MATARGATIÐ

þriðjudagur, nóvember 29, 2005


Eg maeli eindregid med nyju plotunni hennar Madonnu. Snilldar disko plata sem kemur manni i rosa stud.
Hlustadi a hana a meðan eg var i raektinni baedi i gaer og i morgun...frabaer skemmtun.
Flott myndbandid lika vid lagid Hung up. Gamla Abba lagid var nu flott, en thetta er enntha flottara. Svo er kerlingin ekkert edlilega flott :) Pannt vera svona thegar eg verd 47 ara.Posted by Picasa

mánudagur, nóvember 28, 2005

Bráðum koma blessuð jólin.

Og mig er farið að langa þvílíkt mikið til þess að setja upp seríur og skraut hjá mér.
En....
Fólkið hér í þessum bæ er sko ekkert að stressa sig. Það eru bara engir komnri með seríur í gluggana :( Ég bara er ekki alveg á því að vera fyrst í götunni.
Ég setti reyndar eina svona hvíta gardínuseríu upp í eldhúsgluggann minn :) ég á 2 aðrar svoleiðis sem ég ætla að setja í stofugluggana seinna, svona þegar nær líður jólum.
Mig langar bara svo til þess að geta notið jólaljósana í nokkra daga áður en ég fer heim til Íslands. Ég skil nú reyndar ekkert í þessum Hollendingum. Skil ekki af hverju þeir eru ekki búnir að skreyta hjá sér. Þeir taka jú upp pakkana sína 5 des.
Annars ver ein kona að segja mér um daginn að Hollendingar eru ekkert að skreyta neitt að ráði. Það eru t.d ekkert allir með kveikt á seríum eins og við heima. En Íslendingar eru nú kannski ekki heldur alveg normal í jólaskreytingum.

Það var orðið svo jólalegt hérna hjá okkur um helgina en nú er bara ekkert jólalegt lengur, enda allur snjór farinn. Nú er bara eins og það sé að koma vor. Veðrið ótrúlega fljótt að breytast hér ekki síður en á Íslandi.
Það er búið að spá snjókomu aftur í vikunni en ég vona að það rætist ekki. Ægir er nefnilega að fara til Þýskalands á eftir og verður hann í burtu fram á fimmtudag. Gistir þá eina nótt heima og fer aftur til Þýskalands í dagsferð á föstudaginn. Umferðin hér fer strax í steik ef það byrjar að snjóa og fólk þarf að hanga í umferðarteppum í fleiri klukkutíma. Ekki skemmtilegt.
Svo er ég heldur ekki alveg að nenna því að fara með Malín á hjólinu niður í rækt í biluðu veðri.
En svo kannski rætist þetta ekkert. Segjum það bara :)

Otrulegt fjor i snjonum Posted by Picasa

Thad er ekki a hverju ari sem kemur svona mikill snjor her. Posted by Picasa

 Posted by Picasa

Fyrstu snjokornin i vetur Posted by Picasa

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Fyrsti snjórinn

Jæja
þá er aldeilis kominn vetur. Fengum fyrsta snjóinn a föstudaginn var og það er nú eitthvað sem gerist ekki á hverju ári hér. Umferðin var alveg biluð, allir fastir í umferðarteppum út um allt land. Lengsta teppan var 91 kílómetri takk fyrir. Ekki skemmtilegt að lenda í henni. Allar umferðarteppurnar í landinu mynduðu 800 kílómetra röð samanlagt þannig að mogginn fór nú ekki alveg með rétt mál um helgina. Þar stóð nefnilega að lengsta umferðarteppan hafi verið 800 kílómetrar...aha..sennilegt.
Ég fór í ræktina seinnipartinn á föstudaginn. Þegar ég var búin að vera þar í 40 mín. þorði ég ekki að vera lengur vegna veðurs þannig að ég dreif mig bara heim aftur. Veðrið var bara alveg ótrúlegt. Næstum því stórhríð eins og heima :) frekar fyndið. Ég var frekar stressuð að keyra heim í þessu veðri. Svo var líka kominn slatta af snjó á göturnar og hálka og ég á sumardekkjum eins og reyndar allir aðrir. Ég var alveg ótrúlega lengi að keyra heim enda keyrðu allir á 2 km hraða. Gaman að þessu.
Fórum með Malín út í gær að labba. Þetta er í fyrsta sinn sem hún sér snjó.
Þ.e.a.s eftir að hún fékk pínu vit í kollinn :) Henni fannst þetta freka skemmtilegt. Við kíktum á túnið sem er hérna við hliðina á húsinu okkar. Þar eru póníhestar og ein kind á beit. Ótrúlega flottur bær sem við búum í.

Ég var að setja myndir inn áðan. Forritið er eitthvað bilað í augnablikinu :( þannig að ég gat ekki sett allar myndirnar inn sem ég ætlaði mér. Set kannski fleiri inn á morgun.

