litla ísskápa. Enda flestar konur heimavinnandi og fara því í búð á hverjum degi og versla það sem þarf hverju sinni. Ekki margir sem éta svona svaðalegar máltíðir eins og við heldur.  Hér er ekki farið í "bónus" einu sinni í viku og troðið í ísskápa og frysti.

IMG_3239 (Medium)

Nýji fallegi piano svarti ísskápurinn okkar sem var að koma til okkar.  Þetta verður allt önnur Ella :)  Samt ekki búið að tengja eða taka plastið af.

IMG_3238 (Medium)

Verður gaman að dunda vi að raða í þenna gám :).  NÆS.  Malín sátt við að fá klakavél en ekki alveg sátt við litinn.  Finnst nefnilega svartur ekki fallegur. 

Emma 21 mánaða og örfáum dögum betur :)

IMG_3203_edited-1 (Medium) 
Sætasta "dýrið" 21 mánaða

IMG_3197 (Medium)

Ungfrú bláeygð.   Svo saklaus.  Aha.

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Fyrsta sinn í bíó.

Jebb. Dagsatt.  Alveg ótrúlegt að ég skuli vera búin að búa hér í  3 og hálft ár og aldrei farið í bíó.
En í síðustu viku varð breyting á. Fengum barnapínuna okkar til að koma til okkar klukkan fjögur.  Ég var búin segja henni að við ætluðum að fara í fimm bíó og fara svo eitthvað og fá okkur að éta.  Sagði henni meira að segja að myndin væri um 150 mín. þannig að hún ætti kannski ekki að búast við okkur snemma.  Ég var búin að sjá að myndin væri sýnd klukkan fimm í einu bíóinu í Tilburg en þá hafði ég bara skoðað mánudag og þriðjudag.  Við fórum á fimmtudegi og þá var hún að sjálfsögðu ekki sýnd á sama tíma.  Ægir fann það svo út að við gætum brunað til Eindhoven og náð henni tuttugu yfir fimm sem var bara stórfínt.  Ekki mikið mál að renna á milli borga.  Svo svakalega stutt á milli hér :).
Breyttum samt planinu þar sem barnapían gúffaði því út úr sér að fullt af vinum hennar ætluðu að hittast á veitingastað niðri í bæ klukkan átta.  Dæs.
Brunuðum af stað og vorum mætt fyrir utan bíóið hálftíma fyrir sýningu.  Ægir hljóp inn til að kaupa miða og á meðan settist ég niður á veitingastað sem var staðsettur á móti bíóinu.  Fengum okkur smá salat sem var voða gott og drifum okkur svo að sjá nýju Batman myndina  The Dark knight.  Salurinn mjög flottur, góðir stólar og plássið yfir í næstu sætaröð var ótrúleg.  Það var svona varla að ég næði með tærnar í stólinn fyrir framan mig.  Þarna fékk ég líka besta popp í heimi :) jommí, og hvítvínstár með.  Frekar fyndið.  Myndin var stórgóð, eiginlega bara alveg frábær.  Heath Ledger karlinn æðislegur sem jókerinn.  Bara snillingur.  Síðasti klukkutíminn var samt pínu erfiður. Ég var bara svooo rosalega mikið að pissa á mig.  Ég bara tímdi alls ekki að missa úr eina einustu mínútu. 
Vorum kominn heim aftur klukkan níu þannig að barnapían komst til að hitta vini sína.

Erum búin að bóka hana aftur í næstu viku.  Ætlum þá að hjóla eitthvert og smjatta vonandi eitthvað gott á einhverjum veitingastaðnum.  Allt of mikið af stöðum sem við eigum eftir að prófa hér.  Veitingastaðirnir eru svo hrikalega margir.  Alveg sama þó við séum alltaf úti að éta.  Alltaf rekst maður á veitingastaði og kaffihús hér og þar.

Var búin að ætla mér að dobbla hana til að koma eitthvað í þessari viku þar sem Ægir er á Íslandi.  Hún var því miður upptekin.  Hefði verið ljúft að fá hana í einn, tvo tíma til að komast aðeins út (án þess að vera með músina og dýrið með).

mánudagur, ágúst 04, 2008

Billy Bob karlinn.

bbobbirthdaysluts12

Töffarinn er 53 í dag.  Gaman að því.  Guðrún María sætabína er 10 ára í dag.  :)
Hrikalega pirrandi.  Sendi pakka til hennar fyrir rétt tæplega mánuði en hann er ekki kominn :(  Þvílíka klúðrið.


caption0801_0 

Þetta eru sko SKÓÓÓRNIR.
VÓ.
Bara möst.