MATARGATIÐ

laugardagur, apríl 28, 2007

grill

Þá kom loksins að því.
Grillaði í fyrsta skiptið í gær og það tókst svona líka vel :)
Hef alltaf verið hrikalega hrædd við gasgrill og hef því forðast það eins og heitan eldinn.
Okkur Guðrúnu langaði hinsvegar svo mikið í grillmat í gær og létum við slag standa þrátt fyrir karlmannsskort á heimilinu.
Grilluðum okkur heilan kjúlla sem smakkaðist vel.
Það endði reyndar svo að hann varð næstum alelda en það reddaðist allt. Við bara skófum mesta draslið neðan af honum (var í bakka) og allt í dúddí :)

föstudagur, apríl 27, 2007

Jibbbí.

Ægir er að koma heim.

Góða veðrið er ekkert á faraldsfæti. Spáin segir ennþá hátt í 30 gráður og sól sól sól. Það hefur ekki ringt hér í eina 30 daga.

Ég er búin að vera svaka dugleg í Hollensku. Klára fyrstu bókina og tek síðasta prófið úr henni í næstu viku og verð þá búin að ná hinu liðinu. Bara frábært.

Við komum heim til Íslands eftir nákvæmlega eina viku. Gaman.

Lúxus

Hitti doksa í dag og fékk hjá honum 3 lyf við ofnæminu mínu.
Nýtt nefsprey, augndropa og pillur.

Hann sagði að þessar pillur færu aðeins út í brjóstamjólkina en ættu ekki að hafa nein áhrif á barnið. Ég á samt ekki að maula þær eins og smartís heldur nota þær í eins litlu magni og mögulegt er. Hann sagði að ef þær virkuðu ekki að þá yrði ég að hætta með Emmu á brjósti þvi það væri ekki gott fyrir hana ef ég færi á sterkari lyf.
Vona bara að það dugi mér að nota dropana og úðann. Ég er orðin frekar mikið pirruð á að vera svona. Alltaf grátbólgin, hóstandi, hnerrandi og klórandi mér út um allt. Fann svo í fyrsta skipti fyrir erfiðleikum með öndunina í nótt. Ofnæmið svo mikið ofaní mér líka. Það surgaði þvílíkt í mér þannig að ég gat hreinlega ekki sofið á tímabili.

Ég fór í apótekið mitt í dag og sótti þessi 3 lyf og viti var það nú ekki ónýtt. Ég borgaði ekki krónu fyrir :)
Yfirleitt hefur það verið þannig að ég hef borgað fyrir lyf í fyrsta skipti sem ég leysi þau út hér, en svo eru þau ókeypis eftir það. Núna fékk ég þetta hinsvegar allt frítt.
Alveg magnað :)

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Emma paskastelpa buin ad rifa einn tulipanann upp ur vasanum. Frekar satt.
Stubbalina komin i gongugrind. Sumir eru frekar spertir og godir med sig. Thad tok ekki nema 2 daga thangad til hun var alveg farin ad fatta thad hvernig hun gaeti komist a milli stada ( og thad mjog hratt)
Maett a kinverskan veitingastad. Amma og afi attu 39 ara brudkaupsafmaeli :)
Mynd fra thvi vid forum til Brugge i Belgiu. Frabaert ad fara i siglingu thar. Thessi bru er su minnsta sem madur siglir undir. Thad liggur vid ad madur thurfi ad beygja sig thegar silgt er undir hana :)

Það er sóóóól og blíða.

Það er ótrúlegt veðrið sem við erum búin að fá hérna síðan við komum frá Íslandi.
25-30 stiga hiti alla daga og sól.
Nú eru 17 dagar síðan við komum heim og ég ekki ennþá alveg búin að ganga frá öllu draslinu okkar (roðn)
Töskurnar standa ennþá á miðju gólfi í aukaherberginu og rúmmið er BARA fullt af fötum og drasli. Tengdamamma er hérna hjá okkur ennþá og hefur hún nánast alveg séð um þvottinn okkar. Nú er svo komið að hún hefur ekki meira pláss til að setja fína þvottinn okkar á þar sem ég geng aldrei frá neinu. Ég hugsa bara alltaf..æjj..það hlýtur að koma rigning á morgun eða aðeins verra veður þannig að ég verð þá bara inni að laga til, en nei nei. Veðrið er bara alltaf súpergott og engin leið til að hanga inni, hvorki til að laga til né þrífa.

