MATARGATIÐ

laugardagur, júní 30, 2007

Dóttir mín er snilli.


Hún Malín Marta teiknaði Óla prik á stéttina hjá okkur ALEIN.
Finnst þetta ótrúlega flott hjá henni.
Músin bara rétt orðin 3 ára. Efast um að ég geti gert þetta betur.

Svei mér þá ef þetta er ekki bara líkt einhverjum sem ég þekki :)

Nokkrar myndir.

Sú stutta er farin að hafa áhuga á öllum dýurum, stórum sem smáum :)
Mér finnst rigningin góð. A.m.k í hófi :)
Um daginn voru MARGIR svona stórir og krúttlegir sniglar í garðinum okkar.

Fallegir litir :)

laugardagur, júní 23, 2007

Ég er orðin svoooo Hollensk.

Það er margt búið að breytast síðan við fluttum hingað út. Ég hugsa bara allt allt öðruvísi. Þrátt fyrir að spreða allt of miklu í vitleysu (aðalega matarkyns) að þá er ég meira að hugsa um hverja krónu, eða kannski hvern þúsundkall frekar.
Það sem ég geri er:

Fer í búð þegar ég sé auglýsingu um að eitthvað sé ofur ódýrt. T.d ef kjúklingabringurnar eru seldar á 400 kr kílóið í staðinn fyrir 600 kr. (æjæj greyjið þið þarna heima að borga 2222 fyrir það sama..vorkenni ykkur alveg. Án gríns )

Þegar uppáhals sjampóið mitt er á tilboði í Kruidvat .(sem er allt mögulegt búð þar sem hægt er að kaupa gjafavöru, hár og snyrtidót, vítamín, hreingerningardótarí, nammi, eldhúsvörur, barnavörur, fatnað, dvd og cd og ALLT þar á milli) T.d í vikuni varð ég bara að kaupa hárvörur sem voru á svooo góðu tilboði. Keyptu 4 vörur og fáðu 6 :)

Keypti líka 6 Colgate túbbur á skít og kanil þó ég ætti 4 túbbur inn í skáp Svona tilboði getur maðuðr bara ekki sleppt. Fáðu 6 á 400 kall :) :)
Þannig að það er algjör óþarfi fyrir væntanlega gesti að koma með svoleiðis lagað meðferðis.

Gall&Gall og Albert vinur minn auglýsa líka stundum. Keyptu 3 rauðvín og fáðu 1 fría. Og þá stekkur maður til. Em-té auglýsir: keyptu 2 bollasúpupakka og fáðu þann 3 frían. Margar búðir selja kerti á frábæru verði yfir sumartímann. Maður bara græðir og græðir og græðir. Hægt að kaupa sér ótal kerti á slikkerí og auðvitað gerir maður það :) Maður er jú alltaf að græða.

Svo eru það stöðumælarnir. Úbb og sí.
Okkur hjónum (báðum) finnst fátt verra en að borga of mikið í stöðumæla. Frekar fyndið en þannig er það nú bara samt. Stundum ætlum við bara að hlaupa rétt inn í eina búð og erum bara með 1 evru (84 kr) og þá finnst okkur alveg bölvanlegt að nota hana ALLA í bílastæði. Frekar fyndið.
Eins er ég alltaf jafn svekkt þegar ég er að borga í þessa stöðumæla kassa og fer framyfir þann tíma sem þarf að borga. Eins og t.d um daginn að þá þurfti að borga bara til 5 en ég borgaði til 5:20 :)
Ég er BARA agaleg eða við bæði hjónin.

TRAVIS


Uppáhaldið mitt þessa dagana/vikurnar.
Get hlustað á þessa frábæru plötu aftur og aftur og aftur.
Hlusta á hana á hverjum degi og stundum oft á dag.

Æði
10 frá mér
:)

skólamyndir

Borgarstjórinn mættur í sínu fínasta :)
Þessi mynd er frá útskriftinni sem fram fór í ráðhúsinu. Þarna eru allra þjóða kvikindi :) m.a frá Rússlandi, Jugoslavíu, Írak, Afganistan, Brasilíu, Sómalíu, Maraco, Dómeníska lýðveldinu, Tékkóslavakíu, og Búda gúda lúda eða eitthvað álíka (Afríkuland)
Minn hópur læri að spila aðeins á afrískar bongotrommur sem var ótrúlega skemmtilegt :)


Frábærir kennarar. Hennie og Rikky. Fórum í leikhúsið þar sem okkur var skipt í 2 hópa. Annar hópurinn lærði á hin ýmsu hljóðfæri :)

Ekki meiri skóli.