Pinu jolastemning i gangi. Thessi mynd er tekin kl 17:00 a fostudaginn. Posted by Picasa

gardurinn minn ad verda hvitur Posted by Picasa

eg i nyju lopapeysunni minni sem Erla vinkona gaf mer � afmaelisgjof :) Sigrun mamma hennar prjonadi. Posted by Picasa

maedgur ad spoka sig uti i kuldanum Posted by Picasa

föstudagur, nóvember 25, 2005


Hlaupabolusnullan min.
Nu er haegt ad fara beint inn a www.malinmarta.barnaland.is til ad sja heimasiduna hennar :) Posted by Picasa

Litli dugnaðar grísinn minn

Hún Malín er með waterpokken, eða hlaupabóluna.
Ég tók eftir rauðum flekkjum á fótunum á henni á þriðjudaginn var. Ég sýndi konunum í ræktinni þá og þær voru næstum því vissar um að þetta væri waterpokken (fyndið orð :)
Ég hjólaði svo í brjáluðu roki og rigningu með hana til heimilis læknisins okkar núna í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem við hittum hann.
Þetta var þessi fíni kall, hress og kátur sem spjallaði mikið. Fannst mjög merkilegt að ég væri fyrsta íslenska konan sem hann hittir.
Hann staðfesti svo grun okkar. Sagði svo bara að hún væri mjög heppin að fá þetta svona ung.

En mikið rosalega er maður nú heppinn að eiga svona hraust og duglegt barn. Hún kvartar bara aldrei. Hún hefur ekkert verið pirruð yfir þessu, bendir bara á blettina og segir di..eins og hún segir um ansi margt annað.
Nú er hún að verða 18 mánaða og ég held svei mér þá að hún hafi bara aldrei verið neitt lasin að ráði. Hún hefur reyndar fengið 2 x gubbupesti og nokkrum sinnum smá hita en svo ekkert meir. Við höfum t.d aldrei þurft að vaka eina einustu nótt út af henni.
Vona bara að þetta haldi svona áfram :) :)

Þvottadagar framundan

Jæja jæja loksins loksins.
Erum búin að fá okkur nýja þvottavél :)
Gáfumst upp á heimsku kerlingunni í Kópavogi eftir að hún sendi okkur enn einn vitlausa varahlutinn.
Spanderuðum í AEG 6 kg vél sem er 1400 snúninga. Kostaði með heimsendingu og uppsetningu 53.000 kr íslenskar. Svona vél heima kostar 100.000 kall takk fyrir.
Það er búið að setja í 3 vélar núna í dag og klukkan bara rétt rúmlega hádegi :)
Byrjuðum á því að setja í eina vél seint í gærkvöldi og stilltum bara á tíma þannig að hún yrði rétt búin að þvo þegar ég færi á fætur. Það er nú bara algjör snilld að hafa þann möguleika fyrir hendi.
Þvotturinn er varla blautur þegar hann kemur úr vélinni þannig að hann verður sennilega ekki mjög lengi að þorna þarna uppi á lofti hjá mér. Ótrúlegt hvað það virðist muna að hafa 1200 eða 1400 snúninga vél. Ég er ekki alveg að fatta það hvernig hún Linda systir mín fer hreinlega að því að hafa bara 800 snúninga vél. Þurkarinn hennar hlýtur bara að vera allan daginn að þurka þvottinn hennar.

Best að drattast upp á loft og setja í vél númer 4 í dag :)
Góða helgi.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005


thad er otrulega fallegt i Gent i Belgiu. thad var nu bara heil ludrasveit sem tok a moti okkur :) Posted by Picasa

 Posted by Picasa

 Posted by Picasa

 Posted by Picasa

mamma, Didda, Gugga, Ingibjorg og eg Posted by Picasa

 Posted by Picasa

Posted by Picasa

 Posted by Picasa

thoka i morgunsarid Posted by Picasa

flottar ljosakronurnar a Maik. Posted by Picasa

saeti minn Posted by Picasa

humarinn minn Posted by Picasa

nammnamm Posted by Picasa

jommi desertar :) Posted by Picasa

JÆJA.

Mætt aftur.
Það hefur ekki verið tími til að blogga í fleiri fleiri daga, enda mikill gestagangur og skemmtilegheit.
Mamma, Gugga og Didda systur hennar og Ingibjörg mágkona mömmu hafa verið hér hjá okkur.
Gerðum margt og mikið saman á þessum 5 dögum. Það var nánast ekkert stoppað hér heima nema bara yfir blánóttina.
Við Ægir fórum á afmælisdaginn minn tvö saman út að borða á stórglæsilegan veitingastað sem heitir Maik. Höfum aldrei farið þangað fyrr þannig að þetta var allt voða spennandi. Klæddum okkur í spariföt og hjóluðum svo í skítakulda niður í bæ alveg á trilljón.
Mamma og þær hinar voru með Malín með sér á öðrum veitingastað á meðan :)
Að sjálfsögðu fengum við okkur 3 rétta máltíð. Ægir fékk sér parmaskinku með salati og fl., en ég fékk risahumar sem smakkaðist ágætlega. Oft fengið betri mat, en það er bara svoo gaman að borða svona risa humar :)
Í aðalrétt fékk Ægir sér andabringu en ég fékk nautalund sem var algjört æði. Öndin var líka voða góð.
Ég fékk 3 mismunandi deserta sem voru allir algjört æði, en Ægir fékk sér nokkra osta. Með hverjum rétti fengum við svo sér valið vín.
Við vourum bæði voða glöð með þetta kvöld.

Morguninn eftir drifum við okkur svo öll til Gent í Belgíu. Það er sennilega fallegasta borg sem við höfum komið til. Það var búið að spá skítaveðri, en sem betur fer rættist ekki spáin. Fengum æðislegt veður þó að kalt væri.
Skoðuðum okkur um þarna, kíktum í eina kirkju, á fornmarkað og svo voru nokkrir veitingastaðir testaðir að sjálfsögðu. Við borðuðum á einum fínum stað á laugardagskvöldinu. Ég, Ingibjörg og Gugga fengum okkur fasana, en mamma, Ægir og Didda borðuð skötusel.
Hótelið sem við gistum á var mjög spes. Þetta hótel er í frekar gömlu húsi og öll herbergin eru mjög furðuleg í laginu. Gugga byrjaði nú á því að brjóta rúmmið í okkar herbergi :) og svo braut Ægir það aðeins meira nokkrum mín. seinna. Við erum reyndar alveg á því að það hafi verið brotið áður en við komum. Það var búið að hrúga fullt af tómum bjórkössum undir það, sennilega til að halda því uppi.
Eftir að við komum upp á hótel eftir dinnerinn okkar, að þá var Malín bara sett í rúmmið sitt og svo fórum við öll inn í herbergi mömmu og Guggu og sátum þar fram á nótt og kjöftuðum. Mikið gaman mikið fjör :)

Í gær fórum við allar saman til Eindhoven í lest. Allir keyptu sér eitthvað. Ég fann mér t.d þessi fínu hælaháu stígvél og svo keypti ég að sjálfsögðu eitt og annað bráðnauðsynlegt í H&M :)


Þær fóru svo allar saman heim núna áðan, þannig að það er ansi rólegt og tómlegt hérna hjá okkur núna.
Malín búin að vera í essinu sínu þessa daga þrátt fyrir lítin svefn og ferðalög, enda búin að hafa 4 ömmur í þessa daga. Ekki slæmt að hafa alltaf einhvern til að lesa fyrir sig og leika við sig :)

Svona að lokum vil ég þakka öllum fyrir afmæliskveðjurnar, símtölin, já og pakkana :)
Ég fékk m.a ótrúlega flottan demantshring, púlsmæli, gullúr, lopapeysugollu, armband úr silvri og beinum og risa bauk fullan af kransakökum namminamm.
Set myndir inn síðar.
knús.

föstudagur, nóvember 18, 2005

KERLINGIN ORÐIN ÞRÍTUG.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Frábærir dagar.

Það var ótrúlega gaman að fá Eini og Lindu hingað til mín. Ji hvað ég hló mikið um helgina :)
Strax og þau komu á fimmtudeginum var boðið upp á léttar veitingar og síðan drifum við okkur á jólamarkaðinn sem er hérna rétt hjá. Eftir það var förinni heitið til Tilburg.
Við tókum því rólega á föstudeginum, röltum niður í bæ, kíktum á kaffihús og versluðum. Um kvöldið fórum við svo á kínverskan veitingastað sem er algjör snilld. Keyptum 4 rétti, hrísgrjón, núðlur, og drykki og kostaði það heilar 1500 kr. á mann :)
Þegar heim var komið tók við gríðarleg skemmtun. Nýji Duran dvd diskurinn var settur á og þá byrjaði ballið :)
Eftir Duran var svo aðeins kíkt á Robbie :)
Á laugardaginn var svo haldið til Den Bosch. Alltaf gaman að kíkja þangað. Þar var mikið verslað en að sjálfsögðu verslaði ég mest. Alveg merkilegt að það skuli alltaf gerast.
Við Ægir keyptum okkur bæði Nike íþróttaskó, ég fékk mér líka galla í ræktina og svo var að sjálfsögðu aðeins spreðað í H&M, en það var reyndar bara handa Malín í þetta skiptið.
Ægir og Einir fóru svo og sóttu Mömmu á flugvöllin og voru þau komin hingað heim aftur kl sjö. Þá vorum við Linda búnar að græja okkur fyrir Linnen. Vorum mætt þangað kl átta...gaman gaman.
Það var ekki mjög leiðinlegt þar. Maturinn flottur og góður fyrir utan forréttinn. Það var hrár hörpudiskur með einhverju pate...jakkkk.
eigandinn kom samt strax aftur og og bauð mér annan rétt :) Það var lax með rækjumús..voða gott.
Skruppum svo á einn stað á leiðinni heim og fengum okkur smá hressingu.
Ægir tók upp Hollenska idolið fyrir okkur, þannig að við horfðum á það eftir að við komum heim, mikið gaman, mikið fjör :)
Einir og Linda fóru svo heim aftur á sunnudaginn :( en mútta mín er hér ennþá og verður fram á fimmtudag.

Einir sa mikid af flottum hlutum i thessari ferd. Eins og t.d thessa ruslatunnu sem er fyrir hundakuk :) Posted by Picasa