Spáin fram á sunnudag hljómar eins þannig að það verður ekkert farið í þetta á næstunni sýnist mér. Annars er mér farið að finnast eins og það taki því bara alls ekki að brasa í þessu. Við erum jú að koma aftur til Íslands eftir rétt rúma viku. JIBBÍÍ.
Eigum flug heim föstudaginn 4 maí og verðum í 2 vikur.
Það er maífrí hérna úti hjá okkur sem stendur í 2 vikur. Þá er frí í öllum skólum og leikskólum og því tilvalið að koma heim í kuldann :)

Ég held að ég eigi eftir að njóta mín í botn heima. Voandi losna ég við bjévítans ofnæmið. Annars er ég mun skárri í dag heldur en ég hef verið. Ég var búin að fá leiðindar nefsprey hjá lækninum sem virkar ekkert of vel, en svo fór ég í búð og keypti mér svona hómopata augndropa sem eiga að laga kláðann. Ég er er ekki frá því að það bara flugvirki. Reyndar er ég að nota ofruskammt, en það verður bara að hafa það.
Fór með liðinu úr skólanum mínum inn í skóg í dag í smá ferð og var úti í garði í allan dag og ég grenjaði bara ekkert svo mikið :)
Þetta er samt ekkert smá mikið pirr pirr... ömurlegt að klæja svona voðalega í eyrum, augum, nefi og hálsi.

Ég kannski skelli inn nokkrum myndum á eftir ef ég verð í stuði.

laugardagur, apríl 21, 2007


Minn mættur á Linnen. Þetta er svona tippikal Linnen mynd. Ég á klósettinu að pósa :)

2 x flott út að borða á einni viku.

Við fórum út að borða s.l sunnudagskvöld á Linnen sem er uppáhalds staðurinn minn hér í bæ (eins og margir vita)
Þar fengum við topp þjónustu og frábæran mat..jommí jommí.
Fengum okkur 4 rétta óvæntan matseðil þannig að við vissum ekkert hvað við fengjum.
Þetta voru samt mun meira en 4 réttir þar sem við fáum líka svona aukarétti :)
Fyrst fengum við voða flott brauð, gróft salt og flotta olíu, og svo einhvern smárétt með reyktum áli sem var bara góður. Fengum einnig aspasfrauð sem var algjört æði og eitthvað eitt enn sem við bara munum alls ekki hvað var....úpps. Það var samt obbolega gott :)
Svo var að fyrsti rétturinn. Það var aspas (en nú er rosa aspas tímabili í gangi hér) með heimareyktum reyktum laxi og þvílíkt jommí.
Réttur númer 2 var svo þorskur og réttur númar 3 var lambakjét og bæði hrikalega mikið jommí. Desertinn var svo 2 litlar kökur, önnur súkkulaðifrauð og hin svona ljós kaka með appelsínu ívafi :) Ekkert smá gaman að éta svona kræsingar.

Í gærkveldi skruppum við svo á Tiglió. Ég fékk mér nautakjöt í straganoff sósu sem var æði. Ægir fékk sér strút í einhverji berjasósu sem var algjört æði. Það var ekta svona jólabragð af sósunni. Frekar mikið yndislegt að fara svona tvö út að borða annað veifið.

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Pappírsbrúðkaup.