Grenj..grenj.
Loksins þegar maður er kominn í læri gírinn að þá er ekki meir í boði :(
Ég er búin að vera að læra Hollensku síðan í janúar í litlum sóla hér í bæ sem hefur verið starfrækur í fleiri ár. Þarna var ég búin að fá leyfi til að vera næstu 2 árin en því miður á að leggja hann niður. Í fyrradag útskrifuðust 18 manns frá 11 löndum og eftir eru ekki nema um 9 nemendur (fyrir utan þá sem nýjir kæmu inn) og telur bærinn að það sé of dýrt að reka hann. Ég á von á að fá bréf sent í næstu eða þar næstu viku um hvað sé í boði fyrir mig. Það er eins skóli í Tilburg en ég er ekki að sjá fram á að komast þangað. Of mikið vesen að redda pössun fyrir stelpurnar 5 daga í viku og fleira bras í kringum þetta.
Kennararnir mínir 2 eru líka mjög fúlir með þetta. Eg spurði þær hvort þær gætu ekki bara komið heim til mín og kennt mér í einkakennslu en því miður má það ekki. A.m.k ekki á meðan þær kenna í þessum R.O C skólum.
Ég er bara ekki að nenna því að vera hálf mállaus lengur. Er farin að skilja helling og get spjallað svona aðeins en mig vantar bara svoooo miklu meira.

Ótrúlega pirrandi.

fimmtudagur, júní 21, 2007


Frekjuskottan mín 8 mánaða í dag. Ennþá tannlaus en er farin að skríða :)

mánudagur, júní 18, 2007

Hætt að borða ávexti.

Í bili a.m.k.
Veit ekki hvað er bara að mér. Ég hlýt án gríns að vera komin með ofnæmi fyrir þeim. Það er alveg sama hvað ég prófa þessa dagana, mér stendur bara ekki á sama.

Um daginn fékk ég mér eitt epli og áður en ég var búin með það fór mér að líða mjög undarlega. Hálsinn byrjaði að þrengjast, (sem er ekki mjög þægilegt) mig byrjaði að klægja óstjórnlega mikið í munn, háls og eyru og tungu.

Fékk mér svo mandarínu daginn eftir og það var sama sagann, fékk mér einn bita af peru og það skipti engu. Alltaf finn ég fyrir þessum óþægindum :(.

Ferskjur eru eitt af því besta sem ég fæ. Gúffaði í mig 2 stk. á no time og ó je minn. Það var það allra versta. Reyndar lokaðist hálsinn ekkert svo mikið en tungan bólgnaði og neðri vörin varð tvöföld að innan. Gómurinn varð líka eins og eftir góða tannlæknaferð. Allur dofinn.

Emma er í þessum töluðu orðum að smjatta á epli. Ég asnaðist til þess að fá mér eitt ogguponsu bita og ég er alveg að sálast úr kláða og það er engu líkara en ég sé komin með stórt æxli á neðri vörina. Argg.. þetta er bara pirrandi. Samt alveg merkilegt að það er ekkert mál fyrir mig að drekka epla og appelsínusafa.

Hvað er eiginlega bara í gangi?
Finnst frekar mikið hallærislegt að vera að safna ofnæmum svona á gamallsaldri.
ohhhh...stóra stubba búin að ná sér í hlaupabólu (í annað sinn).
fleiri myndir á BL

fimmtudagur, júní 14, 2007Litla stubba fór í skoðun áðan. Er orðin 7920 gr og 68, 3 cm á hæð. Er aðeins undir meðal kúrfu en allt í góðu samt. Hjúkrunarkonunni fannst hún rosa sterk og dugleg. :)

Malín fór líka í skoðun og voru mínar tölur staðfestar síðan á afmælinu. Rétt rúmir 101 cm og 15 kg slétt.
Hún fór einnig í sjónpróf og fékk hin ýmsu verkefni sem hún gat með príði. Það eina sem er ekki alveg nógu gott er jafnvægið. Hún er ekkert eðlilega dettin barnið og völt. Við fengum upp símanúmer hjá konu hér í bæ sem er með íþróttaskóla fyrir 3 og 4 ára börn. Það verður frábært fyrir hana að komast í svoleiðis

þriðjudagur, júní 12, 2007

Gestagangur :)

Tengdamamma er að koma n.k föstudag og stoppar í 2 vikur.

Ægir byrjar svo í sumarfríi 1 julí gaman gaman. Kannski við förum nokkra rúnta og skoðum okkur um. Nóg af fallegum stöðum hér í kring sem okkur langar að sjá.

Mamma kemur svo um miðjan juli og stoppar í 2 vikur. Við ætlum að taka hana með okkur bæði til Disney og til Ardenna í Belgíu en þar erum við búin að leigja okkur bústað í eina viku :)

Alma, Gummi og krakkarnir koma svo í byrjun ágúst og ætla að vera hjá okkur. Ferlega spennandi :) Það er orðið svooo langt síðan þau bjuggu hérna í Oisterwijk.

Pæjudagar

Nú er ég orðin þó nokkuð mikil pæja. A.m.k upp að olbogum. Er komin með þessar ferlega flottu gervineglur sem Annemieke setti á mig í gær :) Hef ekki haft svoleiðis fínarí í fleiri ár. Eini gallinn er hvað það er orðið erfitt að nota tölvuna eftir þetta. Ég er í því að ýta á vitlausa takka með þessar klær.
Pæjutaktarnir halda svo áfram fram eftir viku.
Ég ætla eftir bestu getu að reyna að koma að plokkun og litun hjá mér, en ég hef trassað það svoooo lengi. Mér líður alltaf eins og ég hafi ekki farið í bað í margar vikur ef augabrúnirar eru ekki fínar.
Svo er það litun og klipping á föstudaginn. Ég þarf ekki einu sinni að fara út úr húsi til þess :) Ein nágranakonan mín er hárgreiðslukona sem vinnur við að fara á milli húsa. Er sem sé ekki að vinna á neinni stofu.
Síðast en ekki síst er búið að bjóða mér í partý á laugardagskvöldið.
Ég er nú ekki alveg að kunna a svoleiðislagað lengur. Ég held ég geti nú talið það á fingri annarar handar hversu oft ég hef farið út úr húsi að skemmta mér síðan Malín mín fæddist. Og ég held að ég sé ekkert að fara með rangt mál að það hefur bara 2 x komið fyrir að ég hef komið seinna heim en 01:00. Frekar fyndið.

Okkur var boðið í party í götunni okkar síðasta laugardagskvöld. Fengum ekki pössun og því fór ég ein. Þetta var risastórt party sem haldið var úti í garði voða gaman. Ég var ein af þeim fyrstu sem mættu rétt fyrir klukkan níu. Ég hitti þarna fullt af fólki, bæði sem ég þekki og eins annað fólk sem ég hef aldrei hitt.
Ég er svo í hörku samræðum við nágrana mína þegar mér verður litið á klukkuna og mér brá ekkert smáræði. Ég var fljót að kveðja og drífa mig heim (sem að voru nú sennilega heil 50 skref :) ) enda klukka orðin HÁLF ELLEFU. Ægir kemur svo og opnar fyrir mér alveg hissa og spyr bara hvað ég sé að gera heim svona snemma.
Þegar heim var komið að þá verð ég nú að segja að ég hefði kannski ekki þurft að flýta mér svona ógurlega :)
Held að ég sé orðin aðeins of mikið vön því að vera ALLTAF heima hjá mér.

sunnudagur, júní 10, 2007


Stóra stubban okkar stækkar hratt.
Hún er búin að lengjast akkurat um 10 cm síðan á afmælisdaginn sinn í fyrra. :)
Orðin 101 cm takk fyrir.
Ætli hún verði ekki búin að ná múttu sinni fyrir 7 ára aldurinn..hi hi :)
a.m.k með þessu áframhaldi.

Fleiri myndir á barnalandi. Bæði í afmælis og juni albúmi.

Tot later :)

föstudagur, júní 08, 2007


1 árs krútt.

Dúlla dúll 2 ara
Malín Mús 3 ára.

Furðulegt veður.

Veðrið í dag er búið að vera ótrúlegt. Strax snemma í morgunn voru komnar 24 gráður og sólin skein skært. Eftir hádegið steig svo hitinn töluvert yfir 30 og sólin skein ennþá skærar. Við mæðgur vorum við það að kafna, vorum vel sveittar og klístraðar. Rakinn er líka mikill þannig að það bætir ekki ástandið.
Seinnipartinn dró síðan mjög svo snögglega til sólar, við byrjuðum að heyra þrumur og einn tveir og tíu allt orðið dimmt, komin rigning og eldingar.
Hitinn er samt ennþá nærri því óbærilegur.
Það verður sko farið upp á loft á eftir og vifturnar sóttar og þær settar á fullan kraft í kvöld og í nótt.

Svona er nú Niðurlönd í dag.

Nágrannar.

Allt að verða vitlaust í grönnum svei mér þá.
Fæðing, brúðkaup og dauði í einum og sama þættinum. Hvað er bara að gerast.?

fimmtudagur, júní 07, 2007

Malin 3 ara :) sja fleiri myndir a barnalandi

FRÁBÆR afmælisdagur :)

Stærri stubban mín er 3 ára í dag.
Dagurinn búinn að vera æðislegur. 29 gráður og sól á köflum í allan dag. Eini gallinn er þessi bölv... raki. Þannig að allir voru þokkalega klístraðir eftir daginn og því voða næs að komast í bað.

Stubban fékk marga fallega pakka. M.a "stórukrakka"hjól frá okkur Ægi, hljómborð frá Emmu, Baby born rúm og fleira frá ömmu og afa og fiska og fiskabúr frá ömmu Lillu og svo fékk hún margt fallegt fleira :). Þúsund þakkir og knús allir sem sendu gjafir og kort.

Það er búið að vera brjálað að gera undanfarið og verður enn um sinn. Ægir er núna í prófum í sínum skóla og er að ljúka önn númer 2 og ég klára 21 juní.
Veisla hjá Annemieke og Gauta á laugardaginn, party hjá nágrönnum okkar um kvöldið ásamt grillveislu í götunni og haldið verður upp á amæli Malínar á sunnudaginn.

Stuð stuð stuð.