17.04.2007.
I dag eigum vid brudkaupsafmaeli :)
Eg aetla ad hafa thad ad arvissum atburdi eins og hun Alma min ad komast i kjolinn minn a hverju brudkaupsafmaeli. For i kjolinn nu i kvold og var hann bara passlegur :) maetti nu ekkert vera staerri. Gat samt omogulega synt fesid thar sem eg er eins og dyrid i Fridu og dyrinu :(. Oll eitthvad bolgin og thrutin, ofnaemid alveg ad fara med mann..grenj..grenj.

sunnudagur, apríl 15, 2007

Stiklað á stóru.

Það er naumast að maður er upptekinn. Ekkert blogg í fleiri vikur.
Margt og mikið búið að gerast síðan síðast.

Fór heim til Íslands í 2 vikur. Gisti hjá múttu minni sem var frábært.

Fórum í frábært brúðkaup hjá Rúnari (bróðir Ægis) og Brynhildi 7 apríl.

Svo var það heim til Hollands aftur á páskadag og komu tengdó með okkur.
Veðrið síðan þá búið að vera magnað eða rúmar 20 gráður og sól alla daga. Í gær og í fyrradag fór hitinn svo upp í 25 og alveg upp í 30 gráður sem er BARA YNDISLEGT. Klukkan 9 í morgun var hitinn svo kominn í 16 gráður, núna er hitinn 25 og varla komið hádegi þannig að það verður kannski bara slegið nýtt hitamet í dag.

Leifur og Guðrún drifu sig með stelpurnar í göngutúr þannig að við Ægir sitjum úti í sólinni og erum að læra bæði tvö. Eða ég er í smá pásu núna svona rétt aðeins á meðan ég blogga í pínu stund.

Fórum til Brugge í Belgíu í gær og eyddum deginum þar. Frábært borg og bara falleg.

Erum varla búin að vera inni í húsi undanfarið. Búin að þvælast mikið um, sitja á kaffihúsum bæjarinns og grilla úti í garði allskonar gúmmilaði :)

Við uppgvötuðum nýjan stað í fyrradag sem er hérna inn í skógi. Frekar mikið flottur. Þarna gat Malín leikið sér í hinum ýmsu leiktækujum á meðan við fullorðna fólkið sötruðum eitthvað létt og gúffuðum í okkur snarli. Þarna eru líka ótrúlega sæt dýr. M.a pínu litlir kiðlingar sem eru svo til í að láta klappa sér og knúsa.
Stefnan er tekin á þennan stað núna rétt á eftir aftur. Yndislegt :)

Ægir verður mikið á farandsfæti á næstunni. Fer til Íslands í næstu viku eða þarnæstu og verður sennilega í heila viku og svo þarf hann að fara aftur 2 vikum síðar.
Ég er svo heppin að eiga svo frábæra tengdaforeldra. Hún Guðrún tengdamóðir mín ætlar nú bara að redda mér eina ferðina enn :) Hún ætlar bara að fresta för sinni heim og vera lengur hjá okkur. Leifur fer því einn heim á þriðjudaginn kemur.
Ekki slæmt að hafa ráðskonu til að auðvelda sér lífið og stitta sér stundirnar :)

Ein drullufúl frétt í lokin.
Ofnæmið er komið aftur GRENJ GRENJJJJ.
Var að vona að ég þetta hefði bara verið svona óléttufrjókornaofnæmi þarna í fyrrasumar en nei nei..þetta virðist vera komið til að vera. Mig bara klæjar þvílíkt í eyrum, augum, nefi og hálsi og tárast og hnerra stanslasut :(
Verð að láta mér duga þetta bévítans nefsprey sem ég fékk í fyrra. Má sennilega ekki taka neitt af þessu pilludrasli þar sem það er ekki gott fyrir Emmu búbbisúpilínu að fá þetta í gegnum mjólkina.

Hætt í bili.
Gæti haldið endalaust áfram en það bíður betri tíma.
Verð að drattast í lærdóminn aftur og svo er það bara afslöppun í sólinni á eftir...júbbí.

Úbb..
var næstum búin að gleyma.
Það verður sennilega ekki mjög leiðinlegt hjá okkur skötuhjúum í kvöld. Eigum borð á Linnen